Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 6
* g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 3. maí 1966 HÚSNÆÐISMÁL I BORGARMAUJIl#!4 Alþýðubandalagið vill beita sér fyrir því, að hús- næðismál Reykvíkinga verði leyst á félagsgrund- velli. Bæjarfélagið hafi forustu um lausn þessa mikla vandamáls og njóti til þess nauðsynlegs stuðnings ríkisvaldsins. Alþýðubandalagið vill að borgarstjómin beiti sér fyrir gjörbreytingu á fyrirkomulagi byggingar- starfseminnar í borginni í því skyni að lækka stórlega byggingarkostnaðinn og þar með hús- næðisútgjöld almennings. Öflug byggingarsamtök fólksins sjálfs eiga með þátttöku og aðstoð opinberra aðila að annast íbúðabyggingamar í stórauknum mæli frá því sem nú er. Binda verður endi á starfsemi braskara og okr- ara, sem nú eru umsvifamiklir í byggingariðnað- inum og hirða stórgróða af íbúðabyggingum. Jafnframt sé heilbrigðu framtaki og eðlilegri sjálfsbjargarviðleitni einstaklinga, er byggja vilja fbúðir til eigin nota, veittur aukinn stuðningur með hærri og hagkvæmari lánum en nú er kost- ur á. Það þarf að hrífa íbúðabyggingamar úr klóm einkabrasksins og gróðahyggjunnar. Félagshyggja og skipulagning verður að leysa brasksjónarmið- in og skipulagsleysið af hólmi. íbúðir fyrir alla á viðráðanlegu verði er kjörorð og krafa AJþýðubandalagsins. í því skyni að hrinda hinni nýju stefnu í hús- næðismálunum í framkvæmd vill Alþýðubanda- lagið beita sér fyrir eftirfarandi ráðstöfunum: IBorgarstjómin beiti sér fyrir stofnun almenns • byggingarfélags, er gert verði kleift að annast verulegan hluta íbúðabygginga í borginni. Tryggt verði að þessar íbúðir gangi ekki kaupum og söl- um á almennum markaði. þótt eigendur þeirra hafi fullan eigna- og umráðarétt yfir þeim að öðru leyti. Byggingarfélagið skal skintileggja í- búðarbygsingamar og njóta lána úr Byggingar- sjóði ríkisins. 2íbúðir þær, er bygeingarfélagið reisir, skulu seld- • ar félagsmönnum á kostnaðarverði og með þeim lánskjömm, er greindir em í 3. tölulið. Skal gerð- ur sérstakur kaupsamningur um hverja íbúð við þann, er íbúðina fær og þeir samningar vera und- anþegnir stimpilgjaldi. 3Byggingarsjóði ríkisins verði fyrir tilstuðlan ríkis- • valdsins séð fyrir næglegum föstum árlegum tekj- um. er geri honum kleift að veita tilskilin lán til hinna félagslegu íbúðabygginga. Skal tekna til sjóðsins í þessu skyni m.a. aflað með því að skylda Seðlabankann til að lána Byggingarsjóði ákveðna upphæð á ári með lágum vöxtum, ríkissióðsfram- lag til Byggingarsjóðs verði hækkað, svo og hlut- ur Byggingarsjóðs af tolltekjum o.fl. Ennfremur verði hluti af sparifjáraukningu bankanna lánað- _ ur Byggingarsjóði 4Lánveitingar Byggingarsjóðs út á hverja íbúð í • hinum félagslegu íbúðabyggingum skulu nema a. m.k 80% bvggingarkostnaðar, vera veitt til langs tíma með lágum vöxtum og að nokkmm hluta afbor^unarlaus. Lánakjara þessara skulu, auk hins almenna byggingarfélags. njóta íbúðabvggingar á vegum sambands byggingarsamvinnuféiaga, ef stofnað verður, svo og íbúðabyggingar á vegum bæjarfélagsins, enda séu síðartöldu framkvæmd- irnar háðar sömu reglum og framkvæmdir hins almenna byggingarfélags. Borgarstjórnin hafi forgöngu um að reistar verði • og reknar af hinu almenna byggingarfélagi eða borginni s'jálfri hagkvæmar íbúðir, er leigðar verði efnalitlu fólki, sem ekki treystir sér til beinnar þátttöku í hinu almenna byggingarfélagi. Skulu framkvæmdir næstu 4ra ára miðast við þessi verkefni. a. Byggðar verði 100 litlar en hagkvæmar íbúð- ir fyrir aldrað fólk, samkv. áætlun, sem sam- in hefur verið um málefni aldraðra. b. Auk þeirra 250 íbúða, sem áður hafa verið samþykktar sem hluti borgarinnar í