Þjóðviljinn - 26.11.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.11.1965, Blaðsíða 10
íjft Sföíl ¦— Þ.K5ÐVIÉ3ffíN — F5stoidiag»r 28, raSwCTrttor 1385. — Þér viljið að ég bíði. sögð- uð þér það ekki ungfrú? — Nei» ég átti við að ég vildi fara úr bílmim hér, sagði hún. — Ég get vel beðið ef þér viljið. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu ög Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyftá) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tíqrnarsötu 10 Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14-6-62 ffá ^prei^slustof a Au^-tiirhæiar Maria (íuðmundsdóttii ^aueavesj 13 sími 14-6-58 — Nei. þökfc fyrir. Ég veit ekki hvað ég verð lengi. — Mér er sama þótt ég bíði. — Þökk fyrh-j það er óþarfi. Hún stakk smápeningunum í tösku sína og lokaði henni. Þeg- ar hún gekk í áttina til unga mannsins sem gerði sig ekki lík- legan til að koma á móti henni, fór hún óafvitandi að reyna að bretta upp kápuermarnar, eins og hún væri að búa sig undir bardaga. Þreyta hennar var horfin. Hún var búin að gleyma öllum lasleika. — Þér þekkið þá manninn, sagði hún. Jan Pullen horfði á hana sviplausum augum. Dökkleitt andlit hans var þungbúið og þreytulegt. — Hvaða mann? spurði hann. — Manninn í vörubílnum. — Jack Dawson? Hann rekur dálítið flutningafyrirtæki. Hvað hefur hann gert? — Herra Pullen, þér vitið hvað hann hefur gert, sagði hún. Hann ýtti bílnum hans Harrys. útaf veginum og var næstum búinn að drepa ofckur. Hann lyfti þykkum. svörtum brúnunum. Jack Dawson? — Já, Jack Dawson, ef hann heitir það. — Nei, ungfrú Dyer. Hann hristi höfuðið. Það var ekki sami vagninn. Carolína kreppti hnefana. Get- ur enginn nokkurn tíma sagt sannleikann í þessum lands- Muta? Ég sá hann, herra Pullen. Það er sami vagninn, sami bíll- inn, og þér vitið það. Þér hafið vitað það allan tímann. — Afsakið. en yður skjátlast. Það eru tugir af svona bílum á vegunum. Ég tók ekki eftir neinu sérstöku við bílinn sem var hér í gær, en' ég veit að það var ekki billinn hans Dawsons. Hún gekk skrefi nær honum. Reiði hennar hleypti roða í vanga hennar og hún var hraustlegri en hún hafði nokkru sinni verið síðan hún veiktist. — Hlustið þér á mig. Hann sá mig, hann þekkti mig. hann steytti að mér hnefann. Sáuð þér það ekki? Það er tilgangslaust \ að halda því fram, að það hafi j ekki verið sami maðurinn. Hann ætlaði að fara að segja j eitthvað, tók sig á' og svaraði j kæruleysisSega: Gott og vel, ég J þekkti hann. Og hvað um það. — Segið mér fyrst hvers vegna þér þóttuzt ekki þekkja hann. — Er það ekki mitt einkamál? — Nei, það kemur mér við. og Harry. — Ég er ekki sammála því. — Og hvað um lögregluna? Sögðuð þér ekki við Rutter lög- regluþjón, að þér hefðuð ekki þekkt manninn? — Jú, reyndar. — Hvers vegna? Hann gaf sér góðan tíma áð- ur en hann svaraði, tók sígar- ettur upp úr vasa sínum, rétti Carólínu og þegar hún afþakk- aði, stakk hann einni upp í sig og kveikti í henni með gull- kveikjaranum. Eioks svaraði haiim Harry hagaði sér alveg eins og kol- vitlaus maður. Jæja, stundum er ástæðulaust að segja kolvit- lausum manni sannleikann. Maður þarf oft að hafa vit fyrir honum. — Rutter lögre^luþjónn er enginn geðsjúklingur. Hann yppti öxlum. Lögreglan nær nógu fljótt í Jack án minn- ar hjálpar. En þegar þar að kemur, verður Harry kannski farinn að róast og getur sagt þeim skilmerkilega frá því sem gerðist. 18 — Ég get sagt þeim skil- merkilega frá því hvenær sem er. — Þér viljið hefnd, eða hvað? Því hefði ég ekki búizt við af yður. — Ég vil losna við stórhættu- legan ökumann af vegunum. — Án þess að vita neitt um hann? Án þess að vita hvað þér f kynnuð að gera honum með því? — Ég veit hvað hugsanlegt er að hann sé að gera af sér á veg- unum þessa stundina, og það þarf að koma í veg fyrir það. Hún sneri sér frá honum. Ég ætla að hringja til lögregíunnar. Jan Pullen lét hana ganga fá- ein skref, síðan kom hamr á eft- ir henni. Mér finnst við ættum að tala betur um betta. — Gott og vel, sagði hún. Talið. Ég er reiðubúin að hlusta. — Komið þá inn fyrir. — Er þetta svona langt mál? • — Það er aldrei að vita. Hún reyndi að láta ekki á sér siá, að hún hafði haft mikinn hug á því að komast inn í bíla- verkstæðið til hans, og svaraði bví kæruleysislega: -Allt í lagi. En hún leit með ákefð í kring- urh sig þegar þau komu inn fyrir. 