Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 12
Ráðstafanir gegn gin og klaufaveiki Vegiia gin- og klaufaveikisfar- aldurs sem geisar nú í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu hefur landbúnaðarráðuneytið birt stranga aðvörun um að menn fylgi reglum laganna frá 1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki. Samkvæmt þessum lögum og auglýsingu ráðuneytisins er bannaður með öllu ipnflutning- ur á heyi, hálmi, alidýraáburði, siláturafurðum hverskonar. húð- um. mjólk og mjólkurafurðum, og eggjum. Leyft er að fíytja inn stór- gripahúðir sem nota þarf til togveiða, enda hafi þser verið sótthreinsaðar erlendis. Ekki er vitað að veikin hafi borizt til Bretlands eða Norð- urlanda enn. en hennar hefur orðið vart í Þýzkalandi. Hollandi Sviss og Rússlandi. Byggingaframkv. á Eskifirði ESKIFIRÐI, 9/1 — Ýmsar fram- kvæmdir eru á döfinni hér í kauptúninu næsta, vor og skal þar fyrst telja smíði nýrrar síld- arverksmiðju og mun hún standa á nýju hafnaruppfyll- ingunni. Gert er ráð fyrir þrjú j þúsund mála bræðslu á sólar- hring í þessari verksmiðju. Byggingarfélagið Brúnás á Egilsstöðum mun hefja undir- búningsframkvæmdir, — það mun líka sjá um gatnagerð hér í kauptúninu að einhverju leyti. Þá ætlar hreppurinn að láta byggja dagheimili fyrir böm og hyggur .líka á að kta steypa götur á helzta athafnasvæðinu í kauptúninu. Viðgerð á fé- lagsheimilinu að Ijúka Búðum i Fáskrúðsfirði 8/1 — í kvöld verður haldig hið ár- lega hjónaball i Félagsheimilinu Skrúð og á gamlárskvöld var mikill áramótadansleikur og fór hann friðsamlega fram að þessu sinni Búast má við einhverju leiklistarlífj í vetur — er þó ætlunin að ljúka fyrst bræðslu í síldarverksmiðjunni og verður það einhvern næstu daga < Síðastliðið vor kom upp eld- ur í félagsheimilinu og er við- ger?i að verða ag mestu lokið, vantar aðeins herzlumuninn að hægt sé að taka leiksviðiö í notkun. — eftir er að sanea frá raflögnum oe ganga frá sviðs útbúnaði til fulls 3 óra drengur fyrir bíl Þriggja ára drengur varð fyr- ir bíl í gærdag í Þingholtsstræti- Var drengurinn þegar fluttur á Sly savarðstofun a. Ekki munu meiðsli hans hafa verið alvarleg. Síðustu sinfóníutónleikar fyrra misseris Einleikarínn í kvöld er bæði húsfreyja og móðir ■ Sinfóníu'hljómsveit íslands heldur í kvöld 8. tón- leika sína á þessu starfsári og eru þeir hinir síðustu á fyrra misseri. Stjórnandi er dr. Róbert A. Ottósson, en einleikari með hljómsveitinni frú Fredell Lack, fiðluleikari frá Bandaríkjunum. Á tó.nleikunum j Háskóla- bíój í kvöld verða flutt tvö verk eftir Mozart. forlei'kur að .,Leikhússtjóranum‘‘ og fiðlukonsert nr. 3 í G dúr með einleik Fredell Lack. og Sinfónía Bruckners nr. 3 i d moll. Einleikarinn Fredell Lack er fædd í smáborginni Tulsa í Oklahoma og á að haki sér glæsilegan ferii sem fiðluleik- ari. Hún var aðeins fjögurra ára gömul er hún hóf að læra á fiðlu og átta ára spilaði hún fyrsta einleiksprógramm sitt opinberlega. Hún hefur hlotið margskonar verðlaun Orr viðurkenningu fyrir leik sinn. Auk hljómleikahalds víða í Bandarikjunum og í Evrópu hefur Fredell Lack einnig gegnt almennum hljómsveit- arstörfum sem