Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJXNN — Fimmtudagur t. Júlí 1965 © Varizt alla vísdómsgjörð • Ég sé að Þjóðviljinn hefur ekki á móti því. að menn skrifi honum stutt bréf og ég sé það, að þetta get ég gjört. Það var um daginn, að mikil áhyggja var komin til sögunnar út af því, að sannazt hafði það, sem ég hélt fram í bókinni íslendu um þjóð á íslandi, áður en hér rásuðu víkingar inn í landið. Þetta virtist vera Ijóta sagan og skammar nær að vera ekki að rjála við þessi vísindi! Þetta virtist undarleg viðkvæmni og það við vísindi, og eflaust hefði verið allt öðru máli að gegna ef mínar athuganir hefðu komið frá páfastólnum í vali- kani háskólans. Sorgin í mál- inu var staðreynd og mér bar að taka þátt i henni og það gerði ég með eftirfarandi heil- ræðum til viðkomanda. Varizt alla vísdómsgjörð, vemdi hver sín eigin spörð. Biðjið guð um byssuvörð, borið ekki meira í jörð. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. © Lygileg sannindi • Snýtið yður, hnerrið, dustið margnotaða vasaklúta sem á- kafast á mannfundum og í mannþröng, það sakar engan mann, smitar engan, hefur snga þýöingu fyrir utan ónot og vondar augnagotur, sem yður berast sjálfum. (Vísindaleg gfeínargerð: Allar kvefbaktérí- • Sýna ^Ævintýrið' úti á landi • Þessi mynd var tekin á Rcykjavíkurflugvelii þcgar Icikflokkur frá Lcikfélagi Reykjavíkui Iagði af stað í leikför um tandið sl. mánudag. Er ætlunin að sýna hinn vinsæla söngvaleik Ævin- týri á gönguför víða um land í sumar. Ævintýrið var sem kunn,ugt er frumsýnt í Iðnó á jólum og hefur verið sýnt 80 sinnum, ávallt fyrir fullu húsi. 81. sýningin var svo á Homafirði í gærkvöld, en vegna mikillar aðsóknar v»ru hafðar tvær sýningar þar um kvöldið. Næstu sýningar verða svo á Reyðarfirði, \ Eskifirði og Norðfirði. (Ljósm. Oddur Ólafsson). ur og vírusar deyja í vasa- klútum jafnskjótt, og í hnerr- anum er ekkert saknæmt). En sá maður sem ekki þolir ónot og vont augnaráð ætti ekki sjálfs sín vegna að gera þetta. • Bókmennta- kvöld • Þá er komið að röddum skálda og nú er það Indriði G. Þorsteinsson sem er kynntur. Það var nokkuð lagleg bók sið- asta skáldsaga hans, Land og synir, enda var hún víst þýdd á dönsku til að berast undir samnorrænt bókmenntaráð. Hann getur sagt sögu, mann- skrattinn. En ekki alltaf að vísu — svo sem síðasta smá- sagnasafn hans sannar. Það er að hefjast ný kvöld- saga, „Ljósar nætur‘‘ (Því ekki „Bjartar nætur‘‘?) tiltölulega lítið þekkt skáldsaga eftir Do- stoévskí. Þessi mikli höfundur hefur notið margfalt minni gestrisni meðal Islendinga en landi hans og samtíðarmaður, Tolstoj — ekkert meiriháttar verk hans hefur verið þýtt á islenzku njtan ,-Glæpur og refs- ing“. Amór Hannibalsson hef- ur þýtt söguna. Jón Múli er með djassþátt. ★ 13.00 Dóra Ingvadóttir stjórnar óskalagaþætti fyrir sjómenn. 15.00 Miðdegisútvarp: Dómkór- inn syngur. Hljómsv. Ríkisút- varpsins leikur tvö ísl. þjóð- lög í útsetningu Johans Svendsen; Antolitsch stjóm- ar. Stem, Schneider, Kat:ms, Thomas, Gasals og Foley leika kvartett op. 18 eftir Brahms. Wachter, Schwarz- kopf, Moffo, Taddei o.fl. syngja upphafsatriði þriðja þáttar Brúðkaups Fígarós e. Mozart. Segovía leikur þaetti úr Platero og ég eftir Castel- nuovo-Tedesco. 