Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN _ Fimmtudagur 1. Júlí 1965 c Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Rltstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19 Simi 17-500 (5 h'nur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Miljónargróði af hátsafía J]iga sjómenn að íá sæmilegan hlut aí þeim ó- hemju verðmætum sem þeir skófla á land með linnulausu erfiði? Á skilningslaus afturhaldssöm ríkisstjórn að komast upp með að skattleggja þenn- an hóp manna eftir geðþótta með bráðabirgðalög- um? Á embættismaður í Reykjavík ásamt tveimur fulltrúum ofsagróðafyrirtækja, eins og síldarverk- smiðjurnar eru nú, að skammta sjómönnum skít úr hnefa með smánarverði fyrir síldina? Um þetta er deilt þessa dagana, og alþjóðarathygli vakin með hinum einstæðu og rismiklu mótmælaaðgerð- um sjómanna á síldveiðiflotanum. Þeir hafa sann- arlega verið seinþreyttir, en þegar nú kom sam- ferða smánarverð á bræðslusíldina og furðulega kauðaleg skattlagningarlög frá ríkisstjórninni, var mælirinn fleytifullur og sjómennimir héldu heim. ]||eira að segja íhaldsblöðin, sem verið hafa með sefasýkisupphrópanir um „lögbrot" og „lög- leysur" sjómanna, virðast nú búin að læra það mikið, að samkvæmt lögum er verðið sem verð- lagsráð sjávarútvegsins ákveður, lágmarksverð, og því fáránlegt að halda að bað sé lögbrot að krefj- ast hærra verðs og greiða hærra verð. Og enginn sem les greinargerð minnihluta yfirnefndar verð- lagsráðs, greinargerð sjómannafulltrúans Tryggva Helgasonar og útvegsmannsins Sigurðar Pétursson- ar, um gróða síldarverksmiðjanna á s.l. ári, efast um að þær ætti að skylda til að greiða miklu hærra verð en það lágmarksverð sem nú er ákveðið. Samkvæmt upplýsingum Tryggva og Sigurðar sitja síldarverksmiðjurnar uppi með stórgróða eftir síð- ustu sumarvertíð, „sem nemur hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins um 68 kr. af hverju máli síldar sem þær unnu, og er bá þess að geta að sumar verk- smiðjur Síldarverksmiðja ríkisins höfðu lítil eða engin verkefni á s.l. ári og drógu því stórlega nið- ur afkomu þess fyrirtækis. Hinar stærri verksmiðj- ur á Austurlandi sem höfðu stöðuga vinnslu fimm til sex mánuði, munu hafa til muna meiri hagnað af viðskiptum sínum við síldveiðiflotann á s. 1. ári, er vart mun nema minna en um 80—90 krónum aí síidarmáli. ReikíLÍngar allra síldarverksmiðjanna hafa ekki verið kynntir okkur, en af þeim reikn- ingum, sem kynntir hafa verið teljum við rétt að álykta, að gróði síldarverksmiðja á Norður- og Austurlandi á s.l. ári haii orðið eitthvað yfir 209 miljónir króna, eða sem svarar 900 þúsund til ein miijón kréna al aila hvers sildveiðiskips að meðal- tali", segir í greinargerð Tryggva og Sigurðar. pað eru eigendur fyrirtækja sem þannig græða á vinnu síldveiðisjómanna sem hyggjast nú skammta smánarverð á bræðslusíldina í valdi ó- hæfra gerðardómslaga. Síldarkaupendur hafa sýnilega torveldað starf verðlagsráðs með óhæfi- legri tregðu að leggja fram .reikninga sína og gögn, og taka sér svo sjálfdæmi með einum embættis- manni til að skammta verðið og þar að auki tví- skipta því. Þetta er óverjandi framkoma í garð sjómannastéttarinnar og hún lætur ekki bjóða sér betta framar. Bræðslusíldarverðið verður að hækka. Og bráðabirgðalögin verður að svæfa. — s. Samningamálin á Austurlandi Það má með sanni segja, að í vor hafi kaupgjaldsmálin verið mál málanna. Atvinnu- rekendavaldið hefur verið ó- venjuharðsnúið og ekki viljað unna verkafólkinu sanngjarnra kjarabóta, sem það á skýlaus- an, siðferðilegan rétt til. Vöxt- ur þjóðarteknanna hefur verið mjög ör að undanförnu, en hlutur þeirra, sem skapa þess- ar auknu