Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. janúar 1966 — ÞJÓÐVIL.JINN — SlÐA ^ á um tvo kosti að velja oa égkýs Franco — ein af persónum í Helvíti hinu nýja. Weiss byggir leikrit sitt á réttarhöldum yfir iyrrv erandi fangavorðum í útrýmingarbúðum Þjóðverja í Auschwitz: „Ég vil að í Icikritinu komi ekki fra rn aörar staðreyndir en ]iær, scm minnzt var á í réttarhöldunum“. — Myndin sýnir nokkra af sa kborningunum fyrir rétti i Frankfurt. I*- lok október í fyrra gerðust þau einstæðu tíðindi í þýzkri leikhússögu, að fjórtán leikhús í báðum hlutum lands- ins frumsýndu sama verkið: „Rannsóknina‘‘ eftir Peter Weiss oratorium í ,.ellefu söngvum" um útrýmisigarfangabúðirnar í Auschwitz og um málaferlin yfir fangavörðum úr þeim búðum. Aðeins ári fyrr hafði Weiss skrifað það verk sem færði honum heimsfrægð — leikritið um Marat. Peter Weiss og hið nýja verk hans voru mjög umdeild og umrædd löngu áður en tjald- ið lyftist í leikhúsunum fjórt- án. Fréttir af undirbúningi og æfingum höfðu smogið inn í flest blöð: áður en ‘æfingar hófust í „Kammerspiele11 í. Múnchen, var farið með leilc- ara í kynnisferð til Dachau, bar sem eiönig votu áður naz- istískar fapgabúðir. lÆÍkhús- fróðir menn ræddu fram og aftur um þann vanda, að túlka á leiksviði svo yfirþyrmanleg- an veruleik sem Auschwitz — sumij- álitu að Auschwitz hlyti að sprengja af sér þann ramma, sem leikhús setur verki. En deilurnar um „Rann- ' sóknina“ voru máske fyrst og fremst pólitísks eðlis, og þá ekki sízt vegná þess, að Peter Weiss hefur á síðustu mánuð- um kveðið æ fastar að orðj um bað, að hann hafi kosið sér áósíalisma. að leiðarstjörnu, lýst yfir — þó með nokkrum fyrirvara — samstöðu .sinni með sósía'listískum ríkjum, og þá einnig Austur-Þýzkalandi. Og hað þykja mörgum í Vest- ur-Þýzkalandi heldur vond tíði.ndi eins og nœrri má geta. Siálfur telur Weiss að í hinu nýia leikriti sínu sé falið öfl- ust sprengiefni. Hann sagði í viðtali við Stockhoims-Tidn- ingen: „Það fiallar að verulegu levti um aðíld býzks stóriðn- aðar að Gýð;neámbrðum Eg vildi brennimerkja kapítalism- ann, sem verzlar jafíivel með gask'lefa“. Jeter Weiss var sízt af öllu róttækt, pólitískt skáld við upphaf rithöfundarferils síns. Fyrsta bók hans kom ekki út fyrr en 1960 (var þó skrif- uð nokkrum árum fyrr), í smáu upplagi, ætiuð útvöldum, stutt skáldsaga í-. aett við „nýju skáldsöguna" tfrönsku. Hér var kominn tilraimamaður, formal- isti, einstaklingSihyggjumaður. Á næstu tveim árum komu út tvær bækur, , sem segja frá unglingsárum höfundar: Þar Skrifar hann .sig frá ótta, ein- manaleik og - kynþroskavanda er hann glímdi við í húsi borg- aralegra foreldra' sinna. Þessar bækur unnu honum mikið 'lof; skáldið Hermann Hesse skrifar honum til að mynda: „Þér haf- ið skrifað bók sem er jafn- ágæt og hún er hræðileg — frá hreinu bókmenntalegu sjón- armiði er hún fullkomini‘ Að slíkri viðurkenningu lá lasngur vegur. Peter Weiss fæddist árið 1916 í Berlín, og var faðir hans Gyðingur. Fjöl- skyldan flúði eftir valdatöku nazista fyrst til Tékkóslóvakíu og síðan til Svíþjóðar. Wéiss reyndi að brjóta sér braut sem myndlistarmaður, en hafði of- an af fyrir sér með kennsiu og sem mynzturteiknari. Eftir