Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. júlí 1965. • Margt skemmtilegt hefur verið haft eftir hinu kunna leikritaskáldi Bernard Shaw t. d. barst honum eitt sinn heim- boð frá brezkri aðalsfrú: ,.Frú X mun verða heima milli klukkan 5-7 á föstudag". Skáldið sendi boðskortið aft- ur til baka með þessum við- auka: ,,Það mun Bernard Shaw verða líka“. • Öðru sinni var Shaw spurð- ur að því, hvar hann helzt viidi dveljast, þegar hann hyrfi af þessari jörð, svaraði hann: „Hvað viðvíkur loftslagi kysi ég himnaríki, en það er skemmtilegri félagsskapur í helvíti." -• Alþýðubl.-órar • Illt er það og, að textinn er settur þannig inn á myndina að illsjáanlegt er á köflum og ágætt að jafnaði. (Alþýðubl. — H. E.) • Tala menn ekki ensku í Himnaríki ® Fyrirtæki þetta seldi m. a. grammófónplötur. þar sem heyra mátti rödd Jesú Krists og kvaðst King hafa náð rödd hans inn á plöturnar gegnum miðil. Plötur þessar seldust í miklu upplagi, en svo fór einhver að brjóta heilann um það, hvort verið gæti að Kristur talaði svona reiprennandi ensku.... (Alþýðublaðið, laugardag). • Nýtt blað Samherji • Nýtt rit hefur nú bætzt í Æ>laðahópinn. Það er Samherji sem gefinn er út af Kaupfélagi Héraðsbúa, og er fyrsta blað sem kemur út á Fljótsdalshér- aði. Samherji hefur komið út áður sem starfsmannablað KHB, en haslar sér nú völl á breiðari grundvelli. Af Samherja eiga að koma út á þessu ári tvö til þrjú hefti og fer framtíðarútkoma að sjálfsögðu mikið eftir þvf hvaða viðtökur ritið fær nú. Ritstjóri er Jón Kristjánsson- Nesprent prentaði. Af efni þessa fyrsta heftis má nefna: Grein um mjólkur- samlag KHB, Friðrik Jónsson form., félagsstjórnar ritar grein um framtíðar áætlanir KHB, gamansöm ferðasaga eft.ir E:n- ar Eiríksson, rætt við stór- bónda á Jökuldal, lausavísur og kvæði, ásamt miklu öðru efni. Mikið af myndum er í heftinu, en ljósmyndari er Sveinn Guðmundsson. Þetta fyrsta hefti spáir góðu um framhaldið, og er ekki að efa að ritið verður vinsælt af Héraðsbúurri og öðrum sem á- huga hafa á Austurlandi. # Mistök • Einhverjir góðir menn tóku sig til og dubbuðu mig til höf- undar að þýddri og endursagðri grein um afrískar bókmenntir er birtist hér í blaðinu á sunnu dag. Ég þakka þessa velvild, en neyðist engu að síður til að koma á framfæri leiðréttingu á þessum mistökum. Arni Bergmann. • Sá, sem aðeins ætlar að segja sannleikann getur sagt heilmikið í stuttu máli. — Steele. • Þótt við förum heimsend- anna á milli í leit að fegurð- inni, munum við ekki finna hana, nema við berum hana innra með okkur sjálfum. — Emerson. • Brúðkaup • Laugardaginn 19. júní voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ung- frú Sonja Sigurjónsdóttir og Jackey Eugene Christwell lrá Brent Alabama. (Ljósm. Þóris, Laugaveg 20B). • Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Hjalta Guðmundssyni ung- frú Helga Sigþórsdóttir og Guðmundur Ingólfsson. Heimili þeirra verður að Ljósvallagotu 14. (Ljósm. Þóris, Laugaveg 20B). • Nýlega verða gefin sam- an í Dómkirkjunni af séra Hjalta Guðmundssyni ungfrú Kristín Brashier Magnúsdóttir stud. phiiol., Miklubraut 44 og Leon James Arundel, M.A.