Þjóðviljinn - 14.08.1965, Page 1
Sjö flutningaskip flytja bræðslusíld
Slldarflutningar ganga
víðast hvar mjðg vel
□ Síldarflutningar til verksmiðja sem fjarri eru
miðunum hafa nú verið reyndir í stórum stíl í
fyrsta skipti á þessari sumarvertíð. Eftir þeim upp-
lýsingum sem Þjóðviljanum hafa borizt hafa þess-
ir flutningar yfirleitt gengið vel og eru menn bjart-
sýnir á framtíð þeirra þegar komið er yfir byrjun-
arerfiðleika. Nú eru í notkun sjö slík flutningaskip
flest þeirra erlend leiguskip, auk Þorsteins þorska-
bíts, sem ætlað er að flytja fersksíld til söltunar-
stöðva.
sem áður var olíuskipið Þyrill
var að losa í Bolungarvík í gær.
Þar vestra er síldin vigtuð en
ekki talin í málum og var Dag-
stjaman með um 700 tonn en
hafði losað rúm 200 tonn á ísa-
firði í sömu ferð. Þetta mun
svara til að skipið hafi verið
með um 6700 mál í allt, og er
þetta þriðja ferðin sem það kein-
ur með svipið magn.
Dagstjarnan er eign verksmiðj-
anna . í Bolungarvík og ísafirði.
Vaktformaðurinn í verksmiðj-
unni. í Bolungarvík , sagði Þjóð-
viljanum að síldinni væri bæði
dælt -í skipið og úr því. HeCði
tekið tvo tíma að landa úr skíp-
inu, . en þetta væri 'allt á til-
raunastigi og gæti löndun vafa-
laust verið lokið á mun skemmri
tíma. Síðan flutningar hóEust
hefur verið brætt £ verksmiðj-
unni dag og nótt og er þe'.ta
fjórða vikan.
Nokkrar verksmiðjur við Faxa-
flóa hafa slegið saman um leigu
á tveim flutningaskipum Ruby
Star og Laura Terkhol. Þetta eru
verksmiðjurnar í Hafnarfirði,
Keflavík, Sandgerði, Njarðvík og
Akranesi. Ruby Star yar í gær
að losa 4000 mál í Keflavík, en
Laura Terkhol var að landa um
Framhald á 3. síðu.
Hér sér einhver j
Ijósu sína
Norræna ljósmæðramót- {
ið var sett í kennslustjfu ■
Lardspítalans í gærmorgun ■
og flutti Jóhann Hannesson :
prófessor þar meðal annars :
bæn I upphafi og dr. Sig- |
urður Sigurðsson, land- ■
læknir, flutti þar einnig á- ■
varp. Hér. á myndinni sjást :
bæði innlendir og erlendir ■
fulltrúar við setningu móts- ■
ins og sér þarna kannski I
einhver Ijósu sína. Nánari :
GuIIa heitir flutningaskip sem
síldarverksmiðjan Rauðka hefur
á leigu frá Noregi. Það er 700
tonn og getur borið um 5000
mál. Gulla hefur þrívegis komið
með fullfermi til Siglufjarðar og
fór þaðan í fyrrinótt austur á
miðin og bíður þess að fá þar i
sig síld. Verksmiðjan hefur brætt
um 50 þús. mál en þrær eru nú
allar tómar.
Gústaf Nílsson hjá Rauð.ku
sagði Þjóðviljanum í gær að
mjög vel hefði gengið að lesta
skipið og losa úr' því, og bjóst
hann við að leigutími yrði fram-
lengdur þegar hann rennur út í
lok ágúst,
Flutningaskipið Dagstjarnan
Sólundar hann fénu í Khöfn?
Fjardrattarmal hjá
Reykjavíku rborg
Þjóðviljínn fregnaði í gærdag,
að upp hefði komizt um fjár-
dráttarmál hjá Reykjavíkurborg
— það er á skrifstofu gatna- og
holræsadeildar og munu mála-
vextir vera þessar.
Um nokkurt árabil hefur skrif-
stofumaður þar haft það verk-
efni að mæla út gangstéttir tyrir
framan hús borgarbúa og sem.ja
við húseigendur um svokallaö
gangstéttargjald — þau eru s'ðan
innheimt af öðrum aðilum hjá
borginnj.
