Þjóðviljinn - 19.11.1965, Page 1

Þjóðviljinn - 19.11.1965, Page 1
Föstudagur 19. nóvember 1965 árgangur — 263. tölublað.; Hreppsnefnd Miðneshrepps bætist í hóp mótmælenda Mótmælir veitingu sýslumannsembættisins Hér er dagheimilið við Itauðalæk, en það átti að vera tilbúið á á rinu 1964 — en er n.ú fokhelt einhverntíma á næsta ári. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). tekur ekki starfa fyrr en NeycSarásfand \ borginni vegna skorts á dagheimilum: Engar áætlaðar framkvæmdir á árinu 1965 eru enn hafnar Hreint neyðarástand ríkir nú á fjölmörgum heimilum hér í borg út af skorti á dagheimilum og leikskólum. Verðbólgan hefur æt't’ svo hömlulaust áfram síðustu mánuði, að fyrirvinnu heimilisins er fyrir löngu orðið ofviða að sjá f jölskyldunni far- borða í dýrtíðinni, — sérstaklega hjá launafólki, — þó að launafólk leggi saman nótt og nýtan dag. hvort Ekki er óalgengt, að tveir eða þrír fjölskyldu- meðlimir þurfi að sækja út í atvinnulífið til þess að sjá heimilinu farborða og hrekst móðirin oft með þeim fyrstu út af heimilinu, þó að ungbörn séu þar til staðar. En hvað á að gera við bless- uð börnin á heimilinu. Þau eru skilin eftir í misjafnri for- ejá eftir aðstæðum og ef gift kona leyfir sér þá firru að hringja í dagheimili eða leifc- skóla hér í borginni, þá er það oft tekið óstinnt upp af for- stöðukonunum að leyfa sér svona bamaskap. þar sem dagheimilin eða leikskólarnir eru yfirfuliir og ganga þar vitaskuld fyrir einstæðar mæður og ekkjur. Fróðlegar umræður fóru fram f borgarstjórn í gær um öll þessi mál út af tillögu frá öddu Báru Sigfúsdóttur að taka al- varlegri tökum á þessum mál- um og hraða byggingum dag- heimila og leikskóla og kom þá í Ijós, að framkvæmdir áætlana í þessum efnum hjá borgar- stjórnaríhaldinu á árinu 1965 eru ekki ennþá hafnar. Nú eru borgarbúar að upp- skera áratuga langan slóðaskap í þessum efnum. Tillaga öddu Báru Sigfúsdótt- ur á borgarstjórnarfundinum í gærdag hljóðaði á þessa leið. „Samkvæmt áætlun um bygg- ingu dagheimila og leikskóla ár- in 1964 — 1968 átti að ljúka smíði eins dagheimilisog tveggja leikskóla á árunum 1964 og 1965 og auk þess hefja bygg- ingu annars dagheimilis og þriðja leikskólans á árinu 1965. Nú í nóvember 1965 er það dagheimili, sem fullbúið átti að vera 1964, aðeins fokhelt ogeng- ar framkvæmdir hafnar við hin- ar byggingarnar. Borgarstjómin telur þennan drátt á framkvæmdum gersam- lega óviðunandi og leggur fyrir barnaheimila- og leikvallanefnd að semja framkvæmdaáætlun fyrir næstu tvö ár, þar sem sé miðað við, að seinkunin, sem orðin er, verði unnin upp á þeim tíma. Jafnframt er borgarráði fal- ið að láta gera ráðstafanir til þes„ að unnt verði að hefja leikskólastarfsemi í leikskóla- húsinu við Mosgerði, og athuga tiltækilegt sé að kaupa finnanlegs skorts á þeim stofn- unum.