Þjóðviljinn - 19.11.1965, Page 2

Þjóðviljinn - 19.11.1965, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJItNN — Föstudagur 19. nóvember 1965. Einor Bragi Góði kunningi, Þqrgeir Þorgeirsson. Ég var að fesa bréf þitt langt og skilmerkilegt. Ég legg engan dóm á það að svo komnu máli og leiði hjá mér hnýfilyrði og ýmiss konar við- skot, sem mér þóttu koma úr ólíklegustu átt. En ég á erf- itt með að átta mig á tengsl- um bréfs þíns við grein mína í Birtingi og býst við að þeim, sem hafa ekki lesið hana. reynist það enn örðugra. Þess vegna hlýt ég að biðja Þjóðviljann að birta þann kafla allan sem um kanasjón- varpið fjaliar, svo að lesendur vit; um hvað er verið að ræða og geti lagt orð í belg, ef þá langar til Einar Bragi. ,,Dátasjónvarpið á Keflavík- urvelli hefur á fjórum árum sópað að sér fleiri kjósendum á suðvesturhorn; landsins en Alþýðuflokknum hefur auðnazt að vinna til fylgis við sig á meira en fjórum áratugum. Mætti það verða menntamála- ráðherra og hinum sjónvarps- glaða formanni útvarpsráðs nokk'Urt umhugsunarefni. Mannj verður ómótt af oð hugsa til þess, að dag hvern sitji hart nær þrjátíu þúsund íslenzkar manneskjur framan við ácermi soldátasjónvarps og hámi í sig „vélstrokkað tilbera- smjör“ sem amerískir fésýslu- menn hafa iátið gera til við- bitist með auglýsingum um kæliskápa eða kláðaduft og fleygt í herbúðalýð sinn. þegar .neytendur heima fyrir höfðu fengið sig fullsadda. Menn hugsa kannski sem svo, að við- námsminnsti o-g menningar- snauðasti hluti þjóðarinnar sé nú ekki merkilegri en þetta O'g við því sé ekkert að gera. eng- an hafi getað grunað. að hann værj svona fjölmennur — eða eins og haft er eftir mennta- málaráðherra í blaðinu Ingólfi: Þan- þol samvizkunnar Það eru gömul sannindi að erfitt er að þjóna tveimur herrum og samt eru alltaf til menn sém reyna að iðka þá list. Einkanlega fser fólk að sjá þessa kynlegu íþrótt ef harður ágreiningur kemur upp um eitthvert vandamál og samvizkan togar í eina áttina, flokkshollustan í aðra og vinskapur einhverra valda- mikilla einstaklinga í þá þriðju. Á sunnudaginn var birti Morgunblaðið fagnandi frétt um það að hreppstjór- ar í Kjósarsýslu hefðu neit- að að undirrita mótmæli starfsbræðra sinna í Gull- bringusýslu gegn embættis- veitingunni í Hafnarfirði. Á þriðjudaginn var birtu hrepp- stjórarnir í Kjósarsýslu aðra yfirlýsingu um það að Þeir hefðu öldungis ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælum þessum, en af- staða þeirra væri engu að síður ljós; ,,af kynnum okk- ar af Birni Sveinbjömssyni hefðum við engan fremur „Ráðherra lagði á það ríka áherzlu. að ef hann hefði vitað fyrir eða séð fram á það, þeg- ar stækkun sjónvarpsstöðvar- innar kom til ákvörðunar 1961, að innan fjögurra ára næði bandaríska sjónvarpið til 6000 íslenzkra heimila. hefði hann tekið aðra afstöðu til stækk- unarinnar en hann gerði. Kvaðst hann vilja fullyrða. að hvorki ríkisstjórnina né aðra hefði órað fyrir því hvernig fara mundi“. Þetta eru einhver kynleg- ustu stjómartíðindi, sem um getur, og hafa þó íslendingum