1 einu horninu var flakið af bíl Harrys. Glerið var mölbrot- ið og i hliðinni var mikil dæld. Þeim megin hafði hún setið. Ef hún hefði verið ögn aftár, hefði hún ekki verið þarna að horfa á bílinn núna. Það minnti hana á, að það hafði ekki verið neitt athugavert -við Harry þegar slysið varð. Það var Jack Daw- son sem var brjálaður og ekki aðeins í orði. Eftir það sem gerðist við gatnamótin var hún enn sannfærðari um að maður- inn væri ekki með réttu ráði. — Rekið þér þetta verkstæði aleinn? spurði hún forvitnislega. — Eins og stendur geri ég það, sagði ungi maðurinn. Ég hafði ungan pilt mér til aðstoðar þangað til í vikunni sem leið, en hann var alltaf að flækjast fyrir mér, svo ég þóttist betur kominn án hans. Viljið þér koma hingað inn? Hann opnaði dyr að herbergi innaf verkstæðinu. Það var lítið herbergi, sem í var skrifborð, sími, tréstóll, al- manak á veggnum, fáeinar bæk- ur í hillum og rafmagnsofn, sem Jan Pullen kveilktl á ðður en hann hallaði sér upp að dyra- stafnum. Carólína varð von- svikin. Það var lítið á þessu herbergi að græða. Ekki gat það verið þarna sem hann stundaði þessar dularfullu barsmíðar á næturnar. Og ekkert hafði verið á verkstæðinu sem gaf skýringu á þeim. Hún settist í eina stólinn sem inni var. Jæja? sagði hún. Nú var hann fljótur að svara: Já. Það getur verið, 'að það hafi verið rangt af mér í gær að segja, að ég hafi ekki þekkt Jack. Það getur verið. en ég er ekki viss um það enn. Það kemur fyrir — og það var þetta sem mig langaði til að tala um við yður — það kemur fyrir, að mann langar til að gefa öðrum manni tækifæri. Og ef maður á skilið tæklfæri, þá er það Jack Dáwson. — Tækifæri til að valda bíl- slysi? sagði Carólína. Til að gera einhverjum betri skil næst? — Hlustið á mig í guðs bæn- I um! sagði hann. Þangað til fyr- I ir þrem mánuðum var Jack eins mikill myndar- og reglumaður og hægt var að hugsa sér. Þá fór konan hans frá honum. Allt í einu og fyrirvaralaust strauk hún að heiman með öðrum manni. Hann hafði ekki grunað hið allra minnsta. Hann hélt að þau væru sæl og ánægð fjöl- skylda, að öðru leyti en þvi að þau áttu heima í andstyggilegum húshjalli hér skammt frá, þar sem ekki er nein vatnsleiðsla og aðeins ein dæla fyrir alla húsa- röðina og allt er að gliðna sund- ur af þurrafúa. Það er fátækra- hverfið í þorpinu. Þér ættuð að líta á það. Og þau áttu þrjú ung börn ----- Nei, bíðið andartak! Hann bandaði hendinni svo að Carólína tæki ekki fram i. Seg- ið ekki að það skipti engu máli. Hann verður að annast börnin og velta þessu einhvern veginn áfram, er ekki svo? Það er lítið gagn að nágrönnunum. Þeir sem einhvers mega sín, setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eiga heima í fátækrahverfinu, og hinir eru jafnvel enn verr sett- ir en Jack. Og vöruvagninn er það sem hann lifir é. Rödd hans var orðin áköf og sannfærandi. Hann var ekki lengur ðlundarlegur á svip, heldur biðjandi. Carólína sneri sér undan og leit útum gluggann. Hún var að íhuga það sem hann hafði verið að segja og því tók hana stundarkorn að átta sig á því að hún var að horfa á riókknfi athyglisvert. Það •>»r lítil hlaða, sem verkstasðis- húsið skyggði alveg á frá göt- unni. Hún horfði með athygli á þessa byggingu og sagði: Getur ekki hugsazt, að það sé bezt fyrir hann sjálfan að stöðva þennan akstur áður en eitthvað hræðilegt kemur fyrir? — Það er auðvelt að segja þetta svaraði Jan. Það eruð ekki þér, sem sitjið uppi með börn- in. SKOTTA 4618 — Akmed ætlar loks að láta til skarar skríða og halda til eyðimerkurinnar og reyna að sigrast á Iman. En hann viU ekki skilja Hassan prins, sem er honum kær, einan eftir í höll- inni á meðan. Ég veit, að ég á mjög marga vini hér, segir hann, en ég á líka óvini. Það er bezt að þú hverfir héðan á meðan ég er í burtu. Ég hef verkefni fyrir þig . . . Það er sannarlega ekki að ástæðulausu, að konungurinn er tortrygginn: Abdul á sína bandamenn og njósnara innan hallarinnar___og þeir heyra talsvert vel! MANSION GOLFBON verndar linoleum dúkana ,,Sumarið er að verða búið ___ pabbi er strax farinn að tala utan að því að ég þurfi ekki nein ný skólaföt!" RDBUGLER Flestar þykktir fyrirliggjandi A og B gœðaflokkar MARS TRADING C0. H.F. KLAPPARSTIG.20 SIMI 17373 Kuldajakkar, úlpur og vinnubuxur, allar stærðir. Terylenebuxur á drengi. Góðar vörur á góðu verði. * Verzlun Ó.L. Traðarkotssundi 3 — (móti Þ]óðleikhúsinu)\ Sendill óskast strax. — Eftir hádegi. Þarf að hafa hjól. ÞJÓÐVILJINN Sími 17-500. ! Skipholti 21 simar 21190-21185 i eftir lokun islma 21037 ¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.