Þjóðviljinn - 13.11.1965, Síða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1965, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 13. nóvember 1965 — Vinátta mun skapast milli Islands og Madagaskár Formanni framkvæmdanefndar Herferðar gegn hungri barst fyrir skömmu eftirfarandi bréf: „Ráðherra landbúnaðar, uppbyggingar sveita og matvæla- framleiðslu; forseti Iandsnefndar Madagaskar um Herferð gegn hungri, til hr. Sigurðar Guðmundssonar, framkvæmdanefnd Herferðar gegn hungri c/o Æskulýðssambands íslands, Rcykjavík. Herra formaður. Ég sendi yður alúðarfyllstu þakkir í nafni íbúa Mada- gaskar, sem og í mínu eigin, fyrir örlæti það, sem hin íslenzka nefnd um Herferð gegn hungri hefur sýnt með því að taka að sér þann hluta áætlunar um Herferð gegn hungri, sem nefnist „MAD. 12“ og felst í uppbyggingu fiskveiða við Alaotra-vatn, byggingu nýtízku báta, öflun veiðarfaera og sköpun nýtízku veiðiaðferða. Þér megið treysta því, að vinarbragð þetta mun sér- staklega verða metið af fiskimönnum við Alaotra-vatnið, sem búa við bág kjör, en munu nú geta útbúið sig veið- arfærum og komið veiðiaðferðum sínum í nútímahorf, til mikilla heilla fyrir Alaotra-héraðið. Það er mér sérstök ánægja að hugsa til þess, að fiski- mennirnir við Alaotra-vatn fá stuðning frá raunveruleg- um „bræðrum", þar sem þjóð yðar hefur stundað fisk- veiðar frá aldaöðli, og hin mikla fjarlægð, sem skilur oss að, mun ekki koma í veg fyrir, að mikil vinátta skapist milli þjóða vorra. Ég endurtek þakklæti mitt og votta yður virðingu mína. F.h. forseta Landsnefndar Madagaskar um HGH. framkvæmdastjórinn, Amiel. Fsfer ekki stáðizt Þegar reynt er að verja embættisveitinguna í Hafnar- firði með þeim formlegu 1 rökum, sem ekki standast, að þar hafi aðeins verið um að ræða venjulega lausa stöðu, verður engu að síður fyrir óyfirstíganleg torfæra. Sam- kvæmt formlegum rökum átti Jóhann Gunnar Ólafsson þá skýlausan rétt á embættinu. Morgunblaðið og sjálfur dómsmálaráðherrann hafa reynt að komast framhjá tor- færunni með þeirri kenningu að Jóhann Gunnar sé svo aldurhniginn að ekki hafi verið unnt að veita honum starfið af þeim sökum, en sú málsvörn kemur ekki að neinu gagni. Jóhann Gunnar verður 63ja ára eftir nokkra daga. Telji dómsmálaráðherra að menn á þeim aldri séu þess ekki umkomnir að gegna sýslumannsembættum ber honum að beita sér fyrir byí að lögum um hámarksaldur embættismanna verði breytt, en meðan núgildandi ákvæði eru í lögum verður dóms- málaráðherrann að láta sér lynda að hlíta þeim. Beri hins vegar að líta á ummæli dómsmálaráðherrans sem per- sónulega árás á Jóhann Gunnar Ólafsson, einhvern traustasta og virtasta emb- ættismann landsins, væri það rökrétt áframhald að ráð- herrann viki honum úr starfi ef hann er ekki talinn rísa undir verkefnum héraðsdóm- ara. En það er ekki hægt að gera hvort tveggja í senn, beita formleeurn rökstuðningi og hafna honum. Fyr- irhyggja Guðmundur T. Guðmunds- son, núveranrli n—> bassador í Lundúnum, seldi húseign síría i Hafnarfirðí ”-^mma á þessu sumri. og b=* var að sjálf- sögðu forsenda sölunnar að Guðrhundur hætti í héraðs- dómarastarfinu. En Guð- mundur sagðí starfinu ekki formlega upp fyrr en í haust. Ekki var unnt að auglýsa starfið fyrr en formleg upp- sögn lá fyrir, og með því að halda þannig á málum var Guðmundur kominn af landi brott þegar umsóknarfrestur var liðinn og staðan veitt. Hann þurfti ekki að standa augliti til auglits við Björn Sveinbjörnsson, staðgengil sinn í tíu ár, þegar hann var rekinn. Guðmundur í. Guðmunds- son hefur alltaf verið fyrir- hyggjusamur maður og haft vitneskju um