borizt margar furðufréttir á seinustu árum úr Múrnum. Al- þjóð veit. að bæð; forsætis- og utanríkisráðherra viðreisnar- stjórnarinnar voru meðal fyrstu þufamanna soldátasjón- varpsins, En samráðherra þeirra fullyrðir. að þá hafi ekkj órað fyrir hvernig fara mundi! Aldrei þessu vant eiga þeir að hafa vænzt þess. að fáir færu að dæmi þeirra. Ákaflega er það ótrúleg saga. En látum sem við trúum henni. Bendir hún þá ekk; einmitt til, að undir niðrj hafi ráðherrarn- ir vitað. að þeir væru ekk; að vinna menningu þjóðarinnar þurftarverk með því að hleypa erlendu herliði væddu sterk- asta áróðurspilv.erki nútímans, inn á þúsundir íslenzkra heim- ila? Spyrja mættj enn fremur, hvernig koma eigj heim og saman hinni makalausu þjóð- hátíðarræðu forsætisráðherra fyrir tveimur árum og fullyrð- ingu menntamálaráðherra nú? Eða hvað um blygðunarlausan áróður Morgunblaðsins fyrir soldátasjónvarpinu? Sér ekki hver maður gegnum svartan leppinn. að hér er um að ræða aumlegt yfirklór? í prýðilegum bæklingi ís- lenzkri menningarhelgi, rifjar prófessor Þórhallur Vilmundar- son upp hina átakanlegu auð- mýkingu, er íslenzkir fiski- menn og sjóarbændur sóttu á ko.sið í embættið". í gær kemur svo þriðja yfirlýsing- in Þar sem hreppstjóramir taka það fram .,að við höf- um eigi mótmælt embættis- veitingunni og berum fyllsta traust til dómsmálaráðherr- ans Jóhanns Hafsjeins svo og til hins nýskipaða sýslu- manns, Einars Ingimundar- sonar“. Vafalaust kemur fjórða yfirlýsingín á morgun þarsem hreppstjórarnir skýra frá þvj til að forða misskiln. Ingj að þeir hefðu umfram allt viljað fá Björn Svein- bjömsson sem yfirboðara sinn, ef ráðherranum hefði aðeins þóknazt að skipa hann. Og þannig getur plöggunum lengj haldið áfram að rigna yfir undrandi almenning. Af mannúðarsökum er á- stæða til að biðja deiluaðila að látr hreppstjórana í Kjós- arsýslu í friði. En sú spum- ing hlýlur að vakna hvort menn sem þannig geta teygt samvi.ku sína í allar áttir dag eftir dag af takmarka- lausu þanþoli séu ekkj til annars betur fallnir en að stjóma hreppum. — Aíjstri. kænum sínum smáum út í enska togara og þágu að gíof frá veiðiþjófum brot af þeim hluta þýfisins, sem ella hefði verið mokað í sjóinn aftur. af því að landhelgisbrjótunum þótti ekki ómaksins vert að flytja nema verðmætasta afl- ann heim til sín. En hversu himinbjart er ekkj yfir þess- um löngu liðna harmleik í ís- lenzkri landhelgj þorið saman við það niðamyrkur vanvirð- unnar, sem grúfir yfir sjón- varpssníkjunum i íslenzkri menningarhelgi. Hinir ógæfu- sömu forfeður okkar voru að- þrengdir menn, sem óttu ekki viðhlítandi farkost og veiði- tækj til að sækja afla í djúp- ið, en heima biðu konur þeirra og böm í bjargarleysi; þeir töldu sig ekki vera að hirða annað en réttmæta eign sína; þeir fundu þó sáran til niður- lægingar sinnar. og hún varð þeim hvöt að brjótast til mann- sæmari bjargræðishátta; oft sýndu þeir líka ósvikinn mann- dóm í skiptum við er- lenda veiðiþjófa. já svo ein- beittan vHja á að reka þá af höndum sér, að þeir létu lífið í viðureigninni. Sjónvarpsbetl- aramir