Þjóðviljinn - 19.11.1965, Page 3
Föstudagur 19. nóvember 1963 — s*<k5BVIUINN — siuÁ ^
Bretar taka í mál að herða
refsiaðgerðir gegn Ródesíu
Stewart segir að til mála komi að setja bann á alla
olíusölu þangað, íhaldsflokkurinn mun vera andvígur
Ein af refsiaögerðum brezku stjórnarinnar gegn Ródesíu er bann
við kaupum á tóbaki þaðan. Bretar kaupa um þriðung af tóbaki
sínu í Ródesíu og þessi ráðstöfun, getur ordið þungt áfail fyrir
tóbaksbændur þar. Þeir munu þó ekki finna fyrir þessu fyrr en
á næsta ári, þar sem uppskcra ársins er þegar seld. Landbúnað-
arráðherrann í stjórn, Smiths hefur ráðlagt bændum að draga úr
tóbaksræktinni. — Myndin er frá tóbaksmarkaðnum í Salisbury.
Áhlaup á bandaríska
flugstöð í Víetnam
Fjórar flugvélar eyðilagðar, 19 vörubílar — Mesta
mannfall stríðsins í bardögum nálægt Chu Prong
SAIGON 18/11 — Skæruliðar Þjóðfrelsisfylkingarinnar í
Suður-Vietnam gerðu í dag áhlaup á bandaríska flugstöð
við Tan Hiep, um 40 km fyrir suðvestan Saigon, brutust
gegnum víggirðingarnar umhverfis stöðina og tókst að
eyðileggja fjórar flugvélar og nítján vörubíla. Mikið mann-
fall hefur orðið í.liði beggja í bardögum við Chu Promg,
skammt frá landamærum Kambodja.
LONDON 18/11 — Michael
Stewart, utanríkisráðherra
Bretlands, skýrði Öryggis-
ráði SÞ frá því í gær að
Bretar væru fúsir til að í-
huga hvort herða ætti refsi-
aðgerðimar gegn stjórn evr-
ópsku landnemanna í Ród-
esíu, m.a. með því að banna
alla olíusölu þangað.
Stewart gerði brezku stjórn-
inni í dag grein fyrir viðræðum
sínum um Ródesíu við ýmsa
fulltrúa á þingi SÞ, en hann
hafði farið til New York til að
skýra öryggisráðinu frá afstöðu
brezku stjórnarinnar.
Háværar kröfur hafa verið
uppi, bæði á vettvangi SÞ og
einnig í Bretlatijli sjálfu um að
herða refsiaðgerðirnar gegn
stjóm Smiths. Þær sem hingað
til hafa verið boðaðar eru ekki
taldar munu nægja til að koma
henni á kné. Bann við olíusölu
myndi hins vegar verða mjög
tilfinnanlegt áfall fyrir hana og
næsta auðvelt ætti að vera að
framkvæma slíkt bann. Ródesía
fær nær alla sína olíu frá Iran,
en þar eiga brezk og bandarísk
félög allar olíulindirnar.
Eining rofin.
Brezka stjórnin er þó talin
hika við að setja á slíkt bann,
þar sem nær víst er að brezki
Ihaldsflokkurinn muni leggjast
Greinin er fyrst og fremst
svar við ræðu þeirri sem Dmitri
Poljanski varaforsætisráðherra
hélt í Moskvu 1 tilefni af bylt-
ingarafmælinu og við grein sem
birtist i „Pravda" í þessari
viku þar sem svarað var gagn-
rýni Kínverja á stefnu Sovét-
rí'kjanna. Grein þessi var eftir
fréttaritara ,,Pravda“ í Peking.
Hann svaraði ásökunum Kín-
verja 1 garð leiðtoga Sovétríkj-
anna um að þeir hefðu gengið
í lið með bandariskum heims-
valdasinnum gegn þjóðfrelsis-
hreyfingunum í heiminum. Þetta
var i fyrsta sinn í langan tíma
sem ásökunum Kínverja er svar-
að i sovézku blaði.
