Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 5
ÞrKWudagur 1. Jöní 1965 HÓDYILJINN SlÐA íþróttir Connolly og Boston bceta heimsmet sín A frjálsfþróttamóti sem haldið var í Modesto í Kali- fomKi si. Ktmnudag voru sett tvö ný heimsmet. Ralp Boston stökk 8.36 m í langstökki og bætti þar með heimsmetið sem hann setti í fyrra um 2 cm. Comioíly kastaði sleggju 71.07 m^ fyrra metið sem var 70.66 m setti hann sjálfur fyrir þrem árum. A sama móti kastaði Tékkinn Ludvig Danek 62.56 m í kringlukasti. 2. deild FH vann Breiðablik með 8:0 og Siglfirðingar Reyni 3:0 Reppni í 2. deild íslands- mótsins hófst nú um heigina. FH og Breiðablik léku í Hafn- arfirði á laugardag og sigraði FH með átta mörkum gegn engu. Þessi úrslit koma nokk- uð á óvart, þar sem Breiðablik sigraði sameiginlegt lið úr Hafnarfjarðarfélögunum báð- -®> BOLTA-BUXURNAR. Þekktustu drengjabuxumar Sterkar og fallegar. Gerðar fyrir stráka á fullri ferð. um. En í þessum leik hafði FH yfirburði í leiknum eins og tölurnar sýna. FH-liðið hefur mjög harðskeytta einstaklinga í framlínunni sérstaklega, t.d. Eirík Helgason, sem skoraði fimm mörk, og Ragnar Jóns- son, en bezti maður liðsins er þó Sigurjón Gíslason. Dómar- inn tók mjög vægt á brotum í leiknum og ef svo verður með aðra dómara í 2. deild spái ég þvi að FH komist langt með sigur í þessum riðli a.m.k. Á sunnudag kepptu Siglfirð- ingar og Reynir í Sandgerði, Siglfirðingar sigruðu með 3 mörkum gegn engu. Þriðja leiknum sem vera átti um helgina var frestað vegna þess að ísfirðingar fengu ekki flug- veður til Vestmannaeyja, en hann fer fram á annan í hvíta- KR og ÍBK í kvöld í kvöld kl. 8.30 hefst leikur KR og Keflvíkinga á Njarð- víkurvelli. Þetta er 1. leikur KR í íslandsmótinu, en Kefl- víkingar hafa leikið einn leik — sigruðu Akurnesinga. Ekki er að efast um að hart verður barizt í þessum leik íslands- meistarahna 1964 og Reykja- víkurmeistaranna 1965. Fram vann ÍA 3:2 í lélegum leik í gærkvöld fór fram á Akra- nesi fjórði leikurinn í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og áttust þar við ÍA og Fram. Leiknum lauk með sigri Fram, 3:2, en í hálfleik var staðan 1:0 fyrir Fram. Leikurinn var mjög lélegur. I. DEILD ÍSLANDSMÓTIÐ: í dag kl. 20.30 leika á N jarðvíkurvelli KEFLAVÍK - K.R. íslandsm. Reykjavíkurm. Mótanefnd Gaf tilraunalandsliðið okkar góð fyrirheit? ¦ Vafalaust hafa margir knattspyrnuunnendur hér fyllzt nokkurri eftirvæntingu, er þeir sáu landslið það, sem landsliðsnefnd KSÍ raðaði saman til keppni við leik- menn Coventry City. í fyrsta lagi hvort þessir menn hefðu þá eiginleika að ná saman og geta myndað heil- steypt lið, og í öðru lagi hvort þessir knattspyrnumenn væru í þeirri þjálfun að forsvaranlegt mætti kalla. Við þessar hugrenningar og vangaveltur má svo bæta því, sem alltaf er nærtækt þegar um val manna í úrval er að ræða, hvort réttir menn hafi verið valdir eða menn sem þangað áttu ekkert erindi, og þar murnu menn sjaldan vera á sama máli, og það þótt menn séu í góðri þjálfun. Flestir munu sammála um það, að leikur þessa fyrsta til- raunalandsliðs okkar í ár lofi ekki sér lega góðu. Þar breytir engu að á liðinu urðu nokkrar breytingar, þar sem menn af einhverjum ástæðum gátu ekki komið til leiks. Það er síður en svo ástæða til að ætla að þetta endanlega lið sem hljóp út á völlinn hafi verið nokkuð lakara en það sem nefndin valdi. Það sem máli skiptir í þessu sambandi er það að liðið náði ekki sam- an, réð ekki við hlutverk sitt, að skapa það heilsteypt lands- -«> '¦€5. 'í ¦':í&.-'l .'"' ..y*-— SfWK-:*-.;.;.:.-:^¦'¦:• ¦".•..^.Ik.Xií. '¦:¦'¦: ..... ¦.-¦* ÆS38sS&:-:-:-- <•'••* ¦ < * ~->" . •¦¦•*-- .,,, '¦¦''. í,?:: S ¦¦!. !.: 1 .»?!,:.:, >:¦¦ ¦¦¦ - " ' *~*3* .:¦,..¦¦> :. "¦ ¦¦ : ..¦¦ ......... ¦ ¦¦ ¦' - - - »s ¦-'-,.> Reynjr sem sést til yinstri á myndinni skorar 3. mark Vals. Jón Stefánsson miðframvörður Akur- eyringa sést á miðri myndinni horía cítir boltanum í netið. (Ljósm. Bj. Bj.). 