Þjóðviljinn - 13.08.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.08.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. ágúst 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Átök við ána Jórdan í gær rEL AVIV 12/8 — Til átaka kom í dag á landamærum Sýrlands og Israel, nánar til tekið við ána Jórdan. Báðir aðilar hafa kært þennan at- burð fyrir hinni alþjóðlegu vopnahlésnefnd og kenna báð- ir að vanda hinum um upp- tökin. Ekki hafa fréttir borizt af manntjóni í átökunum. Segja sig af þingi SEOUL 12/8 — Allir þing- menn stjórnarandstöðuflokks- ins í Suður-Kóreu, 61 að tölu, lýstu því yfir við forseta (tjóéþingsins í dag, að þeir telji sig ekki lengur meðlimi þingsins. Er þetta gert í mót- mælaskyni við þá ákvörðun þingsins að staðfesta samning, sem gerður hefur verið með Japan og Suður-Kóreu um ýmis samskipti, en sá samn- ingnr hefur vakið miklar deilur í landinu. j Höll föl fyrír ■ fimmtíu aura! ■ ■ ■ j STOKKHÓLMI 12/8 — Sænsk ■ höll er nú til sölu fyrir 50 ; aura sænska, en enginn finnst ; kaupandinn. Vmsir hafa skoð- : að höllina en hætt við kaup- ; in. Höllin er að vísu gömul og : hin fegursta, en í svo mikilli ■ niðurníðslu. að miljónamær- » ing þarf til að koma henni : aftur í íbúðarhæft horf os- : hagsnekingar telja að ódvrara j myndi að reisa nýja höll en ■ að gera við þá gömlu. ■ ■ ■ ■ ■ ■ « Eínum þ^nt og öðrum kennt ..4... .i’ . ■ - j BERN 12/8 — Svissneska « stjórnin benti í gær löndum ; sínum á þá staðreynd, að þcir j neyti of mikils áfengis, og j hefur verð á áfengum : drykkjum verði hækkað áf ; mun. Stjórnin bendir i þessu j sambandi á að hún geri með j þessum aðgerðum aðein ■ skyldu sína: I stjórnarskrá | landsins, sem er frá árirn : 1874, segir, að áfengislöggiöf S iandsins skuli beinast að bv ■ > að minnka áfengisneyzluna. ■ B ' » ■ NeJtuðii þó^u- ■ setninfirunni ■ ■ ; LIMA 12/8 — 50 manns hafa j nú látizt í mislingafaraldri • námubænum Puica, sem e i suður af Lima, höfuðborg : Perú. í fréttum scgir cnnfrem j ur, að íbúar námubæjarin j hafi neitað að láta bólusetja : sig gegn faraldrinum. ■ ■ ■ Rekinn úr landi ■ ■ j LONDON 12/8 — Ensk stjóm ! arvöld hafa farið þess á lei j við ungverska sendiráðið • London, að starfsmaður sendi ■ ráðsins, Geza Rybka að oafn ; verði kvaddur heim. Segj ; ensk yfirvöld, að maður þess j hafi lagt stund á starfscm | scm ósæmileg sé stöðu han i sem sendiráðsstarfsmanns j Nánari upplýsingar voru eng • ar gefnar um þetta mál. Bandarísk flugvél skotin niður í gær yfir N-Víetnam með eldflaug SAIGON 12/8 — Bandarísk flugvél af gerðinni „Skyhawk“ var í dag skotin niður yfir Norður- Vietnam af sovézkri eldflaug. Frá þessu var opin- berlega skýrt í Saigon í dag. Er þetta í annað sinn sem bandarísk flugvél er skotin.niður yfir Norð- ur-Vietnam með sovézkri eldflaug, þann 24. júlí var bandarísk flugvél skotin niður á sama hátt. Það er haft eftir áreiðanlegum heimildum í Saigon, að önnur flugvél hafi orðið fyrir flug- skeyti, en hafi tekizt að kom- azt aftur til flugvélamóðurskips- ins „Midway“, þrátt fyrir benz- ínleka. Umsát rofin Herliði Bandaríkjamanna og Saigonstjómarinnar tókst j dag að rjúfa umsátrið um bæinn Duc Co, sem er aðeins ll km frá landamærum Kambodja. Harðir bardagar höfðu áður Járnbrautarslys í V-Þýzkalandi geisað þar um slóðir, bærinn sjálfur hefur verið í umsáturs- ástandi um hálfs mánaðar skeið að minnsta kosti, og til harðra átaka kom með skæruliðum