Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 9
Emar Kristjánsson óperusöngvari Framhald af 4. síðu. ■ \ ' inn: „Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjallaheiða með sælusumrin löng . . Ég minnist þess vart að háfa nokkru sinni heyrt ást, tilbeiðslu og ' þökk framborið á svo dásam- legan hátt, enda var þetta sönn helgiathöfn, lofsöngur og þakk- argjörð þess manns sem var kominn heim: „Það er mitt draumaland“. Ég veit ekki hvort nokkur man lengur tölu þeirra tón- leika ,sem Einar hélt í þessari ferð. En á þessum misserum vann hann það þrekviyki að flytja okkur Islendingum Vetr- arferð Schuberts fyrsturmanna í svo frábærri túlkun að aldrei gleymist; fyrst í tiltölulega litl- um sal, en síðan tvisvar fyrir fullskipuðu stærsta samkomu- húsi borgarinnar. Annar há- t tindur frá þessum tíma er söngur hans í Júdasi Makke- beusi eftir Handel. * Þeir sem kunna skil á tón- list og þekkja söngferil Einars í Þýzkalandi og á Norðurlönd- um geta lýst þvi^ hversu geysi- legan fjölda sönglaga og stórra hlutverka í óperum, messum og óratoríum hann æfði og hafði á takteinum. Mér er tjáð, að í Þýzkalandi hafi hann um sína , daga verið talinn einhver fremsti Schubert-söngvari, og þarf þá ekki frekar vitnanna við. Erlendis gerði Einar sér mik- ið far um að kynna íslenzk sönglög. En hér á landi vann hann svipað brautryðjendastarf. Hann frumflutti hér mörg lög, svo sem sum lög Hallgríms Helgasonar og Jóns Þórarins- sonar, Heimi Páls ísólfssonar og Hamraborg Sigvalda Kalda- lóns. Og hann gerði meira. Hann mótaði stíl þeirra laga sem hann söng þannig, að allir hafa ósjálfrátt og óumflýjanlega leitað þar fyrirmyndar. Og eitt gerði hann sem fáir munu eft- ir leika; hann gæddi ljóð og lag þvílíkri glpð, kynngi, mýkt_ eða innileika, að það var eins og sál verksins tæki sér ból- festu í brjósti áheyrandans: „Svo fagrir voru þeir tónar og fylltir með þrá.“ Það er ekki ástæða til að tí- unda hér hvílíkan fjölda tón- verka Einar flutti hér á landi ýmist á sjálfstæðum tónleikum, á sviði ÞjóðleikhúsSins eða í Rikisútvarpinu. Hitt ber miklu fremur að harma, hvers þjóðin fór á mis að eiga ekki kost á ennþá nánari kynnum viðþenn- an hámenntaða og kröfuharða listamann. Einari þótti vænt um Island á uppgerðarlausan og yfirlætis- lausan hátt. Á síðari árum lagði hann mikið kapp á að bæta sér upp með lestri góðra bóka það sem hann hafði farið á mis við á sinni löngu dvöl erlendis. Eitt sinn fórum við nokktu: saman ríðandi 10 daga ferð um óbyggðir Islands, svo að Einar gæti séð landið aftur með eigin augum. En þaðstytti aldrei upp allan tímann: rign- ing, þoka og bylur. Tjöldin fuku ofan af okkur flestar nætur. En Einar gerði sér þá lítið fyrir: Hann bara réð sig sem aðstoðar- mann vatnamælinganna tvö sumur í leyfi frá óperunni og fór fótgangandi um • óbyggðir. Þannig var hann. 'Honum auðnaðist ekki að finna foreldra sína á lífi að styrjöld lokinni. Valgerður dó 1944, en Kristján tæpu ári síð- ar. Hann fékk sem heimanfylgju frá þeim heilbrigða lífsskoðun, ást á landinu, trú á þjóðinni, skilning á gildi vinnunnar, virð- ingu fyrir samtökum verka- fólks. Áhuga sinn á íþróttum og útilífi fékk Einar í arf frá föðúr sínum. Og þó að hann fengi ýmis heiðursmerki ogalls- konar viðurkenningu og verald- arframa og væri gestur í söl- um þjóðhöfðingja, var hann tæplega fyrr kominn heim til Islands að vorlagi en hann sást í duggarapeysu niður á bryggju að gá að hvað strákarnir væru að veiða. Islenzkan ríkisborgararétt taldi hann eina heiðursmerkið sem hann gæti ekki afsalað sér, því hann tilheyrði þeirri kyn- slóð, sem trúði á kjörorðið: ís- lendingar viljum vér allir vera. Nú er góður drengur genginn langt fyrir aldur fram. Ástvin- ir og settingjar sakna hans. Við -félagar-hans og skólasystkyni vottum þeim öllum innilega samúð, og kveðjum Einars með þökk fyrir allt. Sá söngur sem hann gæddi lífi mun halda á- fram að óma. Og þegar allt annað er gleymt mun ég minn- ast þeirra stefja eftir Anton Bruchner, sem hann bað mig að muna til minningar um við- leitni sína. Þorvaldur Þórarinsson. | Sumardvalir Þeir sem ætla að sækja um sutnardvöl fyrir böm hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands komi á skrifstofu R.K.Í. Öldugötu 4 dagana 4. og 5. maí kl. 10—12 og 13 —18. Eingöngu verða tekin Reykjavíkurböm fædd á tíma- bilinu 1. janúar 1959 — 1. júní 1962. Aðrir áldursflokkar koma ekki til greina. Áætlað er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna sumar- dvöl. Stjórn Reykjavíkurdeildar • Rauða kross íslands. Þriðjudagur 3. mai 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 0 E S J A fer vestur um land í hringferð 6. þ.m. Vörumóttaka á miðviku- dag til Patreksfjarðar, Sveins- eyrarj, Bíldudals, Þihgeyrar Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarð- ar, Siglufjarðar og Akureyrar. Farseðlar seldir á fimmtudag. HERÐUBREIÐ fer gustur um land í hringferð 9. þ.m. Vörumóttaka á föstudag til Homafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjayðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar. Þórs- hafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á mánudag. SKJALDBREIÐ fer vestur um land til Akureyr- ar 7. þ.m. Vörumóttaka á fimmtudag til Bolungavikur og áætluntarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð, Ölafsvíkur og Dal- víkur. Farseðlar seldir á föstu- dag. Prentari óskast við rotation-prentvél. — Dagvinria — Hátt kaup. 1 Þjóðviljinn sími 17501 HanJsetjari óskast Hátt kaup. V. Þjóðviljinn sími 1750( i / \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.