Þjóðviljinn - 15.06.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1966, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvíkudagur 15. júní 1986. tTtgefandi: Sameiningaröokkur alþýðu — Sdsfalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson '(áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Fi’iðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J<t,-,.annesson. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Laiusa- söluverð kr. 5.00. Tvíhöfðað afturhald TJáðherrar íhaldsins og Alþýðuflokksins virðast hafa kippzt við vegna þess, að sagt hefur verið frá þeirri staðreynd að fulltrúar Verkamannasam- bands íslands og atviinnurekenda stóðu upp frá samningsborði í vikunni sem leið þannig að slitn- að hafði upp úr tilraunum að ná samkomulagi um rammasamning, aðalatriði lagfæringa á síðustu kjarasamningum, er gilda skyldi til hausts. Upp- þot Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu er skiljanlegt og ekki síður starfsbræðra hans í Al- þýðublaðinu, því að það virðist fyrir bein áhrif frá ríkisstjórninni að svo er komið. Verkamenn vita það fullvel af reynslu að þeir eiga í höggi við. tvíhöfðaðan afturhaldsþurs um kjaramál sín, stein- runnið afturhald hins svcxnefnda Vinnuveitenda- sambands íslands og ríkisstjórn, þar sem íhaldið ræður öllu sem máli skiptir og beitjir ríkisvaldinu gegn verkalýðshreyfingunni og sanngjömum kröf- um hennar. í dag kemur saman til fundar í Reykja- vík stjórn Verkamamnasambands íslands og mun hún að sjálfsögðu fjalla um þau nýju viðhorf, sem skapazt hafa við það að Vinnuveitendasambandið hefur fyrir áeggjan ríkisstjómar Bjarna Bene- diíctssonar, Emils Jónssonar og kumpána, teflt í strand samningsúmleitunum um samkomulag til haustsins. ITandséð er hvort meira má sín hjá Vinnuveit- " endasambandinu og ríkisstjórninni ofstækið gegn kjarabótum verkamanna eða skynsemdar- laus frekja í framkomu gegn verkalýðshreyfing- unni. Kjarasamningar eru lausir og svo virðist sem nátttröllin í Vinnuveitendasambandinu kjósi helzt að þeir verði það um ótiltekinn tíma. Eins og nú er ástatt á vinnumarkaðnum skyldi maður ætla að valdamenn Vinnuveitendasambandsins vildu allt frekar en standa uppi samníngalausir við verkalýðsfélögin. Þeir virðast halda að verkamenn taki því með undirgefni og dómadagsþolinmæði að sitja með óbreytt kjör meðan íhaldsríkisstjórn veltir yfir þá hverri dýrtíðarskriðunni af annarri. Hitt væri þó eðlilegra og enda mun líklegra að verkamenn þykist ekki þurfa að bíða eftir því, að Vinnuveitendasambandsmönnum þóknist að ganga til samninga, heldur tækju að haga vinnu sinni eins og þeim sjálfum sýndist og setja upp það kaup sem hægt er að fá fyrir hana. Yrðu við- brögð verkamanna á þessa leið, mætti ætla að þau yrðu ekki mörg þakkarbréfin sem atvinnurekesnd- ur senda eintrjáningum íhaldsins í stjórn Vinnu- veitendasambandsins og ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, sem því hafa ráðið að slitnað hefur upp úr tilraunum að koma á bráða- birgðasamkomulagi um kjarasamniingana til haustsins. Og um leið