Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. júlí 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 'J ÞEIM VAR ..BEITT •• // A GOTUNA í 30 ÁR Rœtf viS Gísla SigurSsson lögregluþjón, sem á 35 ára starfsafmœli i dag Gísli Sigurðsson lögregluþjónn. EigíS þíð, lögregluþjónar í Hafnarfirði, langa starfssögu að baki? — Nei, hún er ekki jafn- gömul öldinni. Það var að vori, rétt um það leyti sem Hafnar- fjarðarbær fær kaupstaðarétt- indi 1. júní 1908, sem ráðnir eru fyrst lögregluþjónar: Jón Einarsson, síðar verkstjóri og Jón Hinriksson, kennari. Um haustið er Einar Ólafsson (seinna ökumaður í Rvík og tengdafaðir sr. Jakobs Jóns- sonar) ráðinn lögregluþjónn, en þá hafði Jón Einarsson sagt starfinu lausu og Jón Hinriks- son hætt. — Menn virðast ekki hafa tollað lengi í þessu starfi þá. — Nei, það var lengi svo, Áttunda des. 1908 var Jón Bergmann skáld ráðinn lög- regluþjónn frá 1. jan. 1909 og gegndi hann starfinu til næstu áramóta, en þá tekur Finnbogi J. Arndal, er síðar varð fulltrúi hjá bæjarfógeta, við starfinu og er einn lög- regluþjónn og næturvörður í Hafnarfirði til ársins 1916 að Steindór Sigurbergsson er ráð- inn næturvörður. — Fóru menn þá að spekjast í starfinu? — Nei, í maí 1918 segir Steindór því lausu. Þá sótti um það Björn Jóhannesson, stofnandi og fyrsti formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar, síðar formaður Hlífar og bæj- arfulltrúi — en er synjað um starfið! Fyrsta október er svo Pétur Snæland ráðinn í starfið en hann hætti því í júní 1919. Þá er Þorleifur Jónsson ráðinn næturvörður og Bergur Magn- ússon. Bergur hættir og 211 sept. 1920 er Stígur Sæland skipaður næturvörður frá 1. okt., og gegndi hann lögreglu- þjónsstörfum í Hafnarfirði í 40 ár. Svo gerðist ekkert í ráðn- ingu lögregluþjóna í Hafnar- firði fyrr en 2. marz 1926 að Kjartan Ólafsson, síðar lands- kunnur maður, er ráðinn næt- urvörður, og virðast þá marg- ir hafa talið þetta eftirsóknar- vert starf, því 13 sóttu um það! — Og svo kemur að því að þú gerist lögreglumaður? — Já, 6. maí 1930 segir Þor- leifur Jónsson starfinu lausu og 20. júní 1930 er Gísli Sig- urðsson ráðinn lögregluþjónn frá 1. júlí 1930. Um haustið hætti Kjartan Ólafsson og í hans stað kom Jón Guðmunds- son. — En hvernig voru svo kjör- in? Var þetta ekki eftirsókn- arvert starf? Þegar við á s. 1. vetri ræddum við GlSLA SIG- URÐSSON lögregluvarð- stjóra í Hafnarfirði lun örnefni og sögu Garða- hrepps hins forna bar margt á góma, m.a. lög- gæzla, þótt fátt örnofna hafi hún skapað til þessa. Kom þá á daginn að Gísli hefur verið lögreglu- þjónn í „Firðinum“ i þrjátíu og fimm ár — á cinmitt 35 ára starfsaf- mæli í dag, og skulum við nú ræða við hann um stund. — Allan tímann frá 1908 til 1939 var lögregluþjónum í HafnarfirSi beitt á götuna. — Hvað áttu eiginlega við? — Einfaldlega það, að þeir höfðu hvergi afdrep til að fara inn í, þyrftu þeir að ræða við fólk vegna starfsins var enginn staður til þess nema gatan, enginn staður þar sem þeir gátu komið undir þak nema heimili þeirra sjálfra — og þar máttu þeir sízt koma, því<®>- þá var sagt að þeir svæfu og svikjust um! Það var enginn fangaklefi. Þyrfti • að fjarlægja ölóðan mann varð að fara með hann heim