Þjóðviljinn - 26.11.1965, Síða 5

Þjóðviljinn - 26.11.1965, Síða 5
Föstwðagar B8. nóvember 1965 — ÞJ©BVni*TlNN — Sf»A gj Haustmót Sundráðs Reykjavíkur Á . þriðjudagskvöldið fór fram Haustmót Sundráðs Reykjavíkur í Sundhöllinni. Ekki verður sagt að Það hafi verið sérlega fjölbreytt í snið- um eða rismikið þegar tekið er tillit til þess að það er sjálf höfuðborgin sem á aðild að móti þessu fyrst og fremst. Þama voru þó nokkrir sund- menn frá bæði Keflavík, Hafn- arfirði og Akranesi. Einkenndist mótið af sund- um unga fólksins, og eiginlega enginn af eldri stjömunum tók þátt í mótinu nema Guðmund- ur Gislason sem kom inn í 100 metra bringusundið og vann það auðveldlega. Af þeim yngri vaktj Hrafn- hildur Kristjánsdóttir mesta athygli fyrir árangur sinn í 1.00 m bringusundi, og setti þar telpnamet, og í 100 m bak- sundi munaði aðeins 1/10 á henni og okkar efnilegu Matt- hildi Guðmundsdóttur. og virð- ist þó sem slaemur snúningur hafi ef til vill haft af henni sigur og telpnamet, en báðar syntu þær undir telpnametinu, og raunar átti Matthildur sérstaklega í eitt sinn. slæman snúning En það er greinilegt að Hrafnhildur er í mikilli fram- för og hætt að taka þetta allt sem léttan leik en leggur greinilega meira að sér, og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Davið Valgarðsson vann ör- ugglega 200 m Skriðsundið á tímanum 2.11,2. Áhorfendur voru átakanlega fáir, og er það í sjálfu sér al- varlegt fyrir sundíþróttina hve hennj gengur illa að draga að sér áhorfendur. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 100 m skriðsund kvenna Hrafnh. Kristjánsd. Á 1.07,6 (met) Guðfinna Svavarsd. Á 1.15.4 100 m baksund kvenna Matth, Guðmundsd. Á 1.20,2 (met) 100 m bringusund karla Guðmundur Gíslason ÍR 1.16,1 Erlingur Jóhannss. KR 1.18,3 50 m bringusund stúlkna Davíð Valgarðsson ÍBK 2.11,2 Guðm. H Harðarson Æ 2.15,8 50 m. bringusund stúlkna Matth. Guðmundsd. Á 39,4 Eygló Hauksdóttir Á 42,0 50 m bringusund drengja Reynir Guðmundsson Æ 36,5 Vilhjálmur Leifsson ÍBK 36,5 BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, efni og lagerum o.fl. Heimistrygging hentar yóur Heimilistryggingar Innbús Vatnstjóns Innbrots Glertryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINDARGATA 9.REYKJAVIK SlMI 21260 SlMNEFNI , SURETY BLAÐADREIFING Börn eða fullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Óðinsgötu — Tjamargötu — Njálsgötu og Kleppsveg. KÓPAVOGDR: — Laus hverfi: Hlíðarvegur — Hvammar. — Hringið í síma 40319. DIODVIIIHM Sími 17 500 SUNDKNATTLEIKSLIÐ ÁRMANNS. Haustmót sundknattleiksmanna KR hélt út tvær lotur en Ármann fjörar og vann 8:1 Ófærð Á undanförnum mótum hef- ur æfinlega verið nokkur spenna í leik þeirra Ármánns og KR j sundknattleik, því KR hefur um nokkurt skeið verið að byggja upp nýtt sundknatt- leikslið til að hamla upp á mótj Ármannj sem hefur um áratugaskeið verið alls ráð- andi í þessum leik. Hinir ungu KR-ingar hafa oft sýnt að þar sé efniviður á leiðinni, sem lofi góðu, og átt það tily oð veita Ármenningum mótstöðu á köflum þó í heilum leik hafi þeim ekki tekizt verulega að ógna veldi Ármanns. Það mun því hafa verið nokkur eftirvænting hjá ýms- um að sjá hvernig KR-ingamir hafa notað tímann frá því að þeir mættu Ármanni síðast. Það virtist líka að í þetta sinn væru möguleikar fyrir KR, því nú voru fáir hinna mikið reyndú leikmanna Ár- manns með, þó enn vaeru 2—3 af hinum svokallaða eldri skóla og liðið því að lang- mestu leyti skipað yngri mönn- um. Það ýtti og undir spenn- una að bæðj liðin höfðu unn- ið Æg; með sömu marka-tölu eða 9:1. • & Til að byrja með virtist sem nú loks hefðu KR-ingarnir fundið rétta tóninn gegn þess- um ósigrandi Ármenningum, því í fyrstu lotunni höfðu þeir greinilega yfirburði og virtust koma Ármenningum á óvart, og gerðust Ármenningar all- harðir sem endaði með því að einn þeirra var rekinn upp úr Vqru KR-ingar þá ekki seinir að skora mark og gerði Benedikt það mjög laglega eft- ir góða staðsetningu, og hnit- miðaða sendingu. 