Þjóðviljinn - 13.11.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1965, Blaðsíða 4
4 SlBA — ÞJOÐVILJINN — Laugardagur 13. nóvember 1965 Otgefandi: Sameiningárflolsfcur alþýðu — Sósíallstaílofcfc- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Maghús Kjartan«on, Sigurður ©uðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Augiýsingastjóri: Þorvaldur Jóharinesson. Rltstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja, Skólavðrðust 18 Sími 17-500 (5 llnur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Á rangsleitnin að standa það he'fur verið einstaklega íróðlegt að fylgjas't með málsvörn íhaldsblaðanna fyrir embættis- veitingtmni í Hafnarfirði fyrir þá sem' áhuga hafa á siðferðilegum innviðum valdhafanna. Megin- röksemdin hefur verið að skírskota til þess sem áður hefur verið verst gert í embættaveitingum á íslandi, en þá er illa komið í opinberu lífi hér- lendis ef valdhafarnir telja það helzta ástundun- arefni sitt að keppa hver við annan í óþurftar- verkum og vandséð hvar slík þróun kann að lenda. Hins vegar má segja að í þessu felist lærdómsrík hreinskilni; ef til vill má þá vænta þess að í næstu kosningum falist leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins eftir kjörfylgi með þeirri röksemd að þeir skuli sannarlega ekki vera ef^irbátar Al- þýðuflokksins og Framsóknarflokksins í siðleysi og misbeitingu yalds. gn þótt mörg ótíðindi hafi gerzt á þessum veft- vangi hérlendis hrökkva þau ekki til þess mannjafnaðar niður á við sem málgögn Sjálfstæð- isflokksins ástunda. Aðstæður í Hafnarfirði máttu heita einstæðar. Þar hafði engin staða losnað, heldur var sá maður fús til að starfa áfram sem gegnt hafði embættinu í næstum áratug við hinn bezta orðstír að allra dómi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alls ekki veitt laust starf, heldur rekið mann úr starfi án þess að dirfast að bera á hann nokkrar sakir. Það atferli verður engan veginn réttlætt með þeirri valdníðslu Guðmundar í. Guð- mundssonar að halda embættinu formlega opnu handa sér í áratug — síðustu árin í því skyni einu að geta selt hús sitt á tvöföldu verði. Atferli hans gerir það óhjákvæmilegt að reistar verði skorður í lögum við slíkri stigamennsku stjórn- málamanna, en það má sízt af öllu verða röksemd fyrir nýrri misbeitingu valds. Eitt siðleysi vegur ekki annað upp heldur ber að leggja þau saman. Valdníðslan í Hafnarfirði hefur vakið mikla reiði meðal starfsmanna embættisins, meðal Hafn- firðinga og annarra íbúa Reykjaneskjördæmis og um land allt — og sem betur fer meðal manna úr öllum stjórnmálaflokkum. Enginn efi er á því að stöðuveiting þessi brýtur í bága við siðgæðis- vitund alls þorra landsmanna. En þá verða þegn- arnir einnig að finna Ieiðir tíl þess að hnekkja henni. Ekkert er háskalegra en ef réttlætisvit- und manna fær aðeins útrás í mótmælum í nokkra daga en síðan uni þeir því þegjandi og hljóðalaust til frambúðar að rangsleitnin drottni. Slík mála- lok eru bví miður áilt of tífj % tslandi og stuðla öllu öðru fremur ->% ^avan^ ^fo^islegu skilleysi og þjóðfélagslegri upplausn. — m. HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVIUANS DREGIÐ ÞAIMN 24. DESEMBER '65 VINNINGAR: TVÆR SKODABIFREIÐAR SK0DA 1000MB SKODA-1000MB, hefur verið metsölubíll hér á landi í sumar. — Skoda 1000MB hefur hlotið mikið lof í erlendum blöðum, t.d. í dönskum og enskum tækniritum. Útlit bílsins er mjög nýtízkulegt í alla staði: rúður stórar og útsýni gott, innrétting öll rn'jög skemmtileg. Farangursrými er nú að framan, en auk þess er mjög rúmgóð geymsla fyrir aftan aftursæti bílsins, og er það mjög hent- ugt innanbæjar, t.d. þegar farið er í verzlanir. Benzíneyðsla er mjög lítil. Hún er gefin upp 7 1. pr. 100 km, en þess eru mörg dæmi hérlendis, að 1000MB hafi eytt aðeins rúmL 6 lítrum á vegum"úfir" UMBOÐSMENN HÞ W^^^^j^^^^^^'^v}^'^^^^^'^^^^^^ ::^::::---y:^ý:::-:ý'-: REYKJANESKJÖRDÆMI: s Kópavogur: Björn Krisrjánsson,' Lyngbrekku 14 — Sími 41279. Hafnarfjörður: Geir Gunnarsson, Þúfubarði 2 — Sími 50004 Niarðvfkur: Oddbergur Eiriksson, Grundarvegi 17 Keflavík: Sigurður Brynjólfsson, Garðavegi 8. ^ Sandgerði: Hjörtur Helgason, Uppsalavegi 6. ___ VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Borgarnes: Olgeir Friðfinnsson. Stykkisbólmur: Jenni R. Ólafsson. Olafsvfk: Elías Valgeirsson, rafveitustjóri. Hellissandur: Skúli Alexandersson. Grundarfjörður: Jóhann Asmundsson, Kverná. VESTF.TARÐAK.TÖRDÆMI: ísafjörður: Halldór Ólafsson. bókasafni. Dýrafjörður: Friðgeir Magnússon, Þingeyri. ___ NORDTTRT,ANDSK.TÖRDÆMT VESTRA: Blönduðs: Guðmundur Theódórsson. Ska<*aströnd: Friðión Guðmundsson. SauðaVkrðkur: Hulda Sigurbiörnsdóttir. Skagfirðingabraut 37. Sigluflörður: Koibeinn Friðbiarnarson. NORDURTvANDSK.TÖRDÆMT FYSTRA: Ölafsfjörður: Sæmundur Olafsson, Olafsvegi 2 Akureyri: Skrifstofa ..Verkamannsins". Brekkugötu 5. Húsavík: Gunnar Valdimarsson Uppsalavegi 12. Raufarhöfn: Guðmundur Lúðvfksson. AURTURT.ANDSKjnRDÆMI: Vonnafiörður: Davíð Vigfússon. Fliðtsdalshérað: Sigurður Gunnarsson, Egilsstöðum. Sevðisfiörður: Jðhann Sveinbjðrnsson, Brekkuvegi 4. Fskifiorður: Jóhann Klausen. Neskaunstnður: Biami Þórðarson. Reyðarfiörður: Biðrn Jðnsson, kaupfélagi. Faskn'iðsfiörður: Baldur Biðrnsson. Diúoivoffur- Asgeir Biðrgvinsson. StöðvariMörðw Biörgi'ilfur Sveinsson. Hornafiörður- Benedikt Þorsteinsson, Höfn. __________ CUDURT, ANTVSK TftRTT ÆWIT: Vestmannapviar- Oinnar Sieurmundsson. Brimhólabraut 24. Selföss: Wrnwn/inr fíirðmundsson. Miðtun 17. Hveraeerði- T*irvrpvin ímasnn. Hverahlíð 12 Afgreiðsla Happdrœttis ÞjóSvilians er á Skólavörðustíg 19 - SÍMI17500 OPIÐ KLUKKAN 9-6 6ERIÐ SKIL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.