Þegar þessi skrifstofumaður fór
i sumarleyfi í júlímánuði — þá
tók við starfi hans annar skrif-
stofuinaður í deildinni og átti
hann að halda áfram starfi bans
á mcðan.
Sá síðarnefndi mun hafa farið
út fyrir verksvið sitt og tók c>nn-
ig að heimta inn gangstéttar-
gjöldin og mun hafa safnað i
sarpinn um óákveðinn tíma —
hinsvegar liggur ekki á Ijósu,
hvernig maðurinn hefur dugaö
í þessu sjálfgefna innheimtu-
starfi.
Undir lok júlímánaðar hverfur
hann hinsvcgar úr starfi og hef-
ur nú komið í Ijós, að Iianii
stökk úr landi og hefur þessa
daga vcrið að sólunda fénu í
Kaupmannahöfn.
Skrifstofumaðurinn, sem fyrr
Lögreglustjóri neitar að rannsaka Fríhafnarmálið
KALEIKUR VERÐI
MER TEKINN
■ Fríhafnarmálið nýja, sem svo
er kallað, hefur nú snúizt upp í
togstreitu embættismanna um
hver eigi að taka á sig þann vanda
að leiða í ljós sannleikann um
meinta rýrnun áfengisbirgða í
Fríhöfninni á Keflavíkurflug-
velli.
■ Embættismaður sá sem stendur þessu
næst, Björn Ingvarsson lögreglustjóri
á Keflavíkurflugvelli, vill víkjast und-
an þessum vanda og biður þess að sá
kaleikur verði frá honum tekinn. Þjóð-
viljinn hefur reynt að afla sér upplýs-
inga um hvaða ástæður lögreglustjóri
hefur fært fram fyrir því að hann geti
ekki tekið málið að sér, en hvorki hann
sjálfur né aðrir em^ættismenn sem
málið hefur þvælzt á milli vildu nokk-
uð um það segja að svo stöddu. En
Þjóðviljinn vill hér á eftir rekja gang
þessa kynlega máls svo langt sem það
er komið-
Upphaf þessa máls er það að eftir
birgðatalningu í fyrirtækinu óskaði rík-
isendurskoðandi eftir rannsókn vegna
óeðlilegrar rýrnunar á áfengisbirgðum.
Ríkisendurskoðandi sendi þessa ósk
sína til saksóknara ríkisins, — að at-
hugun hans lokinni taldi hann ástæðu
til að málsrannsókn færi fram og fel-
ur lögreglustjóranum á Keflavíkurflug-
velli að anast hana. Lögreglustjóri ósk-
ar eftir því við varnarmáladeild utan-
ríkisráðuneytisins að setudómari verði
skipaður, en ráðuneytið telur lögreglu-
stjóra ekki hafa fært fram fullnægj-
andi ástæður til að víkjast undan mál-
inu og sendi það aftur til lögreglu-
stjóra. í gær kvað svo lögreglustjóri
upp úrskurð um að hann dæmi sig
frá málinu eins og það mun orðað
á lagamáli. Þessi úrskurður er svo
sendur saksóknara ríkisins til athug-
unar, þar við situr nú og er málið þá
komið hringinn, hvert svo sem fram-
haldið verður.
I
!
Nefnd kjörin í sérsamninga
stjórnenda ^ungavinnuvéla
Um 100 manns voru á fund-
inum og ríkti einhugur um
kröfur þær, sem gera þyrfti.
Kosin var 15 manna nefnd, sem
síðan kýs fjögurra manna und-
imefnd til að vinna að samn-
ingunum.
Mikilsverðir samningar
Sem kunnugt er hefur vinnu-
vélum stöðugt farið fjölgandi
með vaxandi tækni í þjóðfélag-
inu. Jafnframt verða vélamar
stærri og afkastameiri. Þanmg
krefst það mikillar kunnáttu,
vandvirkni og árvekni að fara
með þessar vélar.