tekjur, hefur farið síminnkandi. En hlutur þeirra sem „eiga“ framleiðslutsekin, en þó fyrst og fremst alls- konar milliliða og mangara, hefur vaxið að sama skapi. Það er auðfundið á öilu, að atvinnurekendavaldið þykist báðum fótum í jötu standa. Kemur þar hvoru tveggja til, að það þykist geta beitt ríkis- valdinu að vild í sína þágu, og að það þykist sjá, að verk- lýðshreyfingin sé óvenjulega veik fyrir, enda hefur tekizt að valda nokkrum tvístringi í röðum hennar. Efalaust hefur atvinnurek- endavaldið rétt fyrir sér f þessu hvoru tveggja. Það er veikleikamerki á verklýðs- hreyfingunni hve mjög hún reynir að komast hjá því að beita verkfallsvopninu, því vopni, sem bezt hefur dugað til þessa, en reynir þess í stað að þreyta andstæðinginn. Astandið á Austurlandi Hér skal ekki endurtekið það, sem áður hefur verið sagt hér í blaðinu um hvítasunnu- samninginn. En svo er nú kom- ið, að meirihluti austfirzku verklýðsfélaganna hefur gefizt upp og fallizt á þann samn- ing — öll, nenaa félögin í Nes- kaupstað, á Vopnafirði, Breið- dalsvík og Stöðvarfirði. Þrjú fyrst nefndu félögin auglýstu taxta, sem tók gildi fyrra mánudag. Felur hann í sér helmingi meiri kauphækkun en hvítasunnusamningarnir og klukkutíma styttri vinnuviku. Kauptaxinn gildir í Neskaupstað Fyrra mánudag hófst vinna í Neskaupstað eftir kauptaxt- anum og er ekki annað vitað, en að allir vinnuveitendur virði hann. Hefur hann þar með hlotið sama gildi og samn- ingur væri. Er það til mikils sóma fyrir norðfirzkan verkalýð og norð- firzka atvinnurekendur, að hafa orðið fyrstir til að inn- leiða 44 stunda vinnuviku. En svo er nú komið, áð verkafólk norðan Oddskarðs býr við mun hærra kaup og styttri vinnuviku en sunnan skarðsins. Samþykkt Síldarvinnslunnar Stjórn Síldarvinnslunnar h.f. í Neskaupstað kom saman fyrra mánudagsmorgun út af þessum málum og gerði um þau ályktun, sem rétt þykir að birta hér í heild. „I tilefni af kauptaxta þeim, sem Verklýðsfélag Norðfirðinga hefur auglýst, ályktar stjórn Síldarvinnslunnar h.f. eftirfar- andi: eyrissköpun þjóðarbúsins svo um munar. 3. Stjórnin bendir á, að Síld- arvinnslan h.f. er ekki í nein- um vinnuveitendasamtökum. Félagið var því ekki aðili að samningaviðræðum þeim,' sem fram fóru í Reykjavík í vor, en engar samningaviðræður hafa farið fram hér heima. Það er því óreynt hvort grund- völlur er fyrir samninga milli félagsins og Verklýðsfélags Norðfirðinga. Bjarni Þóröarson, ritstjóri, Austurlands og höfundur greinarinnar. 4. Stjórnin telur óviðunandi fyrir félagið að búa við kaup- taxta, sem hægt er að breyta hvenær sem er, með litlum eða engum fyrirvara. Það á- stand skapar öryggisleysi um vinnufrið og gæti leitt til fyr- irvaralítillar vinnustöðvunar hjá félaginu. 5. Stjórnin óskar mjög ein- dregið eftir því við Verklýðs- félag Norðfirðinga, að teknar séu upp samningaviðræður við félagið þar sem reynt verði að ná samkomulagi um nýjan samning í stað þess, sem úr gildi féll 5. júni sl. og sé þar meðal annars samið um gild- istíma samningsins og upp- sagnarákvæði. 6. Loks ályktar stjórnin að leita til annarra helztu at- vinnurekenda á staðnum með tilmælum um, að þeir, ásamt fulltrúum Síldarvinnslunnar h.f., standi að viðræðum við verklýðsfélagið um samnings- gerð. Felur stjómin formanni sfnum og framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar h.f., að taka þátt í þessum samningaviðræð- um af sinni hálfu og veitir þeim fullt og ótakmarkað um- boð til samningsgerðar". Skömmu síðar hélt stjórn Dráttarbrautarinnar h.f. fund . um málið og samþykkti að virða taxtann og fól fram- kvæmdastjóra sínum að taka þátt í samningaviðræðum með fullu umboði til samninga. A'ð