óorðna hluti. Og kannski var verðið á hús- inu svona rausnarlegt vegna þess að fleira f.ylgdi með í kaupunum. Á- hrifaríkt Mikið er ánægjulegt að sjá Alþýðublaðið sem málsvara réttlætis í stöðuveitingum á íslandi. Blaðið hefur hrein- lega farið á kostum undan- farna daga; það er eins og rithöfundar þess hafi losnað úr læðingi og kunni sér ekki læti af fögnuði frekar en kýr sem sleppt er á vordegi út úr daunillu og myrku fjósi. Er það sannarlega mikill fengur fyrir góðan málstað að hreppa svo óvæntan liðs- kost. Hitt þarf ekki að vera neitt undrunarefni þótt sumir Al- þýðuflokksmenn hafi ekki enn áttað sig á hinum nýju viðhorfum. Til að mynda sátu fulltrúar Alþýðuflokks- ins hiá af gömlum vana þeg- ar réttlætið bar á góma í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir nokkrum dögum. En ef vel er á haldið stendur þetta allt til bóta. Það gæti til að mvnda orðið mjög áhrifaríkt að fá herhvöt i hinni nýju siðgæðisbaráttu, í bundnu eða óbundnu máli, frá Braga Sig- urjónssyni bankastjóra á Ak- ureyri. — Austri. „Gjör rétt, þol ei órétt" Yfirskriftin er einkunnarorð stærsta starfandi stjórnmála- flokksins hér á landi, Sjálf- stæðisflokksins. Er í þeim að finna harla háleitan siðgæðis- boðskap. Búast verður við, að flest fólk, sem fylgir ákveðn- um stjórnmálaflokki geri til forsvarsmanna hans og mál- gagna ákveðnar lágmarkskröf- ur. Ennfremur verður að gera ráð fyrir, að langflestir kjós- endur hafi í innsta hugskoii sínu það ljós sjálfsvirðingar, að þeir láti. ekki bjóða sér hvað sem er á hinu hála leik- sviði stjórnmálaflokkanna. Ef við viljum að lýðræðis- skipulag okkar haidi velli. að mannréttindi séu hér meira en orðin tóm og að siðleysið í stjórnmálum verði ekki enn verra en orðið er, hljóta allir hugsandi menn að spyrja sjálf- Tálfhundruð mála meðal- veiði á skip Ágætt veður var á síldarmið- unum fyrra sólarhring og var enn í gærmorgun. Skipin voru einkum að veiðum í Norðfjarð- ardýpi 50 til 55 mílur nndan Iandi. Samtals tilkynntu 58 skip um afla alls 69.270 mál. Dalatangi mál Viðey RE 900 Sigfús Bergmann GK 950 Lómur KE 1300 Grótta RE 1300 Sig. Bjarnason EA 1250 Helga RE 1100 Akraborg EA 1500 Ólafur Magnússon EA 1200 Þórður Jónasson EA 1500' F§Si“ GK ' ...............T300 Bjarmi II. EA 1300 Jón Kjartansson SU 1600 Elliði GK 1050 Þorleifur OF 850 Auðunn GK 1000 Bára SU 1300 Sveinbj. Jakobssop SH 800 Helgi Flóventsson ÞH 1300 Víðir II. GK 800 Sigurpáll GK 1100 Helga Guðmundsd. BA 1300 Björgvin EA 1300 Þorbjörn II. GK 900. Gunnar SU 1300 Gullver NS 1600 Ól. Friðbertsson IS 900 Súían EA 1300 Oddgeir ÞH 700 Guðrún Guðleifsd. IS 1600 Hólmanes SU 700 Reykjanes GK 800 Amar RE 1200 Sólrún IS 1250 Þráinn NK ■ 1000 Óskar Halldórsson RE 1500 Hannes Hafstein EA 1200 Þorsteinn BB 1400 Sigurkarfi GK 1400 Guðrún Þorkelsdóttir SU 1250 Halkion VE 1500 Hrafn Sveinbjs. III. GK 1200 Dagfari ÞH 1500 Sigurborg SI 1450 Guðbjörg GK 1200 Höfrungur III. AK 1650 Höfrungur II. AK 1150 Bjartur NK 1400 Framnes IS 1000 Gullfaxi NK 1300 Sig. Jónsson SU 1000 Jörundur II. RE 1500 Guðm. Þórðarson RE 1000 Ingvar Guðjónsson GK 1800 Stapafell SH 700 Ásbjöm RE 800 Sæfugl SU 1100 Gísli lóðs GK 800 Sæfaxi NK (2 landanir) 1220 Orðsending Orðsending frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavikur. • Sameiginlegir æfingatímar fyrir félagsmenn verða í Vals- húsinu á laugardögum sem hér segir: Klukkan 2.50—4 unglingar, klukkan 4—5.30 nýliðar. kl. 5.30—7 meistara og fyrsti fl. Stjómjn. an sig þessa dagana: Er mæl- irinn ekki orðinn fullur með hinni hróplega ranglátu veit- ingu bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði? Er