Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVHjJINN — Þriðjudagur 6. júlí 1965. landsmót U.M.F.I. □ Landsmót Ungmennafélags Islands fór ___ ______ ________ fram í blíðskaparveðri á laugard. og sunnu- dag. Var mikill mannfjöldi samankominn, lögreglan gizkaði á að alls hefðu um 20 þús. manns komið á staðinn, en mótsstjórnin sagði tíðindamanni að seldir miðar hefðu verið 13 þúsund. En þá er þess að gæta að öll börn innan 16 ára aldurs fengu ókeypis aðgang, og stór hópur fólks kom aldrei inn á mótssvæðið heldur dvaldist utan þess. D Mótið fór vel fram í hvívetna, lítið bar á óreglu nema á laug- ardagskvöldið, en sú óregla truflaði ekki á neinn hátt mótshaldið sjálfjt. □ Hér fylgja stuttar fréttir frá landsmótinu, en annars staðar er að finna úrslit í íþróttagreinum mótsins, og síðar munum við birta viðtöl við ýmsa framámenn ungmennahreyfingarinnar og íþrótta- menn. l'é sl Ein, keppnisgrein starfsíþrótta var sauðfjárdómar og hér sést BaJdur Vagnsson úr Suður-Þingeyjarsýslu mæla sauðkind, en eig- andi hennar er Amór Sigurjónsson og Sighvatur sonur hans held- ur hér í kindina Hann var þreytulegur úti- bússtjórinn í Kaupfélagi Ár- nesinga á Laugarvatni, þegar við kvöddum dyra hjá honum klukkan að ganga tvö á að- faranótt mánudagsins. Og enn voru ungir piltar og ungar stúlkur að knýja á dyr hjá honum, og enn lauk hann upp og seldi pilsner, kók, sígar- ettur og aðskiljanlegan verald- legan munað. — Ég hef seit mest af ís, segir útibússtjórinn, Einar Keppandi í hestadómum skoðar upp í einn hestinn til að ákvarða aldur hans. Landsmótssyrpa í máli og myndum 1500 á tímann Það vakti athygli er 5000 m hlaupið hófst, að hinn kunni langhlaupari Hafsteinn Sveins- son frá Skarphéðni var ekki með í hópnum. Hann hafði áð- ur tekið þátt í 1500 m hlaup- inu og töldu menn honum sig- ur vísan í 5000 metrunum. Var talið að eitthvað hefði komið fyrir piltinn, en skýr- inguna fundu blaðamenn Þjóð- viljans seint á sunnudagskvöld. Þannig var, að Hafsteinn tók með sér á mótið hraðbát og setti hann á flot á vatnið. Var mikil aðsókn í bátinn og brá hann á það ráð að gefa fólki kost. á að fara eina tíu mín- útna ferð á bátnum út á vatn- ið. Tók hann 50 kr. af far- þeganum, en báturinn rúmaði fimm farþega. Þannig hafði Hafsteinn 1500 kr. á tímann og ekki von að hann vildi hlaupa fimm þúsund metra í 20 mín- útur meðan slíkar tekjur buð- ust! Júgursmyrsi og ís í verðlaun veglegan bikar frá Dráttarvélum h.f. Vignir hlaut 13G'/2 stig fyrir aksturinn. Flokkar íþróttafólks raða sér upp á íþróttavellinum undir félagsfánum við setningu mótsins. Guðbjartsson, sem titlar sig landshornaflæking í eyru blaðamanna. Þá hefur selzt mikið af sólgleraugum, júgur- feiti og nivea-kremi, en allt eru þetta vörur, sem mikið seljast í hitaveðri eins og ver- ið hefur mótsdagana. Aðgangurinn hófst á föstu- daginn, og hefur staðið sleitu- laust þangað til við lokuðum núna kl. 11. í morgun var svo margt í búðinni að setja varð dyravörð til að passa að aðeins hæfilega margir kæmu inn í einu, því þ'egar margt fólk er samankomið í svona kytru í öðrum eins hita verður loftið heldur slæmt svo ekki sé fast- ar að orði