Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.05.1966, Blaðsíða 12
Frá stjórnmálaumræðunum á Alþingi í gærkvöld Launastéttirnar geta knúið fram breytta stefnu í dýrtíðarmálum Sveitastjómarkosningar fara í hönd, sagði Hannibal Valdimarsson í útvarpsumræðunum frá Alþingi í gær. Reynt er að láta' Reykvíkinga gleyma dýrtíðarmálunum, mikið kapp á að sýna þeim framan í snotra menn, og forðast að nefna Sjálfstæðisflokkinn. Kjósendur sem ekki viíja þola framhald dýrtíðarstefnu ríkisstjómarinnar geta knúið fram stefnubreytingu. Fylg- istap Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins er aðferð- in til þess. Launastéttirnar verða að standa fast saman um Alþýðubandalagið og knýja með því fram nýja stefnu í dýrtíðarmálunum. Hannibal fór hörðum orðum dm lýðshreyfingin svik fSkiisstjómarinnar á loforð-! um hennar fyrr og síðar um bar- áttu gegn verðbólgunni_ Minntj hann á einróma kröfur verkalýðs- samtakanna í 1. maí-ávarpi reyk- vísfcu verkalýðsfélaganna um stöðvun verðbólgunnar og nýja stjómarstefnu. Júnísamkojmilag- ið bafi verið gert á grundvelli þeirra loforða ríkisstjómarinnar að unnið skyldi af alefli gegn verðbólgu og dýrtíð og í trausti þess hafj verið gen-gið að Því ó- frávífcjanlega skilyrði ríkiS'Stjðrn- arinnar og aukning húsnæðislán- anna þyrfti að kosta að þau yrðu vísitölubundin. I>að atriði yrði nú að afnema, og væri þag einróma krafa verkalýðssamtakanna. Kaupsamnfngar framundan Samningar um kaup og kjör eru nú framundan og þejr fara fram við þaar aðstæður að sleg- izt er um hverja vinnandi hönd. Ef tjl vilil væri það verkamönn- um. einna hagstæðast að eamn- ingar væru sem lausastir. Verka- vill skipu'lagðan vinnumarkað og ég vona að friðsaimlegir samningar takist sem fyrst, sagði Hannibal m.a. Verkafólkið á kröfu ti'l eðli- legs hluta aukinna þjóðartekna, það á heimtjngu á þvj að geta lifað vel af dagvinnukaupi ejnu saman. Þegar menn vinna nú 12 14 og 16 tíma á sólarhring minn- ir það á vinnu togarahásetanna áður en vökulögin komu og slíkt verður að hæfta. Gils: Vantrú á íslenzkt íramtak í síðari ræðutima Alþýðu- bandalagsins talaði Gils Guð- mundson. Rakti hann fyrst sjón- varpsmálið og lagði áherzlu á kröfuna sem fram kom í þings- ályktunartillögu Alþýðubanda- lagsins og Framsóknar Um að hermann'asjónvarpið yrði tak- markað við herstöðina þegar er íslenzka sjónvarpið tekur til starfa. r Færeyjafíug Fl með Fokker Friendshipvél hefst í dag I dag, 3. maí, byrjar Flug- íélag íslands flug um Færeyjar með Fokker Friendship skrúfu- þotu. Eins og fram hefur komið í fréttum öðlaðist félagið leyfi til einnar ferðar á viku frá Rvík til Færeyja, Bergen og Kaup- mannahafnar, en að auki verður flogið milli Færeyja og Glas- gow. Ferðum verður hagað þannig, að farið verður frá Reykjavík kl. 9,30 á þriðjudagsmorgun. Lent í Vogum í Færeyjum kl. 11,40. Þaðan verður flogið til Bergen, komutími þangað er kl. 15.40 og til Kaupmannahafnar verður komið kl. 18,10. , Uppgefnir tímar eru staðar- tímar. Á miðvikudagsmorgun verð- ur farið frá Kaupmannahöfn kl. 8,55, flogið til Bergen og Fær- eyja, og þaðan til Glasgow. I Glasgow verður stutt viðstaða og síðan flogið til Færeyja og það- an til Rvíkur, komið þangað kl. 20:25 á miðvikudagskvöldum. I tilefni Færeyjaflugsins, hefur Flugfélag Islands gefið út bæk- ling um Færeyjar, land og þjóð eftir Björn Þorsteinsson, sagn- fræðing. Þessi bæklingur er kominn út á íslenzku og ensku. Þá hefur Flugfélagið einniggef- ið út á færeysku, kynningarbæk- ling um Fokker Friendship skrúfuþoturnar. Flugtíminn milli Reykjavíkur og Færeyja