Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 1
Kemur 25 þúsundasti sýn- ingargesturinn í dag? ■ Aðsókn að Iðnsýningarmi í Sýninga- og íþróttahöllinni í Laugardal hefur verið mjög mikil, meiri en búizt var við að sögn forstöðumanna sýningarinnar. Allar líkur eru á, að í dag komi 25 þúsundasti sýningargesturinn, og verður hon- um afhentur hvildarstóll að verðmæti nm 12 þús. krónur, sem Gamla 39ompaníið h.f. hefur gefíð af þessu tilefni. Jófríður Traustadóttir hreppti hálsmen Héðins í gær voru afhent verð- laun í getraun þeirri sem Vél- smiðjan Háðinn h.f. efndi til í sambandi við Iðnsýninguna, og sést Sveinn Guðmimdsson. ’ forstjóri Héðins hér afhenda Jófríði Traustadóttur hið for- látafagra hálsmen sem datt úr ísklumpinum fyrir fram- an sýnmgarhöllina kl. 11,20 á föstudag, eins og áður hef- ur verið sagt frá. Um 1500 manns tóku þátt í getraun- inni, en um miðjan dag á föstudag var ísklumpurinn orðinn svo runninn að get- raunin var stöðvuð. f fyrra- dag var svo farið yfir get- raunaseðlana og kom þá í ljós að sá sem komst næst- ur því að geta rétt til um 'hvenær hálsmenið losnaði úr ísnum var Þórður Gunnars- son Glaðheimum 14 í Reykja- vik og skakkaði aðeins 7 mínútum. Við vildum gera eitthvað fyrir kvenfólkið sem kemur á sýninguna, þar sem við átt- um ekki von á að það hefði mikla ánægju af að skoða vélar okkar, og því datt okk- ur í hug að efna til þessarar getraunar, sagði Sveinn er hann afhenti Jófríði konu Þórðar hálsmenið, sem er hinn fegursti gripur, sett safirum og rúbínsteinum, og smíðað af Jóhannesi Jóhannessyni. Þau Þórður og Jófríður. eru bæði frá Akureyri, en flutt- ust hingað til Reykjavíkur i siðustu viku. ! I Félag ísíenzkra leikara minnist aldarfjórðungs afmælis síns B Um þessar mundir á Félag íslenzkra leikara aldar- fjórðungs afmæli. Félagið minnist þessara tímamóta með hátíðahöldum sem hefjast nú um helgina og verða hin veg- legustu. Þá er í fyrsta sinn haldinn hér á landi fundur í Norðurlandaráði leikara og verður til umræðu á þeim fundi meðal annars sjónvarp á íslandi. Félag íslenzkra leikara var stofnað 22. september 1941;stofn- endur voru 24 talsins og eru 17 28. Iðnþing fslendinga var haldið áfram síðdegis í gær í Iðnskólahúsinu í Reykjavík. Ing- ólfur Finnbogason, húsasmíðam. var kosinn forseti þingsins og Tómas Vigfússon og Gísli Sig- urðsson varaforsetar. Ritarar voru kosnir þeir Ólafur Pálsson og Sigurður Hólmsteinn Jónsson. Framkvæmdastjóri Landssamb. iðnaðarmanna, Ottó Schopkavið- skiptafræðingur, flutti skýrslu stjómarinnar fyrir síðasta starfs- áer og las upp reikninga Lands- samibandsins. Sfðan vom tekin fyrir önnur mál á málaskrá Iðn- þmesáns og 'vor ma. raett um þeirra á lífi. Félagsmenn eru nú orðnir um 80, vel flestir starf- andi leikarar. Vegna 9. norrænu iðnfræðslumál og hafði Jón E. Ágústsson, málaram. framsögu í því máli. Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri hafði fram- sögu um lánamál iðnaðarins, Þórir Jónsson um innflutning og tollamál og Grímur Bjama- son um tryggingamál iðnaðar- manna. öllum þessum málum var vísað' til nefnda og verða álit nefndanna rædd á morgun. í dag munu sumir iðnþingsfulltrú- ar heimsækja Iðnsýninguna 1966 en síðan flytur Ame Haar, skrif- stofustjóri í norska iðnaðarmála- ráðuneytinu, erindi um iðnaðar- míA í Moregi. leikhúsmálaráðstefnunnar sem haldin verður í Abo dagan-a 25. tii '29. september var ákveðið að flýta þessum afmælishátíðahöld- um og hefja þau á laugardag með hátíðafundi stofnendanna á Hótel Sögp. 1 tilefni þessa 'af- mælis sýnir Þjóðleikhúsið á sunnudag leikritið Ó, þetta er indælt stríð og f Iðnó á mánu- dag verða sýndir leikþættir Dar- ios Fo, Þjófar, lík og falarkon- ur Lokahófið verður haldið á þriðjudagskvöld og koma þá fram ýmsir þekiktustu óperu- söngvarar landsins, en þeir hafa nú fengið inngöngurétt í Félag ísl. leikara og sex þeirra þegar notfært sér þann rétt. Jafnframt þessu verður svo eins og fyrr segir fundur í Norð- urlandaráði leikara. Fimm mál liggja fyrir þeim fundi. Auk sjónvarps á Islandi verður t. d. rætt um kvikmyndasamning Dan- merkur og Svíþjóðar og leikara- verkfall það sem nú stendur yf- ir í Noregi. Af Islands hálfusit- ur þennan fund Brynjólfur Jó- hannesson. Hann er nú formað- ur Félags ísl. leikara, en með honum í stjóm Klemenz Jónsson, Bessi Bjamason og Guðbjörg Þorbjamardóíttir. Iðnþingi fslendinga var haldið ófram í gcerdag Búddatrúarmenn telja kosningarnar svindl Hundruð Búddatrúarmunka og nunna hófu föstu f gær til að hvetja fólk til að taka ekki þátt í þeim SAIGON 8/9 — 200 búddatrúarmunkar drukku í dag teglas í pagóðu í Saigon og hófu eftir það 72 klukkustunda föstu til að mótmæla kosningunum til stjórnlagaþings sem eiga að fara fram á sunnu- daginn kemur. Munkarnir halda því fram að kosn- ingamar séu svindl og vona þeir að búddaprestar um allt land taki þá til fyrirmyndar og fasti einnig. Einingarkirkja búddatrúar- manna hefur einnig skorað áfólk að taka ekki þátt í kosningun- um og fréttamenn í Saigon telja að fgstan sé síðasta tilraun búddatrúarmanna til að draga úr kjörsókn. Áður en þeir hófu föstuna tóku munkarnir þátt í sameig- inlegri bænargerð í pagóðunni, sem forustumaður þeirra Thich Tri Khiet stjómaði. Hann er 72 ára að aldri og lýsti því yfir að hann mundi aðeins fasta síðustu 24 tímana fyrir kosningar. Aðrir munkar munu fasta þar til kjörstöðum verður lokað á sunnudagskvöld. í annarri pag- óðu hófu tuttugu munkar föstu og í þeirri þriðju fasta 100 búdda- trúarnunnur. Ky Ky forsætisráðherra sagði i dag að áskoranir búddatrúar- manna á fólk að taka ekki þátt í kosningunum skiptu svo sem engu máli. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin hefði gripið til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir hermdarverkastarf- semi ÞFF. I dag og gær særðust 58 manns ai handsprengjum og sprengjuá- rásum í Saigon. FjórSa tilraun. 