Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 10
10 SÍÐÁ —■ ÞJÓÐVILJINN — Fmwntudagur 13. janúar 1966 STORM JAMESON: bLinda HJARTA Nel. Skýrðuð b^r vinnuveitanda yð- ar eða kanu hans frá því? Nei. Hvers vegna ekki? Eftir andartak sagði hún: — Þau gátu séð það sjálf þegar fram í sétti. Úr sæti sínu sá Kristide Michal hendur hennar lykjast um grindurnar fyrir framan hana. Þegar lengra leið á yfir- heysluna fór hann að sjá fyrir sér litla útihúsið sem hún svaf í. alein, þar sem allir hinir fang- amir sem þarna, unnu, voru kanlmenn: enginn 'vissi fullkom- lega hvers vegna hún hafði verið send á búgarðinn en ekki í kvennabúr sem lögðu til verka- konur í verksmiðjur. Sjálfsagt fyrir einhver mistök. Þetta var hrörlegur kofi með rifum milli bjálkanna, sem hún reyndi að þétta með hálmi sem hún tók úr fleti sínu. Og eng- inn gluggi. Kuldinn þennan vetúr, hugsaði hann. hlaut að hafa verið kvöl út af fyrir sig. Og þetta marskvöld. þegar hríð- imar hófust og ihéldu áfram alla nóttina í niðamyrkri ... Það var ekki enn orðið bjart þegar bamið fæddist og hún strauk höndunum jrfir litla and- litið og útlimina. Ekki fyrr en klukkan mh kom snúningastrákur frá bænum að aðgæta hvers vegna hún hefði ekki komið til vinnu. Michal fann spennu- gagntaka rig, sem ef til vill átti upptökin h’iá hreinlegu og snyrtilegu þýzku konunni hinum megjn í salnum. Nú var komið að mik- Hárgreiðslan Hárpreiðslu- og snyrtistofa Steinu o? Dódó -augavegi 18 III hæð flyfta) SÍMI 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN riamargötu ln Vonarstrætls- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæiar Maria Guðmundsdóttir. Laugavegj 13. sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. ilvægasta atriði málsins. Frú Brösike k<jm til yðar und- ír eins? Hún kom, já. Hún kom með mjólk og teppi? Já. Og þér báðuð hana að taka barnið? Nei. Þór ætluðuð að hafa það hjá yður? Ég — það var bamið mitt. Hélduð þér að þér gætuðann- azt það? Ekki á þessum stað. Og þess vegna gáfuð þér frú Brösike það? Nei. Ég gaf henni hann ekki. Áður en eigmmaðurinn eða nokkur annar gat varnað þess, var þýzka konan risin á fætur og sagði rólega og flýtislaus en mjög örugg um sig: — Hún segir ekki satt. Hún sagði: Já, taktu hann. Ég gef þér hann. — Ég verð að biðja yður að ffrípa ekiki fram í, sagði dómar- inn með bamsandlitið með blæbrigðalausri röddu. Hann sneri sér að konnnni í vitna- stúkunni og spurði: — Munið þér hvað þér sögð- uð þá? — Nei. — En þér emð vissar um að þér sögðuð ekki: Taktu hann, ég def bér hann? Madeleina Clozel þagði, Svo svaraði hún svo lágt að ekki hefði heyrzt til hennar, ef þögn- in í salnum hefði ekki vérið svo alger. — Já .... nei .... kannski ságði ég það. — Reynið að muna það, sagði rauðskinninn og hallaði sér á- fram. Allt í einu gaf hún frá sér hljóð sem minnti á sært dýr. Hvernig er hægt að vita hvað maður gerir eða segir þegar manni líður, eins og mér gerði? Svo örmagna. Það veit það eng- inn. Og hver ber ábyrgðina? Hver tók mig frá heimili mfnu? Hver flutti mig úr landi á þenn- an stað? Hver ber ábyrgðina á þvf sem ég kann að hafa sagt bá? Ekki ég. Látið mig hafa barnið! Augu hennar voru burr, en hún reri til og frá, hélt hand- leggnum fyrir augún. með hinni hendinni hélt hún saman káp- unni eins og hún væri að reyna aðtengja saman sundurslitið holt. Michal spratt á fætur. en starfs- maður, reyndar tveir starfs- menn. annað feitlaginn kvenn- maður, komu á vettvang í skyndi og fóru með hana út úr salnum og feita konan klappaði henni á herðarnar á Ieiðinni. Þýzka konan hafði tekið hönd- •um fyrir andlitið; maðurinn hennar starði beint fram fyrir sig með undarlega þokulegu augnaráði, greipar hans opnuð- ust og lokuðust að því er virt- ist sjálfkrafa. Við erum búin að tapa, hugs- aði Michal. 