1. deild: Akureyringar léku vel en Yalur sigraði 4:2 ? Akureyringar sóttu ekki stigin til Reykja- víkur í fyrstu ferð sinni hingað í sumar á ís- landsmótið, en sann- gjarnt hefði verið eftir grangi leiksins að annað stigið að minnsta kosti hefði fallið í þeirra^ hlut. ' Fyrstu 10 mínútur leiksins áttu Valsmenn mun meira í leiknum og tryggðu sér tveggja marka forskot. Fyrra markið kom á 4. mín., Ingvar Elíasson tók aukaspyrnu og ýtti rétt við boltanum til Berg- sveins sem skoraði með failegu skoti. Fimm mínútum síðar skoraði Bergsveinn aftur eftir að Valsmenn höfðu sótt upp hægra kantinn. Akureyringar létu mótgang- inn ekki á sig fá náðu nú smám saman öllum tökum, á leiknum. Þeir léku oftmjögvel saman og árangurinn lét ekki á sér standa. Áður en hálfleik lauk höfðu þeir jafnað leikinn. Skúli Ágústsson skoraði bæði mörkin með föstu skoti. Stein- grímur Björnsson átti þó mest- an heiðurinn af öðru markinu. Hár bolti var gefinn fyrir Valsmarkið og Steingrímur náði að skaHa, en í stað þess að reyna að skalla á mark þá gaf hann boltann út fyrir fæt- ur Skúla sem var þar í góðu færi. í síðari hálfleik héldust yfir- burðir Akureyringa í leik og fyrstu tuttugu mínúturnar fór leikurinn að mestu frani á vallarhelmingi Vals. En þá var sem leikurinn gjörbreyttist, hvort sem Akureyringa hefur brostið úthald eða annað kom- ið til. Náðu nú Valsmenn mörgum góðum sóknarlotum sem flestar voru byggðar upp hægra megin, enda var Reynir útherji bezti maður framlín- unnar. Á 21. mín. lék hann framhjá nokkrum varnarmönn- um og skaut óverjandi í mark. Nokkrum mínútum síðar komst Ingvar alveg upp að Framhald á 9. síðu. lið að geta veitt annarardeild- arliði frá Englandi sæmilega mótstöðu. Þó leikurinn hefði endað 6:0 hefði ekkert verið við bví að segja, eftir leik og möguleikum liðanna að skora mörk. Þó hér hafi verið um at- vinnumenn að ræða, verður samt að álíta að frammistaða tilraunalandsliðsins hafi verið mjög slök, og mun lakari en eðlilegt er að gera ráð fyrir þó að um áhugamenn sé að ræða. Þvi ekki að velja sterkara lið? munu margir spyrja, eftir leik þennan. Vafalaust munu margir telja sig geta raðað saman liði sem yrði sterkara en þetta var, og vera kann að í einstaka stöður hefði verið hægt að fá betri' menn. En ef við förum að velta þessu fyrir okkur eru svona fullyrðingar ekki svo sérlega sannfærandi, og ef við viljum vera raunsæ er ekki um auð- ugan garð að gresja í sam- bandi við sterkt landslið. Landsliðsnefnd hefur þvi ekki auðvelt hlutverk að vinna þeg- ar hún á að velja landslið. Ekkert liðanna í fyrstu deild er það sterkt að möguleiki sé að notast við kjarnann úr neinu þeirra, en í landi þar sem félögin eru ekki fleiri en hér er slíkt hyggilegt. Nefndin gat því ekki farið þá leið, og því ekki annað að gera en að velja mann fyrir mann í hverja eina stöðu. Það er greinilegt að nefndin er í vissum atriðum í miklum vanda, og kemur þar til marm- fæð reyndra manna og því reynt að leita ^meðal nýlið- anna, og eru svona leikir að sjálfsögðu til tilrauna með nýja menn. Þó virðist sem nefndin hafi verið í miklum vanda með varamarkmann og að taka, þó í varasæti sé, mann sem að sögn hefur kom- ið aðeins 4 sinnum í mark í kappleik er að ganga heldur langt í tilraunum sínum, ekki aðeins fyrir það lið sem leik- ur, en ekki síður fyrir wnga' manninn sem á að leíka í svo „stórum" leik. Hér er síður en svo verið að draga úr því að þessi ungi maður sé gott efni og hafi staðið sig eftir ástæðum f wm- ræddum leik. Það er aoeins verið að benda á þá mannfæð sem knattspyrnan líður af í dag, og yafalaust hefur nefndln komizt að svipuðum niðurstöð- t»m þegar rætt var um aðrar stöður, þótt til væru menn með meiri leikreynslu en vara* markmaðurinn. Þó verður ekkí skilin sú af- staða nefndarinnar að setja Ellert Schram sem vinstri út- herja. Ellert hefur í leikium sínum í vor reynt nýja stöðtt sem framvörður og gert henni mjög góð skil sem uppbyggi- legur leikmaður og sterkur í vörn. Af flytja hann á sinn Framhald á 9. síðu. QmSo* 8 A h X CEREBOS f HANDHÆGU BLÁU DÖSUNUM HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Messrs. Krlstján Ó. Skaefjörð Limited Post Box 411 REYKJAVÍK, Iceland.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.