Þjóðviljinn - 03.10.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1965, Blaðsíða 7
Sunnuðagur S. oft«ðher 1985 — ÞJÖÐVIUINN — SlÐA J Uppspretta margskonar gæöa iviyiium iii vmsrn Grenitré, 5—6 metra há, í nng- mennafélagslundinum við Skorradalsvatn, , Myndin til hægri SAGT FRÁ SKÓGRÆKT í SKORRADAL "IlTOrt sem menn kjósa sér O málstað auðnarinnar eða ræktunarinnar verður eisi komizt fram hjá þeirri stað- reynd, að gróðurinn og þá einnig trjágróðurinn er undir- staða alls lífs á jörðu hér. F vitund þess hlýtur að leggja þá skyldu á herðar hvers og eins að leggja fram sinn skerf gróðri jarðar til viðhalds og þroska í orði eða verki — eftir lífsaðstöðu hvers og eins. Við, sem að skógrækt stönd- um og skipum okkur til starfs í skógræktarfélögunum, höfum kosið að leggja gróðrinum lið. Að sjálfsögðu teljum við okk- ur ekki vera öðrum ræktunar- mönnum fremri. En við höf- um valið okkur það hlutverk að efla og auka gróður lands- ins með því að gróðursetja tré og rækta skóga með þeim hætti. sem hver okkar getur við komið, Þetta gerum við vegna þess, að við teljum þessa ræktun hér á landi sem annars staðar mjög mikilvæga fyrir líf og byggð í landinu — ræktun sem sé í senn sjálf- sögð og nauðsynleg — bæði vegna þeirra afurða, sem skógurinn getur f®rt þjóðar- búmu, þegar hann hefur náð þroska, og svo vegna þess þýð- ingarmikla hlutverks, er hann gegnir sem skjólgjafi annars gróðurs. manna og dýra og uppspretta margs konar ga&ða'1. •k ir, innlendir og erlendir, hafa lagt fram í verki sinn skerf gróðri íslands til viðhalds og þroska, eins og skógræktarfé- lagsformaðurinn myndi orða það, ★ Stálpastaðir koma fyrst við þessa sögu árið 1951, er þáverandi eigandi jarðarinnar, Haukur Thors, gaf Skógrækt- inni hana. Þetta var þá rýrð- arkot, en landið þarna nær miðju Skorradalsvatni að norðan virtist vel til ræktun- ar skóga fallið, eins og lika hefur á daginn komið. Landið er rúmir 100 hektarar að stærð og það var þegar á hinu fyrsta ári í eigu Skógræktar ríkisins girt, og næsta vor hófst svo gróðursetning trjá- plantna. Þorsteinn Kjarval kemur til sögunnar 1953, en þá gaLhann ríflega fjárhæð til skógræktun- ar þarna við Skorradalsvatn og þar var hafizt handa um gróð- ursetningu í Kjarvalslundi. Norski fjáraflamaðurinn Braathen hóf svo stórgjafir sínar til skógræktar á fslandi á árunum 1955 og 1956, og siðan hefur hann gefið árlega álitlega fúlgu eða alls um 100 þús. norskra króna. Þessu fé hefur verið varið til skóg- ræktarinnar að Stálpastöðum, enda er einn stærsti gróðyr- i-eiturinn þar kenndur við hinn norska athafnamann, sem kunnastur er hér á landi fyr- anmg farast Hákoni Guð- mundssyni_ formanni Skóg- ræktarfélags fslands m.a. orð í grein sinni i siðasta ársriti félagsins. og þó að þeirrar greinar hafi áður verið getið hér á síðum Þjóðviljans og meginhluti hennar endurprent- aður. kann undirritaður ekki annað upphaf betra á frásögn af stuttri heimsókn i skógar- lundina að Stálpastöðum held- Ur ep þessar málsgreinar, því að þjarna í S'korradalnum hef- ur myndarleg skógræktarstöð komizt upp á rúmum áratug fyrir áhuga einstaklinga og fé- lagshópa áhuga sem Skógrækt rikisins hefur virkjað i fram- kvæmd og skipulögðu starfi. Með öðrum orðum: Á þessum stað hefur hið opinbera eign- azt drjúga. eign, er verður þvi verðmætari sem tímar liða, vegna þess að