1 hléinu sat hann kyrr í rétt- arsalnum og hugsaði um það sem hann gæti sagt henni til huggunar. Bara að Vincent hefði getað komið, hugsaði hann ang- urvær: hann hefur öll orð úr orðabókunum á reiðum höndum og réttan raddblæ við hvert orð. Hann tók eftir því að þýzku hjónin komu ekki aftur inn í salinn. Þag gerði Madeleine Clozel ekki heldur. Nú var ekki annað eftir en málflutningur dómarans. Einn fyrsti sem talaði, rauðskinninn var stuttorður og gagnorður: hann sagðist ekkert hafa heyrt í dag sem kæmi þonum til að breyta því áliti sínu, að bamið ætti a§ afhendast móðurinni. Roskna ungbamið tók næist ti'l máls. Með furðulega þurrlegri röddu sagði sá, að hann hlyti 'að 9 vera ósammála þessari skoðun. 1 fyrsta lagi væri óviturlegt, að ekki væri meira sagt, að hrifsa barn frá því eina heimili sem það hefði nokkurn tíma þekkt. I öðru lagi væri það skýlaus vilji drengsins að verða áfram hjá fósturforeldrunum. — Ég spyr sjálfan mig, sagði hann með þessari þurru, stökiku röddu, hvers virði sú móðurást er, sem vill 'taka bam með valdi? Og hvaöa von er til þess ^ þessi eigingjama móðir geti sigrazt á hatri drengsins og and- úð hans á afskiptum hennar á þægilegu lífi hans. Hann þagði meðan túlkurinn þýddi þessar athugasemdir á furðulega þurra frönsku. Einhvers staðar úr fórum sínum dró hann upp geysistóran vasaklút, þerraði andlit sitt með honum og í fell- ingunum leyndist lag af talkúmi. Og í þriðja lagi — og það ©r ekki minnst um vert: Hvemig gæti ég varið það fyrir sam- vizku minni sem menntaður maður að taka þennan dreng frá vel stæðu, myndarlegu heim- ili í landi sem er staðráðið í að sigrast á fortíðinni, þar sem hann á völ á öllum menningar- verðmætum, ef hann dvelst úm kyrrt, og senda hann til fátæk- legra heimilis í landi, sem hefur hvað eftir annað reynzt vera ó- traust stjórnmálalega? Get ég sem Bandaríkjamaður.... Aristide Miohal neyddi sjálf- an > sig til að sitja kyrr og kyngja reiði sinni og hann hugs- aði: Þeir reka mig bara út ef ég bið náungann að segja mér meira um þessi menningarverð- mæti. Og hann hafði ekki séð Madeileine Clozel eftir að hún hafði notið þeirra í tvö ár. Allan tímann hafði 3. dómar- inn ekkert lagt til málanna; hann hafði setið einis og steingerving- ur og virt fyrir sér Madeleine Clozel eins og hann væri að reikna út hvers vi'rði hún væri sem brotajám. Þegar hann bjóst nú til að taka til máls langaði Michal mest til að rísa á fæbur og fara án þess að bíða eftir lokaorðunum frá bessum stóra, miskunnariausa munni yf- ir þessari breiðu og hörkulegu höku. — Þegar ég hverf nú fr*á minni fyrri skoðun........ Orðin fóru gegnum huga Mic- hals eins og rafstraumur; hann bjóst til að rísa á fætur og lög- fræðingurinn kippti honum nið- ur í sætið aftur. — .... milili tveggja góðra kvenna, önnur raunveruleg móð- ir og hin aðeins fósturmóðir, ætti réttur hinnar eiginlegu móður að vera meira metinn .. að bera saman menningu Frak'klands og Þýzkalands er ekki í okkar verkahring á þess- um stað .... ást og þjáningar hinnar eiginlegu móður ........ Böm eru fljót að aðlagast sem betur fer. 1 heimalandi sínu, með nýjum vinum, nýjum náms- greinum, þá er hugsanlegt og ég vona fastlega að það megi takast, að hann læri að elska Hefopnað lækningastofu í Aðalstræti 4, Ingólfs Apótek. Viðtöl eftir samkomulagi. — Viðtalsbeiðnir kl. 1—2 í síma 21788 eða heimasíma 21872. Sérgrein: HÚÐSJÚKDÓMAR. Sæmundur Kjartansson. ♦ þórður sjóari 4654 — Svikarinn hefur tapað duglegasta aðstoðarmanni sín- um: Abdulla er horfinn í djúpið. Ali kemur upp, alveg örmagna og nær varla andanum, en brosir þó ánægður. Sakkras grípur örvita af heift til byssunnar og þar sem bát- amir hafa nú aðeins fjarlægzt, dregur byssa Þórðar ek'ki nógu langt. En nú er Gamier staðinn a fætur. Hann hafði verið vamar- laus gegn vél'byssunni og varð að sitja kyrr, en- nú lætur hann til sín taka. Nú getur hann hindrað svikarann í að fremja enn einn glæpinn ofan á allt annað. SKOTTA -,,Þetta er í sjötta sinn sem þessi strákur ekur framhjá. Blessuð, farðu nú út og heilsaðu áður en hann slítur alveg upp dekkjun- um á bílnum sínum“. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK StMI 22122 — 21260 Auglýsið i Þjóðviijanum i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.