Þjóðviljinn - 19.11.1965, Page 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 19. nóvember 1965.
Útvarpið í dag:
13.15 Lesin dagskrá næstu
viku.
13.30 Við vinnuna.
14.40 Þóra Borg les fram-
haldssöguna Fylgikona Hin-
riks VIII.
15.00 Miðdegisútvarp Ólafur Þ.
Jónsson syngur. Sinfóníu-
sveitin í Vínarborg leikur
Skáld og bónda. forleik eftir
Suppe; Morait stiórnar. T.
Brandis og E. Besch leika
Sónötu fyrir fiðlu og píanó
eftir Brahms. Gieseking leik-
ur á píanó lýríska bætti eft-
ir Grieg.
16.00 Síðdegisútvarp Sven-
Bertil Taube syngur lög eftir
Bellman. André Popp og
hljómsveit. lei'ka brjú lög.
Melachrino-hl.iómsv. , leikur
djass-konsert. Norman Lub-
off kórinn syngur og hl.ióm-
sveit Franks Nelsons leikur
og syngur.
17.05 Stund f.yrir stofutónlist-
Guðmundur W. Vilhjálmsson
kynnir tónverkin.
18.00 Sannar sögur frá liðnum
öldum. Sverrir Hólmarsson
les þriðju söguna frá Kina
Hirðmeyjan, sem varð prins-
essa.
18.30 Tónleikar.
20.00 Kvölvaka: a. Lestur forn-
rita Jómsvíkinga saga. Ólafur
Halldórsson cand. mag. les
(4) b. Vínlandskortið. Þór-
hallur Vilmundarson próf-
essor flytur erindi. e. Jón Ás-
geirsson og forsöngvarar
hans hvetja fólk til heimilis-
söngs. d. Gömlu lögin, Páll
Bergþórsson les rímur eftir
Sveinbjöm Beinteinsson.
21.35 TJtvarpssagan: Paradísar-
heimt (8).
22.10 íslenzkt mál. Dr. Jakob
Benediktsson flytur þáttinn.
22.30 Tvö verk eftir Mozart.
a. Píanókonsert nr. 17 (K453),
Anda leikur á einleikshljóð-
færið og stjórnar einnig
Mozarteum-hljómsv. í Salz-
burg. b) Sinfónía n'r. 40
(550). Fílharmoníusv. Berlín-
ar leikur; Kurt Böhm stj.
Björn Hermannsson.
• Hæstaréttar-
lögmenn
• Nýlega hafa tveir ungir lög-
fræðingar. Björn Hermannsson
og Vilhjálmur Þórhallsson,
lokið flutningi tilskilinna próf-
mála við Hæstarétt og öðjazt
réttindi sem hæstaréttarlög-
menn.
Björn Hermannsson er fædd-
ur að Yzta-Mói í Fljótum í
Skagafirði 16. júní 1928, sonur
hjónanna Elínar Lárusdóttur
og Hermanns Jónssonar hrepp-
stjóra, Björn lauk stúdents-
Vilhjálmur Þórhallsson.
prófi frá Menntaskólanum á
Akureyri vorið 1949 og emb-
ættisprófi í lögum vorið 1955.
Að loknu prófi starfaöi hann
við ýmis lögfræðistörf á Ak-
ureyri um tveggja ára skeið,
en gerðist þá fulltrúi ,í fjár-
málaráðuneytinu og var skip-
aður deildarstjóri þar frá 1.
janúar 1963. Hann varð héraðs-
dómslögmaður 8. marz 1957.
Kvæntur er Björn Rögnu
Þorleifsdóttur, hjúkrunarkonu.
og eiga þau fjögur börn.
Vilhjálmur Þórhallsson er
fæddur 14. júní 1931 á Seyð-
isfirði, sonur hjónanna Þór-
halls Vilhjálmssonar og konu
hans Sigríðar Jónsdóttur.
Stúdentsprófi lauk Vilhjálmur
frá Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1953 og embættis-
prófi í lögum vorið 1960. Vil-
hjálmur var ritstjóri Úlfljóts
1955—’56. Skrifstofumaður hjá
Vörubílastöð Keflavíkur frá
1. janúar 1961 til 1. septem-
ber 1962; hafði jafnframt með
höndum lögfræðistörf þar og
hefur síðan rekið lögfræði-
skrifstofu 'í Reykjavík. Vil-
hjálmur varð héraðsdómslög-
maður 9. október 1961.
