Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 7
• Miðvikudagur 6. október 1965 — ÞJÖÐVXLJINlSr — SÍÐA 7 HERFERD GEGN HUNGRI ■ Framkvæmdanefnd Herferðar gegn hungri er nú í þann veginn að hefja almenna fjársöfnun til að kosta verkefni, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna (FAO) mun síðan hrinda í framkvæmd- Forystumenn Herferðar gegn hungri leggja á það áherzlu, að þessi fjársöfnun er ekki til kaupa á matvælum til dreifingar þar sem skortur er á slíku, heldur er aðalat- riðið að hjálpa fólki í þróunarlöndunum. þar sem 60% íbúa þjást af næringarskorti og 20% af hungri, að koma fótum undir sig sjálft í matvælaframleiðslu. Þetta á að verða h’jálp til sjálfshjálpar. ■ Æskulýðssamtök landsins eru flest aðilar að Her- ferð gegn hungri og mun það einsdæmi í þeim um 80 löndum sem taka þátt í þessari baráttu, að æskulýður- inn standi í fararbroddi. Herferö gegn hungri aS hefja almenna fjársöfnun Það sem stefnt er að er hjálp til sjálfshjálpar Hungur Sérfræðingar FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, telja, að um það bil helmingur mannkyns- ins þjáist af hungri eða nær- ingarskorti. Sumir taka dýpra í árinni og nefna tvo þriðju. Rannsóknir FAO sýna glöggt að bilið milli ríkra og fátækra breikkár nieð vaxandi hraða. Á síðasta áratug hefur mat- vælaframleiðsla í velmegandi ríkjum aukizt um 27% á mann, en framleiðsla vanþró- aðra ríkja mjakast vart upp á við. Sérfræðingar FAO telja, að 60% ibúa hinna vanþróuðu rikja þjáist af næringarskorti, og 20% af hungri í válegustu merkingu þess orðs. Um 72% jarðarbúa eru nú í þessum ríkjum. Þar er mannfjölgunin örust og matvælaframleiðslan minnst. Á síðasta áratug hefur mannkyninu fjölgað með ná- lega tvöföldum hraða, miðað við- þann næst síðasta. og flest bendir til, að þróunin haldi með vaxandi hraða í sömu átt. 1975, og um 29% fyrir árið 2000. Þessu marki telja sér- fræðingar unnt að ná með því að auka þjóðatekjur vanþró- aðra ríkja um 5% ár hvert. Sameinuðu þjóðirnar hafa á- kveðið að beita sér af alefli fyrir því, að svo megi verða. Margir gera sér nú Ijóst, að stopular matargjafir hrökkva skammt i þeirri baráttu, sem mannkynið á framundan. Leið- in að settu marki er að auka i matvælaframleiðsluna hjá hverri þjóð, endurbæta land- búnað þeirra og sjávarútveg með nýrri tækni, kenna bænd- um og fiskimönnum að nota framleiðsluaðferðir 20. aldar- innar og hjálpa þeim til að eignast þann búnað, sem við þarf. Svo stórfelldu verkefni verð- ur hrundið í framkvæmd, að- eins með því móti, að þjóðir heims, stórar og smáar, legg- ist á eitt, hver ríkisstjórn og hver þjóð leggi fram sinn skerf til baráttunnar. Herferð gegn hungri er nú hafin. að tilhlutan FAO, í meir en átta- tíu löndum, einnig hér. HGH Úrræði Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að íbúum vanþróaðra rikja mundi séð fyrir nægjanlegri fæðu, ef tak- ast mætti að auka framleiðslu sömu ríkja um 79% fyrir árið Framkvæmdanefnd Herferð- ar gegn hungri (Freedom from Hunger Campaign) er hér stofnuð fyrir atbeina Æsku- lýðssambands íslands og hinn- ar íslenzku FAO-nefndar. Nefndin mun starfa í sama anda og að svipuðum verk- efnum og framkvæmdanefndir herferðarinnar í öðrum lönd- um. Hún mun leitast við að skýra vandamálið hungur fyr- ir íslenzku þjóðinni, og hefja almenna fjársöfnun til að kosta ákveðið