Þjóðviljinn - 19.11.1965, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur' -19;' ttóvem'bcr 1965.
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðoi — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guömundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 18.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Simi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Skipulagsmál
Jjví var lýst skilmerkilega á Alþýðusambands-
þingi í fyrrahaust að skipulag sambandsins,
skipulag verkalýðshreyfingarinnar á íslandi, væri
komið í öngþveiti. Ekki er þörf að minna á ann-
að ,en þá staðreynd, að Alþýðusambandið er nú
samtakaheild sem spennir yfir einstök verkalýðs-
félög, sum með örfáum félögum, og fjölmenn
landssamtök, eins og Sjómannasambandið og
Landssamband verzlunarmanna. Fjórðungssam-
bönd starfa í þremur landsfjórðungum, Alþýðu-
samband Norðurlands, Alþýðusamband Austur-
lands og Alþýðusamband Vestfjarða. Loks voru
á sl. ári stofnuð þrjú sérgreinasambönd, Verka-
mannasamband íslands, Málm- og skipasmiða-
samband íslands og Samband byggingamanna.
Nokkuð mun óljóst hvernig háttað verður verka-
skiptingu allra þessara samtaka, einstökum verka-
mannafélögum þykir t.d. nokkuð í lagt að vera
í fjórðungssambandi heima fyrir og auk þess í
sérsambandi og Alþýðusambandinu, en þannig er
með mörg þeirra nú.
nýloknu þingi hins barnunga Verkamannasam-
bands íslands vor.u- skipulagsmálin annað að-
almálið og samþykkti þingið einróma að; „stefna
beri að því að næsta þing ^lþýðugaiflþaíi^iús
geti endanlega gengið frá endurbót'urn í skipulags-
málunum, og nú þegar beri að hefja nauðsynleg-
an undirbúning að sköpun faglegrar einingar um
þær endurbætur“, eins og segir í ályktun þingsins
um skipulagsmál. Fól þingið .stjórn Vprkamanna-
sambandsins að beita sér fyrír sarhvinnu mið-
stjórnar Alþýðusambands íslands, sérsamband-
anna, fjórðungssambandanna og mikilvægustu fé-
laganna sem enn standa utan sérsambanda, til að
búa málið í hendur næsta Alþýðusambandsþingi.
'yerkamannasambandið taldi, að sérstaklega bæri
að hafa í huga þessa mögulpika: Að Alþýðu-
samband íslands verði byggt upp á grundvelli sér-
sambandanna og að þing þess verði ákipað fulltrú-
um þeirra aðallega eða eingöngu. í öðru lagi að
kjörreglur til Alþýðusambandsþings og til mið-
stjófnar þess tryggi sem bezt má verða þátttöku
sérsambandanna í stjórn heildarsamtakanna. Og
í þriðja lagi að leitað verði samkomulags um æski-
lega og hagkvæma verkaskiptingu milli heildar-
samtakanna, sérsambandanna og fjórðungssam-
bandanna. svo komið verði i .veg fyrif ofskipu-
lagningu og tryggð sé sem bezt nýting starfskrafta
og fjármuna samtakanna og 'lifandí "starf félags-
heildanna. Verkamannasambandið hyggst þannig
beita sér fyrir allróttækri breytingu á skipulagi
verkalýðshreyfingarinnar, þó hún virðist ekki 1
fljótu bragði eins gagnger og sú er fyrirþuguð var
með samþykktum Alþýðusambandsþinga. Væri
mikilsvert að almennar og fjörugar umræður um
skipulagsmál samtakanna yrðu fram að næsta Al-
þýðusambandsþingi jafnframt þeim ráðstöfunum
sem stjórn Verkamannasambaridsins ‘ er‘ falið' að
vinna að. Breytinga er þörf, og sæmilegs starfs-
friðar að framkvæma þær Urn það settí vefka-
lýðshréyfingin að geta orðið sammála. — s.
Séinagangurinn hækkaði byggingar-
kostnað umferðarmiðstöðvarinnar
Ingj R. Helgason bar í gær
fram fyrirspurn sína um sér-
Ieyfissjóð og umferðarmiðstöð-
sem var í níu liðum og mjög
ýtarleg. Samgöngumálaráðherra
svaraði fyrirspurninni
Fyrsti liöur fyrirspurnarinn-
ar var hve mikið fé hefði inn-
heimzt í sérleyfisgjöldum og
hópferðagjöldum frá því að
sú innheimta byrjaðj til 1.
október 1965. Ráðherra svar-
aði því til að alls hefðu inn-
heimzt að meðtöldum vaxta-
tékjum 14.464.557,82 kr. Önnur
fyrirspum var, hvemig því fé
hefð; verið varið. Svaraði ráð-
herra því til að 2,1 milj.. kr.
hefðí íarið til Ferðaskrifstofu
ríkisins 6,8 milj. kr. til fram-
kvæmdar laga umi sérleyfi. 4,6
milj. kr, til byggingar umferð-
armiðstöðvarinnar og svo
nokkurra annarra liða. Ráð-
herra sagði sem svár við
þriðju fyrirspum að byrjað
hefði verið á umferðarmiðstöð-
innj í Reykjavík í apríl 1960.
