Þjóðviljinn - 13.11.1965, Síða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1965, Síða 1
 Yerkamannasambandsþingið sett í dag Laugardagur 113. nóvember 1965 — 30. árgangur — 258. tölublað. \ ★ Annað þinK Verka- mannasambands íslands hefst í dag. Verður þingið sett í Lindarbæ (gengið inn frá Skuggasundi) kl. 2 eJi. ★ Þingið munu sitja um sextiu fulltrúar frá verka- mannafélögum os verka- kvennafélögum í ölluni lands- fjórðungunum. ★ Mörg félög munu ganga í Verkamannasambandið á þessu þingi og teljast þau öU stofnfélög sambandsins, sam- kv. ákvörðun stofnþingsins. HREPPSTJÓRAUPPREISN I GULLBRINGUSÝSLU: 5 þeirra segja af sér í m ótmælaskyni ■ í gærdag sendu átta hreppstjórar £ Gullbringusýslu mótmælaskjal til Jóhanns Hafsteins dómsmálaráðherra og mótmæltu harðlega veitingu sýslumannsembættisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetaembættinu í Hafnarfirði. Til frekari árétt- ingar hafa fimm hreppstjóranna í Gullbringusýslu sagt upp embættum sínum, — eru það allir hreppstjórar fyrir sunnan Hafnarfjörð utan einn. Hreppstjóri Grindavikur- hrepps, Guðsteinn Einarsson, hefur gegnt embætti sínu síðan 1928 og tók þá við emb- ætti af föður smurn, Einari á Húsatóftum. Happdrœtti Þjóðvilians - skilagrein □ 1 dag er skiladagur í Happdrættí. Þjóðviljans. Það eru eindregin tilmæli okkar að alllir sem mögulega geta komi á Skólavörðustíg 19 með framlög sín nú þegar. □ Stuðningsmenn úti um land eru beðnir að gera skil til umfooðsmanna á stöðun- um sem auglýstir hafa verið, eða senda skil beint til okk- ar. □ Opið verður á afgreiðslu Þjóðviljans í dag kl. 9—12 og 1—7. Vinningar í Happdrætti Þjóðviljans eru tvær bifreiðir SKODA 1000 MB. Þessir hreppstjórar hafa sagt upp embættum sínum í mót- mælaskyni við veitingu sýslu- mannsembættisins; Guðsteinn Einarsson í Grindavíkurhreppi, Hinrik fvarsson í Hafnahreppi, Gunnlaugur Jósefsson í Miðnes- hreppi, Ólafur Sigurjónsson í Njarðvíkurhreppi o» Magnús Agústsson í Vatnsleysustrandar- hreppi. Vekur þessi hreppstjóra- uppreisn í Gullbringusýslu mikla athygli og fær mikinn hljóm- grunn í sýslunni. Hér fer á eftir mótmælaskjal hinna átta hreppstjóra til dóms- málaráðherra í gærdag; ,,Við undirritaðir hreppstjór- ar í Gullbringusýslu, mótmæl- um eindregið veitingu sýslu- mannsembættisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta embættisins í Hafnarfirði. Björn Sveinbjörnsson hefur verið í þjónustu embættisins í 20 ár. og gegnt því, sem settur sýslumaður í niu Og hálft ár hinn 1. marz n.k. Að okkar áliti hefur hann gegnt embættinu með sérstakri samvizkusemi, Iipurð og rétt. <••■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 ILLEFU STIGA VÍSITÖLU- HÆKKUN Á 2 MÁNUÐUM Smávægileg kauphækkun um næstu mánaðamót sýni og því ósæmilegt að vísa svo góðum dreng og ágætum embættismanni burt úr starfi eftir svo Iangan og mistakalaus- an embættisferil. 11. nóv. 1965. Guðsteinn Einarsson, Grindavikurhreppi. Hinrik ívarsson. Hafnahreppi. Gunnlaugur Jósefsson, Miðneshreppi. Sigurbergur H. Þorleifsson. Gerðahreppi. Ólafur Sigurjónsson, N jarðvíkurhreppi. Magmús Ágústsson, Vatnsleysustrandarhreppi. Guðmann Magnússon, Garðahreppi. Sveinn Erlendsson. Bessastaðahreppi. Til dómsmálaráðuneytisins. Reykjavík*. Orðsending frá Kvenfélagi sósíalista BAZAR félagsins verður á morgun, sunnudaginn 14. nóv. og hefst hann kl. 3 eJh. að Tjamargötu 20. KONUR sem ætla að gefa muni á bazarinn eru beðnar að at- huga að tekið verður á móti munum frá kl. 2 eii. í dag í Tjamargötu 20. — Bazarnefndin. Um næstu mánaðamót kem- ur til framkvæmda ný kaup- gjaldsvisitala, og skal þá greiða 7,32% verðlagsuppbót ofan á grunnlaun og aðrar vísitölu- bundnar greiðslur. en upp- bótin er nú 4,88%. Sam- kvæmt því hækkar til dæm- is almennt timakaup Dags- brúnarmanns um 93 aura úr kr. 40,11 i kr. 41,04. I Því fer fjarri að þessi uppbót vegi upp þær stór- felldu verðhækkanir sem dunið hafa yfir í haust. Við útreikning kaupgreiðsluvísi- tölu er þannig ekki tekið til- lit til þeirrar hækkunar á framfærsluvísitölu sem staf- ar af hækkun á vinnuliðum búvörugrundvallarins, svo að launafólk ber hækkunina á landbúnaðarvörum