verkefni, sem FAO mun siðar hrinda í fram- kvæmd. Æskulýðssamband íslands hefur ellefu landssambönd æskufólks innan sinna vé- banda, en þau eru þessi: Stúd- entaráð Háskóla íslands, Bandalag íslenzkra farfugla, Iðnnemasamband íslands, Sam- band bindindisfélaga í skólum, ísl. ungtemplarar, íþróttasam- band íslands, Ungmennafélag íslands, Samband ungra Fram- sóknarmanna, Samband ungra Jafnaðarmanna, Samb. ungra Sjálfstæðismanna og Æsku- lýðsfylkingin — samb. ungra Sósíalista. — Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar styður Herferð gegn hungri. Héraðsnefndir Héraðsnefndir, sem annast framkvæmdir herferðarinnar utan Reykjavikur, hafa nú verið stofnaðar víða um land. Nefndir í Kópavogi, Hafnar- firði, Neskaupstað og Siglu- firði eru þegar teknar til starfa, og á Ákranesi, Ólafs- vík, Akureyri, ísafirði, Vest- mannaeyjum, Keflavík, Húsa- vík og Selfossi eru héraðs- nefndir HGH að byrja störf sín. — Verkefni þeirra er ,að kynna vandamál vanþróaðra ríkja,- hungrið í heiminum og leiðir til úrbóta, og gangast fyrir fjársöfnun, hver á síhúrii stað. Framkvæmdanefndin í Reykjavík hefur til umráða myndaspjöld, kvikmyndir, myndræmur og bæklinga þeim til handa, en þvi miður, enn sem komið er, svo lítið magn þessara hluta, að óvarlegt þyk- ir að dreifa þeim af handa- hófi. Framkvæmdanefndin væntir þess, að héraðsnefndir láti vita, ef þær óska eftir slíkum hlutum nú þegar, en síðar mun enginn hörgull verða á þessu efnL Stuðningsnefnd Eftirtaldir aðilar hafa lofað að styðja málefni HGH, og skipa þeir stuðningsnefnd her- ferðarinnar: Ármann Snævarr, rektor Háskóla íslands, Benedikt Gröndal, ritstj. Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis. flokksins, Davíð Ólafsson, for- maður FAO-nefndar íslands, Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins, Emil Jóns- son, formaður Alþýðuflokks-,4> ins, Eysteinn Jónsson, formað- | ur Framsóknarflokksins, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Gunnar Guðbjartsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, Gunnar G. Schram, ritstjóri, Halldór Kiljan Laxness,' rit- höfundur, Hannibal Valdi'- marsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, Helga Magnús- dóttir, formaður Kvenfélaga- sambands íslands, Helgi Elías- son, fræðslumálastjóri, Hrefna Tynes, varaskátahöfðingi, Jak- ob Frímannsson, formaður Sambands ísl. samvinnufélaga, Jónas B. Jónsson, skátahöfð- ingi, Kjartan Thors, formaður Vinnuveitendasambands ís- lands, Kristján Thorlacius, for- seti Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Magnús Kjart- ansson, ritstjóri, Sigurbjörn Einarsson, biskup, Sigurður Bjarnason, ritstjóri, Sigurður Sigurðsson, landlæknir, Vigfús Sigurðsson, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. Almenn fjár- söfnun Bráðlega kemur að því, að íslendingar verða beðnir um hjálp til handa nauðstöddu fólki í fjarlægu iandi. Almenn. fjársöfnun hefst í byrjun nóv- ember og stendur til loka þess mánaðar. Verkefni, sem gert er ráð fyrir að íslendingar muni kosta, verður bráðlega til- kynnt, og þá skýrt fyrir lands- mönnum til hvers og hvernig á að verja því fé, sem þeir eru beðnir að láta af hendi. Lýðháskólinn í flskov 100 ára í nóvember Lýðháskólinn i Askov í Dan- mörku verður 100 ára í byrjun næsta mánaðar. Nokkrir fyrr- verandi Askovnemendur og vel- unnarar skólans