Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. júlí 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5 Frímann segir f rá leik landsliða Danmerkur og Sovétrík janna Qj' Fráffiann. Helgason lagði af stað fil Tékkóslóvakíu s.l. sunnu- dag, þar sem hann verður viðstaddur hina miklu íþróttahátíð — Spartafeien — sem haldin verður nú um mánaðamótin. Frásögn Frímanns af hátíðinni og oðru s-em fyrir ber þar mun birtast hér á síðunni nú á næstunni. D A sunnudag horfði Frímann á landskik Dana og Rússa í sjón- varpinu í Kaupmannahöfn og fer lýsing hans hér á eftir: Leiknum var sjónvarpað beint frá Leninleikvanginum og sást vel, Eiginlega voru þetta tveir hálfleikir mjög ó- líkir. Sá fyrri var ótrúlega hægur og rólega leikinn, þar sem liðin voru nokkuð jöfn, þótt meira lægi á Dönum, en Rússum tókst ekki að skora nema eitt mark í hálfleíkn- um. Virtist sem Rússar kæm- ust aldrei verulega í gang, og fyrir framan mark Dananna var sem þeir lokuðust úti af hinni vinnusömu vörn Dana. Danskir sjónvarpsáhorfendur voru mjög vongóðir um að lið þeirra myndi sleppa sóma- samlega, og eftir sigurinn yf- ir Svíum, var auðheyrt að Danir mættu sín nokkurs og það móti Rússum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Síðari hálfleikur byrjaði með allt öðrum blæ, meiri hraði, þar sem Rússarnir flæddu hvað eftir annað yfir vallarhelming Dana, ef Dön- um tókst að komast eitthvað inn á vallarhelming Rússa. Og nú voru það útherjarnir sem voru lyklarnir að vörn Dana og léku slíkar listir að hinir áköfu dönsku sjón- varpsáhorfenlur urðu að klappa þeim lof í lófa, fullir aðdáunar, enda var það ekki ástæðulaust. Slíkar leikbrell- ur í einleik hef ég aldrei séð, og var það sérstaklega hægri útberjinn sem lék sér að bak- verðinum danska. Mörkin létu svo ekki á sér standa — 5 í hálfleiknum og voru það úth'erjarnir sem undirbjuggu þam flest. Danski þulurinn sagði að danska landsliðið þyrfti að fara langt aftur í tímann til að minnast svo mikils „bursts", og voru það Svíar sem höfðu fyrir því. Og í dag segja svo blöðin dönsku: Nú erum við komnir niður á jörðina aftur! Og þau segja einnig: Það er víst að við verðum að gæta okkar betur í landsleiknum í Reykjavík, og þetta síðasta voru orð for- manns úrtökunefndarinnar. Það var hraði Rússanna í síðari hálfleik sem gerði útaf við hið danska landslið. Frímann. ÍBY sigrcsði í Kópav. 5:1 Vestmannaeyingar sigruðu Breiðablik í Kópavogi í fyrra- kvöld með 5:1, fyrri hálfleikur endaði 3:1. Vestmannaeyingar höfðu alla yfirburði í leiknum eins og mai'katalan sýnir reyndar, höfðu miklu öetri knattmeðferð og voru harðari af sér, og virðast þeir sig«r- stranglegastir í riðlinum og mæta þá væntanlega Þrótti í úrslitaleik um sætið í 1. deild. ÍBV hefur nú átta stig. ÍBI sex stig, FH fimm stig, Breiða- blik fjögur stig og Víkingur eitt stig. Pennel 5,18 Boston 8301 Randy Matson. heimsmeistari í kúluvarpi, hefur sótt um það til bandaríska frjálsíþróttasam- bandsins AAU að fá að taka þátt í landskeppni gegn Sovétríkjunum í Moskvu um næstu mánaðamót. Matson meiddist í hné og tók þess vegna ekki þátt í banda- ríska meistaramótinu í San Diego um síðustu helgi, en rnjög strangar reglur gilda um úrtökumót hvort sem er fyrir landskeppni eða Olympíuleika, og eru aðeins hinir beztu á þeim mótum valdir. Af þeim sökum hefur það oft gerzt fyrr £>ð heimsmethafar hafa ekki kom- izt í landslið, ef þeir af ein- hverjum ástæðum hafa ekki getað tekið þátt í úrtökumoi- unum. VöndpcS leik- skré fyrir tanclslcHkinn Samtök íþróttafréttamanna gefa út leikskrá Iandsleiks Is- lendinga og Dana í samvinnu við Knattspyrnusamband Is- lands. í leikskrána rita menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason og B.iörgvin Schram, formaður KSÍ. Auk þess