stríð reyndi hann sig við gerð heim- ildarmynda og tilrannamynda, sem fullar voru með kynferð- islegt tákomál og gott ef ekki sadisma. Hann gerði sérkenni- legar. ,,collage“-myndir fyrir sænska útgáfu á „1001 nótt“, og hafa þær einnig verið kall- aðar sadistískar og súrrealist- ískar. Skömmu fyrir 1950 byrj- ar hann að skrifa á þýzku, en þurfti. sem fyrr segir, að bíða til 1960 eftir því að finna náð fyrir augum forleggjara. Eftir að hann hafði hlotið nokkra viðtrrkériningu," vii'tist stefna hans og aðferð helzt benda til þess, að hans hlutskipti yrði að skrifa fyrir fremur þröngan hób, að hann yrði „rithöfundur jýr- ir bókmenntamenn“. En er leikrit hans um einhvern merk- asta. persónuleika frönsku byltingarinnar, Marat. var frumflutt árið 1964, varð Weiss á svipstundu heimsfrægur maður: þetta fróðlega verk um byltingu, harðstjórn. frelái og stjórnleysi hefur síðan verið sýnt í nítján löndum. Um svipað leyti verður það lióst, að Weiss hefur á- kveðið að gefa sig á virkari hátt að stjórnmálum. í marz í fyrra flutti Alþýðuleikhús- ið í Rostock (A-Þýzkaland) , leikritið um byltingarmanninn Marat og andstæðu hans, hinn öfgafulla einstaklingshyggju- mann de Sade. Weiss kom þú Vestur-Þjóðverjum á óvart með því að hrósa rnjög túikun þeirra austanmanná, því þeir hefðu lagt áherzlu á að í grundvall- aratriðum hefði Marat rétt fyr- ir sér; sá sem ekki sýnir sið- ferðilega yfirburði ’ Marats, sagði hann, falsar verkið. f júlí lét hann ,svo um mæit. að sér bætti leitt, að þeir vesturbýzku kollegar hans, sern gagnrýndu þjóðfélagið, tækju ekki nögu ‘‘einarðlega afstöðu og segðu að þeir væru með sósíalisma. * f september leið sendi hann svo frá sór „Tíu meginatriði um starf rithöfundar í klofn- um heimi“. Þriðja grein hljóm- ar svo: „Háþróað velferðarbjóð- félag (eins og i Vestur-Þýzka- landi) er ekki annað en stétta- þjóðfélag á æðra stigi“. Sjö- unda grein: „Ef rithöfundur þrjózkast til að standa utan við atburðina, leiðir það tii þess að tilvera hans verður æ fánýtari“. Tlunda grein: J dag á ég um tvo kosti að velja og mér virðist að að- eins sósíalistísk þjóðfélags.skip- an bjóði upp á möguleika til að útrýma ójöfnuði í heim- inum“. Sagt er, að þessa pólitísku játningu megi að nokkru rekja til gamalkunns fyrirbær- is: samvizkubits listamannsins. f einni fyrri bóka sinna . hef- ur Weiss sagt frá þeirri sekt- Pcter Weiss : Peter Weiss: þýzkur Gyð- [ ingur í Svíþjóð. — Frá [ einstaklingshyggju og ■ fcrmalisma txl pólitískra j markmíða, — Súsxalismi : býður einn upp á mögu- [ Icika til að útrýrna rang- ■ lapti — Les ekki fagur- j hókmenntir, heldur póli- [ tísk rit og dagblöð — (Jr- [ klippuum safnað til nýs [ Guðdómlegs gleðilciks. ■ „Rannsóknin'* — leikrit [ uni Anschwitzréttarhöíd- [ in. — Þar er kapítalism- [ inn kominn á leiðarenda. ■ Sýnt í fjórtán leikhúsum ; samtímis. Og Péter Weiss hefur ákveð- ið að „verða gagnlegur“. Þessvegna les hann helzt ekki fagrar bókmenntir hin síðari misseri, heldur „nær eingöngu pólitísk heimildarrit og svo heimsblöðin“. 