16.30 Síðdegisútvarp: Basile, G. Richards, Olsson, Ames-bræð- nr Muller, 14 Fóstbræður, Corduwener, Lee, Zacharias Fitzgerald, Korneliusson, — Kingston-tríóið, Mathis, Flor- en London, Danzinger, Boone o. fl. syngja og leika í tvær stundir. 18.30 Danshljómsveitir leika. .............. Hll—fclllHIIIII mér þá verið sýnu hlýrra til kadetta en til mensjevika. Ég fór á fund mensjevika úr prentarastétt; þar reyndist mælska mín einskis megandi. Síðar var ég sendur á fund tíu eða fimmtán verkamanna múrsteinsverksmiðju nokkurr- ar, þar sem starfandi var mensjevikadeild. Af hálfu mensjévika talaði ung og al- vörugefin stúlka, sem feimin var við allt og alla, en ég var mjög ósvífinn, hæddi mensjé- víka eftir föngum og sigraði: verkamennirnir greiddu full- trúa bolsévíka atkvæði. Stúlk-'- an var að gráti komin, þeg- ar við gengum út saman, ég kenndi í brjóst um hana, en gat samt ekki stillt mig um að glotta við: allavega hafði ég unnið á tækifærissinnunum. Sagt er, að stundum þekki maðurinn sig ekki í spegli. Enn erfiðara er að þekkja sjálfan sig í gruggugum spegli for- tíðarinnar. Þegar ég er spurð- ur um upphaf rithöfundaferils míns, nefni ég ljóð, sem ég skrifaði vorið 1909. I raun og veru eru fyrstu skrif mín frá 1907, og eiga miklu fleiri skylt við áhugamannablaðamennsku en kveðskap. 1 skjalasafninu á Pírogovka hefur varðveizt leiðari í tímaritinu „Hlekkur“, saminn af mér. Greinin er yf- irfull af ástríðuhita sextán ára manns, sem er nýbúinn að finna guð sinn: „Við hafjum útgáfu tímarits okkar á erf- iðum tímum. Myrkur svart- asta afturhalds hylur nú allt Rússland. Framvarðarsveit byltingarinnar, — öreigalýður- inn — hefur ekki enn safnað kröftum eftir ósigurinn, ekki enn grætt sár sín. Óvinir hans fagna; með herópinu „vei hin- um sigruðu“ ráðast þeir á her byltingarinnar og leiðtoga hans, hina rússnesku sósíal- demókrata. öreigarnir, sem verða nú að starfa neðanjarð- ar, hvessa nú vopn sín í há- leitri trú á endanlegan sigur, — skapa nýjan verkamanna- flokk. Við erum sömu trúar og þeir, við hötum af öllu hjarta það skipulag, þar sem við hlið auðs og spillingar ríkir tak- markalaus fátækt, vald rúbl- unnar og svipunnar. Við erum sannfærðir um að þetta skipu- lag er dauðadæmt, að hið bjarta ríki frelsis, jafnréttis og bræðralags. muni senn leysa það af hólmi. Trygging þess er hin mikla alþjóðlega bar- átta öreiganna í flokkum sós- faldemókrata. Þeir kalla undir rauða fánann alla auðmýkta og svívirta, alla sem þyrstir eftir endurnýjun mannkynsins. Þeir halda þyrnum stráða sannleikans braut til mark- miðsins, — til sósíalismans. Og í þessari sögulegu baráttu eru ekki og geta ekki verið nein- ir áhorfendur: sá sem ekki er með öreigunum, er á móti þeim. Við munum beina ,orð- um okkar til þeirra náms- manna, sem ákveða að helga líf sitt baráttunni fyrir frelsun starfsins. Við viljum búa þá undir hið erfiða hlutverk að vera bumbuslagarar og lúður- þeytarar hinnar miklu stéttar. viljum kenna þeim vísindi baráttunnar, viljum tengja þá traustum böndum við Messías framtíðarinnar — öreigalýð- inn“. Ég tilfæri hér óstytta fyrstu ritsmíð mfna ekki vegna