Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.06.1965, Blaðsíða 12
Verður verkfall næstu daga? ■ Hér í borginni ríkir nú orðið mikil spenna meðal fólks og maður spyr mann á götu, hvort gengið verði til verkfalla á næstu dögum og hversu víðtæk þau verði í reynd. ■ Samningafundir eru ennþá yfirstandandi og allt mun óráðið um framtíðina að þessu sinni. ■ Síðastliðinn sunnudag samþykktu þó félagsmenn á fundi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar að veita trún- aðarmannaráði félagsins heimild til verkfallsboðunar, ef þurfa þykir á næstunni. ■ En hvernig er hljóðið í verkamönnum sjálfum víðsvegar um bæinn? ■ Við heimsóttum í gær höfnina, malbikunarflokk inni í Laugarnesi og verkamenn í byggingarvinnu inni á Kleppsvegi og bárum fram þessa stóru spurningu dagsins: ■ Vilt þú verkfall hjá Dagsbrún ef með þarf? Ósjkar — vinnur hjá Eimskip Þá verður barizt af heift Hann vann á soili um borð í hollenzku vöruflutningaskipi í gærdag og vinnur Sem hafn. arverkamaður hiá Eimskip. Hann heitir Óskar Gunn- laugsson. Vilt þú verkfall? Já, þó fyrr hefði verið. Þessi verkfallshótun - er boðuð við hentugieika. Hversvegna alla þessa fresti. Ég vji verkfall á stundinni og hað ber að sýna mikla hörku í bessu verkfslli Verkamenn hafa staðið með útrétta hönd í marea mánnði ' til sátta við atvinnurekendur og bað er slegið á bessa hönd Það sýna staðreyndir kaupgialdsmáTnmim í dag. Hver getur lifað af verka- mannakauni í dag. Það er forsmán að bióða upp á besst kiör- — viröing okkar og sóm-1 sem manna eru i veði og það skal verða barizt. af heift fvr- ir mannsæmandi kiörum. Vill Vftdrfill á stuudl- inni Hann hefui verið lengi hjá Eimskip og stóð sem lúgu- maður um borð í hollenzku vöruflutningaskipi við hafn- arbakkann í gærdag. Hann heitir Guðmunduj Gtiðjónsson. Þama stóð hann á lúgunn' svartur í skeggrótinni og béttur á velli og hefur háð hildi með Héðni Vaidimars- svni hér á árunum. Vilt bú verkfali hjá Dags- brún? Já. ég vil verkfail á stund- inni og mér finnst bað óþarfa veikleikamerki að boða verk- fallshótun með fresti. Það er ekki í samræmi við hugarfar verkakarlanna hérna á eyrinni. Það er búið að þrautrevn'a Guðmundur — svartur í skeggrótinni Hér eru tveir unglingar að vinna við uppskipun úr Langá og er þessi mynd tekin í gærdag og víða má sjá unglinga á eyr- inni í dag. 1 London er unglingum innan tuttugu ára aldurs ban.nað að vinna sem verkamenn við höfnina þar og í Hamborg er aldurshámarkið átján ára. Hér við Reykjavíkur- höfn má sjá börn niður í tíu ára aldur og eru það brjóstum- kennanleg vinnubrögð. Unglingarnjr á myndinni er heita Valdi- mar Guðmundsson og cr f jórtán ára og Ömar Skúlason, fimm- tán ára, — reyndust nokkuð hressir í máli. Viljið þið verk- fall hjá Dagsbrún? Við viljum engin verkföll og það er óþarfi að hækka kaupið. Við fáum þrjátíu og sex krónur á klukku- tímann. Það er nóg kaup fyrir okkur óharnaða unglinga. Við erum á sama taxta og fullorðnir verkamenn. Nei, — við vilj- um ekki vekföll, sögðu þessir strákar. samningaleiðina og þá er að ganga til bardaga. Það skal verða barizt af mikilli heift í þessu verkfalli og maður á aldrei að fresta því til morguns sem hægt er að gera í dag. Ég mun láta hendur skipta í þessu verkfalli. Allt á að loga í verk- föllum Hann stóð á lúgunni um borð í Heklu í gærdag og sýndist hógvær i fasi, — hef- ur unnið lengi hjá Ríkisskip og heitir Óskar Guðmunds- son. Vilt þú verkfall hjá Dags- brún? Já, — ég vil beita verk- fallsvopninu að þessu sinni og það af mikilli hörku eins og á stendur í