Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 6. september 1966. Lerfur Sveinsson lONISÝNINGIN Frá upphafi landsbyggðar 'hafa tréhagir menn starfað í öllum fjórðungum og að lang- ' mestu leyti unnið úr innfluttu efni. Þó er þess getið í fornum heimildum, að Ávangur skipa- smiður hinn ínski hafi byggt hér á landi haffært skip úr ís- lenzkum skógarviði, en því miður munu þess fá dæmi, að innlendur viður hafi komið að verulegum notum við trésmíð- ar. Það er þó eigi fyrr en skömmu eftir síðustu aldamót, að stofnuð eru hér á landi tré- smíðaverkstæði, sem kalla mætti verksmiðjur- Mætti þar t d. nefna Völund h.f-, glugga og hurðaverksmiðju, og Gamla Kompaníið, hús- gagnaverksmiðju. Síðan er stofnað hvert fyr- irtækið af öðru í þessum iðn- greinum, og má segja, að geng- iþ hafi á ýmsu hjá þessum fyr- irtækjum, það sem af er öld- inni, en flest þeirra eru enn við lýði og dafna sæmilega. Lengi vel voru það innflutn- ingshöftin, sem mestum erfið- leikum ollu, en nú mun svo komið, að einungis þilplötur, spónaplötur og krossviður eru háð leyfum. Vonandi verða þessar síðustu leifar haftaár- anna afnumdar fyrir lok þessa árs. Nýlega hefur verið leyfður innflutningur á erlendri fram- leiðslu í trésmíði og húsgagna- gerð- Fru það aðallega húsgögn og eldhúsinnréttingar, en einn- ig eitthvað af gluggum, hurðum og jafnvel tilbúnum húsum. Óttuðust nú margir að inn- lendur iðnaður væri ekki við- búinn að mæta bessari sam- keppni, en íslenzkir iðnrekend- ur eru alls óhræddir við hana, séu þeim sköpuð skilyrði til að standa vel að vígi gagnvart henni, en þau eru helzt þessi: IAlgerlega frjáls innflutning- ur hráefna til framleiðsl- unnar. Veruleg lækkun tolla á hráefnum og vélum frá því sem nú, er. 5 Tollaáætlun, t.d. fimm ár ~f fram í tímann, þar sem greint sé frá þeim tollabreyt- ingum, sem fyrirhugaðar eru á innfluttum fullunnum vörum, svo aðlögqnartími sé nægur fyrir viðkomandi iðngrein. 4Aukin fjárfestingar- ' og . rekstrarlán- Þeir sem ganga um stúkur Iðnsýningarinnar og sjá hina glæsilegu framleiðslu, sem hús- gagna- og trésmíðaverkstæðin sýna þar, ættu að geta sann- færzt um það, hvers þessi iðn- aður er megnugur, ef honum eru búin þau skilyrði, sem hann . .IwC táj „þess. að^ standast er- lenda samkeþpni og gegná hlut- verki sínu í þjóðfélaginu- Á síðustu árum hefur komið • á“ msrrkaðinn “"fjöMi "góðra efna tfl þess að gagnverja (imgre- gnera) timbur, þannig að end- ing þess vgrður margföld mið- að við það, sem áður var. Skapast þannig alveg ný við- horf í nbtkun viðar, þannig að nú má nota hann til ýmisst hluta, sem áður var eigi talið fært vegna þess, að fullkomin fúavöm þekktist ekki. Það er mikill unaðsauki, að hafa lífrænan við í kringum ----------------------------—---- iðnIsýninginI w FERÐIR Á IÐNSÝNINGUNA 1966 .Vegna Iðnsýningarinnar Í966 bjóðum við yður ódýrar ferðir utan af landi. VERÐ FRÁ: Patreksf j örður ísafjörður ___ Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Egilsstaðir ............. Höfn í Hornafirði _______ Vestmaimaeyjar .......... INNIFALIÐ f VERÐINU: kr. 2.150,00 — 2.300,00 — 2.200,00 — 2.300,00 — 2.500,00 — 2.800,00 — 2.400,00 — 1.700,00 Flugferðir fram og til baka, gisting í tvær nætur með morgunmat á Hótel Loftleiðir, aðgöngumiði á)> sýninguna og söluskattur.; . . Leng'jia má ferðina í ‘allt að 8 daga án aukakostn- aðar nema fyrir gistingar. Einstaklingsferðir sem fara má hvenær sem er á tímabilinu 30. ágúst til 15. sept. Skrifið — hringið — og við munum senda yður ferðagögnin. Ferðaskrifstofan LÖND & LEIÐIR h.f. Sími 24513. ss mm ®i i®Tf sig, enda hafa landsmenn lært að meta hann í síauknum mæli, ", svo sem híbýli manna bera með sér í seinni tíð, enda mik- iU munur að líta hlýlegan við- arvegginn nú, en kaldan stein- vegginn fyrrum. Við eigum einnig í landinu stóran hóp aíburða húsgagna- smiða og húsgagnaarkitekta, sem geta sameiginlega fram- leitt smekkleg og vönduð hús- gögn, sem væru sambærileg við það bezta erlendis frá, enda bera margar stúkur deildarinn- ar þess fagurt vitni- Iðnaðurinn í