Þjóðviljinn - 26.11.1965, Síða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1965, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 26. nóvember 1965. urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust lt. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Dómarar og stjónmálamenn \ að velja stjórnmálamenn og alþingismenn til dómarastarfa? Það hefur vakið mikla athygli að fram hefur komið á Alþingi sú eindregna krafa, að reglan um hæstaréttardómara, sem ekki eru kjörgengir til Alþingis, verði einnig látnar ná til annarra dómaraembætta, svo reynt yrði að tryggja það enn fremur en nú er, að dómarar hafi fullan starfsfrið í embættisverkum sínum, að þeir séu óháðari en nú og vinni dómarastörf sín án íhlutunar stjórnmálaflokka og ríkisstjórna. I umræðunum á Alþingi um hina hneykslanlegu veitingu sýslumannsembættisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetaembættisins í Hafnar- firði lagði Ingi R. Helgason mikla áherzlu á nauð- syn þess að breytt yrði til að þessu leyti. Dómar- ar á íslandi eiga ekki að vera stjórnmálamenn, sagði hinn ungi varaþingmaður og lögfræðingur, og taldi það brjóta í bág við grundvallarreglur laga og stjórnskipan íslendinga. „J^ómsvaldið á að vera sjálfstæður þáttur ríkis- valdsins, sérstaklega óháður framkvæmda- valdinu“, sagði Ingi R. Helgason. ..Handhafar fr’ámkvæmdavalds hafa sótzt mjög eftir því hér- lendis að gera dómendur sér háða og er það háska- lég stefna fyrir allt réttaröryggi í landixiu. Þáð ér reynt að troða stjórnmálamönnum inn í öll dóm- araembætti sem losna og það er reynt að fá alla dómara í framboð fyrir stjórnmálaflokka vald- hafanna. Með þvílíkri þróun er stefnt að því marki að gera dómendur háða framkvæmdavald- inu og leggja á þá fjötra flokksræðis, flokksofrík- is. Þróun þessa þarf að stöðva“. Og Ingi benti á aðra hlið þessa máls, sem hann kveðst þekkja sem lögmaður. „Það er óhæfa að setja sýslumann í þau spor að þurfa að elta mann uppi og eiga að dæma hann fyrir lagayfirtroðslur á sama tíma, sem sýslumaðurinn þarf að óska eftir atkvæði hans til þings. íslenzkir dómendur eru vel mennt- aðir og hæfir menn, en þeir eru ekki nógu frjáls- ir og óháðir í embættum sínum í dag og verða það ekki fyrr en skorið er alveg milli þeirra og fram- kvæmdavaldsins. Samkvæmt stjórnarskrá okkar eiga dómendur að vera óháðir í störfum sínum. Stjórnarskráin sjálf og lög mæla svo fyrir að dóm- ara má ekki víkja úr embætti nema með dómi og umboðsstarfalausir dómarar hafa ekki kjörgengi til Alþingis. Umboðsstarfalausir dómarar eru nú einungis táldir hæstaréttardómarar. Þá reglu þarf að útvíkka svo hún taki til allra þeirra er dóma geta kveðið upp á íslandi, eða fá umboðsstörfin í hendur öðrum embættismönnum, svo að hinir eiginlegu dómarar verði allir umboðsstarfalausir. Þetta er rökstuðningur minn fyrir því að ekki eigi að velja stjómmálamenn í dómarasæti“, sagði Ingi R. Helgason, og heimíærði þessa ádeilu á Hafnarfjarðarveitinguna og taldi það geta valdið ólögmæti þeirrar stöðuveitingar að ráðherra hefði látið stjórnast af flokkspólitískum sjónarmiðum og valið flokksbróður sinn í dómarasæti. Hér er eflaust gripið á einu meginatriði þessa hneykslis- máls, atriði sem nær miklu lengra en þetta ein- staka mál, og varðar allt réttarfar þjóðarinnar. - s. j Rætt við tvo kennara um bókakost er styður viðieitni til að vekja AHUGA A V0NDUÐU MALFARI 0G GÓDUM BÓKMENNTUM Bókaútgáfan Skálholt hefur sýnt af sér framtak í þá átt að gefa út bækur sem t;l nytsemda mega verða við móð- urmálskennslu: nýlega kom út önnur bók í bókaflokknum „Is- lenzk úrvalsrit", en í honum eru heil bókmenntaverk með skýringum og verkefnum fyrir