áhugamennirn- ir stórútgerð sína á sjó og i lofti, auk mikils áhuga á skóg- rækt á íslandi og örlætisgjaf- anna til þeirra mála. ★ Og fleiri hafa lagt fram sinn skerf. Þannig barst Skógrækt rik- isins um árið góð gjöf frá tveim ónefndum heiðurskon- um og var fénu varið til skóg- arins i Skorradal, og loks skal getið síðast en ekki sízt framlags gamaila nemenda bændaskólans á Hvanneyri. Þeir bundust samtökum fyrir all- mörgpm árum um að minnast lát- ins kennara síns, Halldórs Vil- hjálmssonar skólastjóra, og eftir nokkrar umræður innan hópsins var talið að minningu hins mæta skólamanns og bún- aðarfrömuðar . yrði mestur sómi sýndur með þvi að safna fé til að koma upp skógarlundi í Stálpastaðalandi, þar sem hann nyti umsjónar og eftirlits sérfróðra manna. Eldri Hvann- eyringar, nemendur Halldórs heitins, tóku vel málaleitan forgöngumannanna og safnað var talsverðu fé sem skóg- ræktin í Skorradal hefur síðan notið góðs af. Byrjað var að planta í Halldórslund vorið 1958 og síðan hefur plöntúm verið bætt við áriega að heita má. Þetta er um það bil 25 hektara svæði vestan við svo- nefnf Stóragil í Stálpastaða- hlíð; þar fyrir innan tekur við Kjarvalslundur og austast Braathenslundur. I landj Háafells, austan við Stálpastaðaland, getur einnig að líta fallegan skógarreit, ekki ýkja mikinn um sig en þó mjög ásjálegan með mörg- um hávöxnum trjám. Er þetta reitur ungmennafélaganna í Skorradal og Lundarreykja- dal. Tveir menn beittu sér öðrum fremur fyrir því að fyrstu trjáplönturnar voru settar þarna niður á árunum 1938—1939, þeir Guðmundur Marteinsson rafmagnsverk- fræðingur, sem löngum hefur verið mikill áhuaamaður um skógræktarmál og er núver- andi formaður Skógræktarfé- lags Heykjavíkur, og Ingi- mundur Ásgeirsson á Hæli. Plönturnar sem komust fyrst í moldina þarna voru af ókunn- um uppruna en ýmsum teg- undum m.a. fura, broddgreni og fáeinar sitkagreniplöntur sem nú bora af og eru orðnar að hávöxnum trjám. Einnig rauðgreni. Ekki mun trjá- gróðrinum í ungmennafélags- lundinum hafa farið mikið fram fyrstu árin, en hin sið- ustu ár hefur skógurinn þarna dafnað vel, einkum eftir að lúrkiskógurinn var grisjaður fyrir tiltölulega fáum árum. ★ Agúst Árnason er eftirlits- maður Skógræktar ríkis- ins í Skorradal og býr ásamt kónu sinni og þrem börnum að Hvammi, hýli við Skorra- dalsvatn vestan við Stálpa- staði Skógræktin hefur jörð- ina á leigu og þar hefur Ág- úst haft aðsetur í 12 eða 13 ár. Samkvæmt upplýsingum hans er nú búið að planta tæplega hálfri miljón trjá- plantna í Stálpastaðahlíðina, þar af um 160 þúsund sitka- greniplöntum, 140 þúsund rauðgreniplöntum, en minna af um 20 trjátegundum öðrum; stafafuru, skógarfuru, berg- Ágúst Árnason eftirlitsmaður Skógræktar ríkisins í Skorradal mælir ársprota sitkagrenitrés. Ársvöxturinn reyndist 57 cm — 6 cm undir metinu að Stálpastöðum á þessu sumri. furu, fjallafuru, hvítgreni svo dæmi séu nefnd. Eftirfarandi upplýsingar um þær trjátegundir sem nefndar voru með nafnj hér að framan höfum við eftir Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra: Sitkagreni hefur verið gróð- ursett mjög víða hér á landi eftir 1937. Að vísu fluttust hingað einstök tré nokkrum árum áður, en um uppruna þeirra er ókunnugt. Fyrstu trén sem hingað komu, munu yfirieitt öll hafa verið ættuð úr suðausturhluta Alaska. Um og