Þá sagði hann í fjórða lagi
að Reykjavíkurborg hefði lagt
fram 1 milj. kr. til umferðar-
miðstöðvarinnar.
í fimmta lag; spurði Ingi
um hve mikill byggingarkqstn-
aður umferðarmiðstöðvarinnar
hefði verið orðinn 1. október
1965 — a) miðað við heildina
— b) miðað við rúmmetra.
Ráðherrann sagði, að kostnaður
í heild hefði þá verið orðinn
16.002.00000 kr„ en á hvern
rúmmetra 1200 krónur ojr var
það þannig fundið út að dreg-
inn var frá kostnaðurinn við
lóðina undir og - umhverfis
húsið og síðan deilt í afgang-
inn með rúmmetrafjöldanum.
Mun Þotta nokkur nýjung við
að finna út byggingarkostnað
á rúmmetra.
Þá var spurt; Hvað er áætl-
að að kostnaður verði mikill
við þær framkvæmdir sem ó-
lokið er vig byggingu umferð-
armiðstöðvarinnar. og hvenær
má búast við því að hún verði
fullfrágengin? Svar ráðherr-
ans var að hún myndj líklega
fullfrágengin eftir fjóra til séx
mánuði og kostnaður væri þá
áætlaður 19 milj. kr. í sjö-
unda lagi spurði Ingj hverjum
hefði verið veitt aðstaða' til
hótelrekstrar og verzlunar i
umferðarmiðátöðinni og svar-
aði Ingólfur að H.f. Hlað hefði
fengið þeSsa aðstöðu, en það
er fyrirtáekið, sem hugðist
reisa Sm.áhýsin eða ,,mótelin“
í Hveragerði og Eyjólfur Morg-
unblaðsritstjóri var aðalhvata-
maður að. Sagðj ráðherrann
að aðstaða þessj til rekstrar
hefði verið aúglýst sumarið
1964.
Þá spurði fyrirspyrjandi um,
hverja aðstöðu sérleyfishafar
hefðu í umferðarmiðstöðinni
og hve mikla leigu þeir þyrftu
að greiða fyrir þá aðstöðu.
Ráðherrann kvað sérleyfishaf-
ana fá þarna afgreiðsluað-
stöðu, vörugeymslu. 5 skrif-
stofuherbergi og bílastæðj og
væri leigan 10 þús. kr. á mán-
uði.
Loks neitaði ráðherrann því
að búast mætti við að bygg-
ingarkostnaður umferðarmið-
stöðvarinnar mundi leiða af
sér fargjaldahækkun á sér-
leyfisleiðum. . “
Þá sagði samgöngumálaráð-
herra að flutt yrðj í umferð-
armiðstöðina um næstu helgi
og sagði að lokum að hlutar
verksins hefðu verið boðnir út
en byggingarnefnd hefði séð
um íramkvæmdir.
F5:amhald á 9. síðu.
AtfrœSasafn AB er nýr bókaflokkur um þýðingarmikil svið vís-
Jnda pg;í/£kai,.?em hafg yoxandi þýðingu fyrir hvern einstakl-
íng’ í heirríi hraordr framþróunar.
Atfrœðasafnið er með sama sniði' og bókaflokkurinn Lönd og
.þjóðir og er róðgerð útgáfg a.m.k. 10 bóka. Koma bœkumör
samtímis út I 12 Hvrópulöndum. Hver -bók er um 200 bls. að
stœrð og í hverri þeirra eru um 110 myndasíður, þar af 70 í
litum, auk fjölda smœrri skýringarmynda. Texti bókanna, sem
skrifaður er af kunnum vísindamönnum, og hið fjölbreytta
mynda'efni þeirra, gera þessi þekkingarsvið auðskiljanleg hverj-
vm manni. í hverri bók er rakin þróunarsaga ýmissa íœkni- og
vísindagreina og lesendurnir kynnasf fjölda heimsfrœgra vís-
indamanna, lífi þeirra og vandamálum.
Atriðisörðaskrá fylgir hverri bók.
Ritstjóri Alfrœðasafns AB er Jón Eyþórsson, veðurfrœðingur.
FHUMAN
í þýðingu dr, Sfurlu Friðrikssonar, erfSafrœSings, er fyrsfa bók-
in í ALFRÆÐASAFNI AB. Gerir bókin ýfarlega grein fyrir frum-
unni, grundvallareiningu alls Iífs á jörSinni og segir frá því,
hvernig hún sfarfar, hvernig henni fjölgar og hvernig hún verst
árásum. Hún fjallar einnig um það, hvernig þekking mannsins
á frumunni auðveldar baráttuna fyrir befra lífi.
ALMENNA BÓKAFÉLAjGIÐ
fruman
J>ÝÐ. DR. STURLA FRIÐRIKSSON
*