Þjóðviljinn - 15.06.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1966, Blaðsíða 1
Fullveldisfagnaður ÆFR í Glaumbæ ★ Pullveldisfagnaftur ÆFR verður að þessu sinni hald- inn í Glaumbæ, fimmtudag- inn 16. júní og hefst kl. 8.30 e.h. Emir og Óðmenn Ieika fyrir dansi og „Dingo Carcía and his Paraguayan tríó‘‘ skemmta. ★ Skrifstofa ÆFR er opin 5 dag kl. 1—7 e.h. og eru að- göngumiðar að fullveldisfagn- aðinum seldir þar og við inn- ganginn. ★ Þá eru þátttakendur í ferð- inni „út í bláinn“ í kvöld beönir um að láta skrá sig i dag til að tryggja sér far. Síminn á skrifstofunni er 17513. 'ír.&'A Gengið var fram hjá ís- lenzkum verkfræðingum! Vita- og hafinarmálastjómin fól fyrir nokkru dönsku verkfræðifyrirtæki, Christiani og Niel- sen, að hanna fyrirhugaðar hafnarframkvæmd- ír við Straum, þ.e. gera gætlun um tilhögun hafnarinnar og semja útboðslýsingu. Greindi Þjóðviljinn frá því á sínum tíma að vita- og hafnarmálastjórnin væri að leita fyrir sér um verkfræðilega aðstoð í þessu efni, en vitneskja um það til hverra væri leitað var þá ekki fáan- leg hjá stofn^minni. Nú hefur Þjóðviljinn heim- ildir fyrir því að alls ekki hafi verið leitað til íslenzkra verkfræðinga um að taka þetta'verk- efni að sér. heldur aðeins til erlendra aðila. Að sjálfsögðu eru íslenzkir verkfræðingar fullfærir um. að taka að sér verkefni eins og hönnun hafnarinnar í Straumi. Hins vegar hafa stjórnarvöldin sýnt sívaxandi tilhneigingu til þess að undanförnu að ganga fram hjá íslenzk- um sérfræðingum, og á það ekki sízt við um all- ar framkvæmdir sem tengdar eru alúmín- hringnum. Á sama tíma er ósjaldan kvartað undan því að íslenzkir verkfræðingar fari í störf erlendis, þótt það fari senn að verða helzta leiðin til þess að geta starfað að íslenzkum úr- lausnarefnum. ! Færeyskir iðnað- armenn í erf- iðu verkfalli Brautskráðir kandídatar há- skóians aldrei fleiri en nú □ í gær kl. 14 var Háskóla íslands slitiö’ viö hátíölega athöfn. Er þetta nýbreytni í starfi skólans og til þess gjör að skapa formlega umgjörð um afhendingu prófskírteina. Það kom fram við þessa athöfn,' að á undanfömu há- skólaári brautskráðist 91 kandídat, og er það hærri tala en nokkru sinni áður. Athöfnin hófst með því, að háskólarektor og háskólaráð gekk við lúðraþyt í salinn, en síðan flutti rektor, Ármann Snævarr, ræðu. Ármann kom víða við í ræðú sinni, drap á hagi Háskólans, sem hann lcvað vanta þá rannsóknaraðstöðu, sem jafnan hlyti að vera bakhjarl kennslunnar. Ríkisvaldið yrði að stórauka fjárframlög sín til há- skólans, ætti vel að takast sú vísindasókn, sem fram undan væri.^Happdrættisfé dygði hvergi lengur. Stúdentakórinn söng síðan nokkur stúdentalög undir stjórn Jóns Þórarinssonar, tónskálds, en síðan ávarpaði rektor kandí- data, óskaði þeim heilla og hvatti þá til dáða. Þeir myndu, sagði rektor, vafalaust fá ým- isleg erlend gylliboð, en fóstur- jörðina skyldu þeir láta njóta starfskrafta sinna, erida þótt þeir leituðu sér nauðsynlegrar fram- haldsmenntunar erlendis. Síðan afhentu deildarforsetar kandí- dötum prófskírteini. Tveir nem- endur hafa náð frábærum á- rangri á lokaprófi og hlotið á- gætiseinkunn. Eru það þeir Heimir Steinssori, cand. thol., sem hlaut einkunnina 14,94, og