er um tvær stundir. Á innanlandsflugleiðum hafa Friendship skrúfuþoturnar sæti fyrir 48 farþega, en í millilanda- fluginu verða sæti fyrir 40 far- þega. Gi'ls ræddi ýtailega dýrtiðar- málin, benti á hversu stórfelld tæki.færi góðæri und'angenginna éra hefðu átt 'að gefa þjóðinj til alhliða uppbygginigar en rík- isstjórnin látið þau tækifæri flest ónotuð. í síðasta kafla ræð- unnar fíallaði Gils um alúmín- málið og þá örlagaríku stefnu- breytingu sem Þag boðaði og sagði að lokum Þessj nýj,a stefn,a ríkisstjórn- arinnar markar skýrari og gleggri. línur í íslenzikri pólitík, a'tvi,ninumálum, efnahagsmálum og menningarmálum en verið hefur um árabil Annars vegar erp þeir, sem ekki sjá önnur ráð vænlegri til að tryggja atvjnnuuppbyggingu hér á landi en að reisa bana á fyrirtækjum erlendra auðfé- laga. Með gerðum sínum lýsa þeir vantrú á gæðum landsins og getu landsmanna til að hag- nýta þau. Þeir vanrækjia ís- lenzka atvinnuvegi Og beita þá jafnvel efnahagslegum þvingun- um. Innlendur iðnaður hefur þeg-. ar goldið mikið afhroð. togara- útgerð er nær því í rústum sak- ir skilningsleysis og vanrækslu í uppbyggingu hennar með nú- tímasniði, línubátaflotann skort- ir rekstursgrundvöll, og svo mætti lengi telja. Vantrú á íslenzkt framtak Þetta er stefna úrtölu- og aft- urhaldsmanna. sem virðast hafa glatað trúnni á íslenzkt fram- tafc. Gegn þessari úrtölustefnu. gegn þessu brjóstumkennanlega flótta- liði, hljóta að rísa allir þeir. sem eru fullvissir um að með tilstyrk íislenzkra atvinnuvega, sjávarútvegs landbúnaðar ogiðn- aðar, megi og ejgi ag tryggja hér góð og batnandi lífskjör. efla íslenzkt ménningarlíf, halda á- fram bví starfi að þyggiá ís- lenzkt þjóðfélag. Valið stendur elnfaldlega um þetta: Eigum við áð beita at- orku okkar, vínnuafli ög fjár- magni til eflingar íslenzkum atvinnuvegum os hagnýta j stór- auknum mæli verkkunnáttu, vís- inda- oe tæknivæðingu? Éða eig- um við á komandi tímum að byggía afkomu okkar æ meir á érlendum stórjðjurekstri á eig- in landi? Hvort tveggja verðnr ekki gert í senn. Ti' bess höfum við hvorki mannafla né efna hagskerfi er þyldi slíka þenslu. Ragnar: Röng stefna í atvinnumálum Nú er ástandið þannig hér við Faxaflóa að vinnumarkaðurinn er yfirspenntur og hvarvetna vantar fólk tfl starfa, sagði Ragn- ar Amalds, annar ræðumaður Alþýðubandalagsins í útvarps- umræðunum. Á sama tíma eru 8Ó hefjast geysimiklar bygginga- framkvæmdir við alúmínbræðslu í Straumsvík og bandaríska, flota- Framhald á 3.' síðu. Þriðjudagur 3. mai 1966 — 31. árgangur — 97. tölublað. Mjög áhrifamikill fundur um styrjöldina í Vietnam □ Víetnam-fundurinn í fyrradag var mjög áhrifamikill, en hann var haldinn að Hótcl Borg eftir útifund verklýðs- samtakanna, og til hans var boðað af Menningar- og frið- ar-samtökum íslenzkra kvenna, Rithöfundafélagi lslands og Æskulýðsfylkingunni. Aðsókn að fundinum var svo mikil að fjölmargir urðu frá að hverfa; stóðu þó margir í salnum. □ Sólveig Einarsdóttir sctti fund- inn og stjórnaði honum. 1 upphafi söng Jón Sigurbjörns- son óperusöngvari ljóðið „Þitl nafn er frelsi“ sem Þorsteinn Valdimarsson hefur ort við göngulag Þjóðfrelsisfylkingar- iimar í Víetnam, en það ljóð var birt hér í blaðinu í fyrra- dag. Þá flutti Gísli Gunnars- son sagnfræðingur ávarp og rifjaði upp ýmsar staðrcyndir um styrjöldina í Víetnam og aðdraganda hcnnar. Hugrún Gunnarsdóttir lcikkona las upp kvæði eftir Guðmuntl Böðvarsson og nýort kvæ<V cftir nafnlausan höfund ti» cinkað hetjubaráttu Víetnar búa. Að lokum fluttu Thc Vilhjálmsson rithöfundur op Jóhannes skáld