kaupgjaldsmál- um. ' Þetta eru ekki mannsæm- andi kjör hjá verkamönnum á eyrinni og öll þessi eftir- vinna og næturvinna er hætt að hrökkva fyrir nauðsyhjum í verðbólgunni. MYNDIR OG TEXTI G.M. Þetta er eins og versta þrælahald. Við munum ekki sætta okk- ur við neinn píring og þarf að stórhækka kaupið. Það þarf líka að gera meira. Ef ætlunin er að ræna væntanlegri kauphækkun með sakleysislegri tilkynningu ein- hvem daginn með áuknum hækkunum á þjónustu og lífsnauðsynjum, — þá ber að svara því samstundis með skyndiverkföllum. Það á allt að loga í verk- föllum á stundinni. Það er okkar nauðvörn. Við höfum sýnt sátt- fýsi Hann var að vinna við mal- bikun á Selvogsgrunni í gær- dag og er einn af verkamönn- unum hjá bænum og eiginlega gekk hann tregur frá verki. Hann heitir Sigurbjörn Guð- mundsson. í þessum malbikunarflokki ríkir hraði í öllum vinnu- brögðum og verkinu miðar hratt áfram þarna á götunum í Laugameshverfinu. Vilt Þú verkfall hjá Dags- brún? Mér virðist þetta vera þrautreynt með samningaleið- ina og hver lifir af verka- mannskaupi í dag miðað við fjörutíu og fjórar stundir á viku? Mér virðist stjórn Dags- brúnar hafa sýnt mikið lang- lundargeð og vera seinþreytt til vandræða með tilliti til samninga. Ef við neyðumst til þess að nota verkfallsvopnið, þá er að sýna hörku í væntanlegum á- tökum, — við höfum verið sáttfúsir fram að þessu. Leyndarmál dagsíns Hann sveiflaði þrýstilofts- bor í húsgrunni inni á Klepps- vegi í gærdag, — steinflísar neistuðu í allar áttir og þetta var röskur strákur. Allar handatiltektir lýstu skaphita við verkið, — hann er einn af þessum ungu verkamönnum i byggingar- vinnu hér í bæ Hann heitir Ingimundur Jónsson. Hvað hafið þið hátt kaup i byggingarvinnu nú til dags? Tngimundur varð dularfull- ur á svipinn og tregur til svars. Sigurbjörn — vinnur hjá bænum Ingimundur — byggingar- verkamaður Það er nú einmitt leyndar- mál dagsins og allir eiga að steinhalda kjafti, — bygging- arverkamenn halda ógjaman langar ræður um þau efni. Ætli þeir séu ekki yfirleitt fimmtíu prósent yfirborgaðir á venjulegan Dagsbrúnar- taxta, spurði blaðamaður. t>eir segja þa,ð. sagði Ingi- mundur. Hvernig lýst þér á verkfall hjá Dagsbrúnarverkamönn- um? Dagsbrúnarkaup er niður fyrir allar hellur og það get- ur enginn lifað af því, sagði Ingimundur, og eitthvað verð- ur að gera. Mér virðist allt vera þraut- reynt eftir samningaleiðinni og þá er að sýna hörku í á- tökum og allir ættu að standa saman sem einn maður. Óskar — vinnur hjá Ríkisskip Rœtt við verkamenn Þriðjudagur 1. júní 1965 — 30. árgangur — 121. tölublað. EmlS Jénsscii helmsæklr sovézkar utgerðarborgir Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra er nú í heimsókn í Sovétríkjunum í boði formanns sjávarútvegsnefndar Sov- étríkjanna, Is'jkofs ráðherra. Þann 28. maí hóf hann ferð sína um landið og átti fyrst að fara til Múrmansk og vera þar í þrjá daga. í Murmansk er staðsett eitt hinna fimm stærstu útgerSar- fyrirtækja landsins, „Sevribi". í því starfa um 40 þúsund sjó- • ' menn. ÁætlaS var að ráðherr- ann kynnti sér störf við fiski- t skipahöfnina og niðursuðuverk- (l smiðjuna í Múrmansk og heim- (l sækti sjómannaskóla borgarinn- l ar. Ennfremur hafði ráðherran- i um verið boðið í stutta veiði- I ferð með forstjóra „Sevribi“ á einum togara fyrirtækisins til að <' hann mætti kynna sér veiðiað- 5 ferðir á nýtízku skipum í Bar- entshafi. Emil Jónsson heimsækir einn- ig Fiski- og hafrannsóknastofn- unina í Múrmansk. Þessi stofn- un hefur nú um 500 manns í þjónustu sinni og ein 17 skip