Þjóðviljinn - 26.11.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.11.1965, Blaðsíða 7
T I Fösfcudagur 26. növember Í9S3 — ÞJÓÐVTLJINN — SíBA J VIGISMABORGARANS Undarlegt hús Þegar ég stend við gluggann heima hjá mér, blasir við aug- um hús í smíðum. Þó að mörg önnur hús léu ein'nig ; smíð- um í þessu hverfi, þá er það fyrst og fremst þetta hús sem maður stanzar vlð og horfir á. Og það er vegna þess að þetta er ekkert venjulegt hús. Þessu húsi er erfitt að lýsa svo að nokkru gagni komi, nema hvað það er allstórt, sennilega hátt á annað hundrað fermetrar, og á þrem hliðum þess eru engir gluggar, en upp úr húsinu framanverðu er nokkurs konar turn úr steini, en annars er allt húsið úr steini ow meira að segja er mikið af húsgögnunum úr steini. og sum gólfin eru ekki lárétt eins og við eigum að venjast, heldur liggja ,þau á ská milli ýmis konar þrepa og stalla sem einnig eru úr steini, og margt fleira er sérkennilegt við þetta hús. Fróður byggingamaður sagði mér að svona hús fullgert myndi ekki kosta undir 2V2 miljón króna, en hús þetta munu eiga miðaldra hjón, sem lagt hafa hart að sér við að koma því upp, enda hefur það verið lengi í smíðum. Eftir Hrafn Sæmundsson prentara Ríkjandi sjónarmið Ég minnist á þetta hús hér vegna þess að það er á viss- an hátt dæmigerður hlutur fyrir þónokkuð ríkjandi sjón- armið einstaklinga hér á landi í byggingarmálum og lifnaðar- háttum yfirleitt og fyrir þá tízku sem er að skapast og sem heíur eins og önnur tizka þau áhrif að einn eltir annan. Og eins og oft vill verða fer þetta þannig, að aðalatrið- in verða að aukaatriðum. Til dæmis stefnir tízkan í bygg- ingarmálum ekk; í þá átt að gera hús íbúðarhæfari, heldur í öfuga átt. í dýrustu og vönd- uðustu húsunum er svo komið að þau eru mjög óþægileg að búa i og sérstaklega er ein.s og ekki sé ætlazt til þess að fjöl- Skyldur búi í þeim og varla er nokkur griðastaður fyrir börn og unglinga og annað fólk sem þarf eða vill sinna námj eða öðrum áhugamálum sem krefjast næðis Vafasamar til- hneigingar Þó að mikill húsnæðisskort- ur sé hér í þéttbýlinu og margir og þá sérstaklega ungt fólk, fái alls ekki neitt þak yfir Ráðnir að siánvarpinu Eftirtaldir menn hafa verið ráðnir til starfa um eins árs skeið í sjónvarpsdeild Ríkisút- varpsins sem stjórnendur dag- skrárþátta: Andrés Indriðason, Magnús Bjamfreðsson, Markús Örn Antonsson og Tage Ammendrup. Ennfremur: Ingvi Hjörleifsson, Ijósa- meistari, Sigurður Borgar Sveinsson, upptökustjóri, Jón Hermannsson, eftirlits- maður myndatöku. Sigurður Einarsson, eftirlits- maður, Úlfar Sveinbjörnsson, myndatökumaður, Sigurliði Guðmundsson, ljósamaður, Guðmundur Eiríksson, Sverr- ir Kr. Bjarnason, Þórarinn Guðnason og Örn Sveinsson í störf sj ónvarpsvirkj a. (Frá menntamálaráðuneytinu). höfuðið og margir búi við brjálæðislega húsaleigu. þá eru mjög margir sem standa í því að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Og ótrúlega margir af þeim eru að reyna að gera meira. Ár frá ári eru húsin að stækka og alls kyns $>■ íburði er hlaðið í þau o,g ut- an á þau og þegar gengið er um hin nýju hverfi verður niörgum taí fyrir að hugsa sem svo, að mikið sé nú ríki- dæmið og mikið hafi fólkið í landinu það nú gott að geta búið i svona fínum húsum. En ekki er allt sem sýnist og