1 fyrra var Weiss boðið til ftalíu: þetta var fyrsta sumarleyfi hans — en 1 30 stiga hita sat Weiss á Adríaströnd og las „Auðmagn- ið“ eftir Karl Marx. Peter Weiss hefur skæri við höndina, þegar hanfi les blöð, og klippir út greinar og frétt- ir sem honum þykja tímanna tákn öðrum fremur og geta komið honum að gagni sem efniviður. Úrklippurnar geymir hann í skáp með 90 hólfum, sem bera yfirskriftir eins og „Kongó“, „Kynþáttaátök f Bandaríkjunum“, „Sálgrein- ing“, „Portúgal“, „Vesturþýzk hei'naðarstefna". Úr þessu efni hyggst Weiss smíða verk, sem túlki „heimspólitísk átök mMli fátækra þjóða og ríkra“, og sæki að formi til fyrirmynd til Divina Commedia Dantés. í bættinum um Helvíti í verki Weiss munu m.a. koma fram þeir Franco, Salazar, Trjuillo og Verwoerd. arvitund er greip hann vegna sýsls síns með list og sína eigin persónu: „Ég hafði aldrei tekið afstöðu til beirra átaka sem gerast í heiminum. Við- leitni mín til að túlka mína eigin tilveru hafði ekki leyft neinu öðru að komast að“ Hann segir einnig að vinir sínir í útlegðinni hafi fyrir bessar sakir ásakað hann um hugleysi og eigingimi, en hann vísað beim ákæi'um á bug. Nú segir hann hinsvegar að slíkar hugmyndir um óhæði listarinn- ar hafi verið ósvífni. Að vísu gágnrýnir hann takmarkanir á fx-elsi listamannsins „í ýms- nm sósíaiistískum löndum“. að vísu talar hann með lítilli virðingu um „menningar- brodda“ ráðandi flokks í Aust- ur-Þýzkalandi. En um leið spyr hann sjálfan sig: „Hvað stoðar frelsi 'mitt sem lista- manns hinar kúguðu þjóðir f Ameríku, Asíu og Afríku?“ En sem Weiss hafði hafið undirbúning, barst annað Helvíti x' tal: Auschwitzrétt- arhöldin hófust í Frankfurt í desember 1963. Weiss hafði Sjálfur skrifað um það fyrir alllöngu, að þýzku útrýming- arbúðirnar hefðu verið svo d.iöfullega tryllilegar að engum höfundi myndi takast að ná tök- um á beim sem viðfangsefni. þær- voru handan við mögu- leika orðanna. En málaferlin tæpum tveim áratugum að styrjöld lokinni gerðu þetta samt mögulegt, Weiss tókst að finna sér stað til að ta.ka mið af, jafnvel úts.kýringu. Eitt vitnanna sagði: „Við þekktum öll þjóðfélagið, sem það stjórn- arfar var sprottið af, sem gat komið unp slíkum fangabúð-®- um“. Vitnið sagði það, sem er einnig skoðun höfundarins: Auschwitz var kapftalisminn kominn á leíðarenda — eftir ferli sem hans eigin lögmál hnfðu ákveðið. Weiss var oft viðstaddur réttarhöldin í Frankfurt, og einnig fylgdist hann samvizku- samlega með frásögnum blaða af þeim. Úr þessum einstæða efnivið vinnur hann ekki með venjulegum aðferðum. „Rann- sóknin“ er ekki drama með „athöfn“ og „sötniþræði“. ekki skýrsla ; leikritsformj (eins o? verk Kipphardts um Oppen- heimer). Verk hans er fyrst og frems.t samþjöppun. kjarni Auschwitzmálafeplanna. sem unninn er úr hundniðum spurninga og tilsvara við rétt- arhöldin. Og Weiss setti sér siálfur það mark, að ekkert skyldi koma fi'am í leikrit- inu annað en staðreyndir sem minnzt var á fyrir dómstólum. Staðreyndirnar eru vissulega valdar af íhygli og skarp- skyggni, ræda persónanna er hefðluð til og gerð háttb'und- in. Weiss lætur sakbomingana étján koma fram undir réttu nafni, en þau níu vitni, sem hann býr til úr 409 vitnum málaferlanna, em nafnlaus — þar eð þau voru einnig nafnlaus er þau voru fangar: Úr 24 verjendum hefur hann gert einn „Fulitrúa málsvarn- ar“, úr