Þjóðviljinn - 13.08.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.08.1965, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÓÐVIIvJINN — Föstadagur ÍS. ágóst 1965 kastalinn EFTIR HARRY HERVEY maker. tók herbergi á leigu, sem sneri út á Rittenhouse torg og lét ínnrita mig í málaraskóla. Ég gat ekki einn staðið undir herbergisleigunni og þvi varð ég að reyna að finna einhvem sem gæti búið með mér. Þan.nig kynntist ég Eric Hann var í sama málaraskólanum — og hann var að leita sér að her- bergi. Dag nokkurn að lokinni kennslu, fór ég með hann neim á Rittenhouse torg og sýndi honum herbergið. Um leið og hann kom inn í herbergið. brosti hann og sagði: Þetta lízt mér á. Þið — Gauguin. Césanne og van Hárgreiðslan Hárgrelðslu og snyrtistoía Steimi og Dódó Daugavegi 18 III hæð Clyftal SÍMI: 24-6-16 P E R M A HárgTeiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI: 33-9-68 D O M U R Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin — Simi 14-6-62 Hárgreiðslustofa Austurbæjar Mana Guðmundsdóttii Laugavegi 13 sími 14-6-58 PTuddstofan er á sama stað Gogh! — þið hljótið líka að hafa átt vin einhvem tíma, svo að þið skiljið hve dásamlegt það var að koma heim á kvöldin í herbergi sem ekki var tómt. 1 fyrsta sinn á ævinni átti ég nú vin! Ég málaði af lifi og sál og hafði vel uppúr tíbezku mótívun- 54 um mínum, sem fólk var að byrja að kaupa. Aðeins eitt skyggði á gleðina yfir samvistum okkar: Eric þótti gott að drekka en mér ekki. Ég man einkum eftir einni nótt .... hann kom mjög seint heim og slagaði og hrasaði meðan hann var að klæða sig úr. Allt í einu tók hann eftir vanþóknunar- augnaráði mínu. Hann brosti .. .. tómu, afsakandi brosi. Þú veizt vel. sagði hann, að ég vildi óska að þú gætir drukkið. Við erum svo góðir vinir. en það er eitt sem við getum ekki átt, sameiginlegt — við getum ekki drukkið okkur fulla saman. Þá skildi ég þetta ekki. Nú geri ég það, Eric. en nú er það of se'nt. Fyrirgefðu mér, Eric, að ég vildi ekki drekka með þér. Og fyrir- gefðu mér allt hitt. Það sem gerðist var mér að kenna. Einu sinni kenndi ég Altheu um. En nú skil ég að ég var aðeins að reyna að blekkja sjálfan mig. Þú elskaðir Altheu og guð veit, að það var ekkert syndsamtegt, en ég var afbrýðisamur og vi'di ekki missa þig. Manstu eftir síðdeginu í bóka- verzluninni í Camac stræti? Það var rigning og kuldi. Ég hafði staðið og horft útum regnvota rúðuna og á blautt og ömurlegt strætið, og þegar ég sneri mér við sá ég að þú stóðst og varst að tala við Altheu. Um leið vissi ég að þú elskaðir hana. Það var ekki tilgangur minn að verða ó- notalegur við þig með því að haga mér eins og úrillur þurs. En eitthvað af hugarfari Jakobs frænda hefur leynzt í mér. 1 fyrsta skipti á ævinni varð ég eins og þeir heilögu — dóm- harður, skinhelgur og sérgóður. Og ég varð kærulaus og yfir- borðslegur um verk mitt. Manstu hvað ég hafði verið bjartsýnn og vongóður um styrkinn? Nú stóð mér á sama hvort ég fengi hann eða ekki. Ég veit ekki hvers vegna ég fór með lestini til New York laugardaginn sem þú fórsr í veizlu heim til Altheu. En ég gat ekki þolað að vera einn í herberginu — ég varð að komast burt. Sunnudagskvöldið, þegar ég kom heim og þú varst svo al- sæll eftir allt það sem þú hafðir upplifað með Altheu, hljóp fjandinn í mig. Þú getur reitt þig á að ég hef líka skemmt mér, sagði ég. Ég var alla helgina í New York með mellu. Þú leizt undrandi á mig: Já, en þú hef- ur sagt mér — Já, að vísu, ég hef ekki reynt það fyrr. Og svo lýsti ég þessari ímynduðu vem — háralit hennar og ástríðuofSa. Ef þú ferð nokkum tíma til New York, sagði ég hranalega, þá skal ég gefa þér heimilisfangið henn- ar. Þú hélzt áfram að stara á mig meðan þú varst að hátca og þú