Auðólfur Gunnarsson, cand méd. sem hlaut 14,58. Ennfremur hlaut Halldór Sveinsson ágætis- einkunn í fyrri-hlutaprófi í verk- -fræði, hlaut 7,68 á einkunnastiga Örsteds. Að lokinni afhendingu próf- skírteina flutti Heimir Steinsson stutt ávarp. Síðan sleit háskóla- rektor þessari samkomu, er fór hið virðulegasta fram. ★ Xðnaðarmenn í Thórshavn i ‘ Færeyjum fóru i verkfall í maíbyrjun og stóft verkfall þeirra um mánuð en lauk þá með samningum um kjara- bætur. ★ Havnar Handverkarafélag i Thórshavn er aðallega félag manna í byggingariðnaði pg málmiðnaði og eru í þvi um 300 manns. Sneri stjórn þess sér til Alþýðusambandanna á Islandi, í Noregi og Danmörku með beiðni um stuðning. Al- þýðusambandið lét þessa beiðni ganga áfram til þeirra verkalýðsfélaga iðnaðarmanna hér í Reykjavík sem skyldust eru og fleiri félaga og brugðu þau flest þegar við. ★ Hefur Alþýðusamband Is- lands komið til skila um 80 þúsund krónum til styrktar hinum færeysku stéttarbræðr- um sem stóðu í þessu erfiða verkfalli. Engín samstaða í Hafnarfirði € \ : • □ Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjómar Hafnarfjarð- ar var haldinn í gær og kom þá fram við kjör forseta bæjarstjómar, að engin samstaða hafði tekizt með þeim flokkum, sem fulltrúa eiga í bæjarstjóm. Atkvæði féllu þannig í fyrstu®----------------- lotu, að þeir Ætefán Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Árni Gunnlaugsson, fulltrúi Fé- lags óháðra borgara fengu hvor þrjú atkvæði, en Kristinn Gunn- arsson, fulltrúi Alþýðuflokksins fékk tvö atkvæði og einn seðill var auður. Var þá kosið að nýju og var þá Árni Gunnlaugsson kjörinn forseti með fjórum atkvæðum, — viðbótaratkvæðið var frá full- trúa Alþýðubandalagsins. Þessi afstaða bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins, Hjörleifs Gunnarssonar er í samræmi við þá stefnu Alþýðubandalagsins að stuðla að því að halda Sjálf- stæðisflokknum frá völdum í Hafnarfirði. Alþýðubandalagið hafði að loknum kosningum boðið and- stöðuflokkum Sjálfstæðisflokks- ins samstarf um stjórn bæjarins næsta tímabil en því tilboði var hafnað af báðum aðilum.» Eftir kjör forseta var sam- þykkt tillaga frá fulltrúum allra flokka aá> fresta kjöri bæjar- stjóra og jafnframt samþykkt að auglýsa stöðuna lausa. Var farið fram á það við nú- verandi bæjarstjóra, Hafstein Baldvinsson, að - hann gegndi starfi þar til bæjarstjóri hefði verið kjörinn og féllst Hafsteinn á að gegna starfi til næstu mán- aðamóta. Að þessu loknu var kosig í bæjarráð og aðrar nefndir á vegum bæjarins. í bæjarráð voru kosnir Hörð- ur Zófoníusson, Stefán Jónsson og Árni Gunnlaugsson. Það vakti sérstaka athygli við nefnarkjör, að Stefán Gunnlaugsson, fyrr- verandi bæjarstjórl og fulltrúi Alþýðuflokksins var kosinn sem fulltrúi Eélags óháðra borgara í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar og í stjórn Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar. Bændur fjö!