Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — Midvikudagur 6. október 1965, Pan Amerkan hefur áætlunar fíug til Glasgow og Hafnar I dag hefjast fastar áætlun- arferðir með Pan American frá Keflavík til Kaupmannahafnar um Glasgow. Ferðum félagsins um Island verdur nú þannig hagað, að þoturnar koma hingað á fimmtudagsmorgnum kl. 06,20 frá N.Y. Héðan fara þær kl. 07.00 til Glasgow og Kaup- mannahafnar. Samdægurs fara þoturnar frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um Glasgow og síðan héðan kl. 19:00 til New York. --------------------------<g, Erhard ræSir við formennina sína BONN 5/10 — Erhard forsæt- isráðherra Vestur-Þýzkalands ræddi í dag við formenn Kristi- legra demókrata og flokksdeild- ar þeirra í Bajern, þá Adenau- er og Franz-Josef Strauss. Þeir hafa báðir viljað að Schrödar utanríkisráðherra viki úr stjórn- inni, og einnig Mende, formað- ur frjálsra demókrata. Það er nú talið nær víst að Schröder haldi embætti sínu, en vafa- samara hvort Mende fer áfram með alþýzk málefni. Eingöngu þotur af fullkomn- ustu gerð verða notaðar á þessum flugleiðum félagsins. Flugtíminn héðan til Glasgow verður tæpir 2 tímar og frá Glasgow til Kaupmannahafnar IV2 tími. Flugtími til New York er 51/, tími. Á þessum fiugleiðum má velja um venjulegt „tourista"- farrými og fyrsta farrými. Far- gjöldin til Glasgow og Kaup- mannahafnar verða hin sömu og eru hjá öðrum flugfélögum, sem halda uppi ferðum áí þessum flugleiðum, nema hvað fyrsta farrými er lítið eitt dýr- ara. Þess má geta að í október- mánuði býður Pan American sérstök 30 daga fargjöld milli Islands og margra borga á meginlandinu. Til Kaupmanna- hafnar er þetta fargiald kr. 6330,00 fyrir báðar leiðir, Til Glasgow kr. 4573,00, sömuleiðis báðar leiðir. Hér við bætist söluskattur eins og hann er á hverjum tíma. Pan American veitir námsfólki afslát-t á Evrópuleiðum ,og býður ýmsa þjónustu eins og t.d. þá, að fargjöld má greiða hér heima og síðan eru farmiðar afhentir viðkomandi — hvar sem er í heiminum. Orða- Geð- klofi L merkingar Þeir menn sem hafa það að atvinnu að stunda skrift- ir verða að kunna skil á merkingu þeirra orða sem þeir nota, en á því er einatt mikill misbrestur. Til að mynda heldur leiðarahöfund- ur Alþýðublaðsins því fram í gær að Þjóðviljinn hafi á- stundað „róg“ um fasteigna- viðskipti Guðmundar í. Guð- mundssonar, sendiherra í Stóra-Bretlandi. Rógur merk- ir sem kunnugt er ósönn ill- mæli eða lygar, en engan ófögnuð af því tagi hefur verið að finna í skrifum Þjóðviljans um hin sérstæðu viðskipti fyrrverandi utan- ríkismálaráðherra. Það eru ekki ósannindi heldur stað- reynd að 1958 var að frum- kvæði Guðmundar gefið fyrir- heit um að dómsmálaráðu- neytið skyldi kaupa hús hans sem héraðsdómarabústað, þótt það fyrirheit bryti al- gerlega í bága við ákvæði gildandi laga. Það eru ekki illmæli heldur staðreynd að þegar gengið var frá kaupun- um í sumar — sjö árum síð- ar og meðan Guðmundur var enn utanríkisráðherra — var matið framkvæmt áf tveim- ur undirmönnum hans í her- námsframkvæmdum, Tómasi Vigfússyni formanni íslenzkra aðalverktaka og Helga Eyj- ólfssyni framkvæmdastjóra Sölunefndar varnarliðseigna. Það eru ekki lygar heldur staðreynd að verð það sem þeir félagar ákváðu — 4,7 