eru upplýsingar um leik- mennina dönsku og íslenzku, ásamt myndum, grein um fyrri landsleiki íslendinga, þá er nöfnum leikmanna stillt upp í opnu, til hægðarauka fyrir áhorfendur. Leikskráin verður seld á miðasölustað við Útvegsbankann og auk þess á LaugardaísvelH leik da^inn. Madsen kemur með danska landslföinu Ole Madsen, fyrirliði danska landsliösins. -« 24. sambandsþing Ung- mennafélags Islands verður haldið í sambandi við lands- mótið á Laugarvatni dagana 1. og 2. júli. • i Danska landsliðið sem kepp- ir hér á mánudag er þannig skipað: Max Möller, Horsens, Jens Jörgen Hansen, Esbjerg Heini Hald, AAB Bent Hansen, B-190 Karl Ilansen, Köge Preben Arentoft, Bronshöj Kmiíl Petersen, Esbjerg Egon Hansen, KFUM Ole Madsen, HIK, fyrirliði Kjeld Petersen, Köge Henning Enoksen, AGF. 1 liðinu eru tveir nýliðar, en flesta landsleiki að baki hafa þeir Bent Hansen (54), Enoksen (47) og Ole Madsen (42)) en hann er nú skærasta stjarnan í danskri knattspyrnu. Danirnir koma hingað til lands síðdegis á sunnudag og fara aftur á miðvikudag. Auk f jölmennrar fararstjórnar koma hingað 7 blaðamenn, þeirra • á meðal hinn kunni útvarpsþul- ur Gunnar-Nu-Hansen. Þrír nýliðar í landsliðinu Litlar breytingar f rá þvl á mánudlag Landsliðsnefnd KSÍ hefur valið landsliðið, sem leikur gegn Dönum á Laugardalsvelli nk. mánudagskvöld, og er það þannig skipað: Ilcimir Guðjónsson KR Árni Njálsson Jón Stefánsson Sigurvin Ólafsson Val ÍBA ÍBK Magnús Jónatansson Ellert Schram ÍBA KR Þórólfur l'íeck Baldvin Baldvinsson Eyleifur Hafsteinss. KR KR ÍA Gunnar Felixson Sigurþór Jakobsson KR • KR Varamenn: Sigurður Dagsson (Val), Hreinn Elliðason (Fram), Högni Gunnlaugsson (ÍBK), Ríkharður Jónsson (ÍA), Karl Her- mannsson (ÍBK). Fyrirliði landsliðsins er Ellert Schram. Þrír leikmanna leika nú sinn fyrsta leik með landsliðinu, Baldvin, Sigurvin og Magnús. Landsliðsnefnd var meiri vandi á höndum við val liðsins eh oftast áður, eins og bent hefur verið á. Eftir frammistöðu til- raunalandsliðsins sl. mánudag hefði mátt búast við meiri breyt- ingum á Iiðinu en nefndin hefur nú ákveðið. Auk Þórólfs eru aðeins þrír menn sem ekki voru valdir þá, Baldvin, Gunnar og Sigurvin og komu tveir síðasttaldir inná í leiknum. Jón Leósson er yeikur og kom því ekki til greina í liðið. Baldvin var sjálf- sagður og raunar ómissandi í liðið. Miðað við frammistöðu í leikjum í vor og í leiknum á mánudag er vandséð hver ástæða er til að taka Reyni út úr liðinu. <•> o ¦¦ ¦ n ¦ ¦ ¦¦ !(¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ >¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ «¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ «¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ «¦¦ ¦ ¦¦ Ferðalög til Sovétríkjanna Ferðaskrifstofurnar Intourist og Landsýn skipuleggja ferðalög til Sovétríkjanna sem hér segir m.a.: Hópferðir með íslenzkum fararstjóra: LS.5 10.—24. júlí 15 daga ferð. Fararstjóri Gestur Þorgrímsson. — FTogið til Helsinki og dvalizt þar, síðan farið með járnbraut til Leningrad og dvalizt þar j þrjá daga, síðan flogið til Kiev og dvalizt þar í 1 dag og síðan til Yalta og dvalizt þar i 5 daga, en síðan flog- ið til Moskva og dvalizt þar í 3 daga. Frá Moskva verður farið með svefnlestinni ,.Red arrow" til Helsinki og komið þangað 24. júli en flogið samdægurs .til. Keflavíkur. LS6 . 17.