hverju var stefnt? Með því að óska eftir samn- ingum, vakti það ekki fyrir stjórn Síldarvinnslunnar h.f. að fara að togast á við verka- menn um aura og mínútur, heldur hitt, að fá gildistíma og uppsagnarákvæði bundin fastmælum og tryggja þannig vinnufrið. Satt bezt að segja vænti stjórnin þess, að verk- lýðsfélagið samþykkti nokkru lengri gildistíma, en er í samningum gerðum í vor. Er ekki ástæða til annars en að ætla, að verklýðsfélagið hefði getað fallizt á þetta sjónar- mið. Það hefur alltaf verið talið mikils virði fyrir atvinnurekst- urinn, að búa við samninga til langs tíma og þar með vinnu- frið. Hefur nokkuð verið taiið á sig leggjandi til að ná slík- um samningum. Skammsýnir atvinnurekendur Samningaviðræður hófust svo til strax. Viðhorf atvinnurek- enda til samningsgerðar munu hafa verið nokkuð mismun- andi. Yfirleitt voru þeir á því, að láta við svo búið standa, viður- kenna taxtann í framkvæmd, en semja ekki um, að hann skuli gilda sem samningur, að viðbættum ákvæðum um gild- istíma og uppsagnarfrest. Er þetta mikil skammsýni. At- vinnurekendur hafa allt að vinna og engu að tapa við slíkan samning. Ef til vill gætu þeir tryggt sér vinnufrið í hálft annað til tvö ár, en þeir virð- ast heldur kjósa algjöra ó- vissu í þessum efnum og hugs- anlegan ófrið að vori. Um tvennt að velja Um tvo kosti er nú að velja. Annarsvegar að láta við svo búið standa. Hinsvegar, að þeir atvinnu- rekendur, sem vilja semja um gildistíma samningsins, ef kostur er, geri það. 1 kjölfar þess hlyti verklýðsfélagið að beita samtakamætti sínum til að knýja aðra vinnuveitendur til samskonar samninga, því ekki er við það unandi að hafa samning við suma at- vinnurekendur, en taxta gagn- vart öörum. Vinnuveitendasambandið Vinnuveitendasamband í- haldsins hefur nokkuð haft sig í frammi hér fyrir austan í þessari deilu, einkum þó með hótunum og áróðri. Á mánu- dag lét það útvarpið flytja landslýðnum þann boðskap, að vinnuveitendur á þeim stöð- um, sem taxti hafði verið aug- lýstur, hefðu sjálfir ákveðið taxta og væri meðlimum sam- bandsins á þessum stöðum óheimilt að greiða kaup, nema eftir ákvæðum þess taxta. Hvergi hefur þó þessi taxti sézt, enda ekki vitað um neinn atvinnurekanda á þeim þrem stöðum, sem standa að taxta verklýðsfélaganna, sem er meðlimur í Vinnuveitendasam- bandinu. Hvor Ieiðin verður farin? Hér skal engu um það spáð hvort samningur verður gerð- ur í Neskaupstað, eða hvoit taxtinn verður látinn duga. Engin ástæða er fyrir verklýðs- félagið til að fara sér óðslega. Það hefur komið ár sinni svo fyrir borð, að það má vel við una. Ætla mætti, að vinnuveit- endur sæktu fast, að samning- ur væri gerður, en þeir virð- ast sem heild ekki vera við það heygarðshornið. Má vera, að þeir síðar fái að sjá hver mistök það eru, að reyna ekki að semja um gildistíma samn- ingsins. Marklausar hðtanir Eins og áður er að vikið, hef- ur Vinnuveitendasambandið Framhald á 9. síðu. 1. Stjórnin samþykkir að greiða kauptaxtann unz nýir samningar hafa verið gerðir, enda telur stjórnin kjarabætur þær, sem í taxtanum felast, hóflegar, þegar höfð er í huga hækkun framfærslukostnaðar og aukning þjóðarteknanna. 2. Stjórninni er það ljóst, að höfnun á taxtanum gæti leitt til vinnustöðvunar hjá fé- laginu, sem hafa mundi í för með sér óbætanlegt tjón fyrir fyrirtækið, eins og á stendur. Vinnustöðvun mundi leiða til stöðvunar á móttöku og vinnslu síldar og valda síldarútvegs- mönnum og síldveiðisjómönn- um alvarlegu tjóni. Þá mundi hver dagur. sem . , verkfall kynni að standa. rýra gjald- vinsœlastir skðrtgripir jóhannes skólovörðustíei 7 !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.