Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.07.1965, Blaðsíða 12
Fundur Alþjóðasamtaka fiskmjöls- framleiðenda haldinn í Reykjavík □ Hinn árlegi mið’sumars- fundur framkvæmdaráös Alþjóðasamtaka fiskmjöls- framleiðenda er að þessu sinni haldinn í Reykjavík og hófst á Hótel Sögu í gær. Félag útflutningslandanna (FEO) tekur þátt í þessum fundi en allir meðlimir þess eru aðilar að Alþjóðasam- tökunum. Félag íslenzkra fiskmjölsframleiðenda sá um undirbúning fundarins en það hefur verið aðili að þessum samtökum undan- farin 5 ár. Um það bil 40 erlendir fulltrúar frá eftirtöldum löndum sitja fundinn: Bret- landi, Bandarikjunum, Chile, Danmörku, Frakk- landi, Hollandi, Kanada, Marokkó, Noregi, Perú, Suð- ur-Afríku og Vestur-Þýzka- landi. Auk þess sitja fund- inn um 20 innlendir þátt- takendur. Til umræðu á fundinum eru margvisleg hagsmunamál fisk- mjölsframleiðenda. Meðal verk- efna má nefna, að gerð verður áætlun um framleiðslu á mjöli og búklýsi úr fiski næstu 6 mánuði, jafnframt því að áætl- Fundar bus- aðar verða þarfir markaðanna fyrir þessar vörutegundir. Einn- ig mun vísindanefnd samtak- anna ræða margvísleg vandamál iðnaðarins frá tæknilegu og vís- indalegu sjónarmiði. Fundinum lýkur í dag og á morgun munu fundarmenn fara austur á firði til þess að skoða síldarverk- smiðjur og söltunarplön. UPPHAF SAMi______Í.ANNA Alþjóðasamtökin voru stofnuð haustið 1959. Samtökunum var ætlað að verða vettvangur þar sem framleiðendur hvaðanæva úr heiminum gætu skipzt á skoðunum og rætt vandamáliðn- aðarins, jafnt þau, sem lúta að viðskiptamálum sem þau er snerta hina tæknilegu og ,vís- indalegu hlið framleiðslunnar. Lóka var samtökunum ætlað að dreifa margvíslegum fróðleik, er snertir iðnaðinn, til meðlima sinna, og gera þau það m.a. með útgáfu tímarits. Loks var þeim ætlað að koma fram fyrir hönd iðnaðarins á alþjóðavettvangi þegar þess gerist þörf. í Alþjóðasamtökunum eru sem stendur 15 lönd auk íslands, 12 þeirra senda fulltrúa á fundinn hér í Reykjavík en hin 3 eri> Belgía, Portúgal og Spánn. For- seti Alþjóðasamtakanna er G. Chapt. Alex Olney, en fram- kvæmdastjóri er Fredk. W Bur- ton. Félag útflutningslandanna var stofnað ári síðar en Alþjóða- samtökin. Eitt aðalverkefni þess félags er að safna upplýsingum frá útflutningslöndunum í lok hvers mánaðar um mjölfram- leiðslu þeirra; útflutning á mjöli, fyrirframsölur og birgðir. Upp- lýsingum þessum er síðan dreift til meðlimanna sem þannig geta gert sér grein fyrir markaðs- horfum. Aðilar að félagi útflutn- ingslandanna eru: Chile, Portú- gal, Noregur, Perú, Suður-Afr- íka og ísland. Samanlagt fram- leiða þessi lönd 93% af öllu fisk- mjöli, sem selt er og flutt milli landa. Framkvæmdastjóri félags- ins er J. M. Schwarz. VÖXTUR OG SKIPTING Framleiðsla fiskmjöls hefur verið í stöðugum vexti síð- Framhald á 9. síðu. Norrænn húsmæðrakennara- fundur verður haldinn í Haga- sTiólánum í Rcykjavík, dagana 4.