Þjóðviljinn - 06.10.1965, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 06.10.1965, Qupperneq 1
Miðvikudagur 6. október 1965 — 30. árgangur — 225. tölublað. \5urtsmyndin fær gullverðlaun' á kvikmyndahátíi á Ítalíu Verkb ann á tré- smiðina hefst á miðnætti í nótt \ !■ Ósvaldur Knudsen hefur fengið gullverðlaun fyrir kvikmynd sína „Surtur fer sunnan“ á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Trento á Ítalíu. Kvikmyndahátíð þessi er haldin árlega og bundin við kvikmyndir sem tengdar eru fjallaferðum og náttúrurannsóknum; í hitteðfyrra var Öskjumynd Ósvalds sýnd þar, og var hennar lofsamlega get- ið. í ár var Surtsmyndin send, og í fyrradag fékk Ósvaldur skeyti þar sem honum var tilkynn't að mynd hans hefði hlotið 1. verð- laun, en þau eru gullgripur og peningaverðlaun. Eins og áður hefur verið getið í fréttum hefur Surtsmynd Ósvalds áður fengið margháttaða viðurkenningu erlendis. ! Verkfall Trésmiðafclags Reykja- víkur heldur áfram. Á miðnættí í nótt skellur á verkbann Meistarafélags húsa- smiða og þýðir það allsherjar- vinnustöðvun trésmiða sem vinna hjá meðlimum meistarafélagsins og Vinnuveitendasambandsins. Trésmiðir halda að sjálfsögðu á- fram að vinna á eigin vegum og annarra en þeirra sem nefndir voru. Sáttafundur í Trésmiðadcilunni hefur verið boðaður kl. 5 í dag, og í kvöld, miðvikudag, hcldur Trésmiðafélagið almcnnan félags- fund í Breiðfirðingabúð og hefst hann ki. 8.30. Verkbann Meistarafélags, húsa- smiða er fyrsta verkbannið sem atvinnurekendur hafa stofnað til um langt árabil. Vinnuveitenda- sambandið boðaði að vísu verk- bann á trésmiði í hitteðfyrra, en samið var áður en það kæmi til framkvæmda. Trésmiðafélagið hefur einungis farið í slóð annarra verkalýðs- félaga sem á þessu ári hafa ekki boðað almennt verkfall heldur einungis takmarkað. Er óvíst að verkfallið í Árbæjarhverfi hefði staðið lengi ef þeirri aðgerð hefði ekki þegar verið mætt af miklu offorsi af hálfu atvinnurekenda Framhald á 9. síðu. Kort af Indónesíu. Hver eru efstu síldveiðiskip ★ Efsta skipið í flotanum í sum- ar og haust er nú komið yf- ir fjörutíu þúsund mál. Er bað Jón Kjartansson frá Eskifirði með samtals 41783 mál. ★ Þá eru níu skip í flotanum komin yfir þrjátíu þúsund mál og tunnur og fara nöfn þeirra og aflamagn hér á eftir. ls- leifur IV frá Vestmannaeyjum með 35487 mál. Sigurður Bjarnason frá Akureyri með 35.070 mál Bjarmi II frá Dal- vík með 34803 mól, Heimir frá Stöðvarfirði með 33063 mál, Ólafur Magnúson frá Akur- eyri með 33001 mál. Dagfari frá Húsavík með 32792 mál, Keflvíkingur frá Keflavík með 32046 mál, Akurey t'rá Reykjavík með 31998 mál og Gulver frá Seyðisfirði :neð 30029 mál. ★ Þá eru 43 skip í flotanum komin með aflamagn yfir tut.t- ugu þúsund mál og tunnur. Herforingjar eru saglir vilja ganga milli bols og höfuðs á kommúnistum Enn óljóst hvern þátt þeir eiga í uppreisn Utongs - Athygli vekur að Súkarno hefur ekki hallmælt þeim—Menn Utongs taka Jogjakarta SINGAPORE 5/10 — Enn er erfitt að átta sig á því hvað t raunverulega hefur gerzt og er að gerast í Indónesíu, enda eru fréttir sem þaðan berast bæði af skornum skammti og ekki áreiðanlegar. Svo virðist sem hinir hægrisinnuðu foringjar hersins hafi tögl og hagldir í höf- uðborginni Djakarta og sæki nú fast að fá að nota tæki- færið sem „uppreisn“ Utongs hefur gefið þeim til að ganga á milli bols og höfuðs á kommúnistum. 