og hermönnum Bandaríkjamanna og Saigonstjórnarinnar. Ekkert er enn vitað með vissu um mannfall í þessum átökum, en talsmenn Bandaríkjahers segja, að þetta sé hin harðasta viður- eign, sem enn hafi átt sér stað í Vietnam, Varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Robert McNamara, lét svo um mælt ; dag, að skæru- liðar Vietkong hefðu misst 7.500 manns í bardögum í Suður-Vi- etnam í maí, júní og júlí. Á sama tíma hefði stjórnarherinn misst ca. 3.090 menn og Banda- ríkjamenn 130. Ráðherrann sagði að þetta aukna mannfall Viet- kong vær; vegna aukinna banda- rískra flugárása og aukins her- liðs Bandaríkjamanna í landinu. Herlið Saigonstjómarinnar kveðst hafa tekið fanga í bar- dögum við Duc Co og segi sá FRANKFURT 12/8 — Aðminnsta kosti fjórir menn létu lífið og þrír meiddust alvarlega, er hrað- lestin ,,Helvetia“, sem gengur milli Hamborgar og Basel. fór af sporinu eftir að hafa rekizt á flutningalest við Lampertheim, 12 km norður af Manheim í Vestui-- Þýzkalandi. Hraðlestin ók á fullri ferð inn í flutningalestina, sem þeytt- ist af sporinu ásamt hinum sjö vögnum hraðlestarinnar. A!lt bendir til þess, að orsök áreksl- ursins sé sú, að starfslið ]árn- brautarstöðvarinnar hafi gleymt að tryggja það, að brautin væri auð fyrir hraðlestina, sem ^kki átti að hafa viðko:mu á stöðinni Brunalið og sjúkravagnar komu þegar á vettvang og um fimmtán manns voru dregnir meiddir ur brakinu af járnbrautarvögnun- um. Það forðaði frekara mann- tjóni, að venju fremur fátt. far- þega var með hraðlestinni að þessu sinni. Sigla senn & mánann! MOSKVU 12/8 — Sovézki geirn- farinn Gagarín skýrði svo £rá í Moskvu í gær, að sovézkir vís- indamenn muni innan skamms reyna að senda émannað geimíar til mánans en síðar verði sent geimfar með geimfara innan- borðs. Það var í útvarpsdagSKrá. sem Gagarín skýrði frá þessum fyrirætlunum. að hann sé úr herliði Norður- Vietnamshers. Bandaríkjamenn í Saigon og leppar Saigonstjórn- arinnar hafa það eftir fanga þessum að hann sá úr 365. her- deild Norður-Vietnams. Þá halda þessir sömu aðilar því fram að herlið Norður-Vietnams haldi sig á þessum slóðum, en þó fylg- ir fréttunum, að engar áreiðan- legar sannanir hafi fengizt fyrir því, að rétt sé frá skýrt um þessi efni. Óeirðir í Los Angeles í gær LOS ANGELES 12/8 — Tiu iög- regluþjónar og allmargir þlökku- menn meiddust. er til mikilla óeirða kom í blökkumannahverfi einu í Los Angeles aðfaranótt fimmtudags. 15 blökkumenn voru handteknir, að því er skýrt var frá í dag. Um 1.500 blökkumenn munu hafa tekið þátt í óeirðunutn, sem hófust, er rúmlega tvítugur ökumaður. þeldökkur. var stöðv- aður af lögreglunni og handtek- inn, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Blökku- maðurinn sleit sig lausan og ráð- ist á lögregluþjónana, og þarmeð með hófust óeirðirnar, sem stóðu nokkrar klukkustundir Ríkisstyrkur til blaðanna: jr Akvöðunin tekin í náinni framtíð Enn krafizt rannsóknar á STOKKHÓLMI 12/8 — Sænska stjórnin mun í náinni framtíð taka afstöðu til hinnar umdeildu tillögu um ríkisstyrk til dag- blaða. Tage Erlander, forsætis- ráðherra hefur hvatt helztu leið- toga sósíaldemókrata og verka- lýðshreyfingarinnar til fundar og verður tillagan þar rædd og svo það, hvað yfirleitt sé unnt að gera til þess að minnka tap- ifí á blaðaútgáfu sænskra sósí- aldemókrata. Upprunalega tillagan var á þá leið, að 25 miljónum sænskra króna verði varið í ríkisstyrk