eru engir örbjarga- menn; þeir verja 20—30 þús- undum króna af umframtekj- um sínum í tæki til þess að geta hirt úrkast frá innrásar- liði. sem læðzt hefur inn í ís- lenzk menningarvé. Slíku hátt- erni er við það líkjandi. að út- vegsbændur á fyrri tíð hefðu látið smíða sér lystisnekkj-ur til þess að geta stundað fiski-^ sníkjur sem sport í tómstund- um. Sjónvarpsbetlarar hafa sér ekki þá afsökun, að þeir séu að'Veita því viðtöku, sem rang- lega hafi verið frá þeim tek- ið: við eigum enga kröfu á hendur hinu erlenda hemáms- liði aðra en þá, að það hypji sig á brott með allt sitt haf- urtask umsvifalaust. Fyrsti ráðherra íslands. Hannes Haf- stein, lagði sig í lífshættu við að v e r j a íslenzka landhelgi ágengum útlendingum; ráð- herrar viðreisnarríkisins o p n a íslenzka menningarhelgi fyrir erlendum yfirgangsseggjum og þoka sér í þokkabót ótilneydd- ít inn í raðir betlaranna. Þeir finna ekki til niðurlægingar sinnar, heldur festa angurgapa á hús sín til að auglýsa smán- ina. Hvílík reisn. Hvilík við- reisn manndóms °2 ménningar. Uppreisnar er þörf. Ég tek undir fullyrðingu Sig- urðar A. Magnússonar, að greindarvísitala íslenzkra þing- manna sé í lægsta lagi. Ofan á hlýt ég að bæta grunsemd, sem jaðrar við óbifandj vissu: að þeir séu einnig með óráð- þægnustu Oa ábyrgðarlausustu hrokagikkjum undir sólinni. Að minnsta kosti er segin saga, að þegar ágreiningur kemur upp meðal kjósenda þeirra um veigamikil mál, Lunza stjóm- málamennirnir varnaðarorð sinna vitrustu og beztu manna — ^þeirra sem til sterkastrar ábyrgðar finna gagnvart sjálf- stæði þjóðarinnar og menningu og af haldbeztri þekkingu ráða þeim heilt. Það sannaðist enn sem fyrr í sjónvarpsmálinu. Eins og nærrj má geta er hver sæmi- legur maður í stjórnarherbúð- unum ekk; síður en utan þeirra undrun og skelfingu lostinn yfir þvi glæfraspili stjómarvalda að fela útlenzk- um soldátum að verulegu leyti uppeldi þúsunda íslenzkra bama og unglinga á næmasta skeiði. Auðvitað °r hverri hugs- andi manneskju með óbrengl- aða dómgreind °g sómatilfinn- ingu ljóst, að smáþjóð getur ekkj án þess að bíða tjón á sálu sinnj veitt erlendu her- veldi einkaleyíi til sjónvarps- sýninga allt að 14 stundir ó sólarhring j heimahúsum sí- vaxandi fjölda landsmanna — sjötta hvers íbúa landsins í dag fimmta hvers á morgun. Málið er hálfu viðsjárverðara vegna þess, að sjónvarpsnot- endur eru nær eingöngu fólk, sem ginið hefur við þeirrj á- róðursflugu, að bandarisku dát- amir séu vinir okkar og vernd- arar. Þeir menn hérlendir sem helzt gætu staðið í áróðurs- og afmenningarflaumi kana- sjónvarpsins miðjum án þess að færast í kaf. eru hernáms- andstæðingar, svo hlálegt sem það er — en þeir lúta vitan- lega ekki að slíku apaspili. Þetta skildu sextíumenning- amir, sem stóðu að áskorun- inni til alþingis 13. marz 1964. Hún er bænaróp þeirra til smáguðanna í þingstólunum um að vernda íslenzku þjóðina fyrir vemdurum hennar. Og náttúrlega var ákall þeirra að engu haft. Hvemig getur á því staðið, að þeir sem tvímælalaust berj- ast fyrir réttum