Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.09.1966, Blaðsíða 9
i &JÚÐVILJINN — Þriðjudagur 6. september 1966 — SÍÐA “ Rætt wið mkkm íuiltrúa Framhald af 6. síðu. Þessi þing eru ákaflega vekj- andi, okkur langar til að starfa meira þegar heim kemur. í Vík eru margir andvígir því að her sé í landinu og lítt hrifnir af ameríska sjónvarpinu. Þetta er fólk úr öllum flokkum, en í hægri flokkunum er mikið af fólki sem vill ekki láfa það uppi að það hafi þessar skoð- anir. Við þurfum' að halda fólki betur vakandi, það er svo margt í okkar þjóðfélagi sem er látið dankast enda þótt fólki líki það í rauninni ekki vel. Aðgerðir hernámsandstæðinga vekja umtal, andstæðingum okkar er illa við þingin og gerir þetta sitt gagn. Séra Árni sagði • forðum: „Guð almáttugur hjálpi mér, ég er að fara í sama foræðið og hinir, fólkinu er farið að líka vel við mig“. Hann vildi ekki að fólkinu líkaði of vel við prestinn því að þá myndi það ekki starfa nóg. Með öðrum orðum; ég vona að sem flestir sjái sinn vitj- unartíma — við megum ekki gánga sofandi að feigðarósi. Að lokum var haft tal af Kristni Jóhannessyni, fulltrúa frá Dalvík sem undanfarin ár hefur stundað nám í íslenzk- um fræðum við Háskóla ís- lands. Kristinn hefur starfað mikið með Samtökum hernámsand- stæðinga, vann um tíma , á skrifstofu þeirra, en hefur ekki verið fulltrúi á landsþingi áð- ur. — Ég get að vísu ekki borið þetta þing saman við fyrri þing en ég held að það hljóti að vera til mikilla bóta að menn skiptu sér nú í fjóra um-<S> ræðuhópa og ræddu sitthvort málefnið. Auk þess sem landsþingið mótar stefnu Samtakanna næstu árin, er nauðsynlegt að koma saman og bera saman bækurnar. Á þessum þingum nást líka beztu tengslin við fólkið utan af landsbyggðinni, fólkið sem ekki þekkir af eig- in raun þau vandamál sem skapast af hersetunni og eru mest áberandi í Reykjavík og nágrenni. — Hvernig álítur þú að hug- ur fólks í dreifbýlinu sé til hersetunnar? — Það er talsvert af fólki sem kærir sig ekki um að op- inbera skoðanir sínar. Einnig eru margir sem eru hliðhollir starfinu en eiga erfitt með að leggja nokkuð af mörkum t.d. bændurnir sem sjaldnast eiga heimangengt.. —• Finnst þér veðrabreyting liggja í loftinu, t.d. nánari tengsl fslendinga við Norður- löndin? — Ég gæti trúað að Norður- löndunum takist fyrr eða síð- ar að mynda sitt hlutleysis- bandMag. Allavega getum við ekki naft lokuð augun fyrir því sem er að gerast í utan- ríkismálum hinna Norðurlandr anna, okkur ber skylda til að fylgjast með. 8. Cvrópumeistammótið Framhald af 5. síðu. af undanrásunum í 1500 m hl. og 400 m hlaupi, nema hvað Tékkinn Odlozil sem fyrir stuttu hljóp 1500 m á 3.37,8 mín, og • þótti því líklegur til sigurs í hlaupinu, féll úr leik í undanrásunum á fremur lé- legum tíma. Yfirleitt náðist slak- ur tími í 1500 m þar sem kepp- endur hhipu aðeins upp á það SÉIdveiðin Framhald af 1. síðu. 1.). Samtals nemur þetta 216.850 lestum, Helztu löndunarstaðir eru þessir: íestir: Reykjavík ............. 31.977 Bolungarvík ............ 6.634 Siglufjörður .......... 18.043 Ólafsf jörður .......... 6.150 Hjalteyri .............. 8.567 (þar af 3.919 frá erl. skipum) Dalvík ................... 489 Hrísey ................... 205 Krossanes ............. 13.954 Húsavík ................ 4.260 Raufarhöfn ............ 50.306 Þórshöfn ............... 1.738 Vopnafjörður .......... 14.226 Borgarfjörður eystri .. 1.803 Seyðisfjörður ......... 70.191 (þar af 34 frá erl. skipum) Mjóifjörður .............. 533 Neskaupstaður ......... 42.927 Eskifjörður ........... 24.652 (þar af 455 1. frá erl. skipum) Réyðarfjörður ......... 13.414 Fáskrúðs'fjörður ...... 16.035 Stöðvarf jörður ........ 2.240 Breiðdalsvík ........... 2.066 Djúpivogur ............. 