Þjóðviljinn - 19.11.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.11.1965, Blaðsíða 12
Ályktun framkvæmdanefndar ÆF: Heimsóknir hermannanna til Reykjavíkur verhi bannahar Vegna alvarlegra atburða, er gerðust í Reykjavík miðviku. dagskvöldið 10. nóvember síðast- liðinn, begar tveir veitingastaðir borgarinnar, götur og aðalbæki- stöðvar löggæzluvalds urðu vett- vangur kynbáttaóeirða, vill framkvæmdanefnd Æskulýðs- fylkingarfnnar, sambands ungra sósíalista lýsa yfir: Atburðir þessir sýna ljós- lega þá skaðsemi, sem sí- vaxandi heimsóknir banda- rískra hermanna til Reykja- víkur, útvarp og sjónvarp á Keflavíkurflugvelli hafa á þann hluta borgarbúa, sem ómótaðastir og hrifnæmastir eru. Það er skoðun fram- kvæmdanefndar Æskulýðs- fylkingarinnar að einungis verði komið í veg fyrir að atburðir sem þessir endur- taki sig, að heimsóknir bandarískra hermanna ' til Reykjavíkur verði tafarlaust bannaðar og áhrifasvið út- varps og sjónvarps á Kefla- víkurflugvelli ' verði tak- markað við Keflavíkurflug- völl einan, enda vandséð hverjum þætti heimsóknir þessar og fjölmiðlunartæki gegna í vörnum landsins. Jafnframt sýna atburðir þessir hve grunnt er á kyn- þáttahatri í heiminum, ekki sízt meðal íbúa þess ríkis, sem gegnir forystuhlutverki í hernaðarbandalagi því, sem Island er þátttákandi í. Vegna atburða þessara lýs- ir framkvæmdanefnd Æsku- lýðsfylkingarinnar ábyrgð á hendur þeim mönnum, sem dyggilegast hafa unnið að sköpun þess ástands, sem orsakað hefur áður greinda atburði. „I skautum niðri á Tjörn“ ★ Nú er frostið komið ogTjöm- ★ in ísi lögð. Og bömin voru ★ ekki sein á sér að nota tæki- ★ færi til þess að fara á ★ skauta. í gær var krökkt af ★ krökkum á Tjöminni og Ijós- ★ myndarinn okkar notaði tæki- ★ færið og tók þessa mynd af ★ þeim. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Lítil! síldarafli norskra skipa á w«ð ísland EERGEN 18/11 — Afli norskra skipa á síldarmiðunum við Is- land var minni í ár enda skip- in færri en mörg undanfarin ár. Aflinn nam 341.596 hektó*lítr- um, sem fóru í bræðslu og 40.544 tunnum af saltsíld. 30 skip veiddu í bræðslu, en 34 í salt. Gylfi Þ. Gíslason mælti í efri deild í gær fyrir frumvarpi rík- isstjómarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalögum um frest- un skólamannvirkja, sem felur í sér að, ekki skyldi hafizt Talsverðar umræður urðu um frumvarpið um fuglaveiðar og íuglafriðun á alþingi í gær. Mælti Benedikt Gröndal fyrir á- liti meirihluta menntamála- nefndar. en síðan tóku til máls Bjarni Benediktsson, Óskar Levý, Guðlaugur Gíslason, Hall- dór E. Sigurðsson. Varð um- ræðunni lokið en atkvæða- greislu frestað. Var þetta eina málið. sem kom til umræðu í deildinni í gær, en á dagskrá var m.a. frumvarp þar sem sýslumannshneykslið í Hafnar- firði hefði sennilega borið á góma og vissara fyrir forsætis- ráðherra og aðra stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar að teygja tím- ann i fuglinum sem mest. handa né framhaldið við bygg- ingu skólamannvirkja á árinu 1965, nema sýnt væri að þeim yrði lokið. Var þetta í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnar- innar frá í vetur að skera verklegar framkvæmdir niður um 20%, þannig að fjárveiting- ar til skólamálanna minnkuðu úr 139 milj. kr. í 111,5 milj. kr. Sem kunnugt er má ekki gefa út bráðabirgðalög nema brýna nauðsyn beri til og virðist rík- isstjórnin hafa verið á eitt sátt um útgáfu laganna og þar með nauðsyn þess að skera niður skólabyggingarframkvæmdir um 1/5. Alfreð Gíslason kvaddi sér hljóðs og benti á að hvað sem um dugnað ríkisstjórnarinnar mætti segja væri óhætt að full- yrða að hún væri afburðadugleg við útgáfu bráðabirgðalaga. Mætti t.d. nefna þvingunarlög um lækna, verkfræðinga og flugmenn. Og þarna hefði ,,brýnni nauðsyn“ verið borið við. í júní sl. hefði ríkisstjórn- in svo ákveðið að setja bráða- birgðalög um verðjöfnunar- og flutningasjóð síldveiða, en heykzt á