—7. júlí n.k. Hinir norrænu gestir — 92 að tölu — koma til landsins með flugvélum n.k. laugardag, 3. júlí. Fundurinn hefst á sunnudag- inn. 4. júlí, kl. 11.00 f.h. með guðsþjónustu í Dómkirkjur.ni. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra setur fundinn í 'ná- tíðasal Hagaskólans, kl. 14.00. Fundur þessi er haldinn á veg- um Nordisk Samarbejdskom'té for Husholdningsundervisning — samtaka norrænna húsmæðra- kennara. Kennarafélagið Hús- stjórn er meðlimur í þessum samtökum og sér að öllu le.vti um þennan fund. Þátttakendur verða alls um 140. Aðalfyrirlesarar fundarms verða: dr. Baldur Johnsen; Bjöm Th. Biömsson’, listfræðingur; frú Elsa E. Guðjónsson, magister; Hörður Ágústsson. listmálari; dr. Sigurður Þórarinsson og prófess- or Steingrímur J. Þorsteinsson. I sambandi við fundinn verða settar upp sýningar: ..Búrið í gamla daga,“ en þar verður ,'eynt að bregða upp mynd af matar- æði þjóðarinnar fyrr á tímum. Handíðasýning, bar sem sýnd verða sýnishorn af vinnu nem- enda í Handavinnudeild Kenn- araskóla Islands og Vefnaðar- kennaradei'd Handíða- og mynd- listarskólans. Skipulagðar hafa verið styttri og lengri ferðir í- sambandi við fundinn og er bátttaka mikil. Um 77 fara í ferð tii Norð- ur- og Austurlandsins; 22 < 3 daga ferð um Borgarfjörð og Snæfeltsnes; 16 t.il Grænlands. Aðfaranótt sl. sunnudags var brotizt inn í verzlun Sláturfé- lags Suðurlands á Akranesi og þaðan hafðar á brott 8.000 kr. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Akranesi hefurþjóf- urinn, sem oft hefur komið við sögu lögreglunnar náðst og hefur hann játað afbro* sitt. I; mmi \' c Sendinefnd KommúnistafL Sovétrikjanna í heimsókn Seint í gærkvöld kom fjög- urra manna sendinefnd Komm- únistaflokks Sovétríkjanna hing- að til Reykjavíkur í nokkurra daga heimsókn. Sósíalistaflokkurinn hafði boð- ið kommúnistaflokknum að senda hingað nokkra gesti til að kynnast landi og þjóð og voru þessir fjórir menn valdir til íslandsfararinnar: Denisof, formaður nefndarinnar, þing- maður og flokksritari á Mur- mansk-svæðinu, Pomelof aðstoð- arritstjóri tímarits sovézka kommúnistaflokksins „Kommún- ist“, Rozdorozní starfsmaðbr miðstjórnar flokksins og Savko, einnig starfsmaður miðstjórnar. Rússarnir munu dveljast hér ó landi 10—12 daga, sækja heim félagasamtök og menningarstofn- anir og ferðast nokkuð um land- ið, m.a. til Akureyrar og Nes- kaupstaðar. í dag munu sendinefndarmenn m.a. fara til Þingvalla, en á laugardag fara norður og aust- ur um land. Fimmtudagur 1. júlí 1965 — 30. árgangur — 143. tölublað. Hásetar mötmæla ummælum Jóns S. ★; Margir síldarsjómenn töluðu við Þjóðviljann í gær og voru reiðir Jóni Sigurðssyni formanni Sjómannasambands íslands fyrir þau ummæli sem höfð voru eflir honum í Morgunblaðinu áþriðju- dag, þar sem hann segir óbein,- ur orðum, að hásetar á bátunum hafi alls ekki staðið að þeirri á- kvörðun að sigla bátunum heim. Hann gefur jafnvel í skyn, að þeir hafi gert það nauðugir, sam- anber þessi orð: „Ákveði skip- stjóri að sigla skipinu í land, þá verður áhöfnin vitanlega að fara með skipinu.