Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 113. janúar 11966 — 31. árgangur — 1Ó gjaldþrot auglýst / Lögbirtingi 1 Lögbirtingablaðinu er út kom 31. desember sl. eru aug- lýstar mnkallanir vegna gjaldiþrotaskipta ábúufn. fjög- urra fyrirtsekja og átta ein- staklinga hér í borg, samkv. úrskurði skiptaréttar Reykja- víkur uppkveðnum 7. og 8. desember stl. Fyrirtaekin sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota eru Raftækni hf. Laugavegi 168, Svalan hf. Skólavörðustig 3A, Hjól hf. Ægissíðu 64 og Pét- ur Einarsson h.f. Brúarenda við Þormóðsstaðaveg. Munu þetta vera smáfyrirtæki nema hið fyrst tálda. Sænska skáldið Gunnar Ekelöf hlaut f Revkjavi'k bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Tregaslagur Jóharmesar úr Köflum borinn fram af Islands hálfu ■ f grær var bókmenntaverðlaimum Norður- landaráðs úthlutað í Reykjavík og er það í fyrsta sinn að verðlaunanefnd ráðsins kemur til fundar hérlendis til slíkrar ákvörðunar. Verðlaunin hlaut sænska Ijóðskáldið Gunnar Ekelöf fyrir bókina „Diwán över fursten av Emgión“ og er þetta í fyrsta sinn að nefndin verðlaunar ljóð. Margir höfðu álitið að Norðmaðurinn Johan Borgen yrði fyrir valinu að þessu sinni fyrir smásagnasafnið Nye noveller. Níu verk komu til álita — það ís- lenzka verk sem borið var undir nefndina var Ijóðabók Jólíannesar úr Kötlum, Tregaslagur. Formaður nefndarinnar, Kai Laitinen frá Finnlandi, skýrði frá ákvörðun þessari á blaða- mannafundi laust eftir k'lukkan 15 í gær.« Hann las f^rst upp forsendur veitingarinnar, en þær hljóða svo: Nordiska rádets litterturpris för 1966 har tilldclats Gunnar Ekelöf för hans bok Diwán över fursten av Emgión. en diktscy- kel, sem under formen av tolkn- ingar frán bysantiska sánger och myter finner nya och per- sonliga symboler av det gud- domliga och av lidandet och karleken som mánskliga grund- vilkor. Laitinen sagði að vaiið; hefði verið erfitt, en ekki vildi hann greina frá því hvernig atkvæða- greiðsiur hefðu farið, það væri leyndarmál. Annar sænsku fulltrúanna, Victor Svanberg, tók til máls, og sagði, að þetta væri í fyrsta sinn að ljóðskáld hlyti verðlaunin. Það væri að vísu rétt, að nefndin ætti sýnu erfiðara með að meta verðleika Ijóða en verk í óbundnu máli, einkum vegna örðugleika á að ger-g fuílgildar þýðingar. ' En allir neftidarmenn hefðu verið sammála um að ljóð bæri að verðlauna, ekki síður en aðrar greinar bókmennta. Laitinen nefndarformaður lét þess getið, að þótt nefndin hefði ekki verið einhuga í ákvörðun sinni, hefðu allir nefndarmenn verið sammála um að Ekelöf væri í fremstu röð skálda á Norðurlöndum og hefði haft miklu hlutverki að gegna í nor- rænum nútímaskáldskap. Svíinn Svanberg var spurður um álit sitt á Ekelöf og skáld- skap hans. Hann sagði, að þegar hann gaf út síoa fyrstu bók skömmu eftir 1930 hefði mörg- um góðum mönnum þegar skil- izt að þar fór ágætt skáld. Þá var Ekelöf mjög undir frönskum áhrifum, einkum frá frönskum súrfealistum. Síðar komst hann undir áhrif enskrar nútíma- Ijóðagerðar og þá ekki hvað sízt Eliots og braut sér þannig leið til sjálfstæðrar, persónulegrar listsköpunar. Svanberg sagði Ekelöf flókinn höfund og næsta erfitt að gera í stuttu máli grein fyrir áhrifamætti hinnar sterku og beinu skírskotunar ljóða hans. Hann hefði oftlega sýslað með guðdóminn og þá einatt af grallaraskap sem nálgaðist guð- last. Honum væri í nöp við I I I I I I I Gunnar Ekelöf Gunnar Ekelöf er tæplega sextugur að aldri, fæddur í Stokkhólmi árið 1907. Hann varð stúdent 1926. lærði í Uppsölum, London og Frakklandi. Hann var meðiritstjóri róttækra menningartímarita, ,Spektrum“ og ,,Karavan“ og hefur verið