konsertmeist- ari í kunnri hljómsveit, Litla Orkesturfélaginu undir stjórn Thomas Sherman Sem ein- leikari hefur hún m.a komið fram' meg Stokowski, Thom- as Beecham. Barbirollj o.fl. Fredell Lack. . Það kom fram á blaða- mannafundj með Fredell Lack í gær. að hún er lækn- isfrú og tveggja barna móðir og búsett í Houston í Texas. Kennir hún við háskólann þar og leikur í strokkvartett sem hún hefur stöfnað Sagði hún að það værj alls ekki svo erfitt ag sameina heimil- isskyldurnar og fiðluleikinn. nema þegar hún færj í hljómleikaferð til , Evrópu, þar sem hún yrði þá að vera burtu frá heimilj sínu svo lengi í senn. Fredell Lack er talin í fremstu röð þeirra kvenna sem leika á fiðlu og oft líkt við Erica Merini. Hún leik- ur á Stradivarius fiðlu og er frúnnj hrósað fyrir rík til- brigði, fágun og glæsibrag. Sem áður segir eru tón- leikamir í kvöld síðustu tón- leikar fyrra misseris og er endumýjun áfekriftarskírteina fyrir síðara misserj hafin og áskrifendum ráðlagt að til- kynna um endurnýjun nú þegar til Ríkisútvarpsins. Fyrstu tónleikar síðara misseris verða 27 janúar og leikur þá Guðrún Kristins- dóttir píanóleikarj með hljómsveitinni og Bohdan Wodiczko stjómar. Níunda sinfónía Beethovens verður svo flutt 10. og 12. febrúar undir stjórn Róberts A. Ott- óssonar °S verða flytjendur með. sinfóníusveitinni Söng- sveitin Fílharmonía meg um 125 manns og einsöngvararn- ir Svala Nielsen Sigurveig Hjaltested Guðmundur Jóns- son os Sigurður Björnsson Fimmtudagur 13. jánúar 1966 — 31. árgangur — 9. tölublað Banaslys í Skaga- firði er bíll valt ■ Um miðnætti aðfaranótt sl. þriðjudags varð það slys að bifreið rann út af veginum skammt frá Silfrastöðum í Skagafirði er hún lenti á svellbunka. Fór bifreiðin marg- ar veltur niður bratta brekku og beið maður sem var farþegi í henni bana en ökumaðuyinn slapp lítt meiddur. Maðurinn sem beið bana hét Jóhannes Jónsson, bóndi að Tyrfingsstöðum í Akrahreppi. Var hann 43 ára að aldri, kvænt- ur en barnlaus. Jóhannes heitinn var að koma af söngæfingu í félagsheimilinu Héðinsminni að Stóru-ökrum í Blönduhlíð ásamt ökumanni bif- reiðarinnar. Missti ökumaðurinn vald á bifreiðinni; á svellbunka er lá yfir veginn rétt sunnan við túnið á Silfrastöðum. Fór bif- reiðin, sem var jeppi, út af veg- inum, en fyrir neðan hann var ’brött brekka og valt bifreiðin Alþjóiasjóstangaveiiimót Aðalfundur Sjóstangaveiðifc- lags Reykjavíkur var haldinn 4. des. s.I. í félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur. Halldór Snorrason var kjörinn fundarstjóri og ’til- nefndi hann Ragnar Ingólfsson fundarritara. Birgir J. Jóhanns- son form. félagsins gaf skýrslu um störf félagsins siðastliðið ár. Alþjóðamótið í Keflavík, í byrjun júní. sem félagið sá um, var fjölmennasta mót. sem íiald- ið hefur verið hérlendis. Þátttak- endur voru 77 frá 5 þjóðum. Mótið .tókst með afbrigðum vel, mikill afli og' ágætis veður all- an tímann. Innanfélagsmót var háldið frá Reykjavík í júlí og um verzlun- armannahelgina var farin veiði- ferð frá Breiðafirði eins og und- anfarin ár. Til Akureyrar fór hópur félagsmanna, í byrjun september, og tók þátt í mótinu frá Dalvík. Var það mót einnig mjog vel heppnað. Auk ofan- greindra móta voru famar fjöl- margar veiðiferðir frá Reykja- vík á vegum félagsins. Eftir skýrslu formanns gerði gjaldkeri félagsins MagnúsValdi- marsson grein íyrir reikningum félagsins. 