öllum ákærendum er sömuleiðis gerð ein persóna, Höfundurinn segir, að í þessu verki sé ekðert „krydd“ frá honum sjálfum komið — en hinu neiti hann vissuíega ekki, að hann hafi fylgt ákveðinni stefnu í vali og efnismeðferð. Það er ekki hvað sízt tvennt sem hefur reytt Weiss til reiði er hann hlýddi á rétt- arhöldin: tili'aunar vei-jendanna til að bjarg’a skjólstæðingum sjnum með því að lýsa þeim sem „baráttumönnum gegn bolsévismanum“. Og svo það, að vesturþýzk blöð þorðu varla að minnast á það, hve þýzk stóriðnfyrirtæki voru sam- tvicinuð starfi fangabúðakerfis Hitlers. Weiss kemur á áhrifamikinn hátt fyrir í verki sínu við- bjóðslegum, sérkepnandi tii- svörum ákærðra (Kaduk: „Harður var ég í horn að taka, satt er það“), hinu ómennska orðbragði (,-Það féllu allt að því 300 dauðii' per dag“). Hi'æðilegustu smáatriði í lýs- ingu grimmdar og kvala urðu ieikhústexti („Kynfærin urðu fyrst og fremst fvrir höggum“). Peter Weiss, segir: Menn verða að setja sjálfa - sig niður frammi fyrir þessum myndum til þess að gera sér grein fyi'ir því sem hefur gex*zt. Weiss nær sterkum áhrifum með því að undirstrika and- stæðurnar milli þcirra þjáninga og ódæða sem vitnin segja frá og óhagganleiks ákærðra, sið- ferðilegs kænxleysis beirra. En enji sterkari áhrifum nær hann í hljóðlátari atriðum. „Söng- urinn um Dili Tofler“, stúlku sem Boger misþyrmdi og skaut, þar eð hún vildi ekki' bregðast vini sínum, lýkur með þessum ' orðum: Dórpari: Frú vitni. Hvaðan var þessi Lili Tofler? Vitni 5: Það er mér ekki kunnugt. um. Rómari: Hvemig var bún? Vitni 5: Alltaf þegar ég hitti Lili og spui'ði hana: Hvernig líður þér, Lili? svaraði hún: Mér líður alltaf vel. Leikritið, sem Weiss lauk við áður en dómur féll í Fi-ankfurt, lýkur án þess að dómur sé unp kveðinn — með, lokaræðu Mulka, eins hinna ákærðu, ræðxi sem Weiss finnst einkennandi fyrir almésmings- álit í Vestur-Þýzkalandi nú £ dag og ekki þurfi neinna at- hugasemda við: Iíerra dómsforscti við þessi málaferli megum við ekki heldur gleyma þeim miljónum sem létu lífið fyrir land okkar. . . Allir höfum við það vil ég enn undirstrika ekki gert neitt annað en skvldu okkar. f dag þegar þjóð okkar hefur aftur unnið sig upp til forystu- hlutverks ættum við að fást við aði-a hluti en ásakanir sem við hljótum að álíta löngu úreltar orðnar. Síðasta leiðbeining höfundar til leikstjóra: ..Ákærðir láta hátt og snjailt í 1 jós samþykki Nýjar glímuiegl- nr gaaga i giUi ★ Stjórn Glímusambands islands kvaddi fréttamenn á sinn fund í gær og skýröi þeiin frá nýjum glímureglum sem nú verða upp teknar. Þar er m.a. gert. ráð fyrir grund- vallarbreytingu á ákvæðunum um ^yltu en byltuákvæðin hafa löngum verið umdeild. Með hinum nýju bylturegl- um er stefnt að því að kveða níð í kappglfmum alveg niður. ★ Breytingar verða einnig gerðar á glímubeltunum og nú verða settai' ákveðnar reglur um skó glímumanna. Skór með gúmmíhælum verða nú alveg bannaðir og ein- ungis leyfðir í keppni öklaháir leðursfcór Sitthvað fleira telst til umtalsverðra nýjunga. ★ Frímann Helgason mun ræða nánar um breytingar þessar á glímureglum á íþróttasJðu einhvern næstu daga. V S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.