4.216 að komast í úrslit en til þess nægði að vera einn af þremur fyrstu í sínum riðli. Austur-Þjóðverjinn May varð aðeins þriðji í sínum rðli. Að vísu vannst sá riðill á lang- bezta tímanum en eftir þessu hlaupi May að dæma virðist hann ekki vera í beztu þjálf- un og tæplega líklegur til að sigrast á Jazy sem hafði lítið fyrir þvf að tryggja sér sæti í úrslitum. □ 1 400 m báru Polverjar og V-Þjóðverjar af og sigruðu í sínum riðlum. Pólverjar eiga þama ^Badenski og Gredzinski en landi þeirra Wemer sem hlaupið hefur á 45,7 sek í sum- ar er ekki með. Þjóðverjarnir König og Kinder áttu auðvelt með að sigra í riðlum sínum. Milli þessara nefndu hlaupara mun baráttan standa þegar til úrslita kemur. Tæplega nokkur annar en sovézki hlauparinn Savtsjúk hefur getu til að kom- ast þar á milli. f undanrásum i 100 m hlaupi kvenna náði pólska stúlkan Kirszenstein bezta tímanum, 11,3 sek, en næst henni varð v- þýzka stúlkan Trabert. Undankeppnin í langstökki og kringlukasti fór eins og bú- ast mátti við. Ter Ovenesjan stökk í fyrsta stökki 77,60 metra sem nægði til að komast í úr- slit, en Davies og Stenius (Finn- landi) áttu í erfiðleikum en stukku báðir yfir 7,50 m. Dan- ek (Tékk) og Biatkovski náðu lengstu köstunum 1 kringlukast- inu, en milli þeirra kemur bar- áttan til með að standa. Réttarhöld Framhald' af 3. síðu. hér um ekkju Ben Barka, en af því má sjá hversu vandasamt þetta mál er. Verjendur sakborninganna fengu að vita það í dag að tvö þeirra vitna sem þeir hafa kvatt fyrir réttinn, Pompidou forsæt-' isráðherra og Frey inngnríkis- ráðherra, myndu samkvæmt ráðuneytissamþykkt ekki mæta fyrir réttinum. Tillögur de Gaulle Framhald af 3. síðu. tillögum hans til lausnar Viet- nam-málinu. Útgöngubann Um helgina fyrirskipaði banda- ríska herstjómin í Saigon her- mönnum sínum að halda kyrru fyrir í herbúðum, nema þeir ættu sérstök erindi utan þeirra og gildir bannið þar til að lokn- um „kosningum“ sem til stend- ur að fari fram 1 Suður-Viet- nam á sunnudaginn kemur. Einn af leiðtogum búddatrú- armanna, Thich Thien Hoa, lýsti í gær hinum fyrirhuguðu kosn- ingum sem blekkingum og svik- um og líkti Saigonstjórn Kys og félaga við stjórn nazista í Þýzka- landi. Hann sagði að um 3.000 búddatrúarmenn væru í fang- elsum, auk 200 munka og nunna. Tveir þriðju af frambjóðendum við „kosningarnar“ væru hand- bendi herforingjaklíkunnar og kröfur talsmanna hennar að undanförnu um að gerð yrði innrás í Norður-Vietnam minntu á aðferðir Hitlers. Loftárásir um helgina Bandaríkjamenn héldu áfram loftárásum sínum á Norður-Viet- nam í gær og aftur í dag, eftir nokkurt hlé vegna óhagstæðs veðurs undanfarn.a daga. Ráðizt var m.a. á mörg skotmörk í grennd við Hanoi og viðurkenna Bandaríkjamenn að þrjár flug- vélar þeirra hafi verið skotnar niður þar í gær, en ein í dag í námunda við Dong HoL í Sai- gon er hins vegar sagt að sex flugvélar hafi verið skotnar nið- ur fyrir Bandaríkjamönnum í gær. Einnig á landi urðu um helg- ina harðari átök í Vietnam en undanfarið. Á laugardag réðust hermenn úr Þjóðfrelsishernum með sprengjuvörpum á aðal- stöðvar einnar herdeildar Banda- ríkjamanna í Vietnam hjá An Khe. Bandaríkjamenn segjast hafa fellt 291 þjóðfrelsishermann í þriggja daga bardögum syðst í Suður-Vietnam. Drengur fyrir bíl Það slys varð í Lækjargötu kl. rúmlega níu í gærkvöld að 15 ára piltur, sem var á ferð á skellinöðru, lenti fyrir bifreið og slasaðist á fæti. í KILI SKAL KIÖRVIÐUR IDNlSÝNIMGIN IÐNSYNINGIN 1966 OPNUÐ 30. ágnúst. — OPIN í 2 VIKUR. — 8. dagur sýn- ingarinnar: Dagur tré- og húsgagnaiðnaðarins. — Opin fyrir kaupsýslumenn kl. 9-14 og almenning kl. 14-23 alla daga. Kaupstefnan a-llan dag'inn. — Veitingar á staðnum. Aðgangseyrir 40 kr. fyrir fullorðna — 20 kr. fyrir