hafa ákveðiðað beita sér fyrir því að skólanum verði send afmælisgjöf í tileftli,, aldarafmælisins. Fjöldi lslend- inga hefur stundað nám í Askov- lýðháskóla, bæði á vetrar- og,- surriarnámskeiðum skólans, og* þó ekki hvað sízt á þeim nor- rænu kennaranámskeidum, sem haldin hafa verið á vegum skól- ans á undanförnum óratugum. Þeir, sem myndu vilja ljá þessu máli lið, tilkynni þátttöku sína skriflega sem allra fyrst og eigi síðar en 15. október n.k. til Magnúsar Gíslasonar námstjóra, pósthólf 912, Reykjavík. Mannkyninu fjölgaði um þriðjung á mannsaldri □ Jarðarbúum fjölgaði um þriðjung á einum mannsaldri, þ.e. frá 1930 til 1963. Rúmur helm- ingur þessarar f jölgunar átti sér stað í Asíu. Þar fæddust rúmlega 63 nýir íbúar á hvem ferkíló- metra. Aðeins á fyrstu þremur árum þessa ára- túgs fæddust í heiminum 170 miljónir barna, segir í yfirliti um síðustu rannsóknir Sameinuðu þjóðanna á þessum vettvangi. Árbók Sameinuðu þjóðanna 1964 um fólksfjölda í heimin- urn nefur að geyma skýrslur frá 140 löridum og 80 land- svæðum um landrými, fólks- fjölda. fæðingar, dánartölu. brúðkaup, hjónaskilnaði og efnahagskjör íbúanna. 80 miljnnaborgi'r I heiminum eru nú um 8n miljónaborgir, Fyrir 20 árti**- var taia þeirra aðeins 30. Sev - tán borgir hafa meira en i miljónir íbúa. 1 Kína eru 14 miljónaborgir, en í Evrópu enj þær samtals 17. Borgir með meira en 3 milj- ónir íbúa eru: Tókíó, New York, Sjanghai, Moskva, Chica- go, Lundúnir, Bombay, Peking, Kaíró, Rio de Janeiro, Tíentsin, Sao Paulo, Osaka, Mexíkóborg og Kalkútta. Kaíró er nú stærsta borg í Afríku með 3,5 miljónir íbúa. Tókíó er enn stærsta borg heims með 8,7 miijónir íbúa. París hefur enn ekki náð þriggja miljóna markinu, en þar búa nú 2,7 miljónir manna. Barnadauði minnstur í Svíþjóð Á síðustu árum hefur tala fæðinga aukizt í 15 Evrópu- löndum, m.a. í Danmörku, Nor- egi og Svíþjcð. Barnadauði. hefur minnkað i 113 af 180 löndum cg landssvæðum. Þó deyja enn um 200 af hverjum 1000 nýfæddum börnum í lönd- um eins og Malí, Miðafriku- lýðveldinu, Kongó (Brazzaville) og Níger. 1 Svíþjóð er dánartala barna lægst, 15 á hver 1000 nýTædd börn. Konan lifir lengur ÍI?‘ í öllum löndum nema fjór- f um — Geylon, Kambodju, Ind- landi og Efri-Volta — getur konan vænzt lengri lifdaga en karlmaðurinn. 1 Bandarikjun- um á nýfætt stúlkubam að jafnaði 73 æviár fyrir höndum, en sveinbarn 67 æviár. 1 Indlandi getur nýfætt stúlkubarn hins vegar vænzt þess að lifa aðeins um 41 ár, en sveinbarn 42 ár. Hins ber þó að geta, að hinn mikli barnadauði lækkar meðalaldur- inn ti'l muna. Þannig er t.d. meðalaldur karlmanna í El Salvador 45 ár, en sé reiknað með þeim sem lifa fyrsta ævi- árið hækkar meðalaldurinn upp i 52 ár. Færri brúðkaup Hæsta tala brúðkaupa ú Frá Sjanghai í Kina, einni af 15 borgum heims með yfir 3 miljónir íbúa. — Teikning eftir Bidstrup. hverja 1000 fbúa er i Evrópu og Sovétríkjunum. I um 75 löndum : hefur hlutfallstala brúðkaupa iækkað síðan 1960, t.d. i nálega öHum löndum Mið- og Suður-Ameríku. I Bandarikjunum og Kanada hefur talan aftur á móti hækk- að. Taila hjónaskilnaða í Evr- ópu sveiflast milli 2 og 10 á hverja 5000 íbúa. I Bandaríkj- unum koma 11 hjónaskilriaðir á hverja 5000 fbúa, en í Mið- og Suður-Ameríku aðeíris 1—2 skilnaðir. (Frá S.Þ.). I V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.