málstað °S styð j a hann óhrekjanlegum rökum skuli ævinlega lúta lægra haldi fyrir stjómmála- mönnum og ómerkilegustu fylgifiskum þeirra? í blaðinu Ingólfi. sem 60-menningarnir gáfu út 17. júní, er þess m. a. til getið, að ótt; um að missa atkvæði dátasjónvarpsdýrk- enda ráði afstöðu pólitíkus- anna. E'kki getur sá geigur hafa rekið þá til að veita her- námsliðinu leyfi til að stækka sjónvarpsstöðina 1961. því að þá voru sjónvarpsbetlarar fá- ir. Hann getur ekki heldur ráð- ið úrslitum nú. því að engin líkindi eru til, að sjónvarps- sníkjuliðið fari að kjósa Fram- sókn, Alþýðubandalagið eða Þjóðvörn. Hver er þá skýring- in a glapræði stjórnarvald- anna? Önnur aðalskýringin er laukrétt orðuð í grein eft- ir Hannes Pétursson í Ingólfi: ,.sú ákveðna afstaða stjómar- flokkanna að ýfa aldrei skap verndaranna, heldur láta und- an síga fyrir kurteislegum á- gangi þeirra.“ En hver er h i n? Mér er dálítið sárt að svara því, vegna þess hve mikils ég met góða baráttu margra stjórnarsinna gegn forsmán- inni, en hér stoðar ekki annað en fullkomin hreinskilni; þeim sem með völdin fara stendur enginn verulegur stuggur af andstæðingum dátasjónvarps- ins í eigin flokksröðum. Stjórn- málamennirnir vita 'hug þess- ara liðsmanna sinna, þeir vita einnig að 60-menningarnir og skoðanabræður þeirra hafa lög að mæla, þeir vita enn fremur að andstæðingar soldátasjón- varpsins em margfalt fleiri og langtum merkilegri menn en þurfalingamir — samt eru þeir alveg ósmeykir við að virða kröfur þeirra að vett- ugi. Þeir eru sannfærðir um, að við næstu kosningar skili þessi dýru atkvæði sér í rétt hólf — hvert eitt og einasta. Það er nú verkurinn. og því fer sem fer. Þegar 'fáliðuð menningarþjóð hefur ratað í þá ógæfu að vera um aldarfjórðungsskeið hneppt í rósafjötra ,,vinsamlegs“ her- náms, þegar kaldrifjuðu her- veldi hefur um langt árabil haldizt uppi að reka í þétt- býlasta hluta landsins útvarps- stöð sem vefur 24 stundir sölar- sringsins silkimjúka þræði um mannssálirnar og þéttast um þær óþroskuðustu. þegar stór- veldinu er þar á ofan veittur einkaréttur til sjónvarpssend- inga sem náð g«ta til meiri- hluta landsmanna, þegar her- námssiðgæðið er búið að gegn- sýkja hverja ærlega manns- taug í miklum 1 fjölda landsins barna frá sjómanni á hafinu til dómara í hæstarétti, . þ á dugitr ekkert m ; n n. a en u p p r « i s n gegn of- ríki þeirr.a lítilsigldu stjórn- málamanna sem þannig stýra, ef þjóðin á e'kkj að farast. Uppreisnin verður að hafa að miði brottfö'r alls herafla úr landinu og úrsögn úr NATO, þv} að hversu aðkallandi og vÍTðingarverð sem barátta gegn einum og einum fylgikvilla kann að vera, verður hún jafnan gagnslítil til langframa, ef meinið sjálft er látið ó- snert“. Tilkynning frá Sements- verksmiðju ríkisins Frá og með laugardeginum 20. þ.m. flyzt söludeild Sementsverksmiðju ríkisins úr Hafnarhvoli í nýja afgreiðslu, sem tengd er birgðaskemmu verksmiðjunnar á at- hafnasvæði Kol & Salt h.f. við höfnina í Reykjavík. ■ - ■’ í v). m r

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.