Þjóðviljinn - 03.10.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.10.1965, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. ofctóber 1965 Ikerungai | SAGA EFTIR MARÍU LANG inu, sem sýndi einkum skyld- leika við Clöru. — Ég rakst á Lovísu fraenku við sælgætisborðið ásamt mörg- um öðrum smákrökkum. — Ertu búin að kaupa engifers- karamellumar þínar? spurði Ellen. — Já. ég held nú það. Hann sagðist hafa soðið þær sérlega sterkar handa mér. en auðvitað hefur hann logið því, galgopinn sá arna. — Hvar ertu með þær? Æ5tl- arðu ekki að gefa okkur að smakka? — Mér dettur það ekki í hug. Hér er alltof margt fólk. ég ætti þá engar eftir sjálf. Nei, ef ykk- ur langar í, þá verðið þið að kaupa þær sjálf. — Frænka er söm við sig, sagði Henning hlæjandi. En hvar hafið þið falið Soffíu? — Hún er í fýlu, sagði Eílen þurrlega. — Þið verðið að fá fýluna úr henni. ég vil tala við ykkur allar í senn. — Um hvað? — Hefurðu frétt nokkuð? — Þú ert svo glaðlegur. Við höfum þó ekki .... Þær töluðu allar í einu og Henning Bengtsson virtist njóta þess að draga þær á þessu. — Ekki eitt einasta orð fyrr en við erum öll samankomin. Og ‘fyrst af öllu gætuð þið kannski gefið mér kaffisopa frammi í eldhúsi. Næsta stundarfjórðunginn var allt á öðrum endanum í íbúðinni. Það var eins og verið væri að bíða eftir jólasveininum á að- fangadagskvöld, og Henning var alveg jafn leyndardómsfullur og glaðlegur og jólasveinn. Ingvar smitaðist af hinni almennu kát- ínu og slóst í félagsskapinn í s+ofunni og Soffía birtist, jafn- 'vei þótt þung augnaiokin v-eru rauð af gráti og skamleitt andlit- ið með píslarvættissvip. Hárgreiðslan Hárerelðslu- og snyrtlstofa Steinu oe D6dó -.augavest 18 ril hæð (lyfta) StMI ?4-6-16 P E R M A Hárgreiðsiu- 02 snyrttstoía 3-arðsenda 21 SÍMl 33-9-68 D Ö M D R Hárgreiðsla við allra næfl T.IARNARSTOFAN Pjamargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sfmi 14-6-62 Hársreiðslustota Austurbæjar Mana Ouðmundsdóttii Laugavegi 13 sfmi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað .................... Henning hafði tekið sér stöðu á miðju gólfi, og áheyrendur hans sátu í hálfhring fyrir fram- an hann, og hann skemmti sér við að fylgjast með eftirvænting- arsvipnum á andlitunum. Magn- hildur var róleg, Ingvar sat á- lútur með ákafa í svipnum, Clara strauk fingrunum gegnum stutt- klippt hárið og sagðist ekki þola við andartak lengur, Lovísa 6 kyngdi án afláts eins og hún ætti bágt með að anda. Lovísa reif og sleit í vasaklútinn sinn en Ellen horfði á hann íölum augum — alvarleg og rannsak- andi. Það var konan hans sem rauf þögnina. — Góði Henning! Þettaeralveg rétt hjá Clöru. Við þolum þetta ekkj lengur. Vertu ekki að leika þér að okkur. — Fyrirgefið þið, ég ætlaði ekki að fara illa með ykkur. Það er bara svo gaman að geta sagt ykkur góðar fréttir. — Um arfinn? — Já. — Hann opnaði svörtu skjalamöppuna. — Um arfinn eftir Gústaf frænda. Það er langt liðið síðan við fengum vitneskju um það frá utanríkisráðuneytinu að hann hefði andazt f Colorodo Springs. ' Síðan hefur ekkert frá þeim heyrzt. En þar sem þið höfðuð gefið mér umboð til að annast þetta mál, skrifaði ég beint til sendiráðsins í Chicago og þar var mér vísað á sænsk- ameriskan lögfræðing, John