í grein „Alþýðudagblaðsins" í
dag er því haldið fram að frá-
sögn Tass-fréttastofunnar af
ræðu Poljanskís hafi verið föls-
uð Sleppt hafi verið veigamikl-
um köflum þar sem hann hafi
m-a. sagt að bæta mættj sambúð
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna, þótt stríðið í Vietnam og
fyrirætlanir um að fá Vestur-
Þjóðverjum kjarnavopn væru í
veginum fyrir því. Blaðið spyr
hvort köflum þessum myndi
hafa verið sleppt af ásettu ráði
Spasski og Tal
eru enn iafnir
TBLXSI 18/11 — Enn eru þeir
Spasski og Tal jafnir með 3,5
vinninga hvor eftir sjö skákir.
Sjöunda skókin sem tefld var
í dag varð jafntefli eftir 53
leiki. Spaaski sem hafði svart
bauð jafntefli. Tal hafði skömmu
áður boðið jafntefli, en Spasski
þá hafnað því.
gegn því og eining brezku
stjórnmálaflokkanna um afstöð-
una til Ródesíu myndi þá rofin.
Landstjórinn settur af.
Stjórn Smiths setti í gær af
landstjóra drottningar í Ródesíu,
sir Humphrey Gibbs, og skipaði
í hans stað Clifford Dupont.
Wilson kallaði á brezka þing-
inu í dag þessa ráðstöfun Ród-
esíustjórnar landráð. Enginn
af því að leiðtogar Sovétríkj-
anna hefðu ekki verið þeim
sammála. Nei, segir blað.'ð. Eft-
irmenn Krústjofs feta dyggilega
í fótspor hans og leitast við að
sættast að fullu vig Bandaríkin.
Henry Wallace
Henry Wallace
látinn, 77 ára
WASHINGTON 18/11 — Henry
Wallace, fyrrverandi varforseti
Bandaríkjanna, lézt í dag, 77
ára að.aldri. Wallace sem verið
hafði landbúnaðarráðh. Roose-
velts var varaforseti hans á
stríðsárunum, 1941 — 45. Hann
gegndi síðan embætti viðskipta-
málaráðherra, en sagði af sér
vegna ágreinings við Truman
forseta um afstöðuna gagnvart
Sovétríkjunum og kalda stríðið.
Hann bauð sig fram við for-
setakosningarnar 1948 sem for-
setaefni , Framfaraflokksins og
hlaut um miljón atkvæði. Hann
var um tíma einn af ritstjórum
hins vinstrisinnaða tímarits
„The Republic".
gæti sett af landstjóra nema
drottningtn sjálf og þessi á-
kvörðun væri því ólögmæt. Sir
Humphrey væri enn landstjóri
í Ródesíu.
Ibram Fisckr
tekinn ficnáum
JÓHANNESARBORG 18/11 —
Abram Fischer. hinn kynni suð-
urafríski lögmaður, sem farið
hefur huldu höfði undanfarna
mánuði eða síðan hann var lát-
inn laus gegn tryggingu hefur
verið handtekinn. Fischer ligg-
ur undir ákæru fyrir brot gegn
lögunum sem banna „kommún-
istíska starfsemi“. en Fischer
hefur verið verjandi margra sem
ákærðir hafa verið fyrir sams
konar brot.
Jáhannes cg Píus
í JSIu heilagra
RÓM 18/11 — Páll páfi VI,
boðaði í dag að fyrirrennarar
hans tveir, Píus XII og Jóhann-
es XXIII myndu báðir verða
teknir í helgra manna tölu.
Fulltrúar þeirra tólf ríkja sem
báru fram tillöguna um að
veita Pekingstjóminni sæti Kína
i SÞ benda á að aldrei hafi
jafnmörg ríki verið því samþykk
og í gær. Tillagan var felld með
47 atkvæðum gegn 47, en 20 ríki
sátu hjá. Áður hafði þin-gið sam-
þykkt bandaríska tillögu um að
samþykkt um upptöku Alþýðu-
Kína yrði því aðeins gild að
tveir þriðju fulltrúa greiddu
henni atkvæði.