tilhneiging þessa fólks um ytri glæsileika í lifnaðarháttum speglar raunar visst nýtt sjón- armið hjá nokkuð stórum. hluta af daglaunafólki. Með gegndarlausum þræl- dómi allra vinnufærra úr fjöl- skyldunni hefur mörgum tek- izt að koma sér upp vissri efnahagslegri velmegun. Þessi einhliða barátta um þessi áþreifanlegu verðmæti er nú að gagnsýra þjóðlífið meir og meir og kippa stoðunum undan mörgu því sem hefur varanlegt gildi, og þegar allt kemur saman er sú undirstaða sem sjálfstæði smáþjóðar og staða hennar meðal þjóðanna byggist á. Mörgum er gjarnt að tala um spillingu og uppskafnings- hátt þeirra manna, sem ráða yfir peningunum og valdinu. og ekki skal dregið úr því. Hitt er að mínu áliti lítið raunsæi, að loka augunum fyr- ir því. að smáborgarinn hefur nú numið land í röðum dag- launafólksins, í þessu tilviki á ég sérstaklega við iðnverka- menn, mentamenn ýmiskonar og skrifstofumenn og aðra sem lifa af sæmilegum launum og hafa einnig tækifærj til þess að auka tekjur sínar með ým- iskonar aukavinnu og vinnu fleiri fjölskyldumeðlima og einnig þá sem hafa ýmiskonar smárekstur sem er orðið al- gengt meðal t.d. iðnaðarmanna. Yfirþyrmandi hlutleysi Eitt af því sem, einkennir margt af þv; fólki. sem kom- izt hefur á þétta stig, er alveg yfirþyrmandi hlutleysisstefna og tilfinningaleysi gagnvart öllu því sem getur orðið þess valdandi að hrekja það úr þessu vígi sem það hefur hreiðrað um sig i. Böm eru brennd lifandi, konur og gamalmenni eru brennd lifandi og ungir menn eru bundnir við staura á op- inberum torgum og skotnir og hálft mannkynið sveltur heilu hungri og enn standa ,,menn- ingarþjóðir“ í því ag útrýma þjóðum og kynstofnum og ný- lendukúgun er haldið áfram í nýrri mynd og gamalli. En vígi smáborgarans er traust. Þangað inn heyrast ekki fréttir, og dauðaveinin eru löngu þögnuð áður en þangað er komið. Kannski telst þetta verjan- leg lífsskoðun, og menn hugsa e.t.v. sem svo, að engin áhrif hafi að einstaklingar á fslandi séu að gera veður út af neyð fólksins úti í heiminum, það muni ekki um einn, og þetta ráðist allt saman einhvemveg- inn og sennilega vel að lok- um! Skuggalegir atburðir En heima á okkar landi eru líka vandamál og þar gerast lika skuggálegij. atburðir og stundum virðast sumar aðgerð- ir vera þess eðlis að yfirgeng- ið geti mannlega þolinmæði og hlutleysi. Mætti nefna til dæmis land- helgismálið, þegar ráðamenn fengu aðeins kraftlaust aðhald frá almenningi þegar þeir á- kváðu að svíkja, einmitt þeg- ar fullur sigur blasti við, og þannig er allt útlit fyrir að erlend stóriðja komi inn i landið aðeins gegn mótmælum nokkurra kraftlítilla pappírs- samþykkta. Skoðanamyndun Stundum er talað um fá- fræði fólksins í sambandi við þessi almennu mál og að það hafi ekki tíma og tækifæri til þess að afla sér neinnar traustrar þekkingar til þess að geta myndað sér skoðanir. Stundum er skoðanamyndun vísf byggð á lestri dagblað- anna, sem eru ekki alltaf beztu heimildir. og allra sízt þegar um viðkvæm mál er að ræða. Bezt gæti ég trúað því að nokkuð væri til i þessu, því að það þarf ekki svo litla sjálfsafneitun til þess að puða í miklum lestri eftir 10—12 tíma vinnu og reyndar hefur það einnig komið fram við rannsóknij. að i frístundum sínum telja margir ofþrælkað- ir daglaunamenn vænlegra til