-, A.A.P.S.W., Englandi. • Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni ungfrú Ey- rún Þorsteinsdóttir og Guð- mundur Hanning Kristinsson. Heimili þeirra verður að Bugðulæk 17. (Ljósm. Þóris, Laugaveg 20B). • Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Langholtskirkju af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Arndís Steinþórsdóttir og Bald- ur Baldvinsson. Heimili þeirra verður að Skeiðarvogi 125. — (Ljósm. Þóris, Laugaveg 20B). • Húss • Það fór víst fram hjá okkur síðast, að hafinn er nýr þáttur um daglegt mál og er hann í umsjón Svavars Sigmundsson- ar. Máske eiga þau mistök sér dularfullar rætur í undirvxt- undinni — við blaðamenn ber- um víst töluverða ábyrgð á „daglegu máli‘‘ og frammistað- an er ekki alltaf upp á marga fiska — máske er okkur það á móti skapi, að fróðir menn séu að minna okkur á vandvirkni og sjálfsaga. Björn Þorsteinsson, vinsæll útvarpsmaður, flytur erindi með tónlist um Jóhann Húss, en nú mun hálf sjötta öld lið- in síðan þessi ágæti baráttu- maður var réttaður. Og það er í kvöld sem fram- haldsleikritið um Bólu-Hjálmar lýkur. Líklega hefur Gunnar M. Magnúss haft allgott ermdi af erfiði sínu, þrátt fyrir ýmsa galla leikritsins. — Hann hefur í því formi sem nú er talið að- gengilegast rifjað upp ýmsa þá hluti sem sjálfsagt er að minna fólk á sem oftast. Guðmundur Jónsson er með þátt með ,,misléttri“ músik. Hvað skyldi það nú vera? 13.00 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp: Þjóðleik- húskórinn syngur. Danska út- varpshljómsveitin leikur Hei- ios-forleikinn op. 17 eftir G. Nielsen; Tuxen stjórnar.. Li- patti og hátíðarhljómsv. í Luzern leika píanókonsert nr. 21 eftir Mozart. Christ, Maj- kut, Berry, kammerkórinn og sinfóníusveitin í Vín flytja Litla frímúrarakantötu (K623) eftir Mozart. Gina Bachauer leikur á píanó valsa op. 39 eftir Brahms. 16.30 Síðdegisútvarp: Peter, Paul og Mary, Delta Rhythm Boys og hljómsv. Alfreds Hause sjá hlustendum fyrir söng og hljóðfæraleik. 17.00 Endurtekið tónlistarefni. 18.30 Harmonikulög. 20.00 Daglegt mál Svavar Sig- mundsson stud. mag. flyítur þáttinn. 20.05 Barn fiðlarans, sinfó'aískt ljóð eftir Leos Janacek., Fíl- harmoníusv. í Bmo leskur; Bakala stj. 20.15 Siðbótarmaðurinn Jlöhann Húss. Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur fly+ur ; erindi með tónlist. 20.40 Sónata nr. 3 fyrirffiðlu og píanó op. 12 nr. 3 e0ár Beet- hoven. Horini og 'Firkusny leika. 21.00 Þriðjudagsleikritið Herr- ans hjörð eftir Gunnar M. Magnúss. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. TíundS þáttur og hinn siðasti: Ljóa á skari. 21.35 Hjálmai-smirming Ævar R. Kvaran le9 ljóð ort um Bóluhjálmar látinn, svo og nokkur kvæði eftir Hjálmar, er samin hafa/ verið lög við. Karlakórinn Fóstbræður og Kristinn Haillsson syngja. Kjartan Hjálmarsson kveður stemmu, sem kennd er við Bólu-Hjálmar. 22.10 Kvöldsagan: Vomætur. 22.30 Syngdu meðan sólin skín. Guðm. Jónsson stjómar þælti með misléttri músik. 23.15 Dagskrárlok. • Ræningjarnir tveir • Peron fyrrverandi forseti Argentínu hélt eitt sinn boð inni. Við það tækifæri klæddist kona hans Eva mjög flegnum kjól og um hálsinn hafði hún gullfesti, sem í hékk kross settur gim- steinum og perlum. Prestur nokkur, sem stóð henni á vinstri hönd horfði á barm hennar með mikilli athygli. — Eruð þér að dást að krossinum mínum, æruverðugi faðir? spurði forsetafrúin. — Nei, frekar að hinum tveim ræningjum, svaraði hann djarfi pres'tur. „Ilja Grígorév. Erenbúrg, stúdent1’. Verst að ég skyldi ekki sjá þessa skýrslu fyrr en eftir hálfa öld: þá hefði ég !