steingleymdir að setja vatnsglasið hjá rúminu þínu. Alla næstu viku var eins og ég væri í herbergi með ókunnug- um manni. Á laugardagsnóttina! kom þessi ókunnugi maður ekki j heim og lét ekki sjá sig fyrr en á sunnudagsnótt. Þegar hann kom inn í herbergið, slagaði hann. Þú ert drukkinn, Eric, sagði ég ásakandi. Já, víst er ég fullur, tautaði hann móðgaður, en þó með sigursvip starandi, sljólegum augunum. Víst er ég bað. Ég hef búið alla helgina hjá albeztu hóru sem til er Ég þori að veðja að hún er betri en glókollan þín í New York. Rvo varð fölt andlit hans nábleikt og hann reikaði fram í baðherbergið og kastaði upp. Meðan ég lá í rúminu mínu og heyrði til hans, fylltist ég aftur hlýju og vináttu til hans, því að ég vissi að hann hafði sagt satt. Óþverra skepnan þín, sagði ég við sjálfan mig- þú hefur saurgað hreinleika Er- ic með þessum viðbjóðslegu lyga- sögum þínum. Andstyggðar úr- þvætti ertu! Og ég sneri andíit- inu til veggjar, þögull og niður- dreginn. Tvær vikur, þrjár vikur, fiór- ar vikur — ég veit ekki hve langur tíminn. var, því að þeg- ar tvær vofur reika um her- bergi, verður tíminn jafn óljós og þaer sjálfar. Ég man ekkert sérstakt fyrr en morguninn, þeg- ar Eric kom heim náfölur og sagði: Ég lét gera á mér Wasser- mann-prófun um daginn. Ég var að fá að vita útkomuna. Án þess að segja fleira og án þess að líta á mig, fór hann inn i baðherbergið og lokaði á eftir sér. Ég hélt hann ætlaði að kasta upp. En svo heyrði ég skot- hvell. Ég æddi þangað inn og kom að honum þar sem hann lá í baðkerinu — eins og f stein- kistu. Það var eins og ég dæi sjálfur, þegar ég stóð þarna og starði á vin minn. Eins og svefngengill reikaði ég fram í anddyrið til að hringja á lögregluna. Þar sá ég hvítt umslag við dymar. Ósjálf- rátt tók ég upp umslagið og reif það upp á leiðinni f símann. Efst á blaðinu var nafnið á sjóð- stjórninni. 1 bréfinu stóð að mér hefði verið veittur styrkur...... Eigen Ruric var ekki lengur með kreppta hnefa — hann var magnlaus, andlega sem líkam- lega. örmagna og sárþjáður stóð hann í myrkrinu og starði út á hafið. Af hverju fleygi ég ekki þess- um þjáða og gagnslausa líka í svartar öldumar, að ég megí öðiast gleymsku? hugsaði hann. Nei, Eigen Ruric, þú færð enga lausn — ekki enn. Refsing þín er minningin um glæp þinn. Dauðinn væri velkominn, ef þú vissir aðeins að þú hrapaðir ekki niður f algert tóm, heldur hittir vin og gætir samið frið við hann. En um það veiztu ekki neitt. Og 4595 — Stálstrengur ei dreginn upp með kaðlinum, og með þvi að festa honum f lykkju, geta hir.ir slösuðu fikrað sig upp, Juan með hjálp Rudys. Þögul horfa þau Þórður og Rudy hvort á annað. Þeim er færður matur og drykkur, og sfðan segja Rudy og ungu hjónin frá ráða- bruggi bræðranna. Þeir eru glæpamenn verstu tegundar. Þeir ætluðu að ryðja systui- inni og máginum í burtu til að komast yfir arfinn og þar með demantana. Hneykslun Þórðar er takmarkalaus. Hann hafði eiun- ig lesið þennan ,,samning“. Og hann mun þegar í stað kæra. Létt rennur CEREBOS salt SKOTTA Vantar yður tæknilegan ráðunaut? mm VEIÐILEYFI I MIKLAVATNI í FLJÓTUM Miklavatn er. fyrir landi Hrauna í Fljótum. Sjó- birtingur, lax og silungur. Veitt bæði- í sjó og I vatninu. Ágætis veiði. Verð leyfis kr. 100.00. Gisting möguleg bæði á Siglufirði og á Hólum í Hjaltadal. 35 km. að Hólum og 28 km á Siglu- fjörð. Ágætis 3 daga ferð í fallegu umhverfi. Berjaland ágætt í nágrenninu. Veiðileyfi' seld hjá okkur. Reynið viðskiptin. i! LAN DSÖN^ ferðaskrifstofa Skólavörðustíg 16, II. hæð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK lur rlaslmo Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og sóf þorf aldrei að móla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.