1 Önnur lotan var svipuð, þannig að KR-ingar höfðu betri tök á sjálfum leiknum, og ógnuðu Ármenningum hvað eftir annað. Stefáni Ingólfs- syni tekst þó að lafna nokkuð fljótlega, en við það sat lengi. Rétt undir lok þessarar lotu er KR-ingur rekinn upp úr fyrir harðan leik og skora Ár- menningar þá fljótlega. Var það Ólafur Guðmundsson sem það gerði með fallegu lang- skoti, og stóðu þa leikar í lok annarrar lotu 2:1 eftir jafnan leik. En í þriðju lotu misstu KR- ingar tökin á leiknum. og Ár- menningar komast upp á lag- ið og nota sér af góðum stað- setningum Péturs Kristjáns- sonar sem hvað eftir annað sleppur undan vörzlu mótherj- anna og skorar 3 mörk í þess- ari lotu og standa leikar þá 6 : 1. f síðustu lotunni halda yfir- burðir Ármanns áfram og skoraði Pétur enn eitt mark- ið er stutt var liðið á lotuna, og nokkru síðar bætir Þor- steinn Ingólfsson við 7:1 og nokkru fyrir leikslok bætir Pétur enn einu markinu við og lauk léiknum því með 8:1, eða með mun stærri sigri en almennt var búizt við. Það virðist greinilegt að KR- in-gana vanti úthald. það er of snemmt að gefa eftir þegar leikurinn er hálfnaður. Annað virðist þá skorta mjög og það eru skot. Eftir tækifærum þefðu þeir átt að skora 2—3 mörk í viðbót, eb skothæfnin er ekki í lagi. Samleik skynja þeir ekki nógu vel, og því síð- ur ag senda knöttinn á réttan stað fyrir þann sem á að taka við honum. Kemur þar og til slæm yfirsýn yfir leiksvæðið. og að átta sig á hver er bezt^ staðsettur til að sjá um áfram- haldið í mark andstæðinganna. Þeir þurfa þyi enn að ..taka upp þrotlausar æfingar með knöttinn bæði hvað snertir’ sendingar og eins skot, að ó- gleymdu úthaldinu. Eftir að Ármannsliðið komst verulega í gang, en það var ekki fyrr en í þriðju lotu eða þegar KRingamir fóru að gefa sig, sýndu þeir á köflum nokkuð sæmilegan leik, bæði hvað staðsetningar og knatt- tækni snertir. Og enn eru það þeir eldri sem bera leikinn uppi, þeir Pétur Kristjánsson, Ragnar Qg Ólafur Guðmunds- son. Hinir ungu menn liðsins lofa yfirleitt góðu. en lán er það enn fyrir þá að hinir eldrj eru með, og skapa kjarn- ann í liðinu ennþá. Þetta var í fjórða sinn sem Ármann vinnur mót þetta. Dómari var Halldór Back- mann og gerði því erfiða hlut- verki þar sem allir fela brot sín undir vatnsborðinu, yfir- leitt góð skil. Frímann. Framhald af 12. síðu. víkur og Þorskafjarðarheiðin er ennþá nokkumveginn fær, a.m. k. jeppum. Norðurland. Fært var norður um Holta- vörðuheiði, um Húnavatnssýslu og út að Blönduósi og einnig út Strandasýslu, að Hólmavík og yfirleitt fært um Stranda- sýslu. Færið versnar austan við Blönduós og er Langidalur ekki fær nema fyrir stóra bila og eftir því sem austar dregur versnar þetta stöðugt. Ekki er fært í Skagafirði nema fyrir mjög stóra bíla og mjög illfært er út í Fljótin. Siglufjarðarskarð og Lágheiðin til Ólafsfjarðar eru algerlega lokuð. 1 gær var enn fært stórum bílum úr Skaga- firði til Akureyrar, en mikið snjóaði á Akureyri í gær og í fyrrinótt og má búast við að ófært verði ef snögglega hvessir. 1 austanverðum Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum hefur verið sem næst stórviðri og er eig- inlega allt ófært austan Akur- eyrar, um báðar Þingeyjarsýsl- ur og Norður-Múlasýslu. Austurland. Fjallvegir hafa yfirleitt lokazt á Austfjörðum undanfarið, en innansveitarvegir eru færir. Fjarðarheiði er lokuð svo og Staðarskarð og Vatnsskarð. Fært er frá Egilsstöðum um Héraðið, en ekki niður á firðina, nema Reyðarfjörð og Eskifjörð. Meðan veður helzt eins og nú er, með miklum skafrenningi og kuldum, -''i-ður ekki átt við mokstur að < / nni. ASalfundur KKDÍ Aðalfundur Körfuknattleiks- dómarafélags Islands verður haldinn í KR-heimilinu við Kaplaskjólsveg 6. desember n. k. og hefst hann klukkan 20.00. Áríðandi að allir félagsmenn mæti. Venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin. Framhald af 1. síðu. hverfum í Vesturbænum. Aðspurður, hvort yfirleitt mætti búast við vatnleysi og þar með köldum húsum, þegar kólnar í veðri, sagði Jóhannes. að það væri dálítið upp og nið- ur. I næsta mánuði verður geng- ið frá tveimur til þremur nýj- um borholum í borgarlandínu, við Lækjarhvamm og Undra- land, og þá má búast við að þetta batni mikið upp úr því, ef ckki verður því meiri kuldatfð. Eins á að vera hægt að komast yfir svona tímabilsbundinn vatnsskort þegar full aðstoð fæst frá varastöðinni. Framleiðum ýmsar tegundir af leikföngum út* plasti og tré. Sterk, létt og þægileg leikföng, jafnt fyrir Selpur og drengi. Ffölbreytt úrval ávallt fyrírlíggjandi. Vinnuheímilið að Reykjalundi Sími um Brúarland Aðalskrífstofa í Reykfavik Bræðraborgarstfg 9, Sími 22150 i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.