nemendur, o» varð þá Islands- klukka Halldórs Laxness fyrir valinu. Ennfremur kom út ný- stárleg bók eftir Baldur Ragn- arsson er nefnist Mál og mál- notkun. Því höfum við snúið okkur til tveggja kennara, Jóns Böðvarssonar og Harðar Bergmann, sem báðir hafa þegar nokkra reynslu af notk- og ég“, eru einstaklega vel fallin til að sannfæra nemend- ur um þetta atriði, en í þeim kafla sem tekinn er, sést á- gætlega, hvemig vel valdar sagnir hjálpa höfundi til að láta fárviðri lifa sterku lífi í frásögn. Þar á eftir kemur á- gætt verkefni: þar reynir á það hvort nemendur geti fund- ið eina sögn sem kemur í stað margra orða og gerir setning- una miklu beinskeyttari en ella. .★j — TTvað ^egir þú af reynslu IX þinni af bókinni í kennslu- stundum? ar í ritgerðum nemenda vetur eftir vetur — um þetta hefði mátt hafa sérstakan kafla í þriðja þætti. Baldur Ragnars- son minnist sjálfur á ritgerð Þórbergs „Einum kennt — öðrum bentV, sem margirkenn- arar hafa notað sér til stuðn- ings, þótt hún sé ekki fallin til kennslu — og þessa ritgerð verður að nota áfram, þrátt fyrir framtak Baldurs. — Én hvað finnst þér, Hörð- ur? __ — Ég sakna þess helzt, að ekki skuli rækilegar farið út í nýyrðasmíði, ræddar helztu aðferðir við upptöku nýrra Halldór Laxness. un þessara bóka í starfi og spurt um álit þeirra ó þessum útgáfum. Og er Jón fyrst spurður um álit sitt á bók Baldurs. — Ég mundi þá fyrst segja þessari snotru bók til hróss, að hún er vel til þess fallin að vekja kennara og nemendur til umhugsunar um uppbygg- ingu málsins. Hún geym*r mörg verkefni, sem vel eru til þess fallin að glæða málskiln- ing nemenda og vekja þá til/ Baldur Ragnarsson. íhugunar um skyldleika orða, láta þá gera sér grein fyrir nákvæmari þýðingu orða. Til dæmis mætti nefna sér- stakan kafla um sagnir fram- arlega í bókinni. Þar er vakin athygli á hlutverki sagna, hvað bað setur mikinn svip á mál að þær séu notaðar af ná- kvæmni. Og þau dæmi sem sfðan eru tekin úr ritgerð Þór- b«rgs: „Lifandi kristindómur — Mér virðist augljóst að nemendur hafa gaman af bók- inni, þetta er skemimtileg kennslubók. Almenna spjallið, sem fylgir hverjum kafla, er til að mynda mjög vel fallið til að hleypa meira lífi í kennslustundir, það gefur mikia möguleika til að vekja umræð- ur um ýmsa þá hluti sem ann- ars koma sjaldan eða aldrei á dagskrá. Bókinni er skipt í þrjá þætti. Sá fyrsti miðar einkum aö því að auka orðáforða. Annar þátt- ur fjallar fremur um markmið málsins, vekur til fhugunar um þá ábyrgð sem fylgir þvf að nota málið (þar er — með- an ég man — að finna gott dæmi um skemmtilega fram- setningu verkefna: í kafla sem nefnist „Orð og tilfinningar“ er m.a. að finna þetta verk- efni: „Skrifaðu stutta lýsingu á húsi, svo að einungis stað- reyndir komi fram. Skrifaðu síðan aðra lýsingu á sama húsi í orðastað fasteignasala, sem auglýsir það til sölu“). I þriðja þætti bókarinnar fá- um við hluti sem mjög hefur vantað: leiðbeiningar um það hvemig á að semja ritgerð. Þá er og mikils um það vert, að þar eru skýrfl orðtök sem fólk notar mikið í daglegu tali. en umhugsunarlaust og án þess að hugsað sé um uppruna þeirra; þau eru stirðnuð orð- in í vitund manna og þvf oft notuð rangt. — T hverju finnst þér bók- X inni helzt áfátt? — Mér finnst vanta, að tekn- ar séu fyrir rækilega algeng- ustu málvillur sem eru á vör- um fólks hér, gerð sé tilraun til að slá niður helztu málleys- ur og smekkleysur. Kennarar kannast vel við þennan vanda. þeir rekast á sömu yíirsjónirn- að þessu leyti. Bæði er, að þetta er þýðingarmikið atriði í málþróun smáþjóðar og svo er auðvelt að vekja áhuga nemanda einmitt á þessum hlutum: þeir eru að Læra dönsku og