úr Kötluni mjög áhrifamiklar og minnis- stæðar ræður, sem síðar verður greint frá hér í blað- inu. Undirtcktir fundarmanna sýndu ljóslega að Iiin sauruga styrjöld Bandaríkjanna í Víetnam hcfur kvcikt eld í hugum manna hér ekki síður en annars staðar. □ Beggja vegna við ræðustólinn stóðu félagar úr Æskulýðs- fylkingunni með fánfc Þjóð- frelsishreyfingarinnar í Víet- najn og íslenzka fánann. Einn- ig' hafði vcrið gerð lítil eft- irmynd af fána þjóðfrelsis- h.reyfingarinnar og báru hann margir í barminum í ltröfu- göngu vcrklýðsfélaganna ogá fundimum. Alíraínmálið Framhald af 1. síðu. bandalagsins og Framsóknar- flokksins í deildinni. ★ Þingmenn taka afstöðu Þessir þingmenn greiddu at- kvæði með því að gefa alúmín- samningnum lagagildi og móti tillögunni um þjóðaratkvæða- greiðslu: Magnús Jónss'on, Ölafur Bjöms- son, Sveinn Guðmundsson, Þor- valdur G. Kristjánsson, Auður Auðuns, Ragnar Jónsspn, Eggert G. Þorsteinsson, Pétur Pétursson, Jón Ámason, Jón Þorsteinsson, Sigurður Ó. Ólafsson. Þessir efrideildarþingmenn greiddu atkvæði móti því að veita alúmínsamninga um laga- gildi og með því að málið skyldi lagt undir þjóðaratkvæða- greiðslu: Ólafur Jóhannesson, Páll Þor- steinsson, Alfreð Gíslason, Ás- geir Bjarhason, Hjalti Haralds- son, Gils Guðmundsson, Helgi Bergs, Bjarni Guðbjömsson, Karl Kristjánsson. ★ Með 10 atkvæðum gegn 9 Á nýjum fundi í efri deild var alúmínmálið tekið fyrir til 3. umræðu með atbrigðum og af- greitt sem lög laust fyrir kl. hálf sjö. Var frumvarpið samþykkt með eins atkvæðis mun, með 10 at- kvæðum gegn 9 eins og fyrr seg- ir. ★ Eiturefni . Við 2. umr. alúmínmálsins í efri deild, á næturfundi að- faranótt laugardags, flutti Al- freð Gíslason merka ræðu, m.a. um hættuna af eiturefnum frá verksmiðjunni. ★ Alþjóðleg auðhyggja Við 3. umræðu málsins flutti Páll Þorsteinsson ýtarlega ræðu og deildi fast á samningsgerðina og samninginn sjálfan. Varaði þingmaðurinn eindregið við því að erlendum auðhringum væri hleypt inn £ atvinnulíf þjóðar- innar og lýsti eðli og starfsað- ferðum auðhringanna m.a. með þvi að vitna í efnahagsmálaráðu- naut rfkisstjómarinnar, Jónas Haralz. ★ Mikill ábyrgðarhluti Hér er um sérstætt og alv. •- legt mál að ræða, sagði Páll; mál sem varðar jafnt nútíð og framtíð og á sér engin ftordæmi í íslenzkri sögu. Alþingismenn taka á sig þunga ábyrgð, ef þeir hyggjast binda hendur þeirra alþingismanna sem koma hingað þegar við höfum lokið starfi. Þetta er þeim mun meiri ábyrgð- arhluti sem samlþykktin er gerð með naumum þingmeirihluta og sami naumi þingmeirihluti neit- ar um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Annar þingmaður, Ásgeir Bjarnason, deildi einnig á frum- varpið og taldi þjóðinni húinn mikinn háska af samþykkt þess. Það sem stendur að baki starfi auðhringanna er alþjóðleg auð- hyggja, sagði Páll Þorsteinsson. m.a. Það sem þingmeirihlutinn er að gera er að opna dyr fyrir þessu valdi inn í íslenzkt þjóð- Iíf. Og skyldu ekki sömu menn vera fúsir til að opna fleiri dyr, og vilja líta á þennan samning sem fordæmi? Kosning í Frama er í dag og á morgun ■ Stjórnarkosning í bifreiðastjórafélaginu „Frama“ fer fram í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 26 í dag og á morg- un og stendur báða dagana frá kl. 1—9 e.h. Listi andstæðinga félagsstjóm- ar er B-Iisti og er skipaður þess- um mönnum: Formaður: Steingrímur Aðal- steinsson, Hreyfli, varaformaður Andrés Hjörleifsson, Bæjarleið- um, ritari Daníel Sigurðsson, BSR, gjaldkeri Sigurjón Einars- son, BSR, meðstjórnandi Magnús Eyjólfsson, Hreyfli, varamenn í