að vem- legu leyti bótalaust. Sam- Svningu Harðar lýkur á morgun Málverkasýningu Harðar Ag- ústssonar í Bogasal Þjóðminja- safns sem hófst um síðustu helgi lýkur annað kvöld. Á sýningunni eru 38 málverk og hafa 11 þeirra selzt. Sýn- ingin verður opin í dag og á morgun frá kl. 2 — 10. kvæmt þvj vantar nú 4,80 stig upp á það að kaup- greiðsluvísitalan náj fram- færsluvísitölunni. Óðaverðbólga ríkisstjórnar- innar hélt áfram að magnast í októbermánuði. eins og mánuðina þar á undan. Vísi- talan fyrir matvörur hækk- aði um sjö stiK og er nú 229 stig. Vísitalan fyrir fatnað og álnavöru hækkaði um tvö stig og er nú 176 stig. Vísi- talan fyrir ýmsa vöru og þjónustu hækkaði um þrjú stig og er nú 211 stig. Með- alvísitalan fyrir allar neyzlu- vörur hækkaði um 4 stig og er nú 208 stig — það vöru- magn sem kostaði 100 krónur i upphafi viðreisnar kostar nú 208 krónur! I Hin opinbera vísitala fram- færslukostnaðar sem fengin er með fölsuðum húsnæðis- lið og frádrættj vegna fjöl- skyldubóta (sem aðeins hluti launafólks nýtur) hækkaði i októbermánuði um þrjú stig og er nú 180 stig. I Síðan almennu verklýðsfélög- in gerðu samninga sína í sumar hefur meðalvisitalan fyrir vörur os þjónustu hækkað um hvorki meira né minna en 14 stig — en eins og kunnugt er hétu forsætis- ráðherra og Morgunblaðii' því að þeim samningum vr*i ekki svarað með nýrrj óða- verðbólgu! Aðeins tvo síð- ustu mánuði hefur vísitalan hækkað um 11 stig. Fjórða spila- kvöldið er á morgun Fjórða spilakvöld Sósíalistafé- lags Reykjavíkur verður haldið annað kvöld kl. 8,30 í Tjamar- götu 20. Þórbergur Þórðarson, Jó- hanncs úr Kötlum og Valdimar Lárusson, lcikari bafa skemmt á fyrri spilakvöldunum í vetur, en að þessu sinni sýnir Þorgeir Þorgeirsson kvikmyndatökumað- ur nýja íslenzka kvikmynd. Spilaverðlaun — Veitingar. — Skemmtinefndin. SÞ ítrekar kröfuna til Breta að Jteir beiti landnema í Ródesíu hervaldi Allsherjarþingið samþykkti með 107 atkvæðum gegn 2 að ítreka fyrri ályktanir um að Bretum beri að beita valdi í Ródesíu ef nauðsyn er LONDON, NEW YORK, SALISBURY 12/11 — Samtímis því, að Michael Stewart utanríkisráð- herra Breta skoraði á öll aðildarríki SÞ, að íylkja sér um aðgerðir Breta gegn uppreisnar- mönnum í Ródesíu, bað stjörn Ian Smith land- stjóra Breta að flytja úr embættisbústað sínum í Salisbury. Fyrr í dag hélt stjóm hvíta minni- hlutans fyrsta ráðuneytisfnnd sinn eftir sjálfstæð- isyfirlýsinguna í gær. Allsherjarþingið Allsherjarþing SÞ kom saman í gærkvöld að frumkvæði Aíríku og Asíuríkja og samþykktí í nótt ályktunartillögu þar sem á- herzla er á það lögð, að Sam- einuðu þjóðirnar (ordæmi ólög- legar aðgerðir uppreisnarmanna í Ródesíu og þeim tilmælum er beint til Bretlands að tafarlaust verði fyrri ályktunum allsherjar- þingsins og öryggisráðsins hrund ið í framkvæmd. Þær ályktanir krefjast þessað uppreisn hvíta minnihlutans sé brotin á bak aftur og í þeim er gert ráð fyrir valdbeitingu ef þurfa þyki. Aðalritari afrísku einingarsam- takanna skýrði frá því í New York í nótt, að sendiherrar Afríkuríkja hjá SÞ biðji örygg- isráðið að lýsa yfir að ástandið í Ródesíu sé ógnun við heims- friðinn og munu fara þess á leit við ráðið, að það athugi mögu- leika á hernaðarlegum, stjóm- mála- og efnahagslegum ráð- stöfunum gegn hinni ólöglegu stjóm Ródesíu. Á fundi í öryggisráðinu i kvöld voru fulltrúar nokkurra ríkja boðnir, sem ekki eiga sæti í ráðinu. Meðal beirra var utan- ríkisráðherra Ghana. sem flutti snjalla ræðu til að fylgja cftir kröfunni um valdbeltingu. Hanin kvað ummæli Breta um að þeir ætluðu ekki að bcita hervaldi hafa styrkt uppreisnar- menn og stælt % Iögleysunum. Bretar Michael Stewart utanríkisráð- herra Breta lýstí því yfir á fundi í öryggisráðinu í kvöld að Bret- ar hefðu ekrki trú á því að mál- ið yrði leyst með hervaldi. Harold Wilson forsætisráð- herra lýsti því yfir í brezka þinginu í dag, að Bretar mundu ekki svíkjast undan skyldum sínum við Ródesíu þrátt fyrir ólöglegar athafnir Ian Smith og stjómarinnar í Ródesiu. Hann sagði að þeir sem gagn- rýndu aðgerðir Breta gegn RSd- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.