sjá glöggt, hvemig við nólg- umst ný fyrirbæri á allt ann- an hátt en frændur okkar: þeir hlusta á speaker í sínu radíói, en við á þul í útvarpi. En að öðru leyti vildi ég taka undir orð Jóns um nytsemi þessarar bókar — vafalaust er vinna með bók Baldurs miklu betur til þess fallin að þroska málskilning og málnotkun nerhanda en endurtekin mál- fræðiyfirferð. — Já, segir Jón, og ég vildi gjarna bæta því við að mér finnst bókin þjóna vel þeim tilgangi að vera tengiliður milli málfræði og bókmennta. Auk þess er ekki rétt að tala um hana eingöngu sem kennslubók fyrir skóla — hver maður sem hefur áhuga á málinu hefur gaman af að lesa hana — og gagn. ★ — TTVemÍg ilzi; ^r’ Hörð-ur, 11 á flokkinn Islenzk úr- valsrit? — Mér finnst að slíkar út- gáfur hafi vantað tilfinnanlega. Það er slæmt að þurfa að byggja einungis á sýnisbókum með orðaskýringum og þurru höfundat-ali, því það þarf að vinna með bókmenntir öðru- vísi en svo, að nemendur læri einkum efnisatriði og orðskýr- ■'ngar. Þeir þurfa líka að læra “itthvað um þau lögmál sem "ilda í góðum bókmenntum. er líka mikils virði að fá ''oi’I verk í sk'MaútPáfum. bví sað hefur komið f liós við at- ’-mcrun, að stöðueur lestur sýn- ■'shóka hefur skanað hiá nem- endum ýmsar einkennilegar hugmyndir — þeim finnst ein- hvern veginn að rætt sé um Hallgerði langbrók í sögu sem heitir Fall Gunnars (svo heitir kafli í sýnisbók) en ekki, í Njálu. Bókmenntimar vilja einhvernveginn hverfa í brot- um í lesbókum fyrir skóla. Það er sjálfsagt erfiðara en margan grunar - að tengja skólabókaveruleikann við raun- veruleikann, og vel unnar, smekklegar útgáfur á heilum verkum ættu að geta hjálpað svolítið til að því er bókmennt- ir varðar. — Finnst þér að Islands- klukkan eigi vel heima í þessum flokki? — TvfmælalauSt. Það er margra hluta vegna gott að fá einmitt þetta verk í skólaút- gáfu: minnisstæðar mannlýs- ingar, frásagnargleðin, þjóð- lífsmyndin og óþrotleg athag- unarefni varðandi mál, stíl og tækni höfundarins. Hins vegar er það mín roynsla^ aö ■ .kgld- hæðni sögunnar kemst misvel til skila hjá unglingum, þeir em jú að reyna að átta sig á tilverunni og loka sig fyrir kaldhæðni hennar á meðan. 1 bókmenntakennslu er sú hætta alltaf nálæg, að krufn- ing verksins verði til að hindra eðlilega ánægju af lestrinum. Þar að auki býður þessi bók upp á erfiðleika í sambandi við mál, bókin er „þung“. En með því aðferð Halldórs Lax- ness við að lýsá persónum ís- landsklukkunnar er svipuð þeirri er leikritarinn notar og leikritsgerð sögunnar er til, þá auðveldar þetta nokkuð það verkefni, að gera persónurnar lifandi fyrir nemendunum. Með samlestri úr sögunni eða leikritsgerð hennar geta per- sónur sögunnar orðið ljósari og örlög þeirra eftirminnilegri — það er mín reynsla að minnsta kosti. — Athugasemdir við útgáf- una sjálfa? — Mér finnast orðaskýringar í knappasta lagi og athugun- arefnin, sem sett eru íram í lok hvers kafla, eru stundum heldur erfið fyrir nemendur í gagnfræðaskólum. Þetta gerir þó ekki svo mikið til, því að kennurum er f lófa lagið að fitja upp á því, sem þeir telja ástæðu til. í raun og veru er að ýmsu leyti betra að of lítið sé lagt á borðið en of mikið. ★] — T?n hvað leSgur þú gott til Xli um þennan' flokk, Jón? — Ég hef ekki rejmt til við Islandsklukkuna, en ég hef farið yfir fyrstu bókina í þess- um flokki, Hrafnkels sögu, með nemendum. Mér finnst vel til fundið að velja hana í þennan flokk — því einmitt þessi saga gefur mikið tilefni til að ræða við nemendur um uppbyggingu sögu. ,Og verk- efni þau, sem Öskar Halldórs- son setur eru mjög hnitmiðuð, bióna vel þeim tilgangi að Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.