myndu ef til vill einhverjir alþýðumenn skrifa það hjá sér að það er ekker’t náttúrúlögmál að ríkisstjórn landsins sé í andskota- fiokkinum miðjum þegar barizt er um kaup og 'vjör verkamanna. — s. 10 Sjálfsbjargarfélög eru nú aðílar ab landssambandi fatlaðra Frá boði bæjarstjómar Akureyrar. Xalið frá vinstri: Sigursveinn D. Kristinsson, Magnús E. Guð- jónsson bæjarstjóri, Heiðrún Steingrímsdóttir og Theódór A. Jónsson. Áttunda þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var háð í Skíðahótelinu á AJkureyri, dagana 4.—6. júní s.1. og var sett laugardaginn 4. júní kl. 10 f.h. af formanni Iandssam- bandsins, Theodóri A. Jónssyni. Þingforsetar voru kjörin Sig- ursveinn D. Kristinsson, Rvík og Heiðrún SteingrÍTnsdóttir, Akureyri. Ritarar voru kjörin Ámi Sveinsson, Reykjavík, Þórður Jóhannsson, Hveragerði, Þorgerður Þórðardóttir, Húsa- vík og Sveinn Þorjsteinsson, Ak- ureyri. 4 Maettur var 41 fulltrúi frá öllum félagsdeildunum 10, þ.e. í Reykjavík, Árnessýslu, Bol- ungarvík, ísafirði, Siglutfirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsa- vík, Vestmannaeyjum oy Kefla- vík. Að iokinni kosningu starfs- manna þingsins, flutti formað- ur sambandsins sameiginlega . skýrslu stjómar og fram- kvæmdastjóra. 790 aðalfélagar í 10 fé- lagsdeildum Innan sambandsins eru nú 10 félög, með um 790 félaga og um 610 styrktarfélaga. Skrifstofan að Bræðraborg- arstíg 9, var rekin með sama sniði og áður. Til hennar leit- uðu á sl. starfsári 1189 ein- staklingar, sem fengu marg- háttaða fyrirgreiðslu. Auk þess fengu félagsdeildirnar marg- háítaða fyrirgreiðslu í félags- og atvinnumálum. Fram- kvæmdastjóri sambandsins er Trausti Sigurlaugsson. Á árinu var unnig áfram að undirbúningi að byggingu sam- takanna í Reykjavík, við Há- tún austan Laugarnesvegar. — Byggt verður í áföngum og er í fýrsta áfanga ráðgert vist- heimili fyrir 45 manns, æfinga- stöð, vinnustofur, fundarsalur skrifstofur og fleira. Fyrsti á- fangi er 16.800 rúmmetrar og munu framkvæmdir hefjast á þessu ári, en öll er byggingin samtals 25.000 rúmmetrar. Bygg- ingin er teiknuð af Teiknistof- unni s.f., Ármúla 6, en einnig var haft samráð við danska arkitekta sem mikla reynslu hafa í að teikna býggingar, sem sérstaklega eru skipulagðar fyrir mikið fatlað fólk. Mun þetta verða stórt átak hjá samtökunum að koma þessari byggingu upp, en nú eru í Styrktarsjóði fatlaðra um 4,2 miljónir króna. Á árinu var einnig unnið að því, að fá Húsnæðismálastofn- un ríkisins til að viðurkenna sérstöðu öryrkja ogað þeir njóti betri lána en almennt gerist, .til að eignast eigin íbúðir. Að bslc Sjálfsbjargar, landssamb. fatlaðra, skrifaði félagsmálaráð- herra formanni Húsnæðismála- stofnunarinnar og mælti með þvi, að þetta yrði tekið til at- hugunar í sambandi við heild- arendurs’koðun á löggjöfinni um húsnæðismál. Þá var Arkitektafélagi fs- lands send áskorun þess efnis, að tekið yrði tillit til fatlaðra við skipulag og teikningu opin- berra bygginga. Gjaldkeri, Eiríkur Einarssðn, lás og skýrði reikninga sam- bandsins. — Tekjur voru kr. 