Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 1
I Heildarsíldveiðin norðanlands og pustan: 700 sóffu landsfund Samfaka hernámsandstœSinga: NYUTAN Hver fær hálsmenið góða? var ein meginkrafa landsfundarins. Menningartengsl verði efld og treyst við Evrópu. — og þá einkanlega við Norðurlöndin 4. landsfundur Samtaka hernámsandstæðinga lagði áherzlu á að íslendingar kostuðu kapps um að knýja fram nýja og farsæla utanríkisstefnu. Bent var á, hin nýju viðhorf í alþjóðamálum, sem skap- azt hafa «g landsmenn varaðir við því að ánetjast Bandaríkjunum efnahagslega og menningarlega — jafnvel eftir að Atlanzhafsbandalagið leysist upp. Er því lögð þung áherzla á, að íslendingar treysti tengsl sín við Evrópu — einkum þó Norðurlöndin. i ■ — Landsfundinum lauk síðdegis á sunnudag, en þá hélt liðlega helmingur fundarmanna að hliði herstöðvarinnar í Hvalfirði, þar sem haldinn var stuttur útifundur en frá honum er skýrt annars staðar í blaðinu. Eins og skýrt var frá í blað- inu á sunnudag hófst landsfund- urinn á laugardagsmorgun meS setningarræ'ðu Snorra Þorsteins: sonar, kennara, Hvassafelli. Síð- an voru kjöri^ir forsetar fundar- ins, þeir séra Þorgrímur Sigurðs- son, prófastur, Staðarstað, Eirík- ur Pálsson, lögfræðingur, Hafn- arfirði ,og Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri, Siglufirði. Þá flutti Framhald á 9. síðu. Hálsmenið góða sem Vélsmiðj- an Héðinn kom fyrir innan i ís- klumpi fyrir utan sýningarhöllina í Laugardal losnaði úr ísnum um kl. 11 á laugardagskvöldið, en eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu efndi Héðinn til getraunar um það hvenær menið losnaði í sambandi við Iðnsýninguna 1966 og hreppir sá menið sem næst hefur komizt réttum tíma. Hálsmenið er smíðað af Jó- hannesi Jóhannessyni, það er úr silfri og sett rúbínum og blá- um og hvítum safírum. Hefur verið mikil þátttaka í getraun- inni og munu flestir sýningar- gesta hafa reynt við hana. Er Þjóðviljinn átti tal við forstöðu- menn Héðins í gær átti að fara að lesa getraunaseðlana, en úr- slit í keppninni verða ekki til- kynnt fyrr en í lok Iðnsýningar- innar. Gífurleg aðsókn var að Iðn- sýningunni um helgina og mynd- uðust biðraðir við dymar um tíma á sunnudag, en þann dag voru gestir upp undir átta þús- und. Miklu færri en: vildu gátu séð tízkusýningarnar, sem haldn- ar voru í veitingasalnum kl. fjög- ur ’og hálfníu og hcifa margir óskað þess að þær verði endur- teknar. Meðvitundarlaus Um hálfellefuleytið á sunnu- dágskvöld fannst 19 ára piltur meðvitundarlaus í gamla bæjar- fógetagarðinum við Aðalstræti. Er lögreglan kom á staðinn gaf annar maður sig fram og skýrði frá því að pilturinn hefði ráð- izt á sig og hefði hann þá sleg- ið hann á móti með fyrrgreind- um afleiðingum. Pilturinn var fluttur á Slysavarðstofuna og hafði ekki fengið meðvitund síð- degis í gær að frájögn lögregl- Mótmæhfundur í Hvulfírði uð lundsfundinum ioknum Klukkan var uin hálf níu á sunnudagskvöldið þegar bílalest, sem kom frá lands- fundi Samtaka hernámsand- stæðinga í Bifröst, stöðvaðist nokkurn spöl frá bækistöð bandaríska hersins í Hval- firði. Það var kalsaveður, en þó gekk þessi hópur, röskt hundrað karla og kvenna, ó- hikað í áttina til herstöðvar- innar. Hermaður