og sitja yfir honum þang- að til hann var annaðhvort sofnaður eða farinn að róast! Því í þá daga vildu drukknir menn stundum vera órólegir. — Eru þeir það ekki leng- ur? — Nei, það eru undantekn- ingar að menn séu svo ódælir nú að þáð þurfi að beita á- tökum. — Hvað veldur? — Líklega einna mest það að nú þarf einn maður ekki að ganga til starfsins, heldur eru 2—3 til að senda út samtímis — og það hefur sín áhrif. Áður varð einn maður að fara og láta hendur skipta ef „söku- dólgurinn“ vildi ekki vcra góð- ur, og fljúgast á við hann og yfirbuga hann — eða láta hann yfirbuga sig! Þótt lögreglu- þjónarnir væru tveir sáust þeir sjaldan saman í starfi, voru sinn í hvorum bæjarhluta — ng höfðu engan samastað. — Hvernig var vöktum skipt meðan aðeins voru tveir lög- regluþjónar í bænum? — Næturvarzla á+ti að byrja kl. 9 að kvöldi og kl. 6 að morgni mátti maðurinn hætta, væri allt kyrrt, annars var hann til 9, eða í 12 stundir. Dagmaðurinn fór út kl. 9 að morgni og var til kl. 9 að kvöldi, og þegar þriðja lög- regluþjóninum var bætt við kom hann út kl. 4 og var til kl. 2 e.m.n. Þessi regla hélzt óbreytt fram á stríðsárin að lögregluþjónum var fjölgað. Það var líka regla að sá sem kom nýr var settur á nætur- vaktina. — Hve mörg ár þurftuð þið að fylgja ölóðum mönnum heim og halda þeim þar? — Fangageymsla var engin fyrr en að Bæjarútgerðin var stofnuð, að gerðir voru tveir klefar í kjallara skrifstofu- byggingar Bæjarútgerðarinnar. En þar var engin gæzla svo við vorum alltaf að skjótast þangað til að líta eftir þeim, því það var hryllilegt að þurfa að loka menn þar inni. Miðstöð var lögð í klefana og þurftum við því að kveikja upp í henni ef við urðum að láta mann þangað inn. Fyrsta verk Stígs, sem var á fastri morgunvakt, var að fara vestur í Bæjarútgerðarkjallara til að vita hvort nokkur væri þar inni, athuga líðan hans og færa hann fyrir dómara. — Hve lengi varst þú aðset- urslaus? — Fyrstu 9 árin sem ég var í þessu. starfi, var okkur beitt á götuna. — Var þetta ekki hundalíf að hafa hvergi afdrep? — Stundum var það, en ekki alltaf og allra sízt á vorin, því þá var Fjörðurinn fallegur. Veturnir voru stundum kaldir^ — og við urðum að klæða okk- ur í samræmi við það. — Hvernig var svo að halda Hafnfirðingum í skefjum? — Það var furðu gott. Það var einkum á dansleikjum sem var stundum ærið að gera, en þá vorum við alltaf standandi í samkomuhúsunum og gátum gripið inní væri eitthvað að byrja, og fyrir það að við Jón Guðmundsson vorum á staðn- um var hægt að halda óróa- seggjunum niðri, en vikjum við frá gat allt verið komið í bál og brand. Eg minnist þess einu sinni á dansleik á Birnin- um að við urðum að standa fjórum sinnum upp frá sama kaffibollanum! því alltaf voru að brjótast út einhver ólæti. Þegar stríðið hófst varð á- standið alvarlegra. Við vorum næstum mállausir gagnvart Englendingunum, en fyrsta veturinn hafði einn fulltrúi lögreglustjóra okkur í ensku- tímum og jafnframt var sam- starf við brezku lögregluþjón- ana, svo þetta lagaðist fljót- lega, og samstarfið var ágætt, bæði við brezku og bandarísku lögregluþjónana. — Gerðist ekkert sögulegt í þessu samstarfi? — Einn íslendingur féll fyrir byssukúlu bandarísks her- manns í