“ ★ Hásetar á síldarbátunum leggja áherzlu á, að öllum sé Ijóst, að skipstjórarnir höfðu samráð við þá um að hætta veið- txm og skeytið, sem sent var íil ráðherra og sjómannasamtakaona hefði verið undirritað fyrir hönd allra sjómanna á síldarflotanum, en ekki skipstjóra einna. Enda hefði skeytið annars ekki vcrið stílað til Sjómannasambands ís- lands, sem skipstjórar ættu ekki aðild að. Hefðu skipstjórarnir ekki viljað hætta veiðum þá hefðum við allir gengið af skip- unum sögðu hásetamir, sem tól- uðu við Þjóðviljann í gær. ★ Þjóðviljinn talaði v;ð Jón Sig- urðsson í gærkvöld og sagðist hann engu hafa við ummæli sin að bæta. Hann hefði ekki hug- mynd um afstöðu sjómanna í þessu máli annað en það, sem fram kæmi í skeytinu. Hásetar hefðu ekkert samband haft við sig, það gæti vel verið að þeir hefðu staðið að þessari ákvörðun og það gæti vel verið að þeir hefðu ekki gert það, hann vissi ekkert um það. ★ Eins og skýrt var frá í frétt- ★ um Þjóðviljans í gær olli ölv- ★ aður og réttindalaus piltur, ★ 18 ára gamall, stórfelldu ★ tjóni, er hann stal bifreið í ★ Reykjavík í fyrrakvöld og ók ★ hemni á aðrar bifreiðir. ★ Myndin var tekin á árekst- ★ ursstaðnum, skömmu eftir að ★ lögreglan hafði handsamað ★ piltinn. Acrætt veður — lítil síld Ágætt veður var á miðunum fyrir Austurlandi í gær, en síld- arleitarskipin höfðu þó ekki fundið teljandi síld. FR rekur 6 sumar- hótel úti á landi Ferðaskrifstofa ríkisins rekur sex sumarhótcl úti á landi í sumar. Eitt þessara hótela cr nýtt af nálinni, þ.e. gistihúsið í Reykjaskóla í Borgarfirði, en öll em sumarhótelin í skólum. Víöa hefur verið un,nið að end- urbótum á húsnæðinu frá því í fyrra, nýjum gestarúmum bætt við, komið fyrir handlaugum í f Iestum gestaherbergjum og aukið þannig á þægindi á ýms- um sviðum. Ferðaskrifstofa ríkisins rekur gistihús á eftirtöldum stöðum í sumar: 1 heimavist Menntaskól- ans á Laugarvatni, að Varma- íandi í Borgarfirði, í Reykholti, í heimavist Menntaskólans á Ak- ureyri, að Eiðum og að Skógum undir Eyjafjöllum. Auk bessa mun Ferðaskrifstofa ríkisins út- vega ferðamönnum gistingu f Sjómannaskólanum í Reykjavik í sumar, eftir þvi, sem þörf kref- ur. Víðast hvar er fullt fæði áboð- stólum í sumargistihúsunum. Þó er aðeins morgunverður og kvöldverður framreiddur í heima- vist Menntaskólans á Laugar- vatni og aðeins kvöldverður í orrænt tónlistarmót veriur haldið í Reykjavík ai ári liðnu □ Nýlega er lokið í Reykjavík íundi Norræna tónskáldafélagsins undir forystu Jóns Leifs, for- manns tónskáldafélags Islands. Samtímis hafa verið haldnir hér fundir hinna samnorrænu yf- irdómnefndar til að ákveða dagskrá næsta tón- listarmóts sem Norræna tónskáldafélagið á að halda í Reykjavík að vori komanda. Norræna tónskáldaráðið ræddi ýmis áhuga- og hagsmunamál sinfónískra tón- skálda og annarra höfunda og ýmsar