til rannsókna. Hún sendir frá sér þær upplýsingar er útgerðar- fyrirtækið „Sevribi" styðst við er það gerir áætlanir sínar. Eitt af síðustu verkefnum þess var fólgið í því, að flytja lax úr ám Austur-Síberíu til norðvest- urhéraða Rússlands og fá hann til að aðhæfa sig hinum nýju skilyrðum. Framhald á 9. sfðu. Starfsemin á alþjóðavett- vangi gengur vonum framar -segir forstjóri Jökla h.f. Forsvarsmenn Jökla h.f. boðuðu blaðamenn á sinn fund í m.s. Hofsjökli í gærdag og skýrðu frá högum félagsins þessa dagana, en á undanförnum mánuðum hefur orðið veruleg breyting á rekstri frystiskipa félagsins frá því, sem áður var. Jöklar höfðu annazt flutninga fyrir Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna frá 1945 til 1. apríl sl. er Eimskip tók við öllum flutningi á framleiðslu frystihúsa S.H. Við svo búið ákvað stjórn Jökla að léggja höfuðáherzlu á frystiflutninga, annars vegar frá Bandaríkjunum til Evrópu og hins vegar flutninga til íslands frá Evrópu. ,. Jöklar h.f. eiga nú fjögur skip, en hafa auk þess í þ.iónustu sinni leiguskip. Skip félagsins eru Langjökull, Drangajökull Hofsjökull og Vatnajökull, en þau eru öll búin nýtízku frysti- tækjum nema Vatnajökull, sem er í reglubundnum siglingum milli fslands og Evrópu. Hofsjökull er nýkominn frá Evrópu fullhlaðinn stykkjavöru og bifreiðum. Skipið fór síðast héðan 2. marz sl. til Bandaríkj- anna og hefur síðan lestað tvo farma af frystum kjötafurðum frá Bandaríkjunum til Evrópu og hefur flutt einn farm af bif- reiðum til Bandaríkjanna frá Englandi. Forsvarsmenn Jökla sögðu fréttamönnum að byrjunarfram- kvæmdir Jökla £ alþjóðasigling- um hefðu tekizt vonum framar. Það, sem einkum veldur erfið- leikum er hversu erfitt er að fá hagkvæma flutninga frá Evrópu til Ameríku, og svo til engir flutningar fást frá íslandi. Forráðamenn félagsins vildu engu spá um framtíð félagsins, en_ reynslan yrði að skera úr. Ólafur Þórðarson, forstjóri Jökla, sagði að farmgjald Eim- skipafélagsins væri langt undir eðlilegum rekstursgrundvelli frystiskipa. Hefði stjórn Jökla því ákveðið að fara ekki út í „farmgjaldastríð á óraunhæfum samkeppnisgrundvelli, heldur leita fyrir sér um hagnýtingu frystiskipanna í alþjóðasigling- Ténleikar Magnúsar Jónss. Magnús Jónsson óperusöngv- ari heldur tónleika í Gamlabíói í kvöld og annað kvöld og hefj- ast þeir kl. 7.15. Á söngskrá eru óperuaríur frá ýmsum tímabil- um, Schubertlög og sitthvað fleira. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Magnús Jónsson hefur ekki sungið hér á íslandi ein fjögur eða fimm ár. Hann hefur í átta ár starfað við óperu Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og sungið aðalhlutverk í einum f.iórtán óperum — nú síðast í Cavalleria rusticana. í stuttu viðtali við blaðið sagði Magnús að sér fyndist allt of lítið hafa verið gert til að skapa íslenzkum óperusöngvur- um verkefni. Ég hef, sagði hann, aðeins einu sinni tekið þátt í óperuflutningi hér, það var í La Bohéme. sem Félag ís- lenzkra söngvara flutti fvrir um bað hil tíu árum. Og hefði verið betur hlúð að þeim hópi söngv- ara er þar var að verki, þá væri óperuflutningur nú fastur liður í starfseimi Þjóðleikhússins og sýnu fyrirferðarmeiri en nú er, og myndi þá einnig dreifast jafnar á leikárið. Magnús Jónsson kvaðst að tónleikunum loknum mundu syngja inn á plötu fyrir Svavar Gests og hlakkaði hann til þess starfs: á þeirri plötu verða fjórtán eða sextán lög úr flokki þeirra sem vinsælust og þekkt- ust hafa orðið með þjóðinni. Magnús

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.