Þjóðviljinn - 13.11.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1965, Blaðsíða 1
^%^<gj^«»>%<%Íj>^>éS^fc«%<j^%<|»gfcjfcjfcj»<<t*fci!fc*fcj»^> ^j% !%»*>^H>^^%<%^i> Laugardagur 113. nóvember 1965 — 30. árgangur — 258. tölublað. } Verkamannasambandsþingið sett í dog ) •k Annað þing Verka- mannasambands íslands hefst í dag. Verður þingið sett í Lindarbæ (gengið inn frá Skuggasundi) kl. 2 c.h. ¦*• Þingið munu sitja mu sextíu fulltrúar frá verka- niannafclögum os verka- kvennaiélögum í öllum lands- fjórðungunum. •k Mörg félög munu ganga í Vci-kamannasainbandið á bessu bingi og teljast bau &U stofnfélög sambandsins, sam- kv. ákvörðun stofnþingsins. HREPPSTJÓRAUPPREISN I GULLBRINGUSÝSLU: 5 þeirra segja af sér í m ótmælaskyni ¦ í gærdag sencfoi átta hreppstjórar í GuIIbringusýslu mótmælaskjal 'til Jóhanns Hafsteins dómsmálaráðherra og mótmæltu harðlega veitingu sýslumannsembættisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetaembættinu í Hafnarfirði. Til frekari árétt- ingar hafa fimm hreppstjóranna í Gullbringusýslu sagt upp embættum sínum, — eru það allir hreppstjórar fyrir sunnan Hafnarf jörð utan einn. Hreppstjóri Grindayíkur- hrepps, Guðsteinn Einarsson, hefur gegnt embætti sínu síðan 1928 og tók þá við emb- ætti af föður sínum, Einari á Húsatóftum. Happdrœfti Þjóðviíjans - skilagrein ? 1 dag er skiladagur f Happdrætti Þjóðvirjans. Það eru eindregin tilmæii okkar að afllir sem mögulega geta komi á Skólavörðustíg 19 með frainlög sín nu þegar. ? Sftiðningsmeran úti um land eru beönir að gera skil til umiboðsmanna á stöðun- um sem auglýstir hafa verið, eða senda skil beint til okk- ar. ? Opið verður á afgreiðslu Þjóðviljans í dag kl. 9—12 og 1—7. Vinningar í Happdrætti Þjóðviljans eru tvær bifreiðir — SKODA 1000 MB. LLEFU STIGA VISITOLU- IÆKKUN Á 2 MÁNUDUM Smávægileg kauphækkun um næsfu mánaðamót Þessír hreppstjórar hafa sagt upp embættum sínum í mót- maelaskyni við veitingu sýslu- mannsembættisins; Guðsteinn Einarsson í Grindavíkurhreppi, Hinrik ívarsson í Hafnahreppi, Gunnlaugur Jósefsson í Miðnes- hreppi, Ólafur Sigurjónsson í Njarðvíkurhreppi og Magmis Ágústsson í Vatnsleysustrandar- hreppi. Vekur þessi hreppstjóra- uppreisn í Gullbringusýslu mikla athygli og fær mikinn hljóm- grunn í sýslunni. Hér fer á eftir mótmælaskjal hinna átta hreppstjóra til dóms- málaTáðherra í gærdag: ,,Við undirritaðir hreppstjór- ar í GuHbringusýslu, mótmæl- um eindregið veitingu sýslu- mannsembættisins i Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta- embættisins í Hafnarfirði. Bjorn Sveinbjörnsson hefur verið í þjónustu embættisins í 20 ár, og gegnt því, sem settur sýslumaður í níu Og hálft ár hinn 1. marz n.k. Að okkar áliti hefur hann gegnt embættinu með sérstakri samvizkusemi, lipurð og rétt- sýni og bví ósæmilegt að vísa svo 'góðum dreng og ágætum embættismanni burt úr starfi eftir svo Iangan og mistakalaus- an embættisferil. 11. nóv. 1965. Guðsteinn Einarsson, Grindavikurhreppi. Hinrlk ívarsson. Hafnahi-eppi. Gunnlaugur Jósefsson, Miðneshreppi. Sigurbergur H. Þorleifsson. Gerðahreppi. Ólafur Sigurjónsson, Njarðvíkurhreppi. Magnús Ágústsson, Vatnsleysustrandarhreppi. Guðmann Magnússon, Garðahreppi. Sveinn Erlendsson. Bessastaðahreppi. Til dómsmálaráðuneytisins. Reyikiavík*'. Orðsending frá Kvenfélagi sósíalista BAZAR félagsins verður á morgun, sunnudaginn 14. nóv. og hefst hann kl. 3 eJo. að Tjamargötu 20. KONUR sem ætla að gefa muni á bazarinn. eru beðnar að at- huga að tekið verður á móti munum frá kl. 2 eii. í dag í Tjamargötu 20. —- Bazarnefndin. ¦ Um næstu mánaðamót kem- ur til framkvæmda ný kaup- gjaldsvisitala, og skal þá greiða 7,32% verðlagísuppbdt ofaa á grunnlaun og aðrar vísitölu- bundnar greiðslur. en upp- bótin er nú 4,88%. Sam- kvæmt því hækkar tíl dæm- is almennt timakaup Dags- brúnarmanns um 93 aura úr kr. 40,11 í kr. 41,04. ¦ Því fer fjarri að þessi uppbót vegi upp þær stór- felldu verðhækkanir sem dunið hafa yfir í haust. Við útreikning kaupgreiðsluvisi- tölu er þannig ekki tekið til- lit til þeirrar hækkunar á framfærsluvísitölu sem staf- ar af hækkun á vinnuliðum búvörugrundvallarins, svo að launafólk ber hækkunina