1 dag gerði ÞFF fjórðu tilraun á þremur vikum til að loka inn- siglingunni til Saigon, sem ligg- ur um skipaskurð. Reyndu skæruliðar að sprengja bandarískan tundurduflaslæðara í loft upp en tókst ekki. Noklfrir sérfræðingar í Saigon óttast að skipaferðir til höfuð- borgarinnar gætu tafizt um margar vikur ef skipi verður sökkt þar sem skipaskurðurinn er grynnstur. * Loftárásir. Bandarískar sprengjuþotur eyði- lögðu í dag skotpall fyrir loft- varnareldflaugar í Norður-Viet- nam og löskuðu aðra tvo, segir talsrnaður hérstjómarinnar í Sai- gon. Flugmennirnir segja að eftir loftárásina hefði verið sem f helvíti að sjá þar. sem loftvam- arpallarnir stóðu áður. Per Borten ræddi við ráða- menn og skoðaði Reykjavik Per Borten 1 forsætisráðherra Noregs kom til Islands í opin- bera heimsókn á miðvikudags- kvöld og hélt þá beint til ráð- herrabústaðarins í Tjarnargöt- unni. Svo hafði verið ráð fyrir gert, að Borten heimsækti for- Evrópnráðstefna verði undirbúin VARSJÁ 8/9 — Pierre Harmel utanríkisráðherra Belgíu sagði í Varsjá í dag, að Belgía, og Pólland væru sammála um að taka upp margvísleg samskipti til þess að búa í haginn fyrir ráðstefnu um öryggismál Evr- ópu. Harmel sagði á blaðamanna- fundi að ráðstefnuna yrði að undirbúa af mikilli kostgæfni. Harmel hélt blaðamannafund- íhn við lok fjögurra daga opin- berrar heimsóknar í Póllandi og sagðist m.a. hafa rætt Vietnam við Adam Rapacki utanríkisráð- herra Pólverja og væru þeir sammála um að leysa beri mál- ið _í samræmi við Genfarsamn- inginn frá 1954. Umferðarslys Klnkkan 18.22 í gær varð um- ferðarslys móts við Kaplaskjóls- veg 27. Átta ára gamatl dreng- ur á hjóli ■rairð fyrir bifreið; drengnrinn mun hafa meiðzt mikið á höfði og var hann flutt- ur í Landspítalann. Hanji heitir Bjarm Kjartanssoa. Per Borten seta Islands klukkan tíu árdegis, en með því að flugvél forsætis- ráðherrans hafði seinkað all- nokkuö á miðvikudagskvöld var horfið frá því ráði. Árdegis gekk Per Borten á fund hins íslenzka starfsbróður síns Bjarna ’Bene- diktssonar og einnig ræddi hann I Fylkingin FÉLAGAR: Munið knattspyrnukeppn- ina milli ÆFR og ÆFH á laugardaginn kemur. Nánar verður sagt frá leiknum í blaðinu á morgun. Fundur verður í fulltrúa- ráði ÆFR n.k. þriðjudags- kvöld, hefst hann kl. 8.30. Féiagar eru minntir á að greiða félagsgjöld sin ,sem fyrst. Skrifstofan er opin milli kl. 5 og 7. við utanríkisráðherra, Emil Jóns- son. Klukkan 12,30 var hinn norski forsætisráðherra viðstadd- u- minningarathöfn í Fossvogs- kirkjugarðinum en síðan var snæddur hádegisverður að Bessa- stöðum. Um miðjan daginn var forsætisráðherranum svo sýnd Reykjavík og umhverfi hennar og ekið að Mógilsá á Kjalar- nesi, en þar er sem kunnugt er rannsóknarstöð fyrir skógrækt og gáfu Norðmenn fé til þeirrar stofnunar fyrir nokkrum árum. Um kvöldið sat svo Per Borten boð ríkisstjómarinnar í Súlna- sal Hótel Sögu. Málinu frestað um „óákveðinn tima I gær var birtur úrsknrður Jóns Óskarssonar, fulltrna bæjarfógeta í Vestmannaeyj- um, um þá kröfu félags aula- kassaáhugamanna að fresta málinu vegna tækjanna á Stóra-Klifi. Bæjarfógetaemb- ættið féllst á þá kröfu, fé- lagið hafði farið fram á sex vikna frest tii gagnasöfnunar en fær í staðinn frest um ó- ákveðinn tíma. Sagði Jón Ósk- arsson í viðtali við „Þjóðvilj- ann“ i gær, að málinu yrði að öllum líkindum frestað unz úrskurður . væri fallinn í Hæstarétti um hitt sjónvarps- málið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.