Af þessum orsökum er mik-
ils um vert að samningar stjórn-
enda þungavinnuvéla séu vel
úr garði gerðir og öryggisútbún-
aður hinn traustasti. Þeir samn-
ingar, sem fyrir dyrum standa
munu fjalla um þetta. Ná þeir
til stjórnenda á ýtum, vélskófl-
um, heflum, steypublöndunar-
vélum, stórvirkum flutninga-
tækjiim og fjölmörgum öðrum
hliðstæðum tækjum, sem of
langt yrði upp að telja.
var ncfndur, hóf aftur störf eft-
ir verzlunarjnannahelgi og hefur
Iítið gert annað en leita mar,ns-
ins og mun hafa nú í fyrradag
haft spumjr af honum í Kaup-
mannahöfn.
Ckki er vitað um fjárupphæð
í þessu máli — Iiggur ekki enn-
þá á Ijósu, hvað marga húscig-
endur hann hefur haft samband
við.
Heyrzt hafa þó upphæðir eins
og eitt hundrað þúsund krónur
til tvö hundruð þúsund.
Þesar tölur eru þó engan veg-
inn staðfestar og þykir sumum
líklegt, að þessi upphæð sc
minni, því að reykvískir húseig-
cndur em fasthcldnir á fé siti.
Málinu mun hafa vcrið vísað
til lögreglunnar í gærdag, en ekki
hefur blaðinu tekizt að fá það
staðfest hjá viðkomandi aðilum.
Með notkun þessara stórvirku
tækja aukast afköstin vitanlega
til muna og því sanngirnismál
að stjórnendur þeirra fái auk-
inn hluta hagnaðarins í sinn
hlut. En fleira kemur til, sern
styður kröfur þessara manna um
þættan öryggisútbúnað. Til
dæmis er vinnutími á þeim oft
óhóflega langur, þeim er iðu-
lega beitt þar sem slysahætta
er mjög mikil, í f jallshlíðum, og
meðferð þeirra er afar vanda-
söm, þar sem þeim er beitt i
margmenni. — Að líkindum
verður hafizt handa við samn-
inga innan skamms en viðsemj-
andi verkamanna er Vinnuveit-
endasambandið.
Það hörmulega slys varð um
klukkan 17 í fyrradag þegar ver-
ið var að landa úr togaranum
Sléttbak á Akureyri að einn skip-
verja Jón Arngrímsson hrasaði
á þilfarinu og féll niður um lest-
arop og beið samstundis bana.
Jón var 55 ára og ókvæntur.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
| GÓÐ HUGMYND:
Bændur á Suðurlandi
styðji stéttarbræður
sína á Austurlandi
j Meðal nokkurra bænda á Suðurlandi hefur komið fram
{ sú hugmynd, að vert væri að styðja stéttarbræður á Aust-
■ urlandi nú, þegar kal og grasleysi hefur takmarkað fóður-
{ öflun að verulegu leyti þar eystra.
Einn í hópi þeirra hefur komizt svo að orði:
— Við hér á Suðurlandi höfum haft ágæta heyskapartið
og nóg gras. Það hefur komið sterkt í hug minn, að nú
ættu sunnlenzkir bændur að sýna þakklæti sitt í verki og
láta af mörkum gefins, segjum 5—10 hesta hver bóndi. Það
j væri vélbundið í hverri sveit og flutt til Þorlákshafnar og
ríkið sæi um flutninginn. Bændur á Austurlandi fengju það
{ frítt á höfn.
— Ég hef átt tal við nokkra um þetta og þeim fannst það
sjálfsagt, munaði engan, en gæti bjargað frá að fella eða
{ skerða bústofninn og yrði su.mlenzkum bændum til bless-
unar og sóma.
Við þessa frétt skal því bætt, að .ekki má telja ólíklegt að
; bændur í öðrum héruðum, svo sem í Kjósarsýslu, Borgar-
firði, Snæfellsnesi og Dölum og e.t.v. Norðurlandi, þar sem
| heyfengi>r er með ágætum, mundu sýna hug sinn í verki
• á líkan hátt og að ofan er á drepið.
■ í fyrrakvöld var haldinn fundur með stjórn-
endum vinnuvéla í Hlíf og Dagsbrún, þar sem
kosin var nefnd til að vera stjómum félaganna
til ráðuneytis við sérsamninga.
Frá Akureyri
Banaslys við
höfnina
f