kveðið. T.d. leið yfir 'tvær manneskjur hér í morg- un. Annars hafa viðskiptavinirn- ir verið hinir ágætustu þessa helgi, a.m.k. betri en þeir, sem hér komu um hvítasunnuna, en það er nú kannski ekki rétta viðmiðunin. Aðstoðuðu tæp 500 Karl Marinósson er yfirmað- ur sjúkrahópsins innan Hjálp- arsveitar skáta, en innan henn- ar er ákveðin verkaskipting, þannig að einn hópurinn sér- hæfir sig í leitum og öllu er að þeim lýtur, annar sérhæfir sig í sjúkrahjálp o.s.frv. Karl segir okkur, að sjúkrahópur- inn hafi starfrækt sjúkraskýli á fleiri mótum í sumar, síðast á hestamannamótinu í Skógar- hólum. Næsta verkefni verði að líkindum um verzlunar- mannahelgina, en enn sé óráð- ið hvar sjúkrastarfsemin verði aðallega. — Við höfum ákveðna verkaskiptingu hér. Það eru 8 á hverri 6 tíma vakt. — Hvað hafið þið aðstoðað marga? — Vfir þessa helgi eru það hátt í fimm hundruð manns. Þar í er mikill fjöldi sem að- eins hefur þurft á lítilsháttar hjálp að halda; plástri á smá- sár eða hælsæri, magnyltöflu og þar fram eftir götunum. Þá hafa nokkrir verið fluttir í bæ- inn með brákuð bein og auk þess hefur orðið að flytja tals- verðan hóp fólks brott vegna snerts af sólsting. Slík tilfelli munu nú tíu talsins. — Og að lokum Karl: Vegna hvers eruð þið með þessa starfsemi, en ekki að leika ykkur og njóta góða veð- ursins niðri á leikvanginum eins og hinir? — Ég býst við að það yrði fyrst og fremst kallað fórnfýsi, en þetta er líka skemmtilegt. Það er skemmtilegt að aðstoða náungann, hjúkra honum á ýmsa lund. Og ég efast satt að segja úm að þeir njóti fremur lífsins, sem eru þarna niður frá en við hérna. Rólegt hjá lögreglunni Það var enginn ys og þys á lögreglustöðinni um það leyti, sem mótsgestir voru að fara aðfaranótt mánudagsins eins og við hefði mátt búast. Óskar Ólafsson, varðstjóri, sagði, og taldi sig mæla fyrir munn allra lögregluþjónanna 27, að mótið hefði farið mjög vel fram og orðið ungmenna- félögunum og gestum þeirra til sóma í hvívetna. Óskar sagði, að erfitt væri að segja nokkuð um mann- fjöldann en menn hefðu nefnt 20 þús. þegar flest var, en það var eftir hádegi á sunnudag. Þá kom margt fólk úr sveitun- um og hlýddi á dagskrárat- riðin fram til kvölds. Það bar helzt á ölvun á föstudag og aðfaranótt laugar- dags, en þá ákváðum við að fara eina allsherjarútrýmingar- herferð. Buðum við þeim, sem vín höfðu meðferðis að hella því niður eða taka af þeim skýrslu með tilheyrandi japli, jamli og fuðri. Völdu flestir fyrri kostinn. — Var ekkert erfitt að halda fólkinu frá bítlahljómsveitinni? — Það var ekki svo strembið og nú í kvöld fengu Hljómam- ir furðu lélegar undirtektir, það heyrðist ekki einu sinni einn einasti skrækur, það hafði verið ákveðið að dansa til kl. 12 en heimild hafði fengizt til framlengingar til hálf eitt, en hljómsveitin Hljómar úr Kefla- vík treystist ekki til að nota framlenginguna nema til hálfs, svo tregar voru undirtektir á- horfenda! Stúlka slasast— sökudóigar stinga af Áj sunnudagsmorguninn vildi það slys til rétt ofan við móts- svæði Landsmóts ungmennafé- laganna á Laugarvatni, að ung % i I l I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.