Swenson, sem tók að sér að rannsaka þetta mál. — Og hver- sagði Lovfsa sneglulega, á að borga honum fyrir bað? — Það munum við öll gera með litlum, sáralitlum hluta af erfðadölunum okkar, Án aðstoð- ar Swensons lögfræðings hefð- um við þurft að bíða árum sam- an eftir lokaúrskurði. Og þá hefði Lovísa frænka sennilega verið hrokkin upp af, bætti hann við með ónotalegri hrein- skilni. En í augum Lovísu Bengtsson var umhugsunin um að taoa nokkrum seðlum miklu uggvæn- legri en umhugsunin um dauð- ann. Hún hélt áfram í sama dúr: — Og ef ekki hefði verið um neinn erfðahlut að ræða .. . hvað hefðirðu þá gert við hann herra Swenson þinn? — Greitt honum úr elgin vasa. Raddblær Hennings gaf til kynna að hann væri í þann veg- inn að missa þolinmæðina, og Magnhildur sagði í skyndi: . — En nú var sem sé um pen- inga að ræða? — Já. Það var Ijóst frá upp- hafi, að um töluvert mikla pen- inga var að ræða. — Hversu mikla? hrópaði Lov- ísa og litlu augun ljómuðu af græðgi. Ög Soffía Sjöberg, sem var bú- in að gleyma því að hún ætlaði að vera píslarvottur, spurði: — Já .... hvað er það ntífcið? — Þetta er laglegt, sagði Clara hlæjandi. Ætli við verðum bara ekki stórríkar í ellinni. En Ellen hafði spennt vinnu- lúnar greipar og sagði næstum hátíðlega: — Þá hefur honum búnazt vel undir lokin að minnsta kosti. Ég vissi það. Gústaf lét ekki bug- ast þrátt fyrir andstreymi og erfiðleika, Hann eygði alltaf ein- hverjar leiðir. — Meinið var, hélt Henning áfram án þéss að anza orðum þeirra, að það leit líka út fyr- ir að til væru afkomendur. — Afkomendur! — Það var gjallandi rödd Lovísu enn á ný. — Hvað .... hvað áttu við með því? — Það sama og allir aðrir. Beinir erfingjar. Börn. — En hann var ekki giftur. Þessi einfalda setning olli ýmiss konar hljóðum. Clara flissaði hömlulaust, Ingvar skelli- hló og móðir hans sussaði á hann í æsingi, Magnhildur bældi nið- ur hóstakast og Henning stundi. — Strangt tekið vorum við ekki einu sinni vissir um það. Gústaf Bengtsson hefur flækzt um mörg riki, hann hefur fengizt við alls konar störf og það hefur ekki verið auðvelt að henda reið- ur á fortíð hans. En með hiálp Swensons. lögfræðings ,,míns‘‘ liggur það nú Ijóst fyrir — Henning las uppúr skjali — að engar skjalfestar sannanir séu fyrir því að hinn látni hafi !át- ið eftir sig aðra erfingja en syst- kini og afkvæmi systkina. öil búsett í Svíþjóð. Langt úti á torginu lék götu- söngvari ,,Það gerist margt sorg- legt í heimi hér.“, en í stofu Soffíu Sjöberg í apótekarahúinu, hafði Bengtsson bankagjaldkeri nú fengið óskipta athygli áheyr- enda sinna. Hann lagði skjalið aftur í hólf í töskunni. — Um leið og lögfræðingurinn sendir mér þetta bréf, segir hann að hið opinbera bréf komi frá konsúlatinu og til sænska utan- ríkisráðuneytisins. Ég hringdi í utanríkisráðuneytið í dag og allt kemur heim við þær upplýsingar sem ég hef fengið. Að. frádregn- um erfðaskatti, útgjöldum og frádrætti eru eftirlátnar eigur Gústafs frænda eitthundrað og sjö þúsund tvö hundruð þrjátíu og níu dollarar. — Hundrað þúsund? sagði Ell- en vantrúuð. Og Ingvar bætti við töfraorð- inu: — Dollarar! — Já Soffía var orðin éldrauð upp í hvítar hársrætumar og spurði bróður sinn ringluð: — Hvað táfcnar það? — Síðasta ágúst var gengið á