til dagblaða og er svo ráð fyrir gert, að það verði stjómmála- flokkarnir, sem það fé fá; til umráða í hlutfalli við atkvæða- tölu sína. Þetta hefði ; för með sér, að Sósíaldemókratar fengju 12 miljónir, Þjóðarflokkurinn 4,4, Hægriflokkurinn 3,9, Mið- flokkurinn 3,4 oig Kommúnista- flokkurinn 1,3. Flestir þeir að- ilar og stofnanir, sem fengu þessa tillögu til umsagnar, lýstu sig andvíga henni, að minnsta kosti í þessu formi, en einkum eru það þó borgaraleg blöð, sem hart hafa barizt gegn þess- um fyrirhugaða ríkisstyrk. Hinn svonefndi blaðadauði hefur mjög látið til sín taka í Svíþjóð og fjölmörg dagblöð eru rekin með tapi, þannig mun t.d. „Stockholms-tidningen", blað sósíaldemókrata, vera rekið með um 15 milj. króna halla árlega. angeisismaium Fangelsisyfirvöld sökuð um grimmdarverk og dómsmálaráðherrann er borinn þungum sökum JÓHANNESARBORG 12/8 — Blaðið „Rand Daily Mail" í Jó- hannesarborg, sem nýlega skýrði frá grimmdarverkum og pynd- ingum í fangelsum Suður-Afríku, krafðist þess enu í dag, að rann- sókn verði látin fram fara í þessum málum öllum. Jafnframt þessu gerir blaðið harða hríð að dómsmálaráðherra landsins, Balthazar Vorster, en hann hef- ur neitað að skipa rannsóknar- nefnd, til þess að rannsaka sak- argiftir blaðsins. Blaðið heldur þvi ennfremur fram, að dómsmálaráðherrann vonist til þess að fá gálgafrest með hótunum um málsókn á hendur blaðstjórninni. Að dómi blaðsins er það siðferðileg skvlda stjórnarvaldanna að skipa áre'ið- anlega nefnd til þess að rann- saka ástandið i fangelsum lands- ins. Dómsmálaráðherrann hefur neitað því á þeim forsendum, að þessi mál verði tekin til ræki- legrar yfirvegunar, þegar til dóms komi meiðyrðamál, sem hann kveðst munu höfða gegn „Rand Daily Mail“. — Annað blað í Suður-Afríku, „Natal Witness", hefur lýst yfir stuðn- ingi við „Daily Mail“ í þessu máli og segir, að það eigi eftir FríBarverBlauna- hafar hvetja til sátta / Vietnam SANTA BARBARA 12/8 — Átta mcnn, sem hlotið hafa frið. arverðlaun Nóbels, hafa beint þeirri áskorun til deiluaðila í Vietnam, að þeir leiti þegar eft- ir vopnahléj og lausn, sem enda geti bundið á stríðið í landinu. Þessi áskorun var birt í Santa Barbara í Kalifomíu á fimmtu- dag og var það bandarískí vís- indamaðurinn Linus Pauling, sem það gerði. Pauling hefur samið áskqrunina í samvinnu við Englendin’ginn Philip Noel-Bak- er og belgíska prestinn pater George Pire Af núlifandi frið- arverðlaunahöfum hafa allir rit- að undir áskorunina nema tveir, Lester Pearson, forsætisráðherra Kanada, og bandaríski blökku- maðurinn Ralph Bunch, sem er varaframkvæmdastjóri SÞ. Seg- ir Pauling, að þeir hafi ekki stöðu sinnar vegna talið sig geta undirritað áskoranir sem þessar. að koma í ljós, að það hafi verið miður skynsamlegt af Vorster að skipa ekki rannsóknarnefnd. þeg- ar er ,,Rand Daily Mail“ bar fram sakargiftir sínar. Tsjombe er enn í aðstoðarleit BRUSSEL 12/8 — Moise Tsjombe, forsætisráðherra Kongó, er um þessar mundir staddur í Brussel og átti í dag viðræður við Paul- Henri Spaak, utanríkisráðherra Belgíu. Ekkert hefur verið skýrt frá þvi opinberlega, hvað þeim hafi fanð á milli, en haft er eft-' ir góðum heimildum, að hemað- ar- og tækniaðstoð Belga við stjórn Tsjombes hafi verið til umræðu. * BILLINN Bent an Iceear Sími 1 8 8 3 3 gj* vinsœlasfir ikorlgripir jóhannes skólavörðustíg 7 v 1 » 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.