1 stjórn fyrir næsta ár voru kjörnir: Magnús Valdimarsson, formað- ur Halldór Snorrason, varafor- maður, Jón B. Þórðarson, gja'ld- keri, Egill Snorrason, ritari, Hákon Jóhannsson, meðstjórn- andi. í varastjórn: Birgir J. Jóhannsson og . Ragnar Ingólfs- son. Birgir J. Jóhannsson baðst eindregið undan endurkosningu. Hann hefur verið formaður fé- lagsins undanfarin þrjú ár og þökkuðu fundarmenn honum fyr- ir vel unnin störf. í sumar Samþykkt var að halda næsta alþjóðastangaveiðimót frá Akur- eyri að sumri komanda og hef- ur Sjóstangaveiðfélag Akureyrar þegar hafið undirbúning að því. Mikil gróska er í félaginu á Akureyri og hafa þeir staðið fyrir myndarlegum sjóstanga- veiðimótum undanfarin tvö haust Rætt var um veiðiferðir á kom- andi sumri og var því beint til stjórnarinnar, að vegna tilkomu hins nýja Keflavikurvegar væri heppilegra að fara á sjóinn frá Sandgerði eða Grindavík. Vasjúkof hlaut 19,5 vinninga í 20 skákum 1 fyrrakvöld tefldu skákmeist- ararnir Vasjúkof frá Sovétríkj- unum og Wade frá Bretlandi fjöltefli í Lídó á vegum Skák- sambands íslands. Vasjúkof tefldi við 20 manns. vann 19 ákákir og gerði 11 jafn- tefli og hlaut því 191/? vinning. Það var Ingimar Halldórsson frá Akranesi sem gerði jafntilið við stórmeistarann. , Wade tefldi við 13 menn, vann 10 og tapaði 3 skákum. Þeir sem unnu Wade vohu Guðlaug- ur Guðmundsson, Ingólfur Ey- fells og Stefán Árnason. margar veltur en staðnæmdist loks á hjólunum. Kastaðist Jó- hannes út úr bifreiðinni og mun hafa látizt samstundis en öku- manninum tókst að hanga í stýr- inu á bílnum og slapp hann lítt meiddur. Læknir og lögregla frá Sauð- árkróki komu á vettvang en þá var Jóhannes látinn. Mun hann hafa fengið högg á höfuðið er hann kastaðist út úr bifreiðinni. Hvernig verSir vertíðin á Eskifirði? ESKIFIRÐI 9/1 — Bátar hrað- frystihússins stunda ennþá síld- veiðar, þar sem eru Krossanes og Hólmanes og er síðan ætlun- in, að þessir bátar fari í slipp til lagfæringar og fari síðan á þorskveiðar með net að þessu sinni. Þessir bátar voru með þorskanót í fyrravetur og gafst það ekki vel. Jón Kjartansson ætlar þó að reyna við þorskanót í vetur á svipaðan hátt og í' fyrra, en Guðrún Þorkelsdóttir er á för- um til Noregs og er ætlunin að, skipta um dekkspil á henni og er ennþá óráðið um útgerð hennar í vetur. Athugasemd fró Sam- starfsnefnd bifreiðatrygg- ingafélaganna í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi athugasemd frá samstarfsnefnd bifreiðatrygg- ingafélaganna; ..Varðaridi yfirlýsingu for- ráðamanna Samvinnutrygginga Sveinn Björnsson opnar mál- verkasýningu í Bogasalnum Næsta föstudag opnar Sveinn i Björnsson Iistmálari málverka-1 sýningu í Bogasal Þjóðminja-! safnsins og hefst sýning kl. 8.30 um kvöldið. Á sýningunni eru tuttugu oliu- málverk og eru þau flest máluð á árinu 1964. Síðast hélt Sveinn málverkasýningu árið 1963 í Listamannaskáíanum. Síðastlið- ið haust fór Sveinn