miljónir króna út í hönd — er að mati fasteignasala tvö- falt hærra en eðlilegt gang- verð. Viðbrögð Alþýðublaðsins bera það með sér að ritstjór- ar þess hafa óljósar hug- myndir um merkingu fleiri orða en rógsins eins. Hvaða skilning skyldu þeir til að mynda leggja í orð eins og heiðarleika og siðgæði? Framsóknarflokkurinn hef- Ur gert þag að sérgrein sinni að hafa tvær gagnstæðar skoðanij. á hverju máli, vera með ' og móti hverrj þeirri stefnu sem um er barizt og er það nánast undraverf hví- líkri fullkomnun leiðtogar flokksins hafa háð á þessu sviði. Sá tími er nú löngu liðinn að þessari aðferð sé aðeins beitt þegar leiðtogarnir eiga í sérstökum vanda vegna skiptra skoðana meðal flokks- manna, eins og til dæmis þegar fjallað er um hernám- ið, nú er brugðizt á þennan hátt við hverju einasta við- fangsefni. stóru sem smáu. Svo að minnt sé á fáein mál sem verið hafa á dagskrá á þessu ári er Framsóknar- flokkurinn með og móti er- lendrj stóriðju, með og móti kjarabaráttu verkafólks, með og mót; verðbólguþróuninni, með og móti ákvörðunum rík- isstjórnarinnar þegar verðlag landbúnaðarafurða var á- kveðið, með og móti eðli- legum samskiptum við sósíal- istísk ríki. Meira að segja þegar viðskipti Guðmundar í. Guðmundssonar við ríkissjóð ber á góma kemur í Ijós að Framsóknarflokknum tekst að skipa sér í fylkingar beggja megin; hefur Tíminn að und- anförnu haft ærið að iðjá við að verja viðskiptin við Guðmund í. Guðmundsson og gagnrýna þau í senn, og ekki ber á öðru en blaðið eigi jafn auðvelt með að halda því fram að sjálfsagt hafi verið að kaupa hús Guð- mundar og að það hafi verið fráleitt — meira að segja í einnj og sömu setningunni Allt minnir þetta atferli á sjúkdóm þann sem nefndur hefur verið geðklofi, þótt það muni að vísu vera nýjung i læknisvísindunum að sú meinsemd geti heltekið heil- an stjórnmálaflokk. —Austri. Vinningar í 6. fiokki HappJrættis MS X fyrradag var dregið í 6. fl. Happdrættis DAS um 200 vinninga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali kr. 500.000,00 kom á nr. 48226. — Umboð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 200.000i,00 kom á nr. 35950. — Umboð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 150.000,00 kom á nr. 35758. — Umboð Sigr. Heigad. Bifreið eftir eigin vali kr. 13^000,00 kom á nr. 52686. — Umboð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 130.000,00 kom á nr. 48460. — Umboð Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 25.000,00 kom á nr. 64271. — Umboð Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20.0r00,00 kom á nr. 37690 og nr. 43996. — Umboð Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000,00 kom á nr. 14421 umb. Aðalumboð. 32547^ umboð Brúarland. 54263 umb.® 15636 15908 16013 16415 16430 16746 16820 17029 17146 17870 18413 19176 19905 20046 20142 20452 20516 20750 20876 21219 21894 22714 23360 23521 23806 23817 24280 24465 24550 24866 24869 25621 26006 26686 28338 28515 28675 29033 29146 29187 29262 29359 29913 30059 30680 31944 32469 33036 33392 33505 33832 34525 34749 35207 35305 35560 36026 36461 36644 36990 37280 37342 38135 38205 38393 38617 39219 39355 40235 40369 41000 41383 41658 42514 42629 43626 43645 44213 44259 44303 44542 44826 44928 45239 46089 47358 