ík- lega orðið stoltur af því að hann hélt mig vera stúdent. Mér hefur reynzt erfitt að rifja upp ýmis smáatriði frá dvöl minni í Poltava; en sem oftar komu skjalasöfn lög- reglunnar til hjálpar: „Afrit af bréfi frá Ilju Grígorévítsj Er- enbúrg, nú undir eftirliti í Pcltövu. Bréfið fengið frá erindrekum vorum. Dagsett 20. september 1908 til Símu £ Kíef. — „Heiðraði félagi. Sendi nokkrar upplýsingar um félagana í Poltövu. Hér eru tveir—þrír leshringir, engir starfskraftar. Ástandið yfirleitt sorglegt. Það er að minnsta kosti hlægilegt að tala um ráðstefnu við slík skilyrði. Ég sem „bolséviki" fékk lengi vel ekki að vera með, já og núna sit ég á‘ fundum sem „undan- tekning". Gott væri ef þið senduð nokkra tugi af „öreiga Suðurlandsins" ásamt nýjum fréttum af ykkar högum“. Ég man ekki lengur hver Síma var, en ég minnist þess, að í Poltava var mensévika- deild, og þar sem ég var bolsá- viki og þar að auki bráðungur og furðulega ósvífinn, þá skaut ég skelk í bringu einum in- dælum, veiklulegum mensévika með Tsjékhofskegg, sem hafði að orðtaki: „Þetta er sko ekki hægt, það er ómögulegt svona atlt í einu . . .“ Samt sem áð- ur tókst mér að ná sambandi við þrjá bolsévika, sem unnu á járnbrautarverkstæði, og skrifa tvö flugrit. Ég átti að koma á lögreglu- stöðina einu sinni í viku, en „eftirlitið“ lét sér það ekki nægja, öðru hvoru heilsaði lögreglan upp á mig, vakti mig fyrir allar aldir, barði á glugga á næturnar. Þegar ég einhverju sinni kom heim sá ég lögregluþjón með hettu á höfði sitja á rúmi mínu. „Þú ert á fartinni" sagði hann á- sakandi, tók af borðinu stíla- bók — glósur úr ,,Sögu heim- spekinnar“ eftir Kuno Fisoher, — batt snyrtilega um bækur mínar með snæri og hafði á brott með sér. Brave skraddari' bað mig snöktandi að fara úr herberg- inu: lögreglan hafði sagt hon- um, að hann myndi verða fyrir miklum óþægindum ef hann segði mér ekki upp. Aft- ur hófst hin niðurlægjandi leit að húsnæði. Eftir þrjá eða fjóra daga fann ég þægilegt herbergi, og húsráðandi svar- aði aðvörun minni hlæjandi: „Ég er sjá'lfur undir eftir- liti“. . . Hann hafði samúð með þjóðbyltingarmönnum, og á næturnar deildum við um hlutverk einstaklingsins í sög- unni; stundum rufu lögreglu- heimsóknir samræður okkar. Frændi minn bauð mér að hlusta á málaferli fyrir hér- aðsdómi; hann skyldi verja einhvern mannaumingja, sem var ákærður fyrir þjófnað. Ég tók að venja komur mínar í dómshúsið, mér fannst mála- ferli miklu fróðlegri en skáld- sögur. Ég vissi að líf fólksins var erfitt, mundi bragga Kha- movníki verksmiðjurnar, hafði séð gististaði fyrir fá- tæklinga, næturkrár, fyllirafta, grimma menn og fáfróða, fangelsi. En allt þetta var séð utanfrá, fyrir dómstólun- um Cpnuðust hinsvegar fyrir mér hjörtu mannanna. Af hverju drap þessi hægláta, hógværa bóndakona nágranna sinn á dýrslegan hátt? Af hverju skar þessi gamli maður á háls stjúpdóttur sína, sem hann lifði með? Af hverju trúði fólk þessum bólugrafna, forljóta