Þjóðviljinn - 10.09.1965, Blaðsíða 1
Föstudagur 10. september 1965 — 30. árgangur — 203. tölublað.
Brauðbúðum lokað vegna verkfalls ASB?
■ Er blaðið hafði sam-
band við samningsaðila í
kjaradeilu ASB og bak-
arameistara seint í gær-
kvöld var samningafundi,
sem hófst kl. hálf níu enn
ekki lokið. Sem kunnugt
er átti verkfall að skella
á á miðnætti í nótt. Verði
ekki samið verða brauð-
búðir lokaðar í dag, nema
þar sem bakarameistarar
geta komið því við að af-
greiða sjálfir með skyldu-
liði sínu.
Yfirlýsing de Gaulle í París í gœr:
Frakkar munu segja skilið
við Atlanzbandalagið 69
PARÍS 9/9 — De Gaulle, Frakklandsforseti, hélt
blaðamannafund í dag og hafði hans að vanda
verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. fund-
inurn skýrði forsetinn frá því, að hann teldi
Frakka lausa við skuldbindingar sínar gagnvart
Nató árið 1969, en þá rennur út bandalagssátt-
málinn. — De Gaulle var að því spurður, hvort
hann myndi bjóða sig fram til forseta enn á ný,
en hann svaraði því einu til, að það fengju menn
að vita á næstu tveim mánuðum.
De Gaulle ræðir við blaðamenn
Það var síðdegis í dag, sem
þessi fréttamannafundur var
haldinn, og kom forsetinn víða
við. Þrátt fyrir það, að Frakkar
ætla sér að segja skilið við
Nato, kvað hann þá myndu
styðja bandalagið áfram og vera
í „bandalagi við Bandamenn"
eins og hann komst' að orði.
Suðaustur-Asía.
De Gaulle hvatti til þess, að
hætt væri allri erlendri íhlutun
í málefni Suðaustur-Asíu og
þau svæði, sem nú væri barizt
um, yrðu gerð að hlutlausum
svæðum undir eftirlitr. Frakkar
myndu gera sitt til þess að svo
mætti verða. Hann kvaðst harma
stríðið milli Indlands og Pakist-
an og óskaði Ú Þant góðs geng-
is í því að koma á vopnahléi —
sem þó væri að sjálfsögðu ekki
annað en bráðabirgðalausn.
Um Efnahagsbandaiag Evrópu
hafði forsetinn það að segja, að
kreppan inhan bandalagsins
væri þvi að kenna, að félagar
Frakka vildu ekki taka land-
búnaðarmál með inn í banda-
lagið; einnig væru vitleysur og
vafaatriði í Rómarsáttmálanum.
Það fylgir þessum fregnum, að
í Brussel, áðalstöðvum EBE, séu
menn sérlega vonsviknir yfir
ummælum forsetans um banda-
lagið. — Þá vék forsetinn að því,
að hann legði mikla áherzlu á
hina bættu sambúð Sovétríkj-
anna og Frakklands, svo og
sambúðina við önnur Austur-
Evrópuríki.
Keppinautur.
Eins og fyrr segir, neitaði de
Gaulle að svara því beint, hvort
hann hygðist bjóða sig aftur
Framhald á 3. síðu.
Skyndileg stefnubreyting í kísilgúrverksmiðjumálinu:
Samið við bandarískt einokunar-
fyrirtæki í stað þess hollenzka
Eins og fram kom i fréttatil-
kynningu íðnaðarmálaráðu-
neytisins sem birt var hér í
blaðinu í gær hefur nú verið
gert bráðabirgðasamkomulag
við bandaríska fyrirtækið
Johns-Manville um fyrirhug-
aða kísilgúriðju við Mývatn
og er ætlunjn að stofna tvö
hlutafélag framleiðenda og
sölufélag, með þátttöku þessa
bandaríska fyrirtækis til þess
að hrinda málinu í fram-
kvæmd.
■ Samningurinn við þetta
bandaríska fyrirtæki vek-
ur að vonum mikla at-
hygli þar sem í greinargerð
ríkisst'jómarinnar er fylgdi
frumvarpi að lögum um kís-
ilgúrverksmiðju við Mývatn,
er samþykkt var á Alþingi
vorið 1964 var sagt skýrum
stöfum að semja ætti við
.hollenzka fyrirtækið AIME
um stofnun og rekstur verk-
smiðjunnar og það beinlínis
tekið fram í athugasemdum
við 5. grein frumvarpsins að
Framhald á 3. siðu.
Síld, sem fíutt er
suður ekki skuttlögð
vegnu síldurleitur!