því þrátt fyrir hina ,,brýnu nauðsyn“. — Þessi bráðabirgðalög um frestun skólaframkvæmda voru sett 28. maí cða hálfum mánuði cftir að þingi var slitið. Hvað gerðist á þessum hálfa mánuði, sem breytti svo mjög öllum gangi mála, að ómerkja varð nýlegar gerðir alþingis um fjár- veitingar til skólabygginga? Og sennilcga eru flestir sammála um að ekkert sérstakt hafi þá gerzt, scm leiðrétt geti þennan verknað. Með síendurtekinni út- gáfu bráðabirgðalaga er ríkis- stjórnin að hrifsa til sín vald, sem hún á alls ekki, og í þcssu tilviki bar henni að halda sér við ákvarðanir fjárlaganna. Það hefði frekar átt að gefa út bráðabirgðalög til þess að auka skólabyggingar en til að draga úr þeim, sagði þingmaður- inn að lokum. HnsRæðismálin í neðri deild Frumvarpið um Húsnæðis- málastofnun ríkisins var til 3. umræðu í efri deild í gær og var því vísað til neðri deildar. Við umræðuna benti Alfreð Gíslason á, hvort ekki væri rétt að fresta samþykkt ' 2. greinar lagafrumvarpsins um sex-föld- uri fasteignamatsins, þar sem ýmislegt virtist ókannað í mál- inu. Fjármálaráðherra kvað hins vegar ekki rétt að taka ábendingu Alfreðs til greina. Var málinu síðan vísað til neðri deildar. Breyting á lögam um almannatryggingar og framfærslu sjúkra mannaog örkumla Leiðrétting 1 blaðinu í gær var birt ræða Hannibals Valdimarssonar um byggingu ríkisrekinna sjúkra- húsa í öllum landsfjórðungun- um, Þar var sagt að flutnings- menn frumvarpsins, sem Hanni- bal með þessari ræðu mælti fyr- ír. væru þrír Alþýðubandalags- menn. Það er ekki rétt, því að Sað er Ingvar Gíslason, sem er flutningsmaður og tveir Al- l-vðubandalagsmenn og biður ^"ðviljinn bingmennina vel- Virðingar á þessum mistökum. . Félagsmálaráðherra mælti í gær fyrir tveim frumvörpum í efri deild alþingis. 1 fyrsta lagi frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Með því er lagt til að horfið verði frá efnahagsviðmiðun i sam- bandi við ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Þá er enn- fremur lagt til að niður verði felldir styrkir þeir, sem ríkis- framfærslan hefur veitt til ör- kumla fólks, sém þarfnast gervilima. umbúða eða annarra þess háttar tækja, svo og styrkir til þeirra sem þarfnast sér- stakrar æfingarmeðferðar með viðeigandi nudd- og rafmagnsað- ferðum, Annað frumvarpið er um breytingu á almannatryggingar- lögunum og er í því lagt til: að sjúkrasamlögum verði • skylt að greiða verulegan hluta af óhjákvæmilegum ferða- kostnaði lækna þegar ferð lækn- is til sjúklings er meiri en 10 km, eða nota verður skip eða flugvélar við ferðina, og flutn- ingskostnað sjúklinga í sjúkra- hús innanlands, ef flutningsþörf er brýn og líðan sjúklings svo varið, að hann verði ekki flutt- ur eftir venjulegum farþega- flutningaleiðum. að Tryggingastofnun ríkis- • isins annist styrkveitingar til örkumla manna eða fatlaðra, sém þarfnast æfingarmeðferðar með viðeigandi nudd- og raf- magnsaðgerðum, utan sjúkra- húsa. Alfreð Gíslason tók undir meginatriði þessara frumvarpa en síðan var þeim vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar. Vetrarhjálpin að hefja starfsemi D Vetrarh'jálpin í Reykjavík er um þessar mundir að hefja hina árlegu jólastarfsemi sína. Verður henni hagað líkt og undanfarin ár, skátar munu berja að hvers manns dyr- um um miðjan desember og tekið verður á móti framlög- um og hjálparbeiðnum á skrifstofu Vetrarhjálparinnar að Laufásvegi 41. Alls nam úthlutun í fyrra rúmum 600 þúsund krónum til 786 fjölskyldna og einstaklinga. 