Kvæntur er hann Sigriði
Guðmundsdóttur.
• Frá barna-
deildinni á Heilsu-
verndarstöðinni
• Frá og með 23. nóvember
1965 verða börn ekki skoðuð á
þriðjudags og föstudagseftir-
miðdögum frá 1.-3 e.h. nema
samkvæmt pöntunum. Tekið
verður á móti pöntunum í
síma: 22400 alla virka daga
nema laugardaga. Athygli skal
vakin á, að ofangreindir tím-
ar eru sérlega ætlaðir börnum,
sem komin eru yfir eins árs
aldur. Yngri börn mæti eftir
sem áður til skoðunar sam-
kvæmt boðum heilsuverndar-
hjúkrunarkvenna. Bamadeild
Langholtsskólans verður fyrst
um sinn undanskilin þesssari
reglugerð.
• Lítillæti
• ,.. Ég verð eins og áfram
óvinsæll meðal karlmanna“,
segir hann, ,,annars er jákvætt
að fá á sig nógu miklar sví-
virðingar hérna á Islandi.
Margir halda að ég sé hrein
skepna. Það vegur upp, hvað
hinir verða hissa“.
.... „ Eru íslenzkar konur
miklar ástkonur?“, spyr kornu-
maður og fær sér konfekt úr
..Mackintosh Quality Street“ —
öskjunni.
,,Þær geta orðið það með
góðum leiðbeiningum“.
. . . ,.Mér finnst ég líkjast í
pabbaætt. Pabbi var talsvert
líkur frænda mínum Agli
Thorarensen. Egill Var allra
manna skemmtilegastur ög
sjarmör".
Úr viðtali við Kristmann
Guðmundsson í Vísi á mið-
vikudag).
I FAVELUNNI -
þsr sem ólíft er
Dagbók Carolinu Mariu de Jesus
Úr þessu verður óánægja
meðal þessa fólks. Og af óá-
nægjunni sprettur kommúnism-
inn. Mið- og hástéttir Brazilíu
líta með vaxandi ótta á þessa
ólgu hjá hinni vaxandi mergð
örbjarga manna i miðjum öll-
um auðæfum hinna ríkustu
borga. Hvernig færi ef einhver
jafningi Fidels Castros risi
upp og fengi þessum soltnu
ólæsu mönnum vopn . . .
Carolina Maria de Jesus
flutti í faveluna í Caninde ár-
ið 1947. Hún var þá atvinnu-
laus og barnshafandi. Enginn
léði henni nokkurt lið. Barns-
faðir hennar hafði svikið hana
og hvíta fólkið sem hún var
í vist hjá. rekið hana burt.
Hún átti ekkerf athvarf nema
faveluna, ef athvarf skyldi
kalla. Hún byggði sjálf kof-
ann sinn. bar á höfðinu 8 km
veg mótatimbur frá kirkju,
reisti þessar fjalir og negldi,
og þakti með pjáturdósum
flöttum með hamri, og pappa.
Þremur mánuðum síðar fædd-
ist Joao sonur hennar. Þá hófst
sú miskunnarlausa barátta fyr-
ir lífi hennar og barna hennar,
sem ekki linnti fvrr en dag-
bók hennar kom út.
Carolina fæddist 1913 í smá-
borginni Sacramento í fylkinu
Minas Gerais. langt inni í
landi í Brazilíu. Móðir hennar.
sem var ógift verkakona á bú-
garði, vildi forða dóttur sinni
frá því að þurfa að draga
fram lífið á jafn vesælan hátt
og hún hafði sjálf orðið að
gera, og vildi því koma henni
í skóla. Litla svertingjastúlk-
an vildi það ekki og svo
nauðugt var henni það, að
móðir hennar varð fyrst að
teyma hana og draga alla leið-
ina. Þá fyrst, er hún var orð-
in læs. breyttist þetta. og eft-
ir það fór henni að þykja
gaman að læra.