“ I fróðlegu framsöguerindi öddu Báru Sigfúsdóttur kom það skýrt fram, að engar áætl- aðar framkvæmdir borgarstjórn- aríhaldsins á árinu 1965 eru ennþá hafnar og loforð frá fyrra ári hafa tafizt svo stórkostlega í þessum efnum, að stórhneyksli er að og vanvirða á allan hátt. Birgir Isl. Gunnarsson, borgar- stjórnarfulltrúi, er sökum æsku sinnar einn helzti sérfræðingur íhaldsins i þessum efnum, en raunalegt var að hlusta á hann telja upp framkvæmdir borgar- innar í þessum málum, — við urkenndi hann tafir á þessum framkvæmdum og kenndi einna Framhald á 9. síðu. Á þriðjudagskvöld samþykkti hreppsnefnd Miðnes- hrepps á fundi sínum mótmæli vegna veitingu sýslumanns- embættisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sveitarstjórinn, Þórir Sæmundsson, bar upp þessa mótmælatillögu, — hún var samþykkt með þrem atkvæðum, — einn var á móti og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Þeir sem voru með mótmæl- unum voru Ari Einarsson, full- trúi vinstri manna. Kristinn Lárusson, Alþýðuflokksmaður og Brynjar Pétursson, Alþýðu- flokksmaður, Ólafur Vilhjálms- son, Alþýðuflokksmaður sat hjá og Páll Ó. Pálsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksmanna greiddi mótatkvæði. Páll er annars varamaður í hreppsnefnd, en að- almaður er Jón H. Júlíusson, en hann er fjarverandi við síld- veiðar fyrir austan. Þá er Ari einnig varamaður fyrir Víði Sveinsson, skipstjóra á Viði II, en hann er á síldveiðum fyrir austan. Mótmælaályktunin hefur nú verið póstlögð og er á leiðinni til dómsmálaráðherra og hljóðar hún svo: ..Hreppsnefnd Miðneshrepps mót.mælir harðlega við dóms- málaráðherra að hann skyldi ekki veita Bimi Sveinbjömssyni sýslumannsembættið í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. I nær áratuga starfi hefur Björn sem settur sýslumaður skapað sér vinsemd og virðingu beirra fjöldamörgu. sem við hann hafa þurft að skipta í starfi hans enda dugmikill og réttsýnn embættismaður og bessvegna auk fleiri ástæðna verið allra sagðastur til í embættið.“ Sandgerði, umsækjenda sjálf- að verða skipaður 16. nóvember 1965. Fylklngln N.k. sunnudag kl. 4 síðdegis hefst að nýju hið vinsæla síð- degiskaffi ÆFR. Fjölbreyttar veitingar verða á boðstólum. Fé- lagar, drekkið síðdegiskaffið í Tjamargötu 20 og takið með ykkur gesti. Stjórnin. NÝR BiLA- SKATTUR í frumvarpi ríkisstjórnar- innar um hægri handar um- ferð sem lagt var fram á aiþingi í gær segir svo í 12. grein: ,Á árunum 1966—1969 skal greiða í ríkissjóð sérstakan skatt af bifreiðum sem hér segir: a. Af fólksbifreiðum, 1—8 farþega: kr. 200,00 árið 1966, kr. 300,00 árið 1967, kr. 400,00 árið 1968 og kr. 200,00 árið 1969. b. Af öðrum bifreiðum: kr. 350,00 árið 1966, kr. 550,00 árið 1967, kr. 750,00 árið 1968 og kr. 350,00 árið 1969“. ( Skattur þessi greiðist af j hverri bifreið sem er á öku- ■ tækjaskrá í upphafi árs og i af hverri bifreið, sem skráð [ er fyrsta sinn síðar á árinu. , I greinargerð með frum- varpinu segir að samkvæmt áætlun Efnahagsstofnunarinn- ar muni tekjur ríkisins af þessari skattlagningu nema samtals 51,8 miljónum króna -öll árin og verður fé þessu varið til að greiða kostnað þann sem breytingin á um- ferðarreglunum hefur í för með sér fyrir ríkissjóð en , hann er alls áætlaður 49,4 milj. kr. samkvæmt greinar- gerðinni. Stjórnarfrumvarp lagt fram á alþingi í gaer- HÆGRI HANDAR UMFERÐ VERÐ TEKIN HÉR UPP Á ÁRINU 1968 ■ í gær var lagt fram á alþingi frumvarp til laga um hægri handar umferð hér á landi. Er það stjórnarfrum- varp. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hægri handar umferð verði tekin upp „á þeim degi apríl, maí eða júní- mánaðar 1968, sem dómsmálaráðherra ákveður“. 