horfandi á hinar kaldrifjuðu og algerlega einstæðu aðfarir gagnvart á- gætum bæjarfógeta okkar, Birni Sveinbjömssyni, með þögninni einni saman? Fullyrða má, að allur þorri Hafnfirðinga og annarra íbúa Reykjanesumdæmis mótmælir siðleysinu við embættisveiting- una í Hafnarfirði. En mótmæl- in ein duga lítið, ef þau birt- ast ekki f verki og á því máli, sem fremjendur ranglætisins skilja. Látum þá bæjarstjómarfull- trúa í Hafnarfirði, sem í auð- mýkt beygðu sig fyrir rang- lætinu með því að hafna vít- um á þau öfl, sem það frömdu, eina um þann ódrengskap. Greinarhöfundur, sem er ó- háður, hafnfirzkur kjósandi, og ekki bundinn neinum stjóm- málaflokki, skrifar þetta ein- göngu vegna þess, að hann. tel- ur það vera hinn æskilegasta hlut, að augljóst réttlæti sé ekki fótum troðið. Réttlætið á í harðri baráttu við ráðamenn ákveðins stjórn- málaflokks vegna mannrétt- indamáls, sem hér um ræðir. Dómsmálaráðherrann. sem veitti embættið, er varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, óg þeir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði, sem töldu það sáluhjálparat- riði sitt að standa með verk- um hans, eru úr sama flokki, en þeir hófu hendur hátt á loft á bæjarstjómarfundi til að hindra sjálfsagðar vítur á embættisveitinguna. 1 öðrum þingræðislöndum hefði ráðherra, sem ber hefði orðið að þvílíku siðleysi og valdaníðslu og umrædd embætt- isveiting' er, orðið að segja af sér vegna almenningsálitsins. Það kann svo áð fara, að fólk- ið í Reykjaneskjördæmj sjái á réttum tfma, að það ræður yfir því afli, sem úrslitumraeð- ur, þannig að Jóhann Hafstein ög hans vikapiltar eigi ekki afturkvæmt í ráðherra-, þing- eða bæjarstjórnarstóla. Þú, lesandi góður, unnandi kjörorðanna: „Gjör rétt, þol ei órétt“ átt nú næsta leikinn, Hann verður framvegis leiðar- liós þeirra, sem siðleysið frömdu. Réttlætið þarfnast þinnar þjónustu. Óháður kjósandi. Hljómsveitin hefur fengið Steinwayflygil Sinfóníuhljómsveit Is- lands hefur nú eignazt nýtt og gott hljóðfæri, Stein- way flygil, og mun norski píanöleikarinn Kjell Bækkelund vígja hann á tónleikum hljómsveitarinn- ar í Háskólabioi í kvöld. Steinway-flyglar eru tald- ir þeir beztu sem vöL er á í heiminum, en flygill- inn sem hingað til hefur verið notaður á tónleikum í Háskólabíói hefur verið heldur illa liðinn bæði af píanóleikurum, sem á hann hafa spilað og áheyrendum. 77/ sölu kjallaraíbúð í Smáíbúða- hverfi. — Félagsmenn sem vilja nota forkaups- rétt snúi sér til skrif- stofunnar, Hverfisgötu 39 fyrir 18. nóvember n.k. — Sími 23873. B.S.S.R. ‘:ri9rtOfVT?.r>rr Framleiðum ýmsar tegundír af leíkföngum úr plasti og tré. Sterk, létt og þægíleg leikföng, jafnt fyrir telpur og drengi. Fjölbreytt úrval évallt fyrirliggjandí. Stærsta leíkfangagerð landlsins. Vínnutieímilíð að Reykjaluntii Slmi um Brúarland Aðalskrifstofa í Reykjavík Bræðraborgarsfíg 9, Sími 22150 SEYXJAiUNÐUR aL Merkjasala Blindrafélagsins Merkjaafgreiðslur verða á eftirtöldum stöðum í Reykjavík og ná- grenni á sunnudag, frá kl. 10 f.h. REYKJAVÍK: Blindrafélagið Hamrahlíð 17. — Austurbæjarskóla. — Breiðagerðisskóla. — Landakotsskóla. — Miðbæjarskóla. — Vogaskóla. — Holts Apóteki. — Álftamýrarskóla. — ísaks- skóla. — Melaskóla. — Ves'furbæjarskóla. HAFNARFIRÐI: Öldutúnsskóla. — Barnaskóla Hafnarfjarð- ar. (Kjartan Ólafsson). KÓPAVOGI: Bamaskóla Kópavogs. — Kársnesskóla. — Digranes- skóla. GARÐAHREPPI: Barnaskóla Garðahrepps. SELTJARNARNESI: Mýrarhúsaskóla. Sölubörn: Komið og seljið merki Blindrafélags’ns. — Góð sölulaun! — BLINDRAFÉLAGIÐ.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.