á landbúnaðarvörum að veru- legnj leyti bótalaust. Sam- Svningu Harðar lýkur á morgun Málverkasýningu Harðar Ag- ústssonar í Bogasal Þjóðminja- safns sem hófst um síðustu helgi lýkur annað kvöld. A sýningunni eru 38 málverk og hafa 1- þeirra selzt. Sýn- ingin verður opin í dag og á morgun frá kl. 2 — 10. kværnt því vantar nú 4,80 stig upp á það að kaup- greiðsluvísitalan náj fram- færsluvísitölunni. Óðaverðbólga ríkisstjórnar- innar hélt áfram að magnast í októbermánuði. eins og mánuðina bar á undan. Vísi- íalan fyrir matvörur hækk- aði um sjö stiK og e^ nú 229 stig. Vísitalan fyrir fatnað og álnavöru hækkaði um tvö stig ög er nú 176 stig. Vísi- talan fyrir ýmsa vöru og þjónustu hækkaði um þrjú stig og er nu 211 stig. Með- alvisitalan fyrir allar neyzlu- vörur hækkaði um 4 stig og er nú 208 stig — það vöru- magn sem kostaði 100 krónur í upphafi viðreisnar kostar nú 208 krónur! 1 Hin opinbera vísitala fram- færslukostnaðar sem fengin er með fölsuðum húsnæðis- lið og frádrætti vegna fjöl- skyldubóta (sem aðeins hluti launafólks nýtur) hækkaði í októbermánuði um þrjú sti-g og er nú 180 stig. I Síðan almennu verklýðsfélög- in gerðu samninga sína í sumar hefur nicðalvísifala : fyrir vörur og þjónustu hækkað um hvorki meira né minna en 14 stig — en eins og kunnugt er hétu forsætis- ráðherra og Morgunblaði^ því að þeim sainningum vr?*i ekki svarað með nýrri óða- verðbólgu!. Aðeins tvo síð- ustu mánuði hefur visitaian hækkað um 11 stig. Fjórða spila- kvöldið er á morgun Fjórða spilakvöld Sósíalistafé- lags Reykjavíkur verður haldið annað kvöld kl. 8,30 í Tjarnar- götu 20. Þórbergur Þórðarson, Jó- hannes úr Köíhmi og Valdimar Lárusson, leikari hafa skemmt á fyrri spilakvöldunum í vetur, en að þessu sinni sýnir Þorgeir Þorgeirsson kvikmyndatökumað- ur nýja íslenzka kvikmynd. Spilaverðlaun — Veitingar. — Skemmtinefndin. SÞ ítrekar kröfuna til Breta að þeir beiti landnema í Ródesíu hervaldi Allsherjarþingið samþykkti með 107 atkvæðum gegn 2 að ítreka fyrri ályktanir um að Bretum beri að beita valdi í Ródesíu ef nauðsyn er LONDON, NEW YORK, SALISBURY 12/11 — Samtímis því, að Michael Stewart utanríkisráð- herra Breta skoraði á öll aðildarríki SÞ, að íylkja sér um aðgerðir Breta gegn uppreisnar- mönnum í Ródesíu, bað stjörn Ian Smith land- stjóra Breta að flytja úr embættisbústað sínum í Salisbury. Fyrr í dag hélt stjórn hvíta minni- hlutans fyrsta ráðuneytisfund sinn eftir sjálfstæð- isyfirlýsinguna í gær. Allsherjarþingið Allsherjarþing SÞ kom saman í gærkvöld að frumkvæði Aíríku og Asíuríkja og samþykk'i í nótt ályktunartillögu þar sem á- herzla er á það lögð. að Sam- einuðu þjóðirnar í^rdæmi ólög- legar aðgerðir uppreisnax-manna í Ródesíu og þeim tilmælum er beint til Bretlands að tafarlaust verði fyrri ályktunum allsherjar- þingsins og öryggisráðsins hrund ið í framkvæmd, Þær ályktanir krefjast þessað uppreisn hvíta minnihlutans sé brotin á bak aftur og í þeim er gert ráð fyrir valdbeitingu ef þurfa þyki. Aðalritari afrísku einingarsam- takanna skýrði frá því i New York í nótt, að sendiherrar Afríkuríkja hjá SÞ biðji örygg- isráðið að lýsa yfir að ástandið í Ródesíu sé ógnun við heims- friðinn og munu fara þess á leit við ráðið, að það athugi mögu- leika á hernaðarlegum, stjórn- mála- og efnahagsiegum ráð- stöfunum gegn hinni ólöglegu stjórn Ródesíu. A fundi í öryggisráðinu í kvöld voru fulltrúar nokkurra ríkja boðnir, sem ekki eiga sæti í ráðínu. Meðal þeirra var utan- ríkisráðherra Ghana, stan flutti snjalla ræðu til að fylgja eftir kröfunni um valdbeitingu. Hann kvað ummæli Breta um að þeir ætluðu ekki að beita hervaldi hafa styrkt uppreisnar- menn og stælt { lögleysunum, Bretar Michael Stewart utanríkisráð- herra Breta lýsti þvi yfir á fundi í öryggisráðinu í kvöld að Bret- ar hefðu ekki trú á þvi að mái- ið yrði leyst með hervaldi. Harold Wilson forsætisráð- herra lýsti því yfir í brezka þinginu í dag, að Bretar mundu ekki svikjast undan skyldum sínum við Ródesíu þrátt fyrir ólöglegar athafnir Ian Smith og st.iórnarinnar í Ródesiu. Hann sagði að þeir sem gagn- rýndu aðgerðir Breta gegn R5d- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.