47601 47913 48445 48614 48997 49074 49146 49214 49882 50098 50610 50872 50968 51270 51288 51566 51723 51797 51933 52670, 52716 52755 53099 53549 53756 53831 53989 54447 54487 54676 55416 57056 57359 58026 58226 58519 58474 59450 59541 60434 60528 62062 62711 63260 63985 64476 64601 64656 (Birt án ábyrgðar). Bókavarðarstaða Bókavarðarstaðan við Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 31. október n.k. — Umsóknir sendist formanni bókasafnsstjómar, Þórleifi Bjamasyni, Heiðar- braut 58, Akranesi. Nánari upplýsingar veita formaður bókasafns- stjórnar og bókafulltrúi rikisins, Guðmundur Gíslason Hagalín. Bókasafnsstjórn. BYGGIN GAVÖRUR Prófíl harðtex 4 mynstur plötustærð 4’ x 9’. Ódýrasta loft og veggklæðningin. Mjög smekkleg. Þ. Porgrimsson & Co SuSurlandsbraut 6. — Sími 38640. Aðalumbo.ð. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert; 7484 23462 24235 24978 30406 31600 44179 50731 57780 58791. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000,00 hvert: 299 435 646 750 853 979 1038 1083 1818 1912 2090 2728 2736 3047 3451 3493 3707 4412 4909 4978 5283 5596 5769 7778 7932 8285 8304 8668 8681 8703 8926 9292 9438 9772 9966 10782 10858 11578 11638 12620 13248 13328 13607 15390 15545 skólinn Bifröst sethir VETRARGJALD 300 kr. f astag/aId og 3 kr. á ekinri km. Satnvinnuskólinn Bifrðst var settur síðastliðinn laugardag, 2. október, í hátiðarsal skólans. Var þar með hafið 48. skólaár frá stofnun hans, en hið 11. í Bifröst. 1 vetur stunda 75 nemendur nám í skólanum, 40 í I. békk, en 35 í II. bekk. Tveir kénnarar létu af störfum við skólan.n, Páll Guð- bjartsson kennari í hagnýtum verzlunarstörfum og Vilhjálm- ur Einarsson íbróttakennari. Minntist skólastjóri þeirra sér- staklega í setningarræðu sinni og þakkaði vel unnin störf í þágu skólans. Starfsfólk Sam- vinnuskólans svo og nemendur færðu þeim gjafir sem þakk- lætisvott. Vilhjálmur Einarsson þakk- aði fyrir beggja hönd og flutti ávarp. Tveir nýir kennarar taka við störfum þeirra, Hún- bogi þorsteinsson, fyrrum kaupfélagsstjóri og Höskuldur Goði Karlsson, áður forstjóri Sundhailar Vesturbæjar. Skótastjóri gat þess, að breyting myndi verða á bók- færslu- og vélritunarkennslu skólans. Tekin verða upp náms- stig í stað venjulegrar bekkja- skiptingar. Munu námsstigin. verða þriú í hvorri grein. (Frá Samvinnuskólanum Bif- röst). M.s. Þróttur fer til Rifshafnar, Ólafsv2.nr, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Hjallaness, Skarð- stöðvar, Króksfjarðamess og Flateyjar á fimmtudag. — Vöru- móttaka á miðvikudag. Munið hættur myrkurumferðarinnar Ö K U M E N N : Minnist þess að þér sjáið oft miklu ver í myrkri en þér haldið, einkum séu götur blautar, rigning eða slydda. Ljós bíla geta blindað yður í svip. — Haf- ið ökuljósin í lagi og akið varlega. GANGANDI FÓLK: Verið aldrei of viss um að ökumaður sjái yður í myrkri. Það getur brugðist til beggja vona, einkum séuð þið dökkklædd. Haldið í myrkri á hvítum klút eða logandi vasaljósi yfir götu þar sem mikil umferð er. — Farið varlega. BORGARAR: Leiðbeinið börnunum í umferðinni og gætið þeirra vel. BINDINDISFÉLAG ÖKUMANNA vinsœlastlr skartgripir ----------—--------------- '. jóhannes skólavörðustíg 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.