Þjóðviljinn - 19.11.1965, Page 10

Þjóðviljinn - 19.11.1965, Page 10
|Q SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. nóvember 1965. 4---------------------------- aldrei nokkum mann skírnai- nafni? Hún braut heilann um hverjir vinir hans væru. ef hann ætti þá nokkra, eða hvort hann vasri sannur einhleypingur og hefði ekki áhuga á neinu nema gömlu bókunum, sem höfðu brunnið. Þetta kvöld að minnsta kosti virtist hann hafa fengið nóg af því að skipta sér af málefnum annarra manna, því að strax og máltíðinni var lokið, þaut hann upp i herbergið sitt. Carólína ákvað að fara að dæmi hans og hún leit á Fen- ellu og sagði að hún væri of þreytt til að vera lengur á fót- um og ætlaði í rúmið. Eins og hún hafði búizt við. sagði Fen- ella samstundis að hún myndi færa henni kaffið. Þegar Fenella kom með það tiu mínútum seinna, gekk Caró- lína fram og aftur um svefn- herbergið sitt og reykti sígar- ettu, en það gerði hún mjög sjaldan. en í svipinn fannst heniii sem það gæti hjálpað Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tíamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14-6-62 Hársrreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttii LaugavegJ 13. sími 14-6-58 Nuddsrtofan er á sama stað sér að fást við Fenellu og hlusta með þolinmæði og hafa taumhald á sínum eigin taug- um. Þegar Fenella sá hana, sagði hún umdrandi: Ekki komin í rúmið enn? Carólína ákvað að tala hrein- skilnislega. — Jæja, það er eins gott þú segir mér allt af létta, finnst þér ekki? sagði hún. Þú hefur lítið gagn af mér, fyrr en ég veit hvað á spýtunni hangir. Fenella lokaði dyrunum á eftir sér, setti kaffibakkann á borð- ið, settist í næsta stól og fór að gráta. Carólína stikaði um herbergið og tottaði sígarettu sína með ákafa Henni brá ekki minnstu vitund við tár Fenellu. Þetta atriði höfðu þær áður leikið oft og mörgum sinnum og Carólina vissi svona hérumbil hvemig þetta gengi fyrir sig. I aðal- atriðum var þetta alltaf eins, þótt smáatriðin brevttust. Fen- ella varð að gefa tárunum útrás og Carólína varð að bíða með- an bau voru að renna, annars gæti Fenella aldrei talað um bað sem henni lá á hjarta. Meðan hún reyndi að hafa stjórn á sér fór hún undan í flæmingi og talaði undir rós og þá gat eins verið að hún færi aftur burt með byrði sína óhreyfða. En í þetta sinn reyndi hún strax að ber.iast við grátinn. — Ég má þetta ekki, tautaði hún. Ég vil ekki að bau sjái að ég hef verið að gráta. Það er gallinn á því að hafa fólk í kringum sig, Það tekur alltaf eftir öllu. Hún þurrkaði sér um augun, reis á fætur og gekk að snyrti- borðinu. pírði á sjálfa sig í speglinum og púðraði sig mátt- leysislega. Hún hélt áfram: Ég hef verið að bíða og vona að þú þyrjaðir að tala, Carólína, en það var eins og þú værir staðráðin í að segja ekki neitt. — Hefur þú verið að þfða eftir því að ég .... sagði Caró- lína. Eftir hverju hefurðu eig- inlega verið að bíða? — Að þú segðir mér hvað þér fyndist um hann. — Um Harry? — Já, auðvitað. — En hvers vegna? Það skipt- ir líklega mestu máli hvað þér finnst um hann. Fenella andvarpaði. Auðvitað ert þú ekki gift, sagði hún. Þú gerir þér kannski ekki ljóst .. .. Ég á við það, að hann er svo undarlega samansettur, Carólína. — Já, það er svo sem auðséð, hvort heldur maður er giftur eða ekki. Nú? — Og hann er alls ekki sami maðurinn og ég varð ástfangin af. Ég hef aldrei vitað hvar ég hafði hann og ég fæ víst aldrei að vita það. En einhvem veginn tókst honum að hrífa mig með sér Hann er svo — jæja, það er eins og hann sé gæddur meira lífi en flest annað fólk. — Já, þetta sé ég allt saman. En ég get ekki skilið hvað hefur farið afvega. Hvað hefur Han-y gert? — Ég veit það ekki með vissu, það er nú einmitt það. — Áttu við að hann hafi ekki gert neitt, heldur þú.... ? Caró- lína þagnaði. Hún vildi ekki að það heyrðist á henni að hún hefði tekið eftir hinu og þessu. Hún ætlaði að minnsta kosti ekki að nefna nafn Jans Pullen. — Nei, það er ekfci ég, sagði Fenella. Hún gekk aftur að stólnum, hlammaði sér þreytu- lega niður í hann og starðifram fyrir sig. Það er Harry, en ég er ekki viss um að hann eigi bein- línis sökina. Hann hefúr bara svo undarlegar skoðanir á mál- unum, viðbrögð hans eru svo furðuleg gagnvart fólki og at- burðum. Eins og ti'l dæmis hvem- ig hann talar um annað fólk. Hann virðist álíta að allir séu að fela eitthvað