byggingar- áætlun ríkisins og verkalýðsfélagánna, verði byggðar 200 litlar íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herb- ergja að stærð. Verði þær leigðar efnalitlum barnafjölskyldum og þá einkum haft í huga að útrýma lélegum og heilsuspillandi íbúðum í eigu borgarinnar (Höfðaborg, Selbúðir o.fl.). c. Byggðar verði 100 2ja herbergja íbúðir, ca. 50 fermetrar að flatarmáli, er leigðar verði ungu fólki, sem er að stofna heimili og verði leigu- tími allt að 5 ár. ■ Til þessara framkvæmda skal, auk framlags frá Byggingarsjóði ríkisins, verja tekjum Byggingar- sjóðs Reykjavíkurborgar. Þess skal gætt að árleg- ar greiðslur fyrir afnotarétt þessara íbúða fari aldrei fram úr eðlilegri greiðslugetu notenda (t.d. 10—15% af tekjum). Til þess að auðvelda þennan þátt byggingarstarfseminnar, skulu framlög ríkis og borgar vera afborgunarlaus með lágum vöxt- um. Býggingarsjóður Reykjavíkurborgar veiti hagstæð lán út á 300—400 íbúðir, allt að'.kr. 200.000,00 á íbúð, enda sé um að ræða litlar íbúðir, er falla undir lánareglur Húsnæðismálastjórnar. Skulu lán þessi m.a. veitt ungu fólki, er stofnar til sam- taka um byggingu fjölbýlishúsa. félögum og stofnunum, sem byggja leiguíbúðir fyrir tiltekna hópa fólks, t.d. gifta stúdenta, aðra námsmenn eða öryrkja. 7Byggingarsjóður Reykjavíkurborgar verði efldur • svo að hann geti staðið undir hlutverki sínu samkv. framansögðu. Borgarstjórnin styðji með þllum ráðum að fram- k-væmd byggingaráætlunar ríkisins og verkalýðs- félaeanna svo og að byggingu verkamannabú- staða. við þær byggingarframkvæmdir. er hið almenna byggingarfélag, borgin sjálf eða aðrir aðilar, er þess óska, annast. Öll rannsóknarstarfsemi í þágu byggingariðnaðar- ins verði stórlega efld. Borgarstjórnin beiti sér fyrir því að innflutnings- tollar og söluskattar af byggingarefni til íbúða- bygginga, er falla undir útlánareglur Húsnæðis- málastjómar, verði felldir niður. Til þess aþ tryggja sem hagkvæmastan undirbún- ing byggingarframkvæmda, skal haga lóðaúthlut- un og byggingarfresti þannig, að nægur tími sé til að búa vel í haginn og framkvæmdir geti haf- izt á réttum tíma. Byggingarfélögum skal gefinn kostur á samf’elld- um byggingarsvæðum, svo þau geti skipulagt starfsemi sína og gert byggingaráætlanir til langs tíma í hagræðis- og sparnaðarskyni. Framkvæmdum í gatna- og holræsamálum sé hagað þannig og þær við það miðaðar að örugg- lega verði fullnægt árlegri þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Séð verði um að lóðir séu tilbúnar til afhendingar það snemma árs að sumarið nýtist til bygginganna. Borgarstjórnin leifist við að hefta brask méð hálfgerðar byggingar með því að áskilja sér for- kaupsrétt samkv. mati að mannvirkjum og íbúð- um, sem reistar eru á leigulóðum borgarinnar. og boðnar eru til kaups áður en þær eru fullgerðar. íbúðir þessar selji borgin aftur á kostnaðarverði. Horfið sé frá vísitölubindingu vaxta og afborg- ana af íbúðalánum Húsnæðismálastjórnar og vext- ir lækkaðir í 3%. 17. 18. Gatnagerðargjald fyrir einbýlishús og raðhús af hóflegri stærð verði lækkað. Gerð verði áætlun um húsnæðisþörf Reykvík- inga og hún endurskoðuð árlega. 9Borgin ráði í þjónustu sína hæfa arkitekta og • verkfræðinga, er annist hönnun á fjölbýlishúsum og nokkrum gerðum af einbýlishúsum af mismun- andi stærð. Byggingarhlutar í þessi hús verði síðan seríuframleiddir í verksmiðjum og nýttir Húsaleiguokrið verði stöðvað. Borgarstjóm beiti • sér fyrir því að sett verði lög um hámark húsa- leigu og ráðstafanir til þess að tryggja fram- kvæmd þeirra. Skal íbúðarhúsnæði flokkað eftir aldri og gæðum áður en leiga er ákveðin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.