þess að mér finnist hún vel heppnuð; ég vildi aðeins sýna hvemig orðin falla í verði, hvemig orðin breyta um merk- ingu. Árið 1907 þráði ég að verða bumbuslagari og lúður- þeytari til þess að skrifa árið 1957: „I hverri hljómsveit eru ekki aðeins bumbur eða bá- súnur“. . . önnur ritsmíð mín „Tveggja ára starf sameinaðs flokks" hefur ekki varðveitzt. Eftir endursögn lögreglunnar að dæma, skrifaði ég þar, að flokkurinn mætti ekki van- rækja nein hugsanleg form löglegs starfs, en um leið ætti hann að efla hina ólöglegu starfsemi. Ég hafði þá mikinn áhuga á vandamálum hernað- arlistar flokksins, deilum milli ýmissa flokksbrota. Ég talaði mikið um sættir, en ég talaði um þær án allrar sáttfýsi. Einhverju sinni kom maður með þreytuleg, góðleg augu á fund til okkar. Ég horfði á hann með virðingu, vissi að hann var meðlimur miðstjórn- ar flokksins. Innokentí (Í.F. Dúbrovinskí) talaði við hvern okkar með athygli; við einn fé- laga sagði hann: „Þér lítið illa út, þér þurfið að hvíla yður.“ Ég man hve mjög þessi orð fengu á mig; þau komu ekki heim við hugmyndir mínar um byltinguna, — réttara væri að segja, að mig langaði mikið í óbrotna, mannlega alúð, en ég áleit þetta veikleikamerki, úr- elta „menntamennsku." Haustið 1907 var mér falið að koma á sambandi við her- menn og stofna flokksdeild í herbúðum nokkrum. Ég var stórhrifinn af því hve erfitt þetta verkefni var o£ ábyrgð- armikið. Mér var fenginn stimpill, það eina sem tekizt hafði að koma undan við síð- ustu lögregluheimsókn. Ég stimplaði tvær söfnunarbækur, en geymdi stimpilinn af heimsku minni heima hjá mér, 20.00 Daglegt mál: Svavar Sig- mundsson stud. mag. flytur þáttinn. 20.05 Einsöngur í útvarpssai: Álfheiður Gudmundsdóttir syngur við undirleik Ásgeirs Beinteinssonar. 20.20 Raddir skálda: Indriði G. Þorsteinsson. Flytjendur: B. Halldórsson, Gísli Halldórs- son og höfundurinn. Ingólfur Kristjánsson býr þáttinn til flutnings. 21.05 Tocata e due canzone eftir Bohuslav Martinu. Kammer- hljómsveitin í Prag leikur. 21.30 Norsk tónlist: Christian Sinding. Baldur Andrésson, cand. theol. flytur erindi með tóndæmum. 22.10 Kvöldsagan: Ljósar nætur eftir Fjodor Dostovjeskij. — Arnór Hannibalsson þýðir og les. 22.30 Djassþáttur Jón Múli Árnason velur músikina og kynnir. 23.00 Dagskrárlok. • Andlátsorð • Mig vantaði þó ekki vitið í kollinn. M.A. de Chenier (á högg- stokknum). • Hve l'tlu komið í verk og hve miklu ólokið. Cecil Rhodes • Nú hef ég ekki tíma til að vera þreyttur. Wilhelm I. • Meira ljós Goethe. því ég hélt að hann væri þar vel falínn. (í ákæruskjálinu segir, að meðal annarra hluta sem hjá mér fundust hafi verið stimpill „Hermannasamtaka Moskvunafndar rússneska sós- íaldemókrataflokksins".) Mér tókst að kynnast skrifara Nés- vízjkíherdeildarinnar, hann kom með þrjá hermenn úr vél- byssuflokknum, þar við bætt- ist sjálfboðaliði nokkur, þá enn einn hermaður, alls sex manns — eitt af frumdrögun- um að Rauða varðliðinu . . . Ég hélt áram að lesa skáld- sögur, fór í leikhús, stundum hitti ég kunningja sem komu hvergi nærri stjórnmálum. Sagnfræðingar kalla þessi ár „upphaf afturhaldstímabilsins". Eftir hið bjarta skæra ár 1905 komu þokudagar: