Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞlðÐVILJINN Þriðjudagur 1. júni 1965 Otgefandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavðrðust 19 SimJ 17-500 (5 línur) áskriftarverð kr 90.00 á mánuðl. Tilgangslaust 011 mannanna verk eru háð úrskurði reynslunn- ar og standast því aðeins til frambúðar að þau séu í samræmi við veruleikann sjálfan. Þetta á við um kjarasamninga eins og allt annað. í þjóð- félagi þar sem eru öflug verklýðssamtök, næg at- vinna og verulegur vöxtur þjóðartekna er gersam- lega tilgangslaust að reyna að halda almennu kaupgjaldi verkafólks langt fyrir neðan það stig sem markast af getu þjóðfélagsins og almennum réttlætiskröfum. Það er hægt að neyða verklýðs- samtök til óraunsærra heildarsamninga með lang- vinnum verkföllum, með misbeitingu ríkisvalds- ins og öðrum aðferðum, en réttarkröfur verka- fólks brjóta sér þá aðrar leiðir í skipulögðum og óskipulögðum skæruhernaði unz hinir formlegu samningar eru að verulegu leyti orðnir pappírsgagn eitt. íslendingar hafa nú um langt skeið kynnzt slíku ástandi í verki, vegna þess að valdhafarnir hafa verið haldnir þeirri meinloku að gera kjara- samninga sem standast ekki dóm reynslunnar; hvers konar aukagreiðslur og yfirborganir eru nú að verða að mjög almennri reglu, og hefur það ástand magnazt sfórlega eftir að ríkisstjórnin sveik í fyrra þann tilgang júnísamkomulagsins að Há'fa samvinnu við samtök launafólks um stöðv- un verðbólgunnar. Á sama hátt og stjórnarvöld- in hafa heimilað gróðamönnum að heyja skæru- hernað sinn gegn lífskjörum almennings, hafa verkamenn hagnýtt aðstæðurnar á vinnumark- aðnum til þess að heyja skæruhemað á móti. Nú eru æði mörg dæmi um það að atvinnurekendur greiði tvöfalt það lágmarkskaup sem skráð er í samningum, og þegar svo er ásta’tt hlýtur tal valdamanna um að eðlilegt megi telja að kaup- gjald hækki um 3% að vekja hlátur einn. yerklýðssamtökin hafa ekki óskað eftir því upp- lausnarástandi sem nú er á vinnumarkaðnum og er til marks um svokallað frjálst framtak og stjórnleysi gróðasamfélagsins. En hitt er mikill misskilningur að þetta ástand sé verklýðshreyf- ingunni óhagstætt í kjarabaráttunni; það færir launafólki einmitt stórfellda möguleika sem sam- tökin þurfa að læra að hagnýta sér til hlítar. Ekk- ert er fráleitara en ef stjórnarvöldin ímynda sér að þau geti nú náð kjarasamningum sem séu alls fjarri staðreyndum raunveruleikans; jafnvel þótt slíkir samningar væru gerðir hefðu þeir ekkert gildi í verki. Nú duga þeir samningar einir sem fela í sér raunverulega tilfærslu á fjármunum í þjóðfélaginu, sem breyta sjálfu efnahagskerfinu launafólki í hag en stöðva verðbólguglundroðann. Slíkt verður aðeins gert með náinni samvinnu við verklýðssamtökin, einnig um ýms meginatriði í stjórn efnahagsmála. Hafi ríkisstjómin enn ekki skilið þessi einföldu sannindi og haldi hún glund- roðastefnu sinni áfram, verða ekki gerðir á næst- unni neinir raunverulegir samningar, heldur fá valdhafarnir að reka sig á veruleikanh sjálfan og kynnast því að kjarabaráttu er einnig hægt að heyja hvern dag á hverjum vinnustað. — m. Nútímaleg stefna íslenzkra Ekki verður undan því vik- izt, að taka til athugunar rok. semdir Magnúsar Kjartansson- ar í svarbréfi hans til mín á dögunum. Þar er mér að sjálf- sögðu nokkur vandi á höndum, og mörgum mun virðast að ég reisi mér hurðarág um öxl. En ég tek ekki svona hátíðlega til orða, vegna þess, að mikið sé í húfi þótt við Magnús leiðum snöggvast saman hesta okkar. Ég er maðurinn úr strsetis- vagninum, sem ræðir við sessu- naut sinn um landsins gagn og nauðsynjar á meðan runnið er í átt til vinnustaðarins. Meiri hlut í stjóm heimsins ætla ég mér yfirleitt efcki. Magnús þarf aítur á móti að standa í þvi dag hvem, að leiða hinn fjöl- menna lesendahóp Þjóðviljans. Það er mér þó mikill styrkur í þessu undantekningaramstri mínu, að það virðist vera þegj- andi samkomulag okkar Magn- úsar á milli, að tala hvor til annars eing og við