Fréttaritari brezka útvarpsins
hjá SÞ sagði í dag að þar væru
menn sammála um að þetta
myndj vera í síðasta skiptið sem
Mörg hundruð skænaliðar ,eru
sagðir hafa tekið þátt í áhlaup-
inu á flugvöllinn. Þeir komu
fyrir sprengjuhleðslum undir
flugvélum og vörubílum. Fjórar
flugvélar gereyðilögðust, en sú
fimmta skemmdist mikið. Og
nítján vörubílar eyðilögðust
einnig. Ekki er getið um mann-
tjón í þessari árás, en svo virð-
ist sem skæruliðar hafi allir
komizt undan.
Slíkar árásir skæruliða á
stöðvar Bandaríkjamanna hafa
orðið tíðari upp á síðkastið. Fyr-
ir skömmu réðust þeir sama dag-
inn á flugstöðina miklu við Da-
nang og aðra við Chu Lai og
Mansfield sem kominn er til
Sovétrílkjanna með fjórum öðr-
um fulltrúum úr báðum flokk-
um öldungadeildarinnar sagði að
viðræðunum loknum að þær
hefðu verið mjög fróðlegar, en
vildi annars fátt um þær segja.
Fullyrt er í Moskvu að Mains-
field hafi borið fram ákveðnar
tillögur um Vietnam-málið. Eúin
er ekki vitað hvort hann mun
ræða við Kosygin forsætisráð-
herra meðan hann dvelst í
Mos'kvu.
Bandarísku öldungadeildar-
mennirnir ætla ag fara til fleiri
landa í Austur-Evrópu og fara
tillaga um upptöku Kína verð-
ur felld. Nær alveg víst sé að
þegar tillagan verður borin fram
á næsta allsherjarþingi haustið
1966 muni hún ná fram að
ganga.
Horfur höfðu reyndar verið á
að hún yrði samþykkt þegar á
þessu þingi, Nokkur lönd sem
talið var víst að myndu styðja
upptöku Kína ákváðu á síðustu
stundu að sitja hjá við atkvæða-
greiðsluna. Þetta á þannig við
um Afríkuríkið Búrúndi.
„New York Herald Tribune“
segir í dag að úrslit atkvæða-
greiðslunnar í gær sýni glögg-
eyðilögðu þá fjölda bandarískra
flugvéla.
Enn standa bardagar yfir í
héraðinu umhverfis Chu Prong,
nálægt landamærum Kambodja
og virðist af fréttum að þeir
séú með þeim hörðustu sem háð-
ir hafa verið í stríðinu í Viet-
nam og manntjón meira en
nokkru sinni áður.
Skæruliðar sátu í dag fyrir
sveit úr hinu svonefnda „fljúg-
andi riddaraliði“ Bandaríkja-
manna á þessum slóðum. Þeir
halda því reyndar fram að um
hafi verið að ræða hermenn úr
her Norður-Vietnams. 'Harður
bardagi hófst og sögðu talsmenn
þeir til Rúmeníu frá Moskvu.
Síðan munu þeir ferðast um
lönd í Austur-Asíu.
WASHINGTQN 18/11 — Banda-
ríska utanríkisráðuneytið neitaði
þvi í gærkvöld að franska
stjórnin hefði reynt að miðla
málum í Vietnam. Bandaríski
lega að viðhorfin séu að breyt-
ast Pekingstjórninni í hag. .,New
York Times“ tekur í sama
streng og talar um hæp-
inn sigur Bandarikjanna í þessu
máli.
DJAKARTA 18/11 — Öljósar
fréttir hafa borizt af hörðum
bardögum milli hersins og vopn-
aðra sveita kommúnista á Mið-
Jövu. Mikill fjöldi manna hefur
verið handtekinn þar og er
gizkað á að um 10.000 manns
hafi verið tekin höndum eftir
hina misheppnuðu uppreisn um
fyrri mánaðamót.
Bandaríkjahers að mannfall í
liði hans hefði verið ,,í meðal-
lagi“. Franska fréttastofan AFP
segir að ætla megi að það orða-
lag þýði að 15—40 prósent
bandarísku hermannanna hafi
annaðhvort fallið eða særzt.
Bandaríkjamenn segja að um
300 skæruliðar hafi fallið í bar- *
dögum í nágrenni við Chu Prong
í dag.