afslöppunar að fá sér brenni- vín en að húka yfir bókum. En það eru líka til aðrir menn sem hafa betri aðstöðu til þess að láta skoðanir sínar í ljós og til þess að móta skoð- anir manna og leggja þeim málum lið sem jákvæð eru. Ef menn sæju konur, börn og gamalmenni verða fyrir loftárásum á Lækjartorgi, jafnvel brennd lifandi, fylltust menn vafalaust skelfingu, en þó að slíkir atburðir séu hversdagsiegir í Vietnam og víðar hrista menn aðeins höfuðið og snúa sér að því að hugsa Hlutverk menntð- um ta^féttingu húsa sinna og nýjustu bilategund á markaðnum. manna Það er mjög einkennandi af fréttum frá sjálfstæðis- og þjóðfrelsisbaráttu annarra þjóða, að það eru stúdentar og menntamenn sem standa fyrir mótmælaaðgerðum, og það em líka oftast þeir ásamt verkalýðsforingjum oe skáld- um sem fyrst eru handteknir, fangelsaðir og drepnir. Hér á landi virðist þessu nú Framhald á 9. síðu. Vinir sem aldrei hafa mætzt Þetta er skrítin saga. Ein- stakt atvik, sem bindur svo einkennilega hluti saman, sem sannarlega gera okkur trúan- legar sögur og ævintýri og aðra abburði sem kunna að koma fyrir enn þann dag í dag, á tímabili er menn hafa misst allt samband við ljóðrænu lífs- ins. Þetta er skrítin saga sem hefur þó mikla þýðingu, því hún er samtímis opinberun; við sjáum augljóst að til er voldugt alheims afl í listinni. Afl sem til er og þarf að upp- götvast varðveitast og verður að nota til hlýtar, með sama óhuga og við önnumst aðrar nauðsynlegar greinar svo sem batnandi efnahagslegar að- stæður. I nútíma þjóðfé- lagi segja fróðir menn, að til eigi að vera fullnægjandi hlutfall skiptingar á þessum tilgreindu stofnunum sem snerta þær. Því hvert einasta mis- samræmi mun hafa sína af- leiðingu. Enn viljum við ekki missa trúna á að afl listarinnar sé grundvallar atriði, ekki ein- ungis til að fegra lífið, heldur - líka til bættra kjara. Ég er viss um að þegar við heyrum orð sem heyrð hafa verið í tilefni afmælis Kjar- vals, verðum við innst inni ör- uggari og frjálsari. Ég mun þora að segja það að háttsetti embættismaðurinn, sem þann dag sagði að Kjarval hefði gefið okkur það Island, sem við gátum ekki séð þar til nú, fór glaðari í bragði til vinnu sinnar, og kannski var hann sérstaklega afkastamikill þann dag. Ég-veit ekki, en minnsta kosti ég, þó ég sé gestur ykk- ar hér, hafði þá tilfinningu. Dag eftir dag gladdist ég yfir þvi sem ég hafði ánægju af að heyra, upplifa og átt hluta f með ykkur. Ég veit ekki hvort ég þyldi Island, ef mig með- al annarra erfiðleika sem ég á í, vantaði andrúmsloftið sem okkur gefa t.d. Laxness, Kjar- val, Hannes Pétursson eða Eftir TASSO Jökull. Reykjavík mundi ekki vera borg án þeirra. Það væri óþolandi að lifa hér. / □ Einu sinni í litlu þorpi á Saffoseyjunni Lesbos eða Mit- ilimi, eins og hún er kölluð af eyjarskeggjum, ólst upp fá- tækur drengur, sem þjáðist alla sína ævi áf hungri og fékk aldrei nægju síns daglega brauðs. þar til hann dó ve- sæll og einmana í kofa sínum í fátækraliverfinu, án þess að nokkur lyki augum hans . . . □ Sögunni er lokið. Venjuleg saga sem endurtekur sig hvað eftir annað og þess vegna varla hægt að kalla sögu, heldurbitr- an raunveruleikann. Hungur, sem kastar í gröfina einum af hverjum þrem mönnum á jörð- inni, áður en hann nær full- orðinsaldri. En þó að