eftir 1940 var farið að sækja fræ lengra norður og vestur, svo að nú eru til hér á landi mörg kvæmi á ýms- um aldri. í vorhretinu 1963 kom greinilega í ljós, að sum kvæmin, og þá einkum þau sem sótt voru lengst norður og inn í landið, þoldu frostið verst. Skemmdir urðu ekki verulegar í hretinu 1963 að Stálpastöðum. Rauðgreni hefur vaxið á Hallormsstað í rúma hálfa öld, en frá árinu 1948 hefur ávallt verið sett niður tölu- vert af þessari trjátegund víðsvegar um land. Stafafura er tiltölulega ný- komin til landsins. Elztu trén eru gróðursett árið 1940 í Hall- ormsstaðaskógi en þau næstu þar á eftir ekki fyrr en 1954 á Stálpastöðum. Síðan hefur verið plantað allmiklu af hennj um land allt, og hún hefur til þessa vaxið vel. Skógarfura er ein þeirra tegunda sem erfiðast er að flytja á milli staða, auk þess sem furulúsin « hefur ætlað hana lifandi að drepa um all- mörg ár. Þó að til séu nokkr- ar allsæmilegar skógarfurur á Hallormsstað frá fyrstu árum skógræktarinnar og ýms kvæmi hafi verið sett víða um land á undknförnum 20 árum verður ekkert sagt um framtið hennar hér að svo stöddu. Bergfura og fjallafura voru áður taldar sama tegundin, þótt fjallafuran sé ávallt marg- stofna runnur en bergfuran einstofna tré. Þessar trjáteg- undir eiga heimkynni sín hátt í fjöllum Mið-Evrópu. Oftast Þegar Hákon Bjarnason var við skógræktamám i Danmörku komu danskir skólafélagar eitt sinn til hans og gáfu honum hnjáhlífar, líkastar þeim sem dúkiagningamenn nota við sitt starf. Danimir gerftu að gamni sínu og sögðu honum að hann gæti notað hnjáhlífamar vift skógargrisjun á IslancH síftar meir! — Ekki kæmu legghlíf- arnar góðu að miklum notum á þessum stað sem myndin er af. Hún -var tekin á dögunum í Braathenslundi í Skorradal og þarna stendur skógræktarstjóri (iengst til hægri) ásamt nokkr- um gömtum Hvanneyringum innan um rauftgrenitré, 13 ára gömul, og birkikjarr. AfHvann- eyringum sjást á myndinni Ol- afur Runótfsson (lengst til vinstri), Halldór Jónsson (mcð gleraugu) Kristófer Grímsson og Gunniaugur Ólafsson, næstir HalldórL Aftrir á myndinni em Agúst Ámason (annar frá vinstrl), Hákon Bjamason lengst tn hægri og vift hlið hans Þorsteinn Kjarval. vaxa þær við skógarmörkin og fara hæst allra trjáa. Hingað voru þær fluttar strax á fyrsta ári skógræktarinnar og síðan um mörg ár. Hvítgreni var gróðursett (víða um land á fyrstu árum aldarinnar. Þótt uppruni plantnanna sé ■ óþekktur er samt nokkurn veginn víst að ■fræið að þeim kom úr austan- verðu og sunnanverðu Kanada, en þar eru sumur heit og löng. Síðar hefur hvítgreni verið gróðursett hér, og hefur fræið þá jhnist Aomið frá British Columbia eða Kenai- skaganum í Alaska. Þar eð þessj tré eru enn ung, verður ekkert dæmt um framtið þeirra. Á Hallormsstað er lít- ill lundur af hvitgreni, sem gróðursettur var 1940. Trén hafa vaxið miðlungj vel, og virðast þola loftslagið sæmi- lega. ★ Fróðleikinn hér að framan um skógræktina í Skorra- dalnum tíndi blaðamaður sam- an úr þeim upplýsingum sem Hákon Bjamason skógrækt- arstjóri og Ágúst Ámason skógaretirlitsmaður gáfu nokkr- um gestum, sem boðið nokkrum gestum, sem boðið var að skoða Stálpastaðaskóg um síðustu helgi. í hópi gest- anna voru nokkrir nemendur Halldórs Vilhjálmssonar skóla- stjóra á Hvanneyri, flestir Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.