1 AFP-frétt frá Singapore segir að nú þegar ástandið í Indónes- íu sé smám saman að komast í samt lag aftur verði þær kröfur háværari að hinn öflugi komm- únistaflokkur Indónesíu verði bannaður. Haft er eftir Dja- karta-útvarpinu að ýms samtök að á að og hafi beðið Súkarno forseta taka engum vettlingatökum uppreisnarforingjunum og banna kommúnistafiokkinn samtök sem hann ræður. Það var einnig haft eftir Dja- karta-útvarpinu að verið væri að rannsaka hagi kommúnista í höf- uðborginni og hefðu a.m.k. 200 manns verið tekin höndum. títför hershöfðingja f dag var gerð útför þeirra sex hershöfðingja sem týndu lífi í á- tökunum fyrir helgina, en hald- ið er fram að þeir hafi verið myrtir á hroðalegan hátt. Sú- bandrio utanríkisráðherra sem uphaflega var sagður hafa átt sæti í „byltingarráði‘‘ tJtongs of- ursta var að sögn viðstaddur út- förina, og var það í fyrsta sinn sem hann sést á almannafæri síð- an átökin hófust. Súkarno forseti var hins vegar hvergi nærri og hefur ekki til hans sézt síðan fyr- ir helgi. Hann er sagður vera nú í sveitahöll sinni í Bogor um 70 km frá Djakarta, og var í gær sagt að hann hefði boðað þar til ráðuneytisfundar á morgun, mið- vikudag. Ekkert var á þann fund minnzt í dag. Hlutur konunúnista Engin áreiðanleg staðfesting hefur fengizt á því að kommún- istar hafi átt hlut að aðgerðum Otongs ofursta og manna hans, þótt því sé haldið mjög fast fram, einkum í fréttum sem bor- ist hafa frá Kuala Lumpur í Malasíu, en uppruni þeirra genr Framhald á 9. síðu. DÓMSMÁL Þjóðviljinn aflaði sér í gær upplýsinga um gang nokkurra dómsmála sem nú eru í rannsókn. Smyglmálið Rannsókn Langjökuls- málsins stendur enn yfir, sagði Þórður Bjömsson yfirsakadómari. Sl. laugar- dag var þremur skipverj- um sleppt úr haldi og eru þá aðeins þrír eftir í gæzluvarðhaldi. Varðhalds- tíminn/,rennur út 11. þ.m. og sagðist rannsóknardóm- arinn ekkert geta um það sagt, hvort rannsókninni yrði lokig fyrir þann tíma eða ekki. Vallarmálið Fulltrúi saksóknara skýrði Þjóðviljanum svo frá að ákveðið hefði ver- ig að munnlegur málflutn- ingur í Vallarmálunum, þ.e. Jósafats Arngrímsson- ar, Þórðar Halldórssonar o.fl., færi fram 15. þ.m. en nú hefði honum verið frest- að um sinn að ósk verj- enda, m.a. vegna þess að skipaður hefur verið nýr verjandi í stað Guðmund- ar Ásmundssonar er lézt í sumar. í dag mun Ólafur Þorlóksson sakadómari þinga í málinu og mun rannsókn þess þar með vera að ljúka. Frihafnarmálið Logi Guðbrandsson rann- sóknardómari í hinu nýja Fríhafnarmáli.' sagði í við- tali við Þjóðviljann í gær að rannsókn hefði hafizt í septemberbyrjun og beind- ist hún fyrst og fremst að því áð komast fyrir um or- sakir rýrnunarinnar á vín- birgðum