illindum milli her- manna og íslendinga. — Lentir þú aldrei í neinu sögulegu? — Nei. Einu sinni rak brezk- ur lögregluþjónn fslending á undan sér og hélt byssunni við bak hans en skammt frá lög- reglustöðinni kom ég þar að fyrir tilviljun og tók íslend- inginn af honum. Fyrir þetta var Bretinn rekinn úr lögregl- unni, veslings karlinn. Á stríðsárunum byrjaði öl- æði að verða almennara og meira en nokkru sinni, og jókst þá önnur óregla og allskonar leiðindi í því sambandi. — Þótti sæmandi að beita ykkur á götuna eftir að erlend- ir lögreglumenn voru farnir að starfa samtímis ykkur? — Á stríðsárunum vorum við settir inn í gömlu sýslumanns- skrifstofuna og var hún varð- stofa í 6 ár og að loknu stríði var komið upp 6 fangaklefum í nýrri byggingu. í upphafi striðsins var lika fjölgað í liðinu. Vorið 1940 kom Kristján Andrésson, síðar bæjarfulltrúi og um þaustið Kristinn Hákonarson og Hauk- ur Magnússon, og vorum við þá orðnir 6; nú erum við 13. — Kaupið fyrst og nú? — Fyrir 35 árum byrjaði ég með 300 kr. á mánuði — fyrir næturvörzlu í 12 stundir. Nú er kaupið því sem næst 12 þús. á mánuði. — Verður ykkur ekki illa við óróaseggina og hata þeir ykkur ekki? — Nei, það er langt frá þv£ að mér hafi orðið illa við nokkurn sem ég hef þurft að hafa afskipti af á þessum 35 árum. Mótþrói var oftast sýnd- ur af kerskni og stríðni, eða metnaði: að láta ekki undan, en ekki af illvilja. — Það hlýtur að vera frá mörgu að segja í svona starfi? — Margt í þessu starfi er al- varlegt og erfitt en ógerlegt að segja frá því, eins og t.d. illindum á heimilum, en stór- vægilegum lögreglumálum er ekki að segja frá, því það er yfirleitt friðsamt fólk í Hafn- arfirði og gott fólk. Yfirmenn mínir hafa verið hinir ágætustu menn, en þó verð ég að segja það, að mesta virðingu ber ég fyrir Magnúsi heitnum Jónssyni bæíarfógeta sem var sérstakur lieiðurs- maður. Ég á miklar þakkir að gjalda samstarfsmönnum mín- um, og ég tel, að lögreglu- sveitin nú sé skipuð óvenju- góðum mönnum, reglumönnum og skylduræknum. Við þökkum Gísla fyrir spjallið um lögreglumál í Hafnarfirði og vonum að les- endur séu nokkru fróðari eftir, þótt Gísli hafi fylgt þeirri gömlu reglu að oft megi satt kyrrt liggja. Persónulega þakka ég Gísla — og þáver- andi samstarfsrnönnum hans — gömul kynni frá þeim tíma að valdamesti maður Hafnarfjarð- ar ásakaði mig fyrir að vera einna verstu sprautuna í hópi þeirra manna sem hefðu „sett bæinn í hernaðarástand“! Gísla hefði því átt að vera illa mig! Svo óska ég Gísla til hamingju með starfsafmælið — það út- hald að hafa enzt í þessu starfi í 35 ár. J. B. Sérfræiingum SÞ og styrkþepum fjölgar Sérfræðingum á vegum tæknihjálpar Sameinuðu þjóð- anna og annarra stofnana sam- takanna fjölgaði á síðasta ári, bæði að því er snerti heildina og einnig með sérstöku tilliti til Norðurlanda. Auk'ningin á Norðurlöndum kom frá Danmörku einni. Á sama tíma og önnur Norður- lönd sendu færri sérfræðinga til vanþróaðra landa en áður, jók Danmörk töluna hjá sér um 36 í samtals 123, þar næst kom Svíþjóð með 81 (—10), Noregur með 73 (—14)', ^Finn- land með 22 (13) og ísland með 5 (óbreytt tala). Sama á við um fjölda styrk- þega, sem jókst um nálega helming þegar á heildina er litið, en i Danmörku jókst hann um 139, upp í 538 styrk- þega. Einnig hér var um aft- urkipp að ræða hjá öðrum Norðurlöndum. 