1 frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að dómsmálaráðherra skipi þriggja manna framkvæmdá- nefnd, er hafi á hendi undirbún- ing og stjórn framkvæmda við breytingu úr vinstri í hægri handar umferð. Skal nefndin ráða sér framkvæmdastjóra en hann annað starfslið eftir þörf- um. Um starfssvið nefndarinnar segir m.a. svo í frumvarpinu, að hún eigi að kanna og sannreyna eftir því sem unnt er áætlanir um framkvæmdir og kostnað sem leiðir af breytingu umferð- arreglnanna, stuðla að því að nýtt verði afkastageta fyrirtækja til að framkvæma nauðsynlegar breytingar á bifreiðum, fylgjast með að framkvæmdar verði nauðsynlegar breytingar á vega- og gatnakerfi landsins, umferð- arljósum og umferðarmerkjum, undirbúa og framkvæma í sam- í □ I landi okkar ríkir friður, við höfum nóg að bíta og brenna, og börn okkar leika sér án ótta við ófrið. , Q Langt í fjarska er annað land, þar sem styrjöld hefur geisað fjölda ára. Daglega berast okkur fregnir af bar- dögum og sprengjuregni. Þar er hvergi friður, hvergi öryggi. 0 Við vitum líka að það eru bömin, sem líða mest, sak- laus börn, sem ailar hörm- ungar ófriðar bitna fyrst og fremst á. n Menningar og friðarsam- Menningar og friðarsamtök íslenzkra kvenna: Avarp vegna fjársöfnunar fyrir börn í Víet-Nam tök ísíenzkra kvenna hrinda nú af stað fjársöfnun fyrir þau börn, sem eru fórnar- lömb styrjaldarinnar í Viet- Nam. Framar öllu öðru vant- ar peninga til kaupa á lyfj- um og lífsnauðsynjum. □ Stofnað hefur verið til hjálparstarfsemi fyrir Viet- Nam um allan heim, meðai annarra aðila af Alþjóða- rauða-krossinum. Sérstök al- þjóðleg nefnd hefur starfið með höndum og starfar hún sjálfstætt. Ráðstafar hún því fé, sem inn kemur. Ennfrem- ur hefur Rauði Kross Islands fúslega tjáð sig reiðubúinn að senda fyrir hönd MFlK söfn- unarféð beint til Viet-Nam. □ Við skírskotum tii allra Islendinga að bregðast vel við og sanna með framlagi sínu, að við viljum í verki hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Anna Sigurðardót'ir, Hjarðar- haga 26, sími 12204. Bryndís Schram, Vesturgötu 38, sími 16039, Hrönn Aðalsteinsdóttir, Ljós- heimum 2, sími 36862, H Sigríður götu 2, Eiríksdóttir, sími 11960, Ara- Sólveig Einarsdóttir Sólheim- um 25, sími 36806. ráði við yfirvöld, félög og stofn- anir ^ nauðsynlega fræðslu og upplýsingastarfsemi, og stuðla að því að ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrír umferð- arslys í sambandi við breytingu umferðarreglnanna, ákveða greiðslur kostnaðar sem af breytingunni leiðir og gera til- lögur til ráðherra um nauðsyn- legar stjórnvaldsráðstafanir í sambandi við breytingu umferð- arreglnanna. Þá segir í frumvarpinu að kostnað sem ieiði af breytingu umferðarreglanna skuli greiða úr ríkissjóði og skal bæta kostn- að vegna eftirtalinna fram- kvæmda: Vegna breytinga á vega- og gatnakerfi landsins, þar með taldar breytingar á bif- reiðum og öði"um vélknúnum ökutækjum svo og annan óhjá- kvæmilegan beinan kostnað er af breytingunni leiðir. Bótarétt- inn eiga veghaldarar, skráðir eigendur ökutækja, svo og aðr- ir þeir. sem eins stendur á um, Eru í lögunum nánari ákvæði um bótalrröfur og greiðslur þeirra. Síðar verður gerð ngnari grein fyrir frumvarpinu hér í blaðinu og greinargerðinni serr, því fylg- ir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.