1.051.000,00, tekjuafgangúr um kr. 565.000,00. Skuldlaus eign í árslok var um kr. 1.811.000.00 Skýrslur félaganna Starfsemi félagsdeildanna var hjá flestum mjög góð. Nú eru reknar vinnustofur á vegum deildanna í Reykjavík, á Siglu- firði og Sauðárkróki. Á ísa- firði rekur deildin vinnustofu í samvinnu við Berklavörn þar á staðnum og félagið á Húsavík hefur nýlega eignazt húsnæði undir starfsemi sína. Á Akur- eyri er í undirbúningi rekstur vinnustofu, sem taka átilstarfa á þessu ári. Verður þar hafin framleiðsla í annarri mynd en hjá þeim vinnustofum, sem nú eru reknar á vegum deildanna og verður það fyrsti áfangi í samræmingu á rektri vinnu- stofa á vegum Sjálfsbjargar. Almennt félagsstarf er mikið hjá deildunum. Auk almennra fuinda, eru íöndurkvðld, skemmtiferðir, spilakvöld,, farið í sameiginleg ferðalög og fleira. Auk þess sjá deildimar um merkja- og blaðasölu og sölu happdrættismiða. Fyrir fáum dögum var hald- inn útbreiðslu- og kynningar- fundur í „Bjargi“, félags- og vinnuheimili Sj álfsbj argar. Formaður félagsins á Akur- eyri, frú Ileiðrún Steingríms- dóttir, setti fundinn og stýrði honum. Sigursveinn D. Krist- insson flutti fróðlegt erindi um málefni samtakanna °S öryrkja almennt. Eftir að bafa rakið helztu málin, sem nú eru á dagskrá hjá samtökunum, svo sem tryggingamál, atvinnumál, samgöngumál og siðast en ekki sízt nauðsyn heildarlöggjafar um endurhæfingu öryrkja, sagði hann: „Megintakmark Sjálfs- bjargar er að stuðla að Því að starfskraftar okkar komi þjóð- félaginu að sem beztum notum og að við getum, hvert fyrir sig, lifað sem sjálfstæðustu lífi. Við lítum svo á, að Það sé jafnt hagur þjóðfélagsins og persónulegur hagur okkar að veitt sé nauðsynleg hjálp og fyrirgreiðsla af hálfu hins op- inbera til þess að Þvf marki verði náð. Þess' vegna höldum við ótrauð áfram að styrkja samtök okkar Og halda fram réttindamálum okkar“. Á fundinum voru einnig til sýnis ýmiskonar hjálpartæki fyrir mikið fatlað fólk, svo sem fyrir einhentar húsmæður, fólk sem hefur stíf liðamót eða skertar hreyfingar af ýmsum á- stæðum. Er þetta í fyrsta skipti sem slík hjálpartæki eru kynnt hérlendis og mun sýnishornum af þeim verða komið fyrir á skrifstöfu samtakanna. Á sunnudagskvöld sátu Þing- fulltrúar kvöldverðarboð bæj- arstjórnar Akureyrar í Skiða- hótelinu, Hlíðarfjalli. Bæjar- stjórinn, Magnús E. Guðjónsson bauð fulltrúa velkomna með ávarpi. Theodór A. Jónsson þakkaði fyrir hönd þingsins. Á mánudag voru tekin fyrir og rædd nefndarálit og kosið í stjórn sambandsins, og voru eftirtalin kjörin: Framkvæmdaráð: Theodór A. Jónsson, form., Reykjavi'k, Ei- ríkur Einarsson, gjaldk., Ólöf Ríkarðsdóttir, ritari. Várafor- maður: Zophanias Benedikts- son, Reykjavík. Meðstjómend- ur‘ Jón Þór Buch, Húsayi'k, Ingibjörg Magnúsdóttir, ísa- firði, Heiðrún Steingrímsdóttir, Akureyri, Sigurður Guðmuhds- son, Reykjavík, Eggert Theó- dórsson, Siglufirði. the ‘e/egoní’ Cúprf DETÚXE leisure chair Sólstólar Alls konar. — Mikið úrval. Geysir h.f. Vesturgötu 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.