enginn skyldmenna hans hafi verið staddur í kofanum er hann lézt, þá var hér, langt yfir höf og lönd, uppi á Islandi heim- skautsins einhver mjög náinn honum sem honum var bund- inn ósýnilegum bðndum hins furðulega heims listarinnar. Því þessi fátæki drengur frá Mitilimi er enginn annar en Þeofilos, einn mesti listmálari nútíma grískrar og alþjóða mynd'listar. Sá eini nútíma- grikki, sem varð svo einstak- lega heppinn að ganga inn i og fá sæti í hinni stóru frönsku listahöll Louvre, og einungis hann og enginn annar að fá einkaminjasafn í sínu föður- landi. Ég hafði þá ánægju að hlusta á vin hans sem býr hér á Is- landi, mesti íslenzki málarinn og endurskapari, tala um Þeo- filos, á stund furðulegra til- finninga og innilegrar játnihg- ar. Ég held það sé fyrir mig, saurgun helgra dómaL að skrifa um það sem ég hafði heiður- inn af að heyra og fann til, á meðan ég horfði á Kjarvaí ræða um Þeofilos. □ Alveg eins og Þeofilos, verð- ur Kjarval að þrengja sérmeð öllum sínum sálarkrafti að um- ræðuefni eða að því sem hann vill mála. Kjarval er alþýð- legt skáld ,þegar hann er að segja frá eða mála, daga eða nætur á veitingahúsum eða í félagsskap með þeim sem geta skilið og tengzt hugarheimi hans. Hann er fullur af frum- leika svo skörpum, að það nálgast heiðni. Hversu mikið sem sumir samtímamenn reyna að útskýra af hverju meistar- inn endurtekur í sffellu hið fræga Gilli-Gogg, mun þeim mistakast það. Þeir hafa aldr- ei séð og aldrei kynnzt honum á meðan hann er að messa í einhverju húsi í bænum eða veitingastað eða í vinnustofu sinni. Það er áköf þörf, vold- ugt eldfjall sem reynir að gjósa. Kjarvals Gilli-Gogg er meðal annars þörf endumýj- unar svipbrigða og yfirleitt stanzlausrar alheims endurnýj- unnar. En við erum ef til vill íhaldssamari en svo að geta skilið. Það er einkennilegt að þrátt fyrir alla virðjngu og dýrð sem þjóðin sýndi honum á áttatíu ára afmælisdegi hans, þá er hann ekki hættur að segja Gilli-Gogg. Ég veit ekki hvort við eigum að vera ánægð yfir því. □ Ég man þegar Kjarval sýndi mér mynd af málverki Þeofil- osar. Hann var afar hrærður yfir örlögum hans. Þetta mál- verk, eins og öll önnur mál- verk hans, vildu menntamenn og „estetisk“ menntaðir menn ekki sjá. Þeir litu undan þeg- ar þeir komu í nánd við þau. Ég held að hvergi f heimin- um f dag, ekki einu sinni f föðurlandi hans, af öllum að- dáendum og öllum öðrum Þeofilos-fræðingum, sé til mað- ur sem hefur fundið til með Þeofilosi sem manni og lista- manni, eins og Kjarval. Að vísu er margt 'líkt með þeim á æskuárum þeirra. En það var enginn furða þótt Þeofilos færi svo snemma. Það gat ekki farið öðru vísi... Frá því að Grikkland losn- aði við asiastiska yfirdrottnun hefur landið, að undanteknu ljósu stuttu tímabili (Makrij- annis, Venizelos, mótspyrnu- hreyfingar, tímabil baráttu gegn nazistum), ekki enn fengið stjómmálalega einingu, og það hefur haft ótrúleg á- hrif á þróun landsins almennt. Þeofilos eins og aðrir grikk- ir, er því fórnarlamb órétt- lætisins, sem stjómmálalegur óskapnaður hefur haft í för með sér. Ég gleymi ekki hve oft Kjar- val endurtók hljóðlega og ró- lega: — Hann var mjög fátæk- ur, mjög fátækur ... En hver var þessi Þeofilos? — Máske komum við að honum síðar. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.