148 nýjar hjálparbeiðnir bárust Vetrarhjálpinni á síðasta ári. Úthlutun Vetrarhjálparinnar nam á sl. ári alls röskum 600 þúsund krónum. Matvælum var úth'lutað fyrir 214 þúsund kr. og nýjum fatnaði fyrir rúmlega 350 þúsund krónur. önnur út- hlutun nam um 60 þúsund kr. Segja má að Vetrarhjálpin í Reykjavík hafi verið starfrækt allt árið 1964, því auk þess að veita bágstöddum fjölskyldum aðstoð fyrir jólin, sem er höf- uðtilgangur hennar, hjálpaði Vetrarhjálpin nokkrum f jölskyld- um, sem orðið höfðu fyrir al- varlegu brunatjóni. Fyrir síðustu jól veitti Vétr- arhjálpin 786 fjölskyldum og einstaklingum einhverja hjá'lp, annað hvort matvæli eða nýjan fatnað. Allmargar fjölskyldur fengu hvorttveggja. Fullyrða má, að yfir 3000 manns hafi fengið einhvern jólaglaðning frá Vetr- arhjálpinni. Nákvæm skrá var haldin yfir matvælaúthlutunina. Skiptist hún þannig: 328 fjölskyldur og einstak- lingar, er voru með 1 til 13 börn á framfæri. Aukning 87. 153 ekkjur með 1 til 10 börn á framfæri. Aukning 26. 83 fráskildar konur með 2 til 9 börn á framfæri. Aukning 35. Bárust því Vetrarhjálpinni samkvæmt þessu 148 nýjarhjálp- arbeiðnir á síðasta starfsári. Til þessa fólks var og úthlutað mjólk og kolum. — Auk þess hjálpaði Vetrarhjálpin vist- mönnum tveggja vistheimila um nýjan nærfatnað og fleira. Á vegum Vetrarhjálparinnar nutu um 2000 borgarbúar góðs af fatnaðarúthlutun starfseminn- ar. Nú þegar Vetrarhjálpin hefur fjársöfnun að nýju, er henni ljóst að ti'l þess að geta veitt því fólki, sem til hennar mun leita fyrir jólin, einhverja að- stoð, verður hún að njótameira örlætis af hendi borgarbúa en nokkru sinni fyrr, því mikil nauðsyn er á, að Vetrarhjálpin auki aðstoð sína frá því sem verið hefur undanfarin ár. „Svört á brún og brá“ í Neskannstað Neskaupstað, 17/11 — Leik- félag Neskaupstaðar frumsýndi um síðustu helgj gamanleikin- Svört á brún og brá eftir Philip King fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir. — Leikstjóri er Erlingur Hal1- dórsson, en með aðalhlutverk fara Birgir Stefáhsson, Vil- fríður Eðvaldsdóttir, Magnús Guðmundsson og Álfhildur Síp- urðardóttir. Verður leikritið sýnt hér aftur í kvöld. Þá verður leikritið sýnt á Esk'- firði á föstudagskvöld og Rey". arfirði og Iðavöllum um næstu helgi, — tvö sýningarkvöld á hvorum stað. Leikfélag Neskaupstaðar er fimm ára um þessar mundir og hefur sjaldan verið með betra lífi, Er áformað að færa upp veigameira verk síðar í vetur. Birgir Stefánsson er formaður félagsins. — H.G. Nefnd til að finna grund- völl að afurðarsölulögum Þjóðvi'ljanum hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu: Það er yfirlýstur vilji ríkis- stjórnarinnar að samstarfi verði aftur komið á milli framleiðenda og neytenda um verðlagningu landbúnaðarvara. Fyrir því hefur landbúnaðar- ráðuneytið hinn 16. þ.m. skipað nefnd sjö manna, er hafi það verkefni að leita eftir samkomu- lagsgrundvelli milli framleiðenda og neytenda, sem afurðasölulög- gjöfin yrði byggð á, og koma fram með tillögur í þv.í efni. í nefndina voru skipaðir þess- ir menn: Ólafur Björnsson, prófessor, formaður ncfndarinnar, tilnefnd- ur af ríkisstjórninni, Hannibal Valdimarsson. alþingismaður, til- nefndur af Alþýðusambandi Is- lands, Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrv. alþingismaður. tilnefndur af Stéttarsambandi bænda. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda og Einar Ólafsson, bóndi Lækjarhvammi. tilnefndir af Framleiðsluráði landbúnaðarins. Sæmundur Ól- afss.on. framkvæmdastjóri. til- nefndur af Sjómannafélagi Reykjavíkur, óg C..o Scopka, viðskiptafræðingur, tilnefndur af Landssambandi iðnaðarmanna. Gam»U maður ^lasast á Akuiwi AKUREYRI 18/11 — Skömmu fyrir hádegi féll gamall maður ofan af vörubílspalli við Bygg- ingavöruverzlun KEA og slasað- ist hann mokkuð, — var hann lagður inn á Fjórðungssjúkra- húsið hér í bænum og verður að liggja þar. Gamli maðurinn var að vinna við að hlaða bílinn, þegar hann féll ofan af honum í götuna. Hann heitir Sigurður Ólason og er til heimilis að Grænumýri 14 hér í bæ. Um eftirmiðdaginn byrjaði að snjóa hér og var kominn hættu- leg ísing á göturnar um kvöld- matarleytið. Þess fór þegar að gæta í umferðinni og urðu þrír bflaárekstrar með skömmu milli- bili og hætta á fleiri árekstrum eftir því sem líður á kvöldiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.