stóð á verði uppi á varðskúrnum, þegar hópurinn hélt af stað, en hypjaði sig nokkru síðar nið- ur. Er komið var að girðing- unni, gengu hernámsandstæð- ingar að hliðinu með Jónas Árnason rithöfund í fara- broddi. Var þá kofihermanna lokaður en öðru hvoru mátti greina andlit þeirra í glugga- borunni. Hliðið var einnig lokað en það er venjulega opið og*var opnað strax og fundi hernámsandstæðinga var lokið. Jónas Árnason rithöfundur Reykholti , flutti ávarp sitt hátt og snjallt af miklum al- vöruþunga, en síðan sungu fundarmenn ísland ögrum skorið. Er fundurinn stóð yf- ir sáust engir hermenn við herstöðina eða inni í girðing- unni utan öðru hvoru gaf að líta 'forvitið andlit í glugga. Bandaríski fáninn blakti sem endranær yfir hinni banda- rísku lögsögu, sem þó er „okkar lánd samkvæmt guðs og manna lögum“ eins og Jónas komst að orði. Er her- námsandstæðingar höfðu sungið ísland ögrum skorið hurfu þeir á braut til bifreiða sinna. — Með þessum fundi i Hvalfirði vildu hernámsand- stæðingar í Hvalfirði leggja áherzlu á ítrekuð mótmæli sín gegn hersetunni og aukn- um hervirkjaframkvæmdum á íslandi um leið og þeir lögðu áherzlil' á kröfu sína um frjálst og friðlýst ísland. Ávarp Jónasar Árnasonar birtist í blaðinu á morgun Hluti af göngumönnum, er þeir nálgast hlið herstöðvarinnar. — (Ljósm. Þjóðv. R. H.). Þriðjudagur 6. september 1966 — 31. árgangur — 201. tölublað. Aflinn þriðjuntfi sama tíma í ^ í síðustu viku bárust á land 30.242 lestir af síld, að því er segir í skýrslu Fiskifélags íslands um veiðamar. Heildaraflinn á miðnætti sl. laugardag var á hin nýju viðhorf í albjóðamálum sem skap- lestir, þannig að aflinn nú er þriðjungi meiri en þá. Söltunin nú nemur 233.340 tunnum en var í fyrra á sama tíma 136.513 tunnur. Séð yfir hluta af fundarsalnum í Bifrost. (Ljósm. Þjóðv. R. H.). í skýrslu. Fiskifélagsins segir svo: Síldaraflinn síðastliðna viku var fremur rýr þrátt fyrir gott veður fram á laugardag. Aðal- veiðisvæðið var 50 til 100 sjó- mílur A og ASA af Dalatanga. Aflinn sem barst á land í vik- unni nam 30.424 lestum. Saltáð var í 44.276 tunnur, í frystingu fóru 3S9 lestir og 23.620 lestir í bræðslu. „Heildarmagn komið á land á miðnætti á laugardagskvöld var 330.499 lestir og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: í salt 34.068 lestir (233.340 upps. tn.). í frystingu 968 lestir. í bræðslu 295.463 lestir. Auk þessa hafa erlend veiðiskip landað 4.258 lestum í bræðslu og 1.030 tunn- um í salt. Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn sem hér segir: í salt 136.513 tn. (19.931 1.). í fryst- ingu 8.095 uppm. tn. (874 1.). í bræðslu 1.452.183 mál (196.045 Framhald á 9. síðu. Per Borten kemur hingað á morgun Forsætisráðherra Norð- manna, Per Borten, kemur til íslands í opinbera heim- sókn næstkomandi mið- vikudag. Forsætisráðherr- landsins kl. 20.25 og fer þá beint til Ráðherrabú- ann er væntanlegur -til staðarins þar skm hann mun hafa aðsetur meðan á dvöl hans stendur. Svo er ráð fyrir gert, að heim- sókn Bortens standi fram á næstkomandi þriðjudag, en þá fer hann utan og flýgur frá Keflavík. — Nánar verður sagt frá dagskrá heimsóknarinnar síðar. Ara ■■■■»»■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.