allir leituðu einhvers, rifust af miklu fjöri, æstu sig upp, en maður fann að undir niðri ríkti þreyta og tómleiki. í stað Mignon og chaconne bernskuára minna æfðu ung- frúrnar cakewalk og maxixe mæðrum sínum til hrellingar; hinn menntaði heimur nálgað- ist óðum foxtrottinn. Stúdent- arnir deildu um það hvort Sanín Artsibasjefs væri hin sanna hugsjón nútímamanns- ins: hér mátti finna Nietsche, tilreiddan handa ómatvöndum; erótík sem átti meira sameigin- legt með hesthúsinu en Oseari Wilde, og hreinskilni hinnar nýju aldar. Anatolí Kaménskí skrifaði sögu, þar sem lýst er mjög nákvæmlega, hvernig liðsforingi nokkur hafði með 4 konum á einum degi. Lista- leikhúsið setti á svið „Líf mannsins" éftir Leoníd Andééf, barnalega tilraun til að alhæfa lifið, en úti í horni stendur „Einhver gráklæddur“ og ger- ir athugasemdir. Menntamenn í Moskvu rauluðu eða blístr- uðu polkann úr þessu leikriti. í sama leikhúsi gengu „Blind- ingjarnir“ eftir Maeterlinck, © Brúðkaup • Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Árbæjarkirkju af séra Þorsteini Björnssyni, ung- frú Halldóra Sigríður Gunn- arsdóttir frá Gufunesi og Matthías Jón Þorsteinsson stud. arch. Heimili þeirra er á Leifsgötu 26. (Ljósm. Studio Gests Laufásvegi 18). # • Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni í LangholtskirkjUj ungfrú Hanna R. Guðmunds- dóttir, Langholtsvegi 180 og hr. Þórir Jóhannn Axelsson, Fram- nesvegi 62. Heimili þeirra er að Langholtsvegi 180. (Stúdíó Guðm. Garðastræti). og áhrifagjarnar dömur urðu taugaveiklaðar af hinu symbol- íska ýlfri. Engin þeirra sá það fyrir, að eftir tíu ár kæmu til skjalanna hirsigrautar og skýrslur um ætt og fyrri störf; lífið virtist fram úr hófi frið- samlegt og í listum leitaði fólk ógæfunnar, eins og vandfeng- ins hráefnis. Nú hófst tími guðsleitarinnar, skandinavískra tímarita, „Töfra undirheima“. Svo gat virzt sem ég væri brynjaður í bak og fyrir ó- sáttfýsi minni, en það var reyndar ekki; listin brauzt einnig inn í minn neðanjarðar- heim. Á næturna las ég Ham- sun — „Pan“, „Viktoríu“, „Mysterier“, bölvaði sjálfum mér fyrir þennan veikleika en var stórhrifinn: ég fann að til var annar heimur — náttúr- an, myndir, tónar, litir. Tsé- khof snart mig djúpt, ég fann að sannleikur hans var óum- deilanlegur, enda þótt ég skildi hann ekki; ég hvíslaði: „Misj- ús, hvar ertu?“, og ég var ást- fanginn af „Konunni með hundinn". Ég sá Isadoru Dun- can, hún var í rómverskum kyrtli og dansaði allt öðru vísi en Gelzer. Ég sagði við sjálfan mig, sem fyrr, að þetta væri allt tóm vitleysa, en oft gat ég ckki falið mig fyrir „vitleys- unni.“ Þegar í menntaskóla sagði ég við stúlku sem ég var hrifinn af: „Korolenko segir, að maðurinn sé skapaður til að vera hamingjusamur eins og fuglinn til að fljúga.“ Ég varð oft ástfanginn, og ég þráði hamingjuna, en ég varði öll- um mínum kröftum, öllum mínum tíma í þágu annars. í okkar landi er mönnum oft hrósaö með því að segja að þeir séu „monolít“, — en monolít er steinblökk. Maður- inn er miklu samsettari. Jafn- vel þegar hann er sextán ára Dagblöðin voru bæði hressi- leg og skuggaleg. i i i l A í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.