fríhafnarinnar og þá um leið hvort hún hefði verið óeðlilega mikil. Bjóst hann við að rannsóknin tækj enn talsverðan tíma. Varðstjóramálin Þá grennslaðist Þjóðvilj- inn eftir gangi varðstjóra- málanna í Kópavogi. Hall- dór Þorbjömsson sakadóm- ari, sem skipaður var setu- dómari í fy-rra málinu, skýrði blaðinu svo frá að rannsókn þess væri langt á veg komin og bjóst hann við að henni myndj Ijúka einhvern næstu daga. Full- trúi saksóknara sagðj blað- iriu hins vegar að síðara málið væri enn í athugun hjá saksóknaraembættinu og væri ekki búið að taka ákvörðun um meðferð þess. r ivac gait Guðmundur í. fyrir Sólvallagötu 8? k. I I t Kaup ríkissjóðs á íbúöar- húsi Guðmundar í. Guð- mundssonar fyrrverandi ut- anríkisráðherra hafa að von- um vakið mikla athygli al- mennings, enda sjaldgæft að maður sem þarf að losa sig við 18 ára gamalt hús sé svo „heppinn“ að finna kaupanda sem er reiðubúinn að snara á borðið fyrir það kr. 4.737.000,00 í reiðufé. Hitt munu færri vita að Guðmundur er síður en svo „húsnæðislaus“ þótt hann hafi selt húsið að Brekku- götu 13 í Hafnarfirði. Hann hefur sem sé keypt sér ann- að hús og það í sjálfum vest- urbænum í Reykjavík. Er það húsið Sólvallagata 8. sem Ólafur Á. Gíslason stór- kaupmaður átti áður. I afsali fyrir húsinu sem er dagsett 5. júlí í sumar er ekki getið um kaupverð þess en það mun heimilt, ef kaup- andi segist hafa greitt kaup- verðið út í hönd. En með því að tilgreina ekki kaupverðið í afsalinu hefur hann sparað sér nokkra tugi þúsunda, sem annars hefðu runnið til ríkissjóðs, því gjald fyrir þinglýsingu afsalsins reiknast þá aðeins af fimmföldu fast- eignamati hússins. Er það að sjálfsögðu margfalt lægra en hið raunverulega kaupverð, samanbcr það að ríkið keypti hús Guðmundar í Hafnarfirði fyrir nærfel't átjánfalt fast- eignamatsverð. Má segja að Guðmundur geri ekki enda- sleppt í skiptum sínum við ríkissjóð. Nú mun marga fýsa að vita h-’að Guðmundur 1. Guð- mundsson galt fyrir húsið að Sólvallagötu 8. Fasteigna- mat hússins er kr. 258.500,00 og brunabótamat kr. 1.702,- 000,00, en fasteignamat húss- ins að Brekkugötu 13 er kr. 284.300,00 og brunabótamat 1.937.00,00. Sést af þessurn tölum að húsið við Sólvalla- götuna er metið aðeins lægra en húsið í Hafnarfirði, enda 7 eða 8 árum eldra. Hins vegar fylgir þ-i bílskúr en enginn bílskúr fylgir húsinu í Hafnarfirði og ekki hægt að koma honum fyrir á lóðinni nema sprengja hann inn í klöpp. Reikni maður með að Guð- mundur 1. Guðmundsson hafi keypt húsið að Sólvallagötu 8 fyrir svipað verð, miðað við fasteignamat, og ríkis- sjóður keypti hús hans að Brekkugötu 13 í Hafnarfirði, þá hefur hann goldið fyrir það um það bil 4 miljónir og 307 þúsund krónur. Reikni rnaður hins vegar út frá brunabótamati húsanr.a hef- ur kaupverðið vorið 4 miljón- ir og 161 þúsund krónur. Eða gerði Guðmundur I. betri kaup en ríkissjóður? Spumingin er sem sagt þessi: Hvað galt Guðmundur I. Guðmundsson fyrir húsið að Sólvallagötu 8? ! H i V > !

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.