■ Þó að« síldarleitin fyrir
norðan ög austan veiti skip-
um sömu þjónustu hvort
sem afli þeirra fer á land
fyrir austan eða í Reykjavík,
er síld sú, sem fer í land
fyrir austan og norðan að-
eins skattlögð vegna síldar-
leitarinnar, en ekki þau mál,
sem flutt eru til Reykjavík-
ur.
Mjög alvárlegt ástand er nú
að skapast í síldarmálunum.
Mun nú heita útilokað að salt-
að verði í gerða samninga og
bræðslusíldarverksmiðjur hafa
staðið auðar eystra undanfarið.
Mun nú langt síðan síld hefur
komið bæði til Vopnafjarðar og
Raufarhafnar.
Sú síld, sem veiðzt hefur, hef-
ur verið flutt suður til Reykja-
víkur og til Bolungavíkur. Telja
Austfirðingar þetta ráðslag
furðulegt með tilliti til þess að
langstytzt er að flytja aflann
frá Jan Mayen til Raufarhafn-
ar og Vopnafjarðar. En það er
sitthvað fleira, sem komið hefur
a daginn við hina stöðugt vax-
andi síldarflutninga. Er blaðið
hafði samband við einn af
starfsmönnum .Síldarleitarinnar
a Dalatanga í gær hafði hann
eftirfarandi fréttir að segja:
— Nú munu um 100 þúsund
mál síldar hafa verið flutt af
miðunum eystra og nyrðra til
Reykjavíkur og talsvert hefur
verið flutt til Bolungarvíkur.
Kostnaður við síldarleitina er
greiddur að einum þriðja úr
Fiskveiðasjóði og tveir þriðju
Framhald á 3. 'síðu.
Áætlunarbifreið
út af veginum
XJm miðjan dag í gær varð það
óhapp að áætlunarbifreið frá
Siglufjarðarleið fór út af þjóð-
veginum í Miðfirði og valt þar
á hliðina. Bifreiðin var full af far-
þegum en svo lánsamlega tókst
tl að enginn þeirra varð fyrir
alvarlegum meiðslum.
•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■,•,«,
'■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■
Hneykslið í Skógaskóla ekkert einsdæmi
Máluð yfír veggmynd eftir
Cuðmund Thorsteinsson!
Skemmdarverkin í Skógaskóla, þar sem fyrir tveim-
ur árum var málað yfir listskreytingu sem Benedikt
Gunnarsson hafði gert þegar skólinn var nýr, er því
miður ekkert einsdæmi hér á landi. Fyrir tæpum
áratug var á Vífilsstöðum málað þegjandi og hljóða-
laust yfir veggmynd eftir Guðmund Thorsteinsson!
Guðmundur dvaldist á Vífilsstöðum til lækninga
sumarið 1923. Þá málaði hann veggmynd í barnaborð-
stofuna á hœlinu, my.idaræmu uppi undir lofti, og
náði hún allan hringinn. Myndarefnið var íslenzkt
sveitalíf, og viðfangsefnið tekið svipuðum tökum og
í þeirri mynd Guðmundar sem nefnist Hjásetan; þarna
voru djúpir fjalladalir með hólum og undirhlíðum,
hjarðir, hestar, hundar, smali o.s.frv. Hafa margir
vistmenn á hælinu haft mikla ánægju af þessari mynd.
En fyrir tœpum áratug, þegar hælið var málað, gerð-
ust þau furðulegu tíðindi að málað var yfir myndina
með Hörpusilki!
Vafalaust hefur mynd Guðmundar verið farin að
láta á sjá, enda mun henni ekki hafa verið hlíft sér-
staklega í sambandi við þvotta og hreingerningar-
En það er engin afsökun; með nútimatækni er hægt
að gera við myndir þótt þær séu illa farnar. Og fs-
lendingar höfðu sannarlega sýnt verkum Guðmund-
ar nægilegt tómlæti þótt þetta óafsakanlega og óbæt-
anlega skemmdarverk bættist ekki við.
Þessi dœmi sanna enn að óhjákvæmilegt er að sett
verði lög um verndun listaverka í opinberum bygg-
ingum. Því aðeins koma slíkar listskreytingar að
gagni til frambúðar að þeirra sé gætt vel frá upphafi.
forðazt að þœr spillist af hreingerningum og sliti og
gert við þœr jafnóðum og þörf gerxst. í annan stað þarf
að gera öruggar ráðstafanir til þess að koma í veg fyr-
ir að „framtakssamir“ menn tortími listaverkunum
með því að láta mála yfir þau. Sé af einhverjum á-
stœðum talið réttlætanlegt að eyðileggja listaverk
verður ákvörðun um það að vera í höndum sérfróðra
og ábyrgra manna.
•••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
»»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
-v