Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 6
g SÍÐA HÓÐVILIINN Þriðjudagur 1. júní 1965 (Bon-7) Bónn, Germaný, May t9, ÍAP), Queen Ellsabeth and Prir.ee Philip leave Bonn neaO' rial after wreath laylng cerejnony in gay . i aooá. Offleer left not ldentified. (AP Wire^ phöto)(PH/Stf/May J9. 1965). f sambandi við heimsókn Elísabetar Eng- l andsdrottningar og Filipnsar prins drottn- ingarmanns til Vestur-Þýzkalands og Vest- ur-Berlínar sendi AP, bandariska fréttastof- an Associated Press, á dögunum frá sér mynd þessa og lét fylgja henni áfestan texta á ensku. I textanum segir: „Elísabet drottning og Filipus prins ganga létt í skapi frá minnisvarðanum í Bonn (yfir fórnardýr heimsstyrjaldanna) eftir að hafa lagt blóm- svelg að varðanum, Foringinn til vinstri á myndinni er óþekktur". — Austur-þýzk blöð hafa hent þetta á lofti og bent á aA her- foringinn á myndinni sé alls ekki óþekkt- ur, heldur einn kunnasti áhrifamanna Bonn- stjórnarinnar, æðsti lierforingi Þýzka sam- bandslýðveldisins, Vestur-Þýzkalands, Heinz Trettner hershöfðingi. Og frægð hans er ekki aðeins bundin frama hans hin síðustu árin, heldur fortíðinni líka. Trettner átti með öðrum þátt í skipulagningu loftárás- anna á Guernica á Spáni, Rotterdam i Hol- landi og Flórens í Ítalíu, og hann var á- byrgur fyrir áætlununi þeim er gerðar voru um sendingu fallhlífarhersveita Hitlers inn yfir Bretlandseyjar. Og hann tók þátt í skipulagningu innrásarinnar á cyjuna Krit. — Myndartexti AP þykir benda tii þess að menn hafi verið feimnir við að birta nafn aðalfylgdarmanns Bretadrottningar svo að ekki yrði fortíð hans á valdatímum nazista rifjuð upp. Hugðíst skjóta borgarstjérann HAMBORG 28/5 — Lögreglan 1 Hamborg handtók í dag mann nokkurn, sem hótað hafði að skjóta borgarstjórann, Paul Nev- crmann, er hann fylgdi Elízabetu Englandsdrottningu gegnum borg- ina. Það voru allmörg liótunar- bréf mannsins, rituð fyrir þrem dögum, sem urðu þess valdandi, að maðurinn náðist. — Hann verður nú sendur í geðrannsókn. — Heimsókn Englandsdrottning- ar í Vestur-Þýzkalandi lýkur ella í Hamborg á föstudagskvöld, og hafa borgarbúar tekið drottningu og Filipusi hertoga. manni henn- ar, einkar hjartanlega. Nýr hershöfðingi Jesáítaref lnanar RÓMABORG 22/5 — Krist- múnkareglan (Jesúítar) kaus í dag nýjan yfirmann reglunnar, og er það Spánverjí Pedro Arr- upe. Hann er 56 ára að aldri, ættaður frá Bilbaó, og var hann kjörinn við þriðju atkvæða- greiðslu. 218 fulltrúar sátu kjör- fundinn, og voru þeir úr öllum heimshlutum. Arrupe er sjötti Spánverjinn, sem gegnir þessu þýðingarmikla embætti og er jafnframt 28. hershöfðingi regl- unnar frá því Ignatius Loyola leið. Arrupe hefur frá því 1958 verið yfirmaður Kristmunka- reglunnar í Japan. Ný árbók Ferðafé- lagsins — sú 39. 63 konur sáttu Hús mæðraviku S.Í.S: Ferðafélag Islands hefur sent frá sér nýja Árbók. Þetta er 39. árbókin, sem félagið gefur út. Hún fjallar um N-Þing- eyjarsýslu og Langanesströnd í N-Múlasýslu. Höfundur er Gísli alþingismaður Guð- mundsson, en flestar myndir eru eftir Óskar Sigvaldason bifreiðarstjóra. Báðir eru höf- undar upp vaxnir í N-Þing- eyjarsýslu og lýsa hér heima- högum sínum bæði í máli og myndum af kunnugleik og naarfærni. 