börn. Silfurmerki fylgir hverjum aðgöngumiða. — Barnagæzla frá kl. 17 til 20. Sérstakur strætisvagn allan daginn á heilum og hálfum tímum frá Kalkofnsvegi. KOMIÐ □ SKOÐIÐ □ KAUPIÐ Ók út í skurð Það óhapp varð í Grímsnesi í gær, austur undir Brúará, að Volkswagen bíll úr Reykjavík sem var á leið til Skálholts lenti út af Veginum, hafnaði á fram- endanUm úti í skurði og stóð þar lóðréttur er að var komið. Framhald af 6. síðu. — Ekki get ég sagt að ég hafi trú á því, en ég bind mikl- ar vonir við Norðurlöndin, ná- ið samstarf við þau er okkar eina framtíðarvon. Tungur okk- ar eru skyldar, þjóðirnar skyld- ar og hugsunarháttur þeirra og þjóðarmórall næstur að sam- ræmast okkar hugsunarhætti — ef við höfum þá ekki amerík- aníserazt óf mikið, sem ég vona ekki. Ég er ekki mjög trúaður á norrænt hemaðarbandalag en um daginn hitti ég Dana sem hafði einfalda lausn á málinu: Hann vildi iáta Svía sjá um hernaðarmálin — en þeir eni eina Norðurlandaþjóðin sem hefur her, herir Dana og Norð- manna er skrípaleikur. — Dan- ir áttu að sjá um matvælin, Norðmenn um skóginn og svo áttu íslendingar að fá að vera með. ... En í alvöru talað þá skiptir- það hin Norðurlöndin ekki svo litlu máli hvort Jsland tilheyrir Norðurlöndum éða Ameríku, hvort ísland verður engilsax- nesk nýlenda. — „Af Islandi mætti fæða her manns", sagði Einar Þveræingur. Ný stefna Framhald af 1. síðu. Svavar Gestsson, stúd. júr. Rvík, skýrslu samtakanna fyrir liðið gtarfstímabil og gerði jafnframt grein fyrir reikningum samtak- anna. Að því loknu voru fluttar framsöguræður um hina ýmsu málaflokka landsfundarins. Páll Lýðsson og Júníus Kristinssorl, ræddu þjóðfrelsis- og menning- armál, Jónas Árnason um hina alþjóðlegu hlið hersetunnar, Arnór Sigurjónsson um erlenda fjárfestingu á íslandi og Ragnar Arnalds ræddi um verkefni sam- takanna. — Er framsögumenn höfðu lokið máli sínu var fund- armönnum skipt í umræðuhópa, sem fjölluðu um mál fundarins. Umræðustjórar voru Loftur Guttormsson, sagnfræðingur, R- vik, Magnús Gíslason, Frosta- stöðu, Heimir Pálsson, stúd. mag., Rvík og Haukur Helgason, hagfræðingur, Rvík. Fundarhöld héldu svo áfram á sunnudagsmorgun í umræðu- hópunum, sem skiluðu áliti eftir hádegið, en þá fóru einnig fram almennar umræður. Voru um- ræður mjög líflegar og tóku margir til máls. Er leið að kyöldi skilaði uppstillingarnefnd tillögum sínum um landsnefnd, sem síðan var einróma kjörin og eru nöfn landsnefndarmanna birt í blaðinu í dag. 4. landsfundinum var svo slit- ið um kl. 18. Gils Guðmunds- son flutti lokaræðuna, þar sem hann hvatti hernámsandstæð- inga til sóknar fyrir baráttu- máli samtakanna: Frjálst og frið- lýst ísland. Þakkaði hann síðan fundarmönnum fundarstörfin og sleit fundi. Að lokum sungu fundarmenn Land míns föður, undir stjórn Þorsteins Valdi- marssonar. KRYDDRASPlÐ FÆST i NÆSTU BÚÐ Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR ★ SÆNGURVER LÖK KODDAVER IÐNlSÝNINGIN , w SjáiÓ Iðnsýmnguna úðin Skólavörðustíg 21. Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90. <gníinenial Önnumst allar viSgerðir á dráttarvélahiólbörðum Sondum um allt land Gúmmívinnustofain h.f. Skipholti 35 — Reykjavík Sími 31055 °*Ub ísíS^ ttmsiGciís stcmmxuttctaKGtm Fást í Bókabúð Máls og menningar 4s|Og skartgripir iKDRNELfUS JDNSSON skólavör<&u.sfig; 8 BR1 DGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. B:RI DG ESTONE veitir aukið öryggi í akstrl. BRI DGESTONE ávallt íyrirliggiandi. GÓÐ ÞiÓNUSTÁ Verzlun og viágerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Sími 19443 BÍL A LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón. EINKAUMBOÐ ÁSGEIR OLAFSSON heildv. Vonarstræti 12. Sími 11675. 'Zt KMfó 30 ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.