„Það var á miðvikudegi,
þegar ég var að koma úr skól-
anum, að ég sá spjald með
bókstöfum. Þetta var auglýs-
ing frá kvikmyndahúsi. þar á
staðnum: í dag. Hreint blóð.
Tom Mix.
Ég æpti af hrifningu: Ég er
læs! Ég er lses!
Alla leiðina heim hélt hún
áfram að lesa auglýsingar í
búðargluggum og nöfnin á
búðunum.
Næstu tvö árin var Carolina
efst í sínum bekk. Þá vildi svo
til að móðir hennar fékk
skárri atvinnu á búgarði langt
frá Sacramento, og var þá lok-
ið skólagöngu Carolinu litlu,
henni til mestu bryggðar. Hún
komst aldrei nema í annan
bekk.
Fyrstu dagana 1 á búgarðin-
um. linnti Carolina litla ekki á
gráti, en brátt fór hennj að
þykja gaman í þessu nýja
heimkynni gaman að fuglun-
um, trjánum vötnunum, en
mest gaman að skoða vöxt og
þróun jurtanna. En einmitt
þegar henni var farið að finn-
ast gaman að eiga heima
þarna. flutt; móðir hennar
aftur, og nú til bo.rgarinnar
Franca í grennd við Sao Paulo
Carolina var sextán ára göm-
ul. Hún fékk vinnu í spitala,
en strauk þaðan og fór að
vinna fyrir sér . með því að
syngja í hringleikahúsi, selja
bjór og taka til í hótelher-
bergjum. Síðan fluttist hún til
stórborgarinnar Sao Paulo.
Hún svaf undir þrúm og í
húsagörðum fyrst. en komst
svo að sem vinnukona á heim-
ili hjá hvítu ' fólki. „En ég
kunni ekki við mig, því ég var
vön frjálsræði og leiddist að
vinna skítverkin hjá þessu
fólki. Ég laumaðist oft út til
fundar við unnustann. Eftir
fjóra mánuði var ég rekin“.
Á sex stöðum dvaldist hún
síðan sem vinnukona og var
jekin úr öllum stöðunum hin-
um síðasta þegar það vitnað-
ist að hún var með barni.
„Faðirinn var portúgalskur
sjómaður, og hann laumaðist
um borð óðar en hann vissi
hvernig komið var fyrir mér“.
Carolina byggði hreysi sitt
sjálf og af sömu vanefnum og
í’
Þessi mynd er frá Rio og sýnir fátækrabústaði þar í borg.
aðrir í þvi hverfi. Þegar rigndi
úti. rigndi inn, og dýnan henn-
ar fúnaði og pottar hennar og
pönnur ryðguðu. Pokastrigi
þakti glugann svo ekki sæist
inn, og þegar dimmt var orðið
og framorðið kvölds kveikti
hún á litlum oliulampa „og
svo breiddi ég einhvern af
þessum tötrum mínum fyrir
nefið á mér svo ég fynndi
ekki ólyktina að utan“.
Þegar barnið var fætt fékk
hún eng^i vinnu. Hún varð
sjálf að lita eftir drengnum.
Henn; var sagt að skransalar
keyptu gömul blöð og tuskur
og brotajám og bá tók hún'
son sinn og batt hann við sig,
fór svo um rikmannlegu hverf-
in í borginni og leitaði í sorp-
inu. Af þessu fylltj hún striga-
pokann, sem hún bar. og leit-
aði jafnframt j sorptunnum að
matarleifum og fötum, sem bú-
ið var að fleygja. Um hádegis-
bilið var pokinn vanalega full-
ur. svo hún gat farið með
þetta og seþ það. Hún fékk
einn cruzeiros fyrir pundið.
„Þegar bezt lét komst ég upp
í tuttugu og fimm cent á dag.
Suma dagana fékk ég ekkert".
Carolina var falleg stúlka
og eftir því ástagjörn. Tveim-
ur árum síðar kynntist hún
Spánverja sem var hvitur og
elskaði mig og gaf mér pen-
inga en hann var horfinn aust-
ur um haf áður en José sonur
þeirra fæddist. Þá tók við
sama sagan: að safna gömlum
blöðum leita í niðursuðudós-
um, í sorptunnum, hvort nokk-
uð væri þar að hafa, með tvö
litil börn i pilsunum.