—31. júlí 15 daga ferð, Fararstjóri Reynir Bjarnason. Flogið verður til Helsinki og dvalizt þar til daginn eftir en þá verður farið með járnbraut til Leningrad og dvalið þar í 3 daga þaðan verður flogið til Riga og dvalizt þar i 1 dag og síðan til Kiev og dvalizt þar í 1 dag en síðan flogið suður í Kákasus til baðstrand- arinnar við Sochi þar sem dvalizt verður 4 daga. Að lokinnj dvölinni þar verður flogið ti) Moskvu og dvalizt þar í 3 daga en síðan farið með svefnlestinni „Red arrow" til Helsinki og komið þangað daginn eftir, 31. j'úl'i", og flosið samdægurs til fslands. Verð beggja ferðanna er kr. 15.650,00. Lánaðar í ferðina eru 50% af flugfarinu með flugvél- um Loftleiða allt upp 1,1 ár. Innifalið eru allar ferðir, hótel, matur og leið- sögn. Fyrsta flokks hótel og matur. í öllum þessum borgum gefst ferðamönnum taekifæri til þess að skoða ýmislegt af því markverðasta sem þessar borgir hafa upp á að bjóða Gegn vægum aukagreiðsluth er hægt að sækja í- þróttaleiki, kvikmyndahús og leikhús, auk margra annarra skemmtistaða. Auk þessara hópferða bjóðum við upp á fjölda annarra hópferða víðsvegar um Sovétríkin. Einstaklingsferðir. Leikhúsferðir sérstakar þar sem skipulagðar eru heimsóknir á leiksýningar og kynningakvöld með nörgum fremstu lista- mönnum Sovétríkjanna. Hressingarferðir allan ársins hring á marg'a fremstu staði í Sovét- ríkjunum í þeim efnum þir sem veitt e.r læknis- hjálp og önnur meðferð fyrir mjög vægt verð. Þá minnum við á hinar frægu tónlistarhátíðír „Moscow Stars" sem haldnar eru árlega í maí og „Light nights" í Leningrad í Júní ár hvert og nýárshátíðirnar 25. des. — 5. jan. ár hvert. Veiðiferðir víðs vegar um Sovctríkin, og hin sérstöku kjör sem við veitum öllum, sem eiga verzlunarerindi til Sovétríkjanna. Með skipum Baltic Line skipuleggjum við sér- staklega skemmtilegar og ódýrar ferðir um Norðursjó og Eystrasalt með viðkomu í London, Le Havre, Gautaborg, Stokkhólmi, Helsinki og Leriingrad. Um Miðjarðarhaf og Svartahaf með viðkomu i Marseilles, Genoa, Napoli, Feneyjum, Dubrovnik, Bariz P'ireaus, Istanbul, Varna, Constanza, Odessa, Yalta, Sochi, Batumi, Suk- humi og til baka aftur. Ferðir um Dóná frá Vín til Yalta með viðkomu í Brati- slava, Budapest, Belgrad, Tom Severin, Ruse, Djur- dju, Galaz, Ismail og til baka Og að siðustu viljum við minna á ferðir til Japans með viðkomu j Lenirigrad, Moskvu, Khabarovsk. Na- hodka til Yokuhama og til baka Auk þess er hægt að halda áfram í hnattferð á sérlega hagstæðu verði. Sovétríkin nú yfir 1/6 hluta jarðar, er eitt fjöl- breyttasta land hvað snertir náttúrufegurð. menningn og þ.ióðlíf Sjáið þau með eigin aug- um og njótið hinna hagkvæmu viðskiptakjara sem við bjóðum upp á. Lítið inn til okkar og leitið upplýsinga ¦ «¦ ¦ ¦¦ ••¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦¦¦ ¦¦¦ ¦¦¦ ¦ ¦¦ ¦¦¦ ¦ ¦¦ ¦•¦ ¦ ¦¦ ¦¦¦ ¦*¦ ¦«¦ ¦ ¦¦ ¦¦¦ ¦ ¦¦ ¦¦¦IIIIIIIDEeS3llflr«l3IIIIIIIIIIBHIEIIHIIIllllBflllllllllllfllDBailS8ia«tailBI............. ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦•¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦I IBIDIIH...........I...............KKIIIII.....nilK.......HIMtllBIBIiBII..............M LANDS9 N 1s FERBASKRIFSTOFA Skólavörðustig 16. II. hæð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK ¦ ¦¦ ¦ •¦ -¦¦¦ ¦ «¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ iii ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ •¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦« • ¦•>•¦ ¦ •¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦¦•¦¦n>ODBiBBB«BCBOII*>sa*BBaB*f" ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦• ¦ ••¦¦¦^¦¦¦¦¦¦*«****"***a*****"|*"""""'!": , iiiiigitlÍlÍllVllllllltlllBUBIII*.....Mllllll ?.:s8£««:::::s:::.*s.:;:s"» •¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦•¦¦¦¦¦¦¦¦ ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ P......IIIHIIIIIIM ¦ IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIHIIIRS! IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHCIIIIIIRI ¦ ¦¦¦¦•¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦iiMaii ¦ ¦¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.