- menna tíl Reykjavíkur Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur nú ákveðið að halda fund næstkomandi mánudag hér í Reykjavik með bændum til þess að taka mjólkurskattínn til endur- skoðunar. Fjölmenna bændur til Reykjavíkur víða að af land- inu og munu kóma úr öllum landsfjórðungum í þessari viku og samræma kröfur sin- ar á fundi áður en þeir ganga fyrir Framleiðsluráð land- búnaðarins.' Eru þetta bændur, sém kosnir hafa verið í upþreisn- arnefndir á bændafundum síðustu daga til þess að knýja fram leiðréttingu á málum sínum. Þessar nefndir hafa verið kosnar í Eýjafirði, Suður- Þingeyjarsýslu, Múlasýslum, Skagafirði, Húnavatnssýslum, Strandasýslu, fyrir utan 15 manna nefndina á Suður- landsundirlendinu. Þá eru framundan bænda- fundur í Borgarfirði og í í Bjarkarlundi koma saman vestfirzkir bændur. Reiðialda bændanna héldur þanng áfram að magnast og er hugur þeirra þungur til ríkisstjórnarinnar og mun ætlun þeirra að láta hlut sinn hvergi. A.K. fékk þrenn verðlaun / Ijósmyndasamkeppni Fá/kans Vinnuveitendasambandið hafnaði Ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, hlaut 1. verðlaun í báðum flokkum Ijósmyndasam- keppni þeirrar sem Agfa-umboð- ið og vikublaðið Fálkinn efndu til sameiginlega sl. sumar. sem öllum var opið aö senda myndir í, annarsvegar umsvart- hvítar myndir frjálst verkefna- val og hins vegar litfilmur þar sem verkefnið var bundið við landslags- og atvinnulífsmyndir. tillögu um samninga til hausts Orslit í kepppninni voru til- kynnt í gær og verðlaun afhent. Keppt var í tveimur flokkum, Sju Enlæ kemur til Rnmeníu BUKAREST 14/6 — Sjú Enlæ forsætisráðherra kínverska al- þýðuveldisins er væntanlegur í otinbera heimsókn til Rúmeníu 16. til 24. júní. Dómnefnd skipuðu þeir Björn Th. Björnsson, Hjálmar R. Bárð- arson og Jón Kaldal og dæmdu þeir myndum Ara 1. verðlaun í báðum flokkum, og einnig ? verðlaun í fyrri flokknum. Næstbeztu svarthvítu myndina átti Jakob L. Kristinsson og fékk hann 2. verðl., en 2. verðl. í litfilmusamkeppninni fékk Heiðar Marteinsson Snæfellsnesi, 3. verðlaun Ölafur Jóns'son sigl- ingafræðingur, Kópavogi og sér- staka viðurkenningu fyrir mynd: Einar Vestmann. Akranesi. Nánar verður sagt frá þessari keppni hér í blaðinu á morgun. □ Þaö virðist hafa veriö samþykkt á ríkisstjómarfundi aö ráöherrarnir hlypu til og létu birta á forsíðum stjórn- arblaðanna yfirlýsingar um aö þeir teldu ekki að slitnað hafi upp úr samnimgum milli Verkamannasambandsins og Vinnuveitendasambandsins! Því til sönnunar eru tald- ar upp nokkrar nefndir sem ekki hafa lokiö störfum, og hafa hin víötækustu verkefni, ein þeirra á t.d. aö kanna orsakir verðbólgunnar samkvæmt frásögn stjórnarblaö- anna, og gæti það verkefni reynzt nokkuð yfirgripsmikið miðaö við fyrri reynslu, og hætt við aö verkamenn gætu verið orönir langeygir eftir kjarasamningi þegar öll þau kurl væru komin til grafar. □ Hvaö sem líöur þessum miklu ráðherralátum á forsíð- um stjómarblaöanna í gær er það staðreynd sem Þjóð- viljinn hefur skýrt frá, að slitnað hefur upp úr þeim samningatilraunum sem í gangi voru milli Verkamanna- sambandsins ‘ og Vinnuveitendasambandsins um ramma- samning til bráðabirgða, er gilda ætt.i til hausts. □ Tillögu Verkamannasambandsins um slikan samning hafnaði Vinnuveitendasambandið og við það skapast að sjálfsögöu ný viðhorf í kjarasamningamálunum. í dag kl. 2 kemur saman stjórn Verkamannasambands fslands, í Lindarbæ, til að fjalla um samningamálin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.