ályktanir voru gerð- ar, meðal annars um „Dreit Moral“ sæmdarrétt höfunda, og aukna úthlutun flutnings- gjalda fyrir sinfónísk verk og önnur hljómleikaverk. Stóðu fundirnir í þrjá daga og sátu þá formaður norska tónlistarfélagsins Klaus Egge, formaður sænska tónskálda- félagsins, Gunnar Bucht, varaformaður finnska tón- skáldafélagsins Erik Bergman, fulltrúar danska tónskálda- félagsins Vagn Holmboe og Fleming Weis, en fyrir hönd Tónskáldafélags Islands, Jón Leifs og Skúli Halldórsson. 1 hinni samnorrænu yfir- dómnefnd áttu aftur á móti sæti eftirtaldir menn, Páil Kr. Pálsson, organleikari fyr- ir hönd Tónskáldafélags ís- lands, hljómsveitarstjórinn Tamás Vetö fyrir hönd tón- skáldafélags Danmerkur, Er- ik Bergman fyri- hönd Tón- skáldafélagsins finnska, Knut Nysted fyrir hönd norska tónskáldafélagsins og Gunnar Bucht fyrir hönd sænska tón- skáldafélagsins. Ákvað nefnd- in að tónlistarmótið færi fram síðari hluta júnímán- aðar 1966 og flutt yrðu 26 verk eftir norræna höfunda. Eru fimm þeirra íslenzk, eftir þá Jón S Jónsson, Leif Þór- arinsson, P. Pampichler Páls- son, Jón Leifs og Jón Nor- dal. Reynt verður einnig að halda sérstaka íslenzka hljóm- leika í sambandi við mótið. Gestirnir hafa setið boð Tónskáldafélags Isl., mennta- málaráðherra og borgarstjóra. í gær var þeim boðið af STEF til Þingvalla, í dagfara þeir til Akureyrar og munu dveljast þar yfir helgina. Á mánudag skoða þeir Gullfoss og Geysi, en halda heim til sín á þriðjudag. heimavist Menntaskólans á Ak- ureyri. Auk hinna venjulegu gestaher- bergja á hótelunum verða til leigu svefnpláss_ á fjölbýlisstof- um fyrir einstaklinga eða hópa, sem kjósa ódýrari gistingu. Þá er þess að geta, að Ferða- skrifstofa ríkisins hefur skipulagt sérstakar sumarleyfisferðir inn- anlands, sem að nokkru eru mið- aðar við legu sumarhótelanna, þannig að ferðamenn geti bæði haft bækistöðvar á hótelunum og farið þaðan í stuttar eða lang- ar ferðir, að vild, eða ferðast hér um bil kringum landið í sumarleyfinu og notið ódýrrar gistingar á hinum ýmsu sumar- hótelum. Bernharður kosinn að Stóra-Núpstað Prestskosning fór fram í Stóra Núpsprestakalli í Árnespróast- dæmi 20. júní sl. Atkvæði voru talin á skrifstofu biskups s. I. sunnudag. Á kjörskrá voru 360. þar af kusu 204. Umsækjandi var einn, sr. Bernharður Guð- mundsson sóknarprestur í Ögur- þingum, og hlaut hann 184 at- kvæði en 20 voru auð. Kosning- in var lögmæt. Skipstjórarnir ag LlÚ-nefndin á fnndi í gær Nefndir síldveiðiskipstjóra og Landssambands íslenzkra út- vegsmanna komu saman til framhaldsfundar síðdegis í gær. Stóð fundurinn fram eftir kvöldi og tókst blaðinu ekki að afla frétta af því sem þar hafði írerzt. ðssur Sigurvinsson jarSsetSur í dag Jarðarför össurar Sigurvins- sonar byggingameistara ferfram í dag frá Neskirkju, og hefst athöfnin kl. 10,30 f.h. Minning- argrein um Össur verður birt hér í blaðinu síðar. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.