kraftaverkamanni? Af hverju eru mennirnir fullir af fáfræði, fordómum, ofsa- fengnum og sjálfum þeim ó- skiljanlegum ástríðum? Áður vissi ég að til er „grunnur" og „yfirbygging", en í Poltava fór ég fyrst að hugsa um ljót- leika og um leið styrkleika „yfirbyggingarinnar”. Áður fannst mér að breyta mætti mönnunum á einum sólarhring, það þyrfti ekki annað en ör- eigarnir tækju valdið í sínar hendur. Þegar ég heyrði játn- ingar hinna ákærðu og frá- sagnir vitnanna, skildi ég að þetta er ekki svo einfalt. Ég fékk mér sögur Tsjékhofs á bókasafninu. Mér tókst ekki að dvelja nema mánuð í Poltövu. Lög- reglustjórinn kailaði mig fyrir sig og sagði, að ég yrði að yfirgefa borgina. „Hvert viljið þér halda?" Ég gaf það svar, sem mér kom fyrst í hug: „Til Smolensk“. Ég vissi ekki að ég myndi auka á vandræði yfirvaldanna í Smolensk. R. Ostrovskaja, sem starfar við skjalasafn Smolensk-borgar, sendi mér fyrir skömmu afrit af ýmsum skjölum. Það kemur á daginn, að Nésterof höfuðsmaður hefur tilkynnt starfsbróður sínum í Smolensk, Gromyko hershöfð- ingja, að „Ilja Grígorév. Eren- búrg, fyrrv. stúdent, hafi þann 10. nóv. samþykkt að kjósa sér Smolensk að dvalarstað, og hefur lögreglustjórinn f Poltava afhent honum leyfis- bréf þangað“. Nésterof höf- uðsmaður aðvarar jafnframt Gromyko hershöfðingja: „Með- an ofangreindur Erenbúrg dvaldi í Poltava, tókst honum að ná sambandi við flokks- deild Rússneska sósíaldemó- kratíska verkamannaflokksins á staðnum.“ Tuttugasta og fjórða nóvember gaf yfirmað- ur öryggislögreglunnar í Smo- lensk út skipun þess efnis, að honum verði án tafar tilkynnt koma mín til Smolensk. Það var lengi leitað að mér þar. Frá Poltava hélt ég til Kíef og var þar í viku í Ieyfisleysi. Ég þurfti að skipta um gisti- stað hverja nótt. Eitt kvöld barði ég lengi að dyrum fbúð- ar, sem mér hafði verið vísað á, en árangurslaust. Má' vera að ég hafi ekki skrifað rétt heimilisfangið. Ég þrammaði eftir Bíbíkofbúlevarðinum. Það var kalt, blautar snjóflygsur féllu til jarðar. Á móti mér kom ung stúlka á sumarskóm. „Ertu með?, kal'laði hún til mín. Ég afþakkaði. Klukku- stund síðar hittumst við aftur; hún skildi, að mig vantaði gististað, fylgdi mér til her- bergis síns, — „hér hlýnar þér, sagði hún og gaf mér sígar- ettupakka (ég reykti ekki, en neitaði aldrei sígarettu), en sjálf, fór hún út á götu að leita að viðskiptavini. (Meðal gleðikvenna eru marg- ar konur, sem ekki hafa týnt niður góðu hjartalagi. Þetta skildi ftalski kvikmyndastjór- inn Fellini, þegar hann vann að „Notti di Cabiria". Ég hef séð síðustu mynd hans „Hið ljúfa líf“, einstaklega miskunn- arlaus kvikmynd, hið hlýlega, mannlega í henni er það, þegar rómversk gleðikona af góð- vild sinni skýtur skjólshúsi yf- ir ríka, hrjáða elskendur.) Sömu erfiðleikar biðu mín í Moskvu. Ég gat ekki farið heim, og vissi ekki hvar ég gæti höfði haliað. Ég neyddist til að leita uppi kunningja sem ekki voru tengdir neðanjarðar- hre.yfingunni, hina svonefndu ,.fylgifiska“. Einn skólabróð- ir minn varð firnalega skelk- aður þegar hann sá mig, sagð- ist vera að gangast undir stúd- entsþróf, sagði ég rnætti ekki eyðileggja alla framtíð hans, 1 l i á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.