til Danmerk- ur með seytján af þessum mál- verkum og sýndi þau á Ghar- lottenborg og fékk góða dóma í dösnskum blöðum og er raunar forvitnilegt að skoða þessi mál- verk. Flest málverkanna eru fantasíur eins og fyrsti tungl- farinn kemur aftur til jarðar- innar, tveir sjómenn og grænt tungl, — það er eina sjómanna- myndin á sýningunni að þessu sinni, — Sveinn var þekktur fyr- ir að velja sér motiv af sjónum hér áður fyrr. — hann er líka gamall togarasjómaður. í dagblöðunum í gær vilja undirrituð tryggingafélö,e taka eftirfarandi fram: Tryggingakerfí það, sem Samvinnutryggingar hafa boð- að að beir takj upp. hefur verið unnið fyrir samstarfs- nefnd tryggingafélaganna. og var enginn ágreiningur hjá fé- lögunum um framkvæmd þess. Samvinnutryggingar hafa hinsvegar valig þá leið að segja sig úr samstarfi við umdirrituð félög. og tileink- að sér framkomið trygginga- kerfi sem það værj þeirra eig- ið Frá þvi síðastliðið haust hafa tryggingafélögin sameig- inlega látig Bjama Þórðarson tryggingafræðine framkvæma umfangsmiklar rannsóknir sem kerfj þetta er byggt á Slysatrygging farþega og öku- manns er ekki nýmælí en hef- ur verið seld sem sérstök trygging vegna ákvæða i reglu- gerg um bifreiðatrygeinear Framhald á 9. síðu. Reykjavíkurmótið í skák hófst í gær Ohnur umferð verður tefld í kvöld ■ Reykjavíkurmótið 1966 í skák hófst í Lídó í gær- kvöld kl. 7 með því að forseti Skáksambands íslands, Ás- geir Þór Ásgeirsson flutti stutt ávarp en síðan setti Geir Hallgrímsson borgarstjóri mótið með ræðu og lék síðan fyrsta leiknum fyrir Böök á móti Kieninger. Þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við skákmótið um jnið- nætti var þetta að frétta: Björn Þorsteinsson vann Jón Hálfdánarson í 17 leikjum, Böök og Kieninger gerðu jafntefli í 31 leik, Guðmundur Sigurjóns- son og Guðmundur Pálmason gerðu jafntefli í 24 leikjum. Öðrum skákum var ekkj lok- ið en skák þeirra O’Kellys og Wades talin jafnteflisleg. Frið- rik Ólafsson hefði heldur betra tafl gegn Freysteinj Þorbergs- synj og skákin milli Vasjúkofs og Jóns Kristinssonar værj tví- sýn. 2. umferð mótsins verður tefld í Lídó í kvöld og hefst hún kl. 7 e.h. Þá tefla þessir saman og hafa hinir fyrrtöldu hvítt: Guðmundur Pálmason og Jón Kristinsson. Freysteinn Þor- bergssop og Vasjúkof. Jón Hálfdánarson og Friðrik Ólafs- son, Wade og Björn Þors,teins- son. Kieninger og O'Kelly. Guð mundur Sigurjónsson og Böök Á morgun, föstudag, er frí- dagur hjá keppendum en bið- skákir úr 1. og 2. umferð verða tefldar á sunnudag kl. 13—17 í Lídó. Skemmhi sér hvert kvöld SAUÐÁRKRÓKUR 10/1 — Út- gerð er hér heldur dauf og varla hægt að telja, að vertíð sé enn hafin. Hafa þrír bátar veriö að skrölta þetta, en þeir eru allir litlir og geta ekki sótt langt. A'llir hér könnuðust við staða- nöfn í texta fyrsta '.agsins i danslagakeppni útvarpsins, en ekki þorum við að spá. hvort það sé héðan. Hins vegar gengst Kvenfélagið um hver áramót fyrir skemmtun með danslaga- keppni og voru tíu lög í síðustu keppni Skemrntanir voru hér á '■’veriit kvöldi milli ióla og ný- árs og alltaf troðfullt. — H.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.