séum sæmi- lega heiðarlegir og vitibomir menn, og ætlum að láta slag standa þótt sameiginlegir and- stæðingar kunni að misnota orð okkar. Það hygg ég að sé margra mál, að hægri menn hafi aldrei komið ár sinni betur fyrir borð hér á landi en nú. Fyrst nefni ég þar til hemámsstefn- una og allan þann ósóma, sem henni fyigir. — Hin svo- kallaða stéttabarátta er á villi- götum. f röðum hinna eiginlegu verklýðsfélaga eru óviðkom- andi aðílar, sem ráða lögum og lofum. í iðnaðarfélögum og starfsmannasamtökum ríkis og bæja ræður víða meir kapp en forsjá. En það, sem mestu máli skiptir, er þó hitt, að eftir hvem sigur þessara stéttarfé- laga grípur hið opinbera inn í, og sýnir svart á hvítu, að af öllu, sem vinnst er jafn skamm- góður vermir og því að pissa í skó sinn. Gróðahlutfðllin milli launþega og afætumannanna A hinum raunverulega vinnu- arði verða sífellt óhagstæð- ari fyrir hina fyrmefndu. Allir sjá, að hin eina lausn þessara mála er samstilling vinstri aflanna í sameiginleg- um stjómmálaflokki á algjör- lega nýjum grundvelli, flokki, sem orðið gæti svo öflugur, að bænda og samvinnumanna- flokkurinn, sem fyrir er í land- inu geti tekið saman við hann höndum, og ráðið hér fram- vindu mála. Þau félagasamtök, sem nú mynda Alþýðubandalagið hljóta að gera sér ljóst, að hversu vel sem þeir standa sig í þjóð- málabaráttunni, og hversu góð- ur sem málsstað þeirra er, er komin á það áratugareynd, að kommúnismahræðslan hjá al- menningi, og þá ekki sízt með- al æskunnar, ræður þar úrslit- um, og eðlilegt fylgi lætur á sér standa. Áberandi einkenni okkar tíma er áhugaleysi um stjórnmál, leiði eða algjört von- leysi. Það vita þó raunar allir að Sósíalistaflokkurinn er ekki fyrst og fremst flokkur komm- únista, en tryggðin og tillits- semin við gömlu kempurnar, sem ég nefndi í bréfi mínu. veldur því, að ásjóna flokksins sem að þjóðinni snýr, ber um vmstri manna of svipmót þessara gömlu manna, sem fengið hafa að ráða meiru um daglega stefnu hans, en eðlilegt má teljast. Ekki vil ég gera lítið úr hug- sjónatrúnaði þessara manna og fómfúsu starfi fyrr og síðar En trúnaðurinn við úreltar hugmyndir og stjómmálalegar meinlokur nær ekki lengur nokkurri átt. ráða, en ekki alþýðan eða hin- ir svonefndu öreigar. Þar er ekki einu sinni til neitt ,,stétt- arlýðræði", sem Magnús nefnir svo fræðimannlega. í kommún- istaflokkana eru ekki teknir nema örfáir útvaldir, og þar ríkir svo harður agi, að flest- ir þeirra, sem þar fá sæti em í stöðugrj lífshættu. Reynslan hefur og sýnt, að vitskertir Eftir Jón úr Vör. Það er rétt hjá Magnúsi Kjartanssyni, að „Sósíalista- flokkurinn hefur frá upphafi sett sér það mark, að ná völd- um í þjóðfélaginu samkvæmt reglum lýðræðis og þingræðis, og hann hefur m.a. lýst þvi yfir, að einnig eftir að sósíal- isma hefur verið komið á telji hann starfsemi annarra flokka sjálfsagða". Vissulega er þetta gott og blegsað stefnuskráratriði, en meðan þeir, sem rita blöð flokksins og flestar ræðurnar halda, láta jafn áberandi og raun ber vitni í ljós gagnrýni sína á „takmörkunum lýðræð- isins“, eins og Magnús kemst að orði. en eru eins hógværir í kröfum gagnvart lýðræði kommúnismans og hann er t.d. í bréfi sínu — og yfirleitt í Þjóðviljanum, er ekki að undra, þótt nokkum ugg setji að vænt- anlegum fylgjendum flokksins og flest bendi til þess, að nokk- ur bið verði á þvi, að á það reyni, hvort staðið yrði við hin stóru og fögru orð stefnuskrár- innar. Hið borgaralega lýð- ræði, sem við nú búum við,J er með kostum sínum og göll- um sprottið upp úr jarðvegi menningarríkja. Betra form fyrir mannréttindi hefur enn ekki verið uppgötvað. — í bréfi sínu segir Magnús: „Þegar þú talar um lýðræði kommúnismans er sú stjórn- skipan hvergi til og verður ekki fyrr en draumurinn um allsnægtaþjóðfélag kommúnism- ans hefur ræzt, og það verður ekki í okkar tíð“. Jafnframt gerir hann ráð fyrir, að ég eigi við „það stjómarform, sem fræðimenn nefna alræði öreig- anna“. — ,,f því stjómarfari felst ekki“ segir hann „það lýðræði, sem sósíalistar stefna að, heldur takmarkað lýðræði, stéttarlýðræði, og það á að vera skylda sósíalista að af- nema þær takmarkanir, eins fljótt og auðið er.