1 N-Þingeyjarsýslu eru ýmsir staðir landsfrsegir fyrir nátt- úrufegurð. Þar er Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Jökulsárgljúfur eða ,,gljúfrahöllin“, sem Einar Benediktsson kallar, og loks Dettifoss. -Þá er Axarfjörður ein af fegurstu byggðum lands- ins, Sléttan harðbýl en feng- sæl, Þistilfjörður búsældarleg- ur og Langanes er hömrum girtur brimbrjótur á NA-horni landsins. Á Strönd setur Gtmn- ólfsvfkurfjall stóran svip á láglent fjarðaland. Þar kvað skáldið öm Arnarson: Hafið, bláa hafið hugann dregur, hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þessi bók er bæði lassileg og glögg leiðarlýsing fyrir M, sem leggja leið sína um N- Þingeyjarsýslu. Árbókin er 10 arkir alls, en ein örk fjallar um félagsmál. Að þessu sinni eru í henni 6 litprentaðar myndír og auk þess sú nýbreytni, að kápan er litprentuð á vandaðan gljá- pappír. ísafoldarprentsmiðja hefur prentað árbókina frá upphafi vega og að þessu sinni einnig litmyndimar og gert það vel, en Prentmót h.f. gerði mynda- mót að litmyndum, Litróf svarthvítar myndir. Það gefur auga leið, að út- gáfa árbókarínnar er kostnað- arsöm og verðmæti hennar í raun og veru meira en kr. 150.—, en það er núverandi árgjald félagsmanna. Sá háttur var tekinn upp 1935 og hefur að mestu hald- izt síðan, að láta hverja ár- bók fjalla um heila sýslu. BYrsta sýslulýsingin var um Vestur-Skaftafellssýslu, saman tekin af séra Óskari Þorláks- syni núverandi dómkirkjupresti. Nú er svo komið, að fjallað hefur verið um allar sýsiur landsins nema Rangárvalla- sýslu. En úr því mun bætt á næsta ári, í fertugustu árbók félagsins. Hefur dr. Haraldur Matthíasson tekið að sér að rita þá bók. Auk sýslulýsinga eru nokkr- ar bækur um óbyggðasvæði, svo sem Kerlingarfjöll, Suður- jökla og Vonarskarð. Nú í vor festi félagið káup á húsnæöi fyrir skrifstofu sína að Öldugötu 3. Að vísu er þetta keypt í skuld, en félag- inu nauðsynlegt að tryggja sér samastað. Til þess að kcma kaupunum á sæmilegan fjár- hagsgrundvöll hefur félagið gefið út skuldabréf fyrir hálfa miljón króna. Hvert bréf er að nafnverði kr. 500,—, vextir 6% og lánstími 10 ár. Sala þeirra hefur gengið allvel og margir félagsmenn sýnt í verki góðan hug til félagsins. Nokk- uð af bréfum er enn óselt, og eru það vinsamieg tilmæli fá- lagsstjómar að velunnarar Ferðafélagsins verði samtaka um að lóta þessi skúldabréf ekki daga uppi. Þau fást í skrifstofunni að öldugötu 3 á venjulegum afgreiðslutíma. (Frá stjóm Ferðafélags Islands). Hin árlega Húsmæðravika Sambands íslenzkra samvinnu- félaga og kaupfélaganna var haldin í Bifröst dagana 16. til 22. maí sl. Vikuna sóttu 63 konur víðsvegar að af landinu í boði 18 kaupfélaga. Fræðsludeild Sambandsins ‘sá um stjórn og undirbúning dagsskrár, en frú Guðlaug Einarsdóttir skólastjórafrú í Bifröst um móttökur á staðn- um og heimilishald. Flutt voru j 10 erindi auk fræðslu og sýni- kennslu í matreiðslu og snyrt- ingu. Farið var í skemmti- og fræðsluferð um Hvítársíðu og Hálsasveit, komið að Barna- fossi og Hraunfossum og að Reykholti, og heimsóttur Hús- mæðraskólinn að Varmalandi, þar sem tekið var á móti hús- mæðrunum af mikilli rausn. Á kvöldin voru ýmis skemmti- atriði um hönd höfð og mik- ill almennur söngur. Að kvöldi föstudags 21. maí var kvöld- vaka, þar sem húsmæðumar sjálfar lögöu til alTí dagskrár- efni. Fór fram upplestur á frumsömdu efni, bæði í bundnu og óbundnu máli, einsöngur og' kórsöngur. (Frá Fræðsludeild S.I.S.). Ein afleiðingin af komu Buchmans og manna hans til Noregs varð sú, að sjö milj- ónir norskra króna komu í norska ríkiskassann í Osló frá mönnum, sem skiluðu skatti, er þeir sögðust hafa svikið undan. (Pétur erindreki í Siðvæð- ingargrein í Vísi 19.5.) Tvær sigursælar róðrasveitir karia á Sjómannadaginn Þetta er róðrarsveit björgunarskipsins Gísla J. Johnsen er sigraði í karlaflokki á sjómannadaginn. Stýrimaður var Jóhannes Briem. Hlaut sveitin langbeztan tíma, 2.45.1, en skátasvcitin Hákar! varð önnur. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Og hér er róðrarsveitin af Ölafi járnhaus er sigraði kvennasveitirnar tvær með yfirburðum. Stýrf- maður var sjálfur skipstjórinn, Helgi sprettur — Rúrik Haraldsson — og var köppunum vel fagnað er þeir stigu á land eins og myndin sýnir. — (Ljósm. Þj/ðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.