landinu á vax- andi skilningi að mæta bæði hjá almenningi og valdhöfum og ber að þakka það. Þannig er það almennt viðurkennt nú, að iðnaðurinn eigi að standa jafnfætis öðrum atvinnuvegum um alla fyrirgreiðslu, og þá fyrst og fremst í lánamálunum. Einnig hefur þeirri merku hugmynd verið hreyft nýlega,, að stofnað yrði algerlega sjálf- stætt iðnaðarmálaráðuneyti, sem sinnti eingöngu málum iðn- aðarins, og er vonandi að sú breyting komist í framkvæmd hið allra fyrsta. Leggist almenningur og rík- iávaldið þannig á eitt að standa fast saman um eflingu íslenzks iðnaðar, þá getur ekkert orðið honum að' falli- 31 fyrirtæki, þar af sex utan af landi, sýna framleiðslu sína í þessari deild og má segja, að þar fáist góð yfirsýn yfir fram- leiðslu landsmanna í tré- og húsgagnaiðnaðinum í dag. Kagnar Björnsson hf sýnir í stúku nr 301, Dana-sófasett og springdýnur- Timburverzlunin Völundur hf sýnir í stúku nr 302 Carda- glugga og hurðir ýmsar, m.a. spónlagðar innihurðir og raf- drifna bílskúrshurð, sem er fjarstýrð. • Trésmiðjan Víðir hf sýnir í stúku nr- 303 bæði plasthúsgögn og borðstofuhúsgögn. Verksmiðjan Dúna hf sýnir bólstruð húsgögn í stúku nr. 304- Bólstrun Harðar Féturssonar sýnir í stúku nr. 305 ýmsar gerðir húsgagna, m.a. sófasett- ið REX- Húsg-agnaverzlunin Skeifan sýnir í stúku nr. 306 bólstrað sófasett telknað af Gunnari Magnússyni, húsgagnaarkitekt Trésmiðja Birgis Agústssonar sýnir í stúku nr- 307 ýmsar gerðir húsgagna, m.a. vegghús- gögn. Páll Jóh- Þorleifsson hf sýn- ir í stúku nr. 308 ýmsar gerðir af svampi, af gerðunum poly- teher og polyester. Króm Húsgögn sýna í stúku ' 309 ýmsar gérðir húsgagna, t.d. athyglisverðar bamakojur. Hansa hf sýnir í stúku 310 hina fjölbreyttu framleiðslu sína, svo sem Hansakappa og Hansavegghúsgögn- Nýja Bólsturgerðin sýnir í stúku 314 nýja gerð af sófa- settum Belló. Gluggasmiðjan sýnir í stúku 315 m.a. Panorama-glugga, Vippu-bOskúrsburð og út- veggjaelement Húsgagnaverksmiðja Jóns Péturssonar sýnir í stúku 316 mjög smekklega unna eldhús- innréttingu. Gamia Kompaníið hf sýnir í stúku 318 bæði spónlagðar inni- hurðir og ýmsar tegundir hús- gagna- Húsgagnaverziun Áma Jóns- sonar sýnir í stúku 319 m.a. SK-raðhúsgögn og mjög glæsi- legt sófaborð. Iðja hf á Akureyri sýnir í stúku 320 glugga og ýmis am- boð. Hagi hf á Akureyri sýnir mjög athyglisverða eldhúsinn- réttingu. Sigurður Elíasson hf í Kópa- vogi sýnir i stúku 321 hina fjöl- breyttu framleiðslu sína af spónlögðum innihurðum- Pylastgerðin Dúi hf á Sauð- árkróki sýnir í stúku 322 ein- angrunarplast. Trésmiðjan Borg ,hf á Sauð- árkróki sýnir í sömu stúku bæði harðviðarhurðir og veggklæðn- ingar. Verksmiðja Jónasar Guð- laugssonar, Sauðárkróki, sýnir einnig í sömu stúku ýmsar byggingarvörur. Giuggaverksmiðjan Rammi hf Ýtri-Njarðvík, sýnir í stúku 366 bæði glúgga og svalahurðir með TE-Tu þéttingum. Skipasmíðastöðin Dröfn hf, Hafnarfirði sýnir í stúku 367 m.a- vandaða Dg smekklega útidyrahurð, Halldór Jónsson hf .sýnir í . - .......... ................... stúku 368 ýmsar vörur úr Lyst- adun. Spónn hf sýnir í stúku 369 ýmsar spónlagðar þiljur og hurðir. Hurðir hf sýna í sömu stúku rennihurðir með galonáklæði. Smíðastofan Álmur sf sýnir í stúku 382 smekkleg svefnher- bérgishúsgögn. Húsgagnaverzlunin Grettis- götu 46 sýnir athyglisverðan' l^víldarstól í stúku nr- 383. Trjástofninn hf sýnir í stúku 384 mjög falleg eikarhúsgögn, bæði, kommóðu, klæðaskáp og Húsgögn Co sýna í stúkii 385 bæði eildhúsinnréttingu og mjög vandað sjúkrahúsnáttborð. IÐNlSÝNINGIN ^fiÍF Sjáið Iðnsýninguna LYSTADUN - DÝNAN - LÉTTASTA DÝNA í HEIMIÍ nei/iLU AUöiu u.yuunriar eru þeir, að hún er fislétt, mjúk óg hlý án þess þó að mynda raka. Lystadun dýnan er notuð t.d. á sjúkrahúsum. Venjuleg þykkt er 8 cm. Dýnan er afgreidd í hvaða stærðum sem er. Fyrirliggjandi er góður sæng- urdúkur eða fráhrindandi bómullaráklæði, plastáklæði fyrir vinnuflokka. ennfremur LITAÚRVAL. HALLDOR JONSSON HF. Hafnarstræti 18 — Símar 23995 og 12586.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.