Mikift mannfall
Þarna hafa verið háðar lát-
Iausar orustur alla vikuna og er
sagt í Saigon að skæruliðar hafi
orðið fyrir mjög miklu mann-
falli, en ekki er reynt að dylja
það að mannfall hafi einnig
orðið mikið í liði Bandaríkja-
manna.
Enn aukift lið
McNamara, landvamaráðherra
Bandaríkjanna, sagði á fundi
með blaðamönnum í Washington
í gær að búast mætti við að enn
yrði fjölgað í handaríska hem-
um í Vietnam. Þar væru nú um
160.000 bandarískir hermenn, en
horfur væru á að skæmliðar
myndu herða stríðið og myndi
því verða þörf fyrir að fjölga
þeim enn. Þingið yrði í janúar
beðið um auknar fjárveitingar
til að standa straum af kostnaði
við hemaðinn í Vietnam.
Árásir á Kambodja?
Utanríkisráðherra Thailands
lagði í dag til að hafnar yrðu
loftárásir á Kambodja í refsi-
skyni fyrir að sjórnin þar leyfði
hermönnum frá Norður-Vietnam
að fara um Kambodja á leið
sinni til Suður-Vietnams. Stjórn
Kambodja bar í dag til baka
fréttir þess efnis sem bámst í
gær frá Saigon.
sjónvarpsmaðurinn David Scho-
enbrun hafði sagt í gær í Ponti-
ac í New Jersey að í vor sem
leið hefði Bandaríkjastjóm fyrir
milligöngu Frakka borizt þau
boð frá stjóminni í Hanoi að
hún væri reiðubúin til að hefja
samningaviðræður um frið í Vi-
etnam.
Boð þetta barst frá Washing-
ton að sögn Schoenbruns þegar
Bandaríkin gerðu fimm daga
hlé á loftárásum sínum á Norð-
ur-Víetnam. Frakkar hefðu kom-
ið þeim boðum til Bandaríkja-
stjórnar að stjórn Norður-Viet-
nams væri reiðubúin að hefja
samningaviðræður án nokkurra
skilmála í samræmi við tilboð
það sem Johnson forseti gerði
henni í ræðu þeirri sem hann
flutti í apríl við Johns Hopkins
háskólann í Baltimore.
Utanríkisráðuneytið bar þessa
frásögn Schoenbruns til baka,
en það hefur áður orðið að við-
urkenna að slík samningaboð
hefðu borizt frá N-Vietnam, en
þeim hefði ekki verið sinnt.
Fréttastofan Antara skýrir frá
þvi að formaður flokksdeildar
kommúnista í Djakarta hafi
verið handtekinn á Austur-Jövu.
Einn leiðtogi þeirra á Vestur-
Jövu er sagður hafa verið drep-
inn. Haft er eftir einum for-
ingja hersins að kommúnistar
hafi unnið að undirbúningi upp-
reisnaritinar árum saman.
Ný kínversk árés á
sovéiku leiðtoganu
PEKING 18/11 — „Alþýðudagblaðið“ í Peking, aðalmál-
gagn kínverskra kommúnista, ræðst í dag enn á leiðtoga
Sovétríkjanna sem það sakar um „blygðunarlaus Irrossa-
kaup“ við Bandaríkin.
A5iM Pekingstjórnariimar
að SÞ mun samþykkt næst
Talið áreiðanlegt að á allsherjarþinginu haustið
1966 muni henni verða veitt sæti Kína hjá SÞ
NEW YORK 1811/ — Bæði andstæðingar og fylgismenn
þess að kínverska alþýðulýðveldinu verði veitt sæti Kína
hjá Sameinuðu þjóðunum hrósa sigri eftir atkvæðagreiðsl-
una um aðild Kína 1 gær, en hún var felld með jöfnum
atkvæðum.
Mansfíeld ræddi við
Gromiko um Víetnam
MOSKVU 18/11 — Stríðið í Vietnam var efst á baugi þeg-
ar þeir Mike Mansfield, leiðtogi Demókrata í öldungadeild
Bandaríkjaþings, og Andrei Gromiko, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, ræddust við í Moskvu í dag.
Bandaríkjastjórn neitar að
hafa fengið sáttaboð i vor
10.000manns hafa verið
tekin höndum í Indónesíu