Árið 1943 „hitti ég ríkan,
hvitan mann. sem sagði sér
litist vel á mig. Ég kom til
hans og hann gaf mér mat og
peninga fyrir fötum á syni
mina. Lengi vel vissi hann
ekki neitt um það að ég ól
honum dóttur. Hann hafði
margt af þjónustuliði og ég
imynda mér að frá honum hafi
Vera dóttir min stórlæti sitt“.
Nú fór að syrta í álinn.
„Það er annað en gaman að
heyra börnin sín segja ,,er
nokkuð meira til mamma“, að
lokinni máltið. Þetta orð,
,,meira“ kveður við í eyra
manns, meðan verið er að
leita í pottinum hvort nokk-
ur ögn leynist þar enn“,
Svo fer hún að skrifa sér
til hugarhægðar. Fyrst skrif-
ar hún smásögur yrkir ljóð.
semur leikrit, ,,og aldrei leið-
ist mér þetta því meðan ég
var að því. þóttist ég vera
stödd í gullinni höll með krist.
alsgluggum og Ijósahjálmum
úr silfri. Ég þóttist vera klædd
í dýrindis silki og hafa dem-
anta í svarta hárinu. En þte'g-
ar ég sleppti bókinnj fann ég
þefinn af fúafjölunum j veggj-
únum og að rottur hlupu yfir
fæturna á mér. Silkikjóllinn
minn breyttist í tötra og í
hárinu á mér glitti ekkj í
annað bjartara en lýs“.
Þegar hún hafðj rogazt með
pappírspokann allan dagihn
verkjaði hana svo í handlegg-
ina, að hún gat ekki sofið.
,.Þá lá ég út af og fór. að
hugsa um hvað við tseki næsta
dag. Ég vissi að ekki var til
nokkur matarbit; og að Veru
•vantaði skó. Ég háfði' svo
miklar áhyggjur af bömunum
mínum að, ég varð veik og
kastaði upp, en einungis
grænu galli. Svo fór ég út úr
rúminu. kveikti á lampanum,
og fór að skrifa.“ Hún skrif-
aði á gamlar stílabækur, sem
hún hafði fundið í ruslinu,
þeim megin á blaðið sem ó-
skrifað var. Hún var sein að
skrifa og stafagerðin var stór-
karlaleg. Nágrannarnir vissu
um þetta. og hentu gaman að
því. Flestir voru reyndar ó-
læsir. og þeim þótt; illa varið
tímanum að vera að tina uþp
notaðar stilabækur og skrifa
í þær. — Þeir kölluðu hana
,,Dona“ (frú) Carolina. Vegna
þess hve stolt hún var í við-
mótj lögðust margir á móti
henni og hún var sökuð um
að valda uppsteit tæla gifta
menn og kalla á lögregluna
hve lítið sem fyrir kom. Það
var kastað grjót; í böm henn-
ar og sagt að þau væru sístel-
andi. Einu sinni hafði hún
neitað að taka þátt í drykkju-
svalli, og varð bað til þess
að kona nokkur bar það í
bræðikasti á Joao son hennar,
sem þá var ellefu ára, að hann
hefði nauðgað dóttur hennar,
sem var tveggja ára. Hve mik-
il vandræðj sem að Carolihu
steðjuðu fékkst hún aldréi til
að lítillækk-a sig til að um-
gangast þá, sem ekkj voru
að hennar skapi.
Hún forðaðist nágrannana
eftir megni Henni leiddist
ákaflega að þurfa að standg
við vatnkpóstinn með vatns-
fötuna og bíða eftþ því að
röðin kæmj að sér. eða að
vera að rífast við þann favelu-
búa, sem hafðj ráð á hinni
einu raftaug í hverfinu og
leiddj svo rafmagnið í kofa
nágrannanna. og heimtaði af
þeim ólöglegt gjald.
I apríl 1958 gerðist það að
Audalio Dantas, ungur frétta-
maður. var viðstaddur vígslu
barnaleikvallar, í því skynj að
skrifa um það í blað sitt.
JHPBBI
»