stjórn: Hákon Sumarliðason, Bæj- arleiðum, Vilhjálmur Guðmunds- son, Hreyfli, endurskoðendur: Sig- urður Bjarnason, Hreyfli, Jó- hannes Jónasson BSR, varaendur- skoðandi: Tómas Sigurðsson, Bæjarleiðum, trúnaðarmannaráð: Sæmundur . Lárusson, Bæjarleið- um, Þorvaldur Guðmundsson, Hreyfli, Jan Benediktsson, BSR, Sigurður Flosason, Hreyfli vara- maður í trúnaðarmannaráð: Þór- ir Guðmundsson, BSR, Þórður Elíasson, Hreyfli. Framboð þessa lista er grund- vallað á samkomulagi þeirra manna, sem vilja friðsamlegt samstarf í félaginu um hags- munamál bifreiðastjóranna, en ekki yfirdrottnun eins pólitísks flokks. Áður en þetta framboð var ákveðið var leitað eftir samkomu- lagi við félagsstjórnina um að breyta samsetningu hennar á þann veg að allir félagsmenn gætu sætt sig við og friðsamlegt samstarf tækist. Slíku samkomu- lagi hafnaði félagsstjórnin. Kemur því til kasta félags- manna sjálfra að skera úr um þetta mál með atkvæðum sín- um í þessum kosningum. Skorað er á fylgjendur B-list- ans að mæta á kjörstað óg greiða atkvæði sem íyrst. Kjósið sem flestir fyrri daginn. Kosningaskrifstofa B-Iistans verður í Fréyjugötu 26, sími: 23757. 4 ungir menn stórs/ösuðust er bifreið lenti á húsvegg Mjög alvarlegt umferdarslys varð í Keflavík aðfaranótt 1. maí þegar bifreið var ekið á miklum hraða á húwegg Slös- uðust fjórir PÍhar, alvarlega og liffffja nú allir á sjúkrahúsi. Bif- reiðin er gjöreyðilögð. Slysið varð kl. hálfþrjú um nóttjna. Bifreiðin sem var Ford fólksbíll kom á talsvert mjkilli ferð eftir Hafnarvegi og_ lenti á hús; nr. 45 við þá götu. í bíln- um voru fjmm manns, fjórir pjltar og ein stúlka o% voru þau öll flutj; á sjúkrahúsið í Kefla- vík. Stúlkan meiddist lítið og fékk ag fara heim eftjr skoð- un en piltamir liggjia þar all- ir og höfðu tveir þeirra ekki enn komizt til meðvitundar l>eg- ar síðast fréttist í gærkvöld. Hin- ir tveir voru minna slasaðir, hlaut annar höfuðáverka og hei'lahristing, en hinn slæmt handleggsbrot. Tveir piltanna eru úr Kefla- vík og tveir frá Sandgerði, en þar sem ekki hafði náðst til allra . .. í aðstandenda í gær þykir ekki rétt að birta nöfn þeirra að svo stöddu. Kópavogur Kosningaskrifstofa Félags ó- háðra kjósenda er í Þinghól, opin alla daga frá kl. 1—10 e.h., sími 41746. 1 Kópavogi fer utankjör- fundarkosning fram í bæjar- fógetaskrifstotfunni að Digra- nesvegi 10, neðstu hæð, opin alla virka daga kl. 10—12, 13—15 og 18—20. Sjálfboðaliðar til starfa á kjördag og fyrir kjördag eru einnig beðnir að láta skrá sig nú þegar í ' kosningaskrifstof- unm. XH FRÁ KOSNiNGASTJÓRN ALÞ ÝÐUBANDALA GS/NS ★ Kosningaskrifstofa filþýðu- bandalagsins er í Tjamargötu 20, Opin alla vjrka daga kl. 10—12 f.h., 1—7 e.h. og 8—10 e. h. Símar 17512 og 17511. Fleiri kosningaskrifstofur verða auglýstar síðar. ★ _ Allir stuðningsmenn Al- þýðubandalagsins, sem vita um einhverja kjósendur okk- ar, er ekki verða heima á kjör- dag eru beðnir að gefa kosn- ingaskrifstofunni slíkar upp- lýslngar strax. ★ I Reykjavík fer utankjör- fundarkosning fram í gamla Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu, opið kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e.h. alla virka daga, en á helgidögum kl. 2—6. Utan Reykjavíkur fer kosning fram hjá bæjarfó- gctum og hreppstjórum urn land allt. Erlexidis geta menn kosið hjá sendiráðum Islands og hjá rasðismönnum sem tala islenzku. ★ Sjálfboðaliðar til starfa ó kjördag og fyrir kjördag eru einnig beðnir að Iáta skrá sig nú þegar á kosningaskrifstof- unni. ALÞÝÐU BANDAIAGIÐ í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.