1 Finnlandi voru 53 (—5) styrkþegar, í Noregi 30 (—28) og í Svíþjóð 159 (—20). (Frá S.Þ.). Hótel Egilsbúi opnaS í Neskaupstað, bæjarskrifstofurnar í nýju húsnæði Neskaupstað, 24/6 — Stjórn félagsheimilisins Egilsbúðar bauð í dag fréttamönnum á sinn fund í félagsheimilið, þar sem Gunnar Ölafsson formað- ur framkvæmdanefndar þess skýrði frá merkum áföngum varðandi bygginguna. Aðalhluti Egilsbuðar var vígður vorið 1962 og fyrir rúmu ári flutti þangað bókasafn bæjarins. Nú hafa verið opnaðar álmur með gistiherbergjum og skrifstofum fyrir kaupstaðinn. I gistihúsinu eru 5 herbergi með samtals 15 rúmum og auk þess iítil setustofa í anddyri. Eru þetta 2ja—4ra manna her- bergi og öll mjög smekklega innréttuð. Hótelstýra hefur verið ráðin frú Aðalheiður Steinþórsdóttir. Með opnun þessa hótels, þótt lítið sé, er ráðin nokkur bót á ófremdar- ástandi, en ekkert gisthús hef- ur verið starfandi hér í bæ um árabil. Þá eru líkur til, að hótelið geti miðlað nokkrum herbergjum hjá einstaklingum úti í bæ. Hér er aðeins um bráðabirgðalausn að ræða, og má geta þess, að hafirin er undirbúningur að byggingu heimavistar við gagnfræðaskól- ann, þar sem gert er ráð fyrir hótelrekstri yfir sumarmánuð- ina. Nokkur ár munu þó líða, áður en það húsnæði kemst í gagnið. Ekki er að efa, að fleiri munu leita gistingar í Hótel Egilsbúð, en þar geta Eengið inni, og þvi rétt að benda ferðafólki á að panta þar gistingu með góðum fyrir- vara. Veitingastofa Eins og undanfarin sumur verður opin veitingastofa í Eg- ilsbúð, og tekur hún til starfa á morgun. Hefur nú verið lok- ið við innréttingu á eldhúsi, sem áður var hálfkarað. Veit.- ingastofan verður opin frá kl. 9—23.30, nema þegar dansleik- ir eru í húsinu, en þá lokar hún nokkru fyrr. Matráðskona er Jóhanna Gunnarstein. Alls munu starfa við hótelið 10 manns. Bæjarskrifstofur Á annarri hæð í suðurálmu Egilsbúðar hefur bærinn feng- ið skrifstofuhúsnæði á 125 fermetra gólffleti, og var flutt þangað inn nú í vikunni. Þarna eru fjögur herbergi, og situr í þvi stærsta Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, en þar munu einn- ig fyrst um sinn verða haldnir bæjarstjórnar- og nefndarfund- fundir. Er húsnæði þetta allt hið glæsilegasta. Gunnar Ölafs- son lét þess getið, að ekki væri óeðlilegt, að bærinn fengi inni í Egilsbúð með skrifstofur sín- ar, þar eð hann hefur lagt fé- lagsheimilinu til mikið fé á undanförnum árum. Heildar- kostnaður við byggingu til þessa nemur um 9 milj. kr. Félagsheimilið teiknaði Sig- valdi Thordarson arkitekt, sem nú er látinn, en Þorvaldur Kristmundsson arkitekt hefur haft yfirumsjón með áður- nefndum innréttingum. Bygg- ingameistari við húsið er Ivar Kristinsson, en framkvæmda- stjóri þess Guðmundur Sigur- jónsson. Egilsbúð er stórt hús, og er þar tal&verðu rými enn ólokið og óráðstaðfað. Sjómannastofa Bæjar^krifstofurnar voru áð- ur til húsa í „gamla gagn- fræðaskólanum", og verður þar nú stofnsett sjómannastofa. Er unnið að innréttingum og verður húsnæðið væntanlega fullbúið fyrrihluta júlímánaðar. H.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.