virikur bókmennta- og menningargagnrýnir. Árið 1958 varð hann meðlimur Sænsku akademíunnar. Fynsta bók hans, Sent pá jorden, kom út 1932 óg gæt- ir í henni sterkra áhrifa fransks súrrealisma, en þegar í næstu bók, Dedikation (1934) er still hans sterkari miklu og sjálfstæðari. Síðan þá hafa komið út að minnsta kosti átta ljóðabækur eftir Ekelöf. Diwán över fursten av Em- gion, sem skáldið fær verðlaunin fyrir, er kvæðaflokkur, sem búinn er í það dulargerfi, að þar fari þýðingar á söngvum og sögnum frá Býzans. Þar er Ekelöf sagður hafa skapað sér nýtt og persónulegt táknmál í túlkun sinni á hinu guðdómlega og á þjáningu og ást sem meginþáttum mannlegs hlutskiptis. Þá hafa komið út einar þrjár bækur verka hans í óbundnu máli. Gunnar Ekelöf hefur ekki verið mikið þýddur á íslenzkuw Tvö Ijóð eftir hann eru í safninu Erlend nútímaljóð í þýð- ingu Jóhanns Hjálmarssonar og enfremur mun Hannes Sigfússon háfa þýtt nokkur ljóða hans. : . V-'- stabíliseruð trúarbrögð . — en hann hefði til að mynda í því verki, sem nú var verðlaunað, túlkað merkilega trúarlega til- finningu á þann hátt, að for- vitnileg gæti orðið nútímamönn- um, sem ættu sér ekki lengur trúarbrögð. Svanberg sagði einnig, að Ekelöf teldist til þeirra skálda, sem menn létu sér annt um þótt svo þeir væru honum ósammá'la í hverri grein. Nefndin fékk, sem fyrr segir, níu verk til athugunar. Frá Is- landi kom Ijóðabók Jóhannesar úr Kötlum, Tregaslagur. Frá Danmörku smásagnasafnið For- mynderfortellinger eftir Willy Sörensen og bók Thorkilds Han- Framhald ná 9. síðu. verzlunarmanna Enginn árangur varð af fyrsta sáttafundinum í kjaradeilu venzlunarmanna, en hann var haldinn í fyrrakvöld, og hafði nýr sáttafundur ekki verið boð- aður í gær þegar blaðið hafði samband við Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur. Fulltrúar frá kaupmannasam- tökunum munu hafa haldið fund í gær til að ræða kjara- málin. Myndirnar eru af Bók- mcnntavcrðlauhanfend , Norð- urlandaráðs að olknum. fundi i gær. Frá vinstri: Victor Svan- berg (Svíþjóð), Philip Houm (Noregur), Steingrímur Þor- steinsson, Kai Laitinen (Finn- landi), Karl Bjarnhof og Sven Möller Kristensen (Danmörku), Johannes Dale (Noregi) og Helgi Sæmundsson. Á myndina vantar Svíann Erik Linder. Formaður nefndarinnar, Kai Laitinen, (t.v.) heldur á verð- Iaunabók Ekelöfs; við hlið hans er Victor Svanberg (Svíþjóð) að gera grein fyrir áliti sínu á verðlaunahafanum Vill enginn vera toll- gœzlustjóri? Þjóðviljinn átti í gær tal við Torfa Hjartarson toll- stjóra og spurðist fyrir um það hvort búið væri að ráða mann í embætti toll- gæzlustjóra, en það losn- aði, er Unn&teinn Beck var skipaður borgardómari Tollstjóri skýrði svo frá að enn hefði ekki verið gengið frá ráðningu manns í þetta starf. Enginn hefði sótt þegar það var auglýst og verig vær( að reyna að fá hæfan mann til að taka að sér starfið, því ekki væri hægt að ráða hvern seih væri í þetta embætti, sagði tdllstjórinn að lok- um. Dómsrannsókn í Þytsmálina ekki enn hafín í sakadómi ★ Eins og áður hefur verið frá skýrf í fréttum fyrirskipaði saksóknari ríkisins í vetur dómsrannsókn vegna hinna mörgu flugslysa er flugvélar Flugfélagsins Þyts lentu í á sl. sumri, en áður hafði farið fram rannsókn á slysunum og sitarfsemi félags- ins í heild. ★ Þjóðviljinn grennslaðist eftir því i gær hvað dómsrannsókn- inni liði og fékk þær upplýsingar að húu myndi enn ekki vera hafin. Er að vísu nokkuð um liðið síðan saksóknari sendi málið til sakadóms en einhverjar tafir munu hafa orðið á því að rann- sókn þess hæfist. Verður það þó væntanlega áður en langt um h'ður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.