ljótt og hræði- legt. — Nú, það. Er það ekki bara bans útgáfa af gamansemi? — Heldurðu það? — Heldur þú það ekki? — Jú, auðvitað snýr hann því alltaf upp í gaman ef farið er að rökræða við hann, sagði Fen- ella. Og einmitt þá er ég sann- færðust um að honum er fúl- asta alvara. — Nújá, sagði Carólína og fór örlítið að skilia. Eins og hann gerði í kvöld? — Já. það var einmitt þegar hann fór að hlæja að öliu sam- an, sem ég fór að halda. að hann tryði bví að hann ætti ó- vini sem vildu hamn feigan. — Og ertu hræddari við að hann eigi þá eða eigi bá ekki? — Ég held ekki að hann sé geðbilaður, ef bú átt við það. — Jæja, það er þó alltaf nokkuð. Samt hafði Fenella sagt þetta svo rólega að hrollur fór um Carólínu. Það var eins og Fen- ellu hrygði ekki sérlega í brún við bá uppástungu að eiginmað- ur hennar væri geðbilaður — En ég held hann treysti aldrei neinum fullkomlega, hélt hún áfram. Ekki einu sinni fólki sem honum geðjast að Og það er ekki heilbrigt, finnst þér það? — Kannske ekki, sagði Caró- lína. — Og ég er sjálf orðin svo ringluð af þessu öllu, ég veit ekki hverjum ég treysti og hverjum ekki. Og það er alls ekki líkt mér. Þú hefur alltaf sagt að ég sé einmitt of gjörn á að treysta fólki að óreyndu. — Hamingjan góða, allt það sem ég á að hafa sagt ......... — En þetta er alveg satt. Mér er eðlilggt að treysta fólki. En nú, þegar ég kemst að raun um að ég treysti ekki einú sinni honum .... Fenella tók í pils- fellingu með tveimur fingrum og fór að fitla við hana. Carólína sagði: Ef bú ert hrædd um að hann elski þig ekki út'af lífinu. þá geturðu hætt því á stundinni. Fenella hrukkaði ennið eins og þetta innskot hefði enga þýðingu haft. — Sjáðu til, stundum finnst mér sem hann hafi ástæðu til að tala eins og hann gerir, hélt hún áfram. En um leið fer ég að brjóta heilann um hann sjálf- an. Um fortíð hans og hvar hann hafi fengið þennan kyn- lega fróðleik sinn. — Ég hefði ha’ldið, að .tólf ára starf sem glæpafréttaritari skýrði það, sagði Carólína. Hún sá að Fenella hafði ekki einu sinni heyrt til hennar. — Það gerðist dálítið í vik- unni sem leið, Carólína — það var eiginlega bess vegna sem ég fór til Lundúna að finna big> sagði hún. Það kom hingað mað- ur og spuröi mig snjörunum úr um hann Hann bóttist líka vera að spyria um annað fólk. en ég er viss um að hann hafði fvrst og fremst áhuga á Harry. Ég sagði Harry frá honum og hann hló bara á bennan sæta máta sinn. Og bá varð ég hrædd og ákvað að létta á hjarta mínu við einhvern og leitaði þig uppi. En þá varstu veik, svo að mér fannst ekki rétt að íþyngja þér með því. Og svo datt mér í hug, að bezt væri að þú kæmir hing- að og hittir Harry og gætir sjálf myndað bér skoðun á honum. — Og í dag bregður hann sér í bað að bjarga lífi mínu. Caró- lína gekk að stólnum til Fen- ellu og lagði lófann sem snöggv- ast á koll hennar. Ég er hrædd um að ég eigi óhægt með að fella hlutlausan dóm yfir hon- um, Fenella. Fenella leit upp til hennar og brosi brá fyrir á andliti henn- ar. Ég veit það. Þannig er hann. Snöggur og óttalaus. Og ég elska hann fyrir það, þótt það láti kannski ekfci þannig í eyrum. En það er samt satt, Carólína. En hann er líka ófyrirleitinn. Hann segir að það sé nauðsyn- legt. Hann segir, að troði maður. ekki á öðrum, þá troði aðrir á sjálfum manni. Hann trúir þessu. Og svo er það þetta með peningana.... Hún leit þungbú- in niður á fingur sína. — Hvað áttu við? spurði Caró- lína. Hefur þetta ekki gengið eins vel og þið vonuðuzt? Þú sagðir mér þegar ég kom, að þið * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 33 WINDOLENE skapar töfragljáa á gluggum og speglum BLADADREIFING Börn eða fullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes I. — Tjarnargötu — Skipholt. K Ó P A V O G U R : — Laus hverfi: Hlíðarvegur — Hvammar. — Hringið í síma 40319. Sími 17 500 BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöðdum, efni og lagerum o.fl. Heimistrygging hentar yður HeimiEisfiryggingar Innbús Vafinstjóns Innbrots Glerfipyggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR? LINDARGATA 9, REYKJAVÍK SlMI 21 260 SlMNEFNI , SURETY Plaslmo Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og sót þarf aldrei að móla MARS TRADING COHF KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 Skipholti 9J; símar 21190-21135 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.