“ Vissulega kannast ég við þetta alltsaman. En það þarf meir en litla trú, — trú sem stangazt hefur á við stað- reyndir í nálega hálfa öld — til þesg að taka þessar skil- greiningar alvarlega. Allt tal um „alræði öreiganna" er efck- ert annað en kommúnistablekk- ing. Hugtakið mun sótt til frönsku byltingatímanna, en hefur aldrei verið annað en slagorð, óvenju langlíft slagorð. í kommúnistaríkjunum eru það flokksforingjamir, sem öllu Viljum róða handwf'ara nú þegar • GOTT KAUPj ÞJÓÐVILJINN menn eða geðbilaðir geta náð þar einræðisvöldum. Ef á að svara gagnrýni á þessum pólitísku veilum komm- únista með þeirri afsökpn, að þetta séu aðeins barnabrek, hið eiginlega lýðræði kommúnism- ans komi ekki fyrr en draum- urinn um „allsnægtaþjóðfélag- ið hafi rætzt", þá er ekki að undra þótt hugsandi vestur- landabúar hugsi sig um áður en þeir fylkja sér um slíka draumóramenn. Okkur fslend- inga minnir þetta á sálm, er byrjar svona: Kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt. Það er að mínum dómi mjög óraunhæf stefna fyrir þjóðir, ?em búa við efnahagskjör og lýðræði vesturlanda, að gera ráð fyrir því, að fyrr og betur miði í rétta átt í heimi komm- únismans en hjá okkur. Reynsl- an hefur fram að þessu verið önnur. Þær veilur, sem hjá okkur blasa glöggt við sjónum eigum við vinstri menn að benda á og leggja okkur fram vig að bæta úr. Engum þjóð- um eigum við að sýna fjand- skap, hvorki í austri né vestri, en fylgjast með vakandj og vinsamlegri athygli með þvi, sem þar er að gerast. En það sem mestu máli skipt- ir fyrir okkur hérlendis er það, að sjá berum og glýjulausum augum hvar við stöndum. Fast- heldni við úreltar hugmyndir, að maður nú ekki tali um hug- myndakerfi, sem ungir menn á fyrstu árum aldarinnar létu heillast af, en eiga ekki við lengur, mega ekki standa í vegi fyrir eðlilegri þróun vinstri stefnunnar í landinu. Gömlu kommúnistakempumar eiga að fá að njóta sannmælis og við- urkenningar fyrir allt það, sem þær hafa vel gert. — Og það er meir en lítið, sem þeim ber að þakka. En það rnun standa í gamalli húslestrarbók, að sá einn sem manninn hefur skap- að, viti „af hve breysku verk- efni hann er gjörður". Ef þess- ir menn, — af hvaða sökum sem það er — geta ekki. dreg- ið réttar ályktanir af þeirri reynslu, sem þegar hefur feng- izt af stefnu kommúnismans, og láta sér ekki skiljast. að undir forystu þeirra er ekki hægt að fylkja ungu og sæmi- lega upplýstu fólki — þá verða þeir enn um sinn að verða það, sem maður skyldi sízt ætla að þeir vildu vera, þrösk- uldur í vegi vinstri stefnu ! landinu. Spurningin er; Hve lengi er þeim sætt? Þetta er mergurinn málsins í ágreiningi okkar Magnúsar Kjartanssonar. Svar hans við spumingum mímum um lepp- ríkin í austri og vestri læt ég liggja á milli hluta. Um þau efni og margt fleira í grein hans mætti lengi deila. Mér er Framhald á 9. síðu. N0REGUR v/. 20 daga ferð 10.—29. júlí Verð kr. 13.000,00 Fararstjóri: ELÍN TORFADÓTTIR. Flogið verður til Oslo 10. júlí og lagt af stað í 7 daga ferð um Suður-Noreg með lang- férðabílum og skipum. Verður m.a. komið við og gist á Arendal, Mandal, Stavanger, Nestflaten, Harðangri og Veringsfoss. Dvalið verður í Oslo 1 dag í lok þessa ferðalags. Þá hefst 7 daga hringferð um Danmörku m.a. um Frederikshavn, Bröhderslev, Silke- borg, Esbjerg, Ribe, Odense og Kaupmanna- höfn, dvalið þar í 2 daga. Þaðan verður farið til Oslo, norður eftir strönd Svíþjóðar, með viðkomu í Gautaborg. Að lokum verður dval- ið á kyrrlátu hó.teli rétt utan-við Oslo í 5 daga. — Viðburðarík og róleg ferð. Þátttaka takmörkuð. — Hafið því samband við okkur sém fyrst. LA IM □ S9Nt FERBASKRIFSIOF Skólavörðustíg 16, II. hasð eíin OGOrtO bav a£.c nrui/iiifii/ I «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.