dollaranum þrjár sjötíu og þrjár og fimmtíu. Ef maður reiknar með genginu þrfr sjötíu og þrír verður upphæðin í sænskum krónum nasstum nákvæmlega fjögur hundruð þúsund krónur. — Fjögur hundruð þúsund! Nú hrópaði hver upp í annan og ekki einu sinni Hpnning tókst að halda hinum hátíðlega banka- svip, þegar hann endurtók hægt: — Fjögur hundruð þúsund. Sem skipta skal í fjóra erfða- hluta. — Hann sneri sér að föð- ursystrum sínum eftir röð. — Það er hundrað þúsund handa Ellen. Niður bústnar kinnar henn- ar runnu enn kringlóttari tár. — Hundrað þúsund handa Lovísu frænku. Hann minntist þess ekki að hafa nokkru sinni áður séð hana einlæglega glaða en nú virtist hún í eins konar leiðslu. — Hundrað þúsund handa Clöru frænku. Honum til undrunar var svip- ur Clöru alvarlegur og íhugandi. Hún var ekki vön að sökkva sér niður í þungar hugsanir. Hvað var að brjótast um í kollinum á henni þessa stundina? — Og loks, sagði Henning, eig- um við Soffía að skipta jafnt á milli okkar því sem faðir okkar hefði átt að fá í sinn hlut. Við fáum því fimmtfu þúsundir hvort. Það er ekki svo afleitt eða hvað? Sem svar við þessu flaug Magnhildur upp um hálsinn á honum og hann hafði nóg að gera við að kyssa hana og kreista og fyrir bragðið áttaði hann sig aldrei á því hvað gerðist, begar gleðin og fognuðurinn sem lá i loftinu breyttist í tortryggnisleg- an fjandskap. Soffía hrópaði: — Hvað í ósköpunum á maður að gera við alla þessa peninga? — O, tautaði Ellen, það eru margar holur að fylla. Clara var búin að ná sér og beindi máli sínu til systra sinna. — Já. Þetta er dásamlegt! Nú getið þið dyttað að öilu heima og gert bæinn eins fínan og hann var í tíð pabba. — Dyttað að! — Það var eins og Lovísa spýtti einhverju bragð- vondu útúr sér. — Það kæmi mér aidrei til hugar. Hver ein- asti eyrir skal í bankann. Og Soffía er sjálfsagt alveg eins skynsöm. Er það ekki Soffía? — Ég get annars losað þig við allar áhyggjur. — Ingvar talaði i1 SKIPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í flutnlngl á eigum skipverja Heimistryggíng hentar yður Aflatryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINDARGATA •? REYKJAVIK SlMI 21260 SlMNEFNI , SURETY BLAÐADREIFINC Börn eða fullorðnir óskasf til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Reykjavíkurveg — Njálsgötu — Skúla- götu — Sigtún — Laugames — Seltjamar- nes I. — Leifsgötu — Kleppsveg — Miklu- braut. KÓPAVOGUR Blaðburðarbörn óskast til að bera blaðið til kaupenda í Kópavogi. Hringið í síma: 40319. Sími 17 500 RBIIGLEI Flestar þykktir fyrirliggjandi A og B gœðaflokkor MARS TRADING C0. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 ^HeimiIisfóIk yðar og gestir njóta Frá listdansskóla Þjóðleikhússins Nemendur mæti til viðtals, sem hér segir: Byrj- endaflokkar I og II, fyrsti og annar flokkur, mánu- dag 4. október kl. 5 síðdegis, þriðji, fjórði og fimmti flokkur kl. 7 sama dag. Nemendur hafi með sér stundatöflu skóla sinna. Akureyri! Akureyrí! Létt rennur CEREBOS salf Unglingar óskast til að bera blaðið til kaup- enda á Akureyri. — Upplýsingar hjá Aðal- steini Þórarinssyni, Hafnarstræti 96 eða á skrifstofu Verkamannsins, Brekkugötu 5, sími 11516. ÞJÓÐVILJINN . h 1 « i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.