Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. september 1966. Sýningarstúka Penslaverksmiðjunnar. Góiir penslar eru alltaf handunnir Reiknað hefur verið út að sé staðnærtizt í tvær mínútur við hvem sýningarbásanna á Iðn- sýningunni taki fjóra tíma að skoða sýninguna alla. Rétt er því að ráðleggja fólki að ætla sér nægan tíma þegar það fer á sýninguna. Að sjálfsögðu fer það mikið eftlr áhugamálum hvers og eins hve lengi hann staðnæmist við hverja sýning- arstúku, en þó er því ekki að neita að stúkur þar sem hug- kvæmni og góður smekkur hafa ráðið við útstillingu varanna hafa meira aðdráttarafl en aðr- ar, jafnvel fyrir fólk sem eng- an áhuga hefur á viðkomandi vörum fyrirfram. Til dæmis verður undirr. að játa að hafa aldrei haft neitt vit né áhuga á penslum, en smekkleg sýnirtgarstúka Pensla- verksmiðjunnar í Hafnarfírði vekrur athygli — þarna er ekki úr fjölbreyttu efni að vinna, en verkefnið er leyst á einfaldan og þó skemmtilegan hátt. — Útstillingin er verk Gunn- ars Bjarnasonar leiktjalda- ________________________—----< Magit. Sélmundar- son varð efstur Síðasta umferð ,,ágústmóts“ Taflfélags Rvíkur var tefld í fyrrakvöld. Baráttunni um efsta saetið lauk sem hér segir. Efstur varð Magnús Sólmundarson með 7.5 vinninga, í 2.—3. sæti urðu Ólafur Kristjánsson og Bragi Bjömsson með 7 vinninga, Björgvin Víglundsson fjórði með 6.5 vinninga og 5. Björn Þor- stein?son með 5,5 vinninga. Hraðskákmót Taflfélags Rvík- ur hófst að Freyjugötu 27 í gær. kvöld. málara, segir Einar Þorsteins- son forstjóri fyrirtækisins i við- tali við Þjóðviljann. Við fáum að vita hjá honum, að fyrir- tafekið tók til starfa árið 1960 og framleiddi fyrsta árið um 13 þúsund stykki af penslum, en síðan hefur framleiðslan aukizt talsvert og á síðasta ári voru framleidd um 40 þúsund. Alls eru framleiddar nær 4Ö tegundir og stærðir pensla. — Eru iðnaðarmenn ekki helztu viðskiptavinirnir? — Nei, satt að segja er það mest almenningur sem notar þetta. Nú á dögum mála svo margir sjálfir, og þetta eru fremur ódýrir penslar. Við er- um að hefja framleiðslu á nýrri gerð núna hún er á sýning- unni, en ekki komin á markað enn. Þessir nýju penslar verða með lengra, þyngra — og dýr- ara — hári og það mætti segja mér að atvinnumálarar keyptu þá fremur en hina. Þeir verða þéttari og endingarbetri. — Eru þeir þá verri fyrir almenning? -— Nei, síður en svo, það er alls ekki vandasamara að nota þá. En þeir verða töluvert dýr- ari og ég veit ekki hvort það borgar sig að kaupa þá fyrir fólk sem notar pensla sjaldan og lítið í einu, því penslar vilja skemmast við geymslu sé ekki farlð varlegá méð þá. — Hyað vinna rtiargir við framleiðslunal — Við erum oftast þrjú við þetta. — Notið þið vélar? — Nei, þetta er allt handunn- ið. Góðir penslar eru alltaf handunnir, hvar í heimi sem þeir eru framleiddir. Vélafram- leiðsla er að vísu til, en það er annars flokks vara. — Og hvernig gengur svo samkeppnin við innfluttu vör- una? — Ég get ekki kvaríað, segir Einar. Okkur hefur gengið vel og'tekizt að hafa nóg að gera, við höfum tæplega undan við framleiðsluna. Iíarpa hefur að- alsöluumboð fyrir okkui\ op sér um dreifinguna um allt land. vh Ályktanir landsfundar Samfaka hernámsandstœSinga: i Um aldaraðir laut íslenzka þjóðin erlendu valdi, stjóm- málalegu og efnahagslegu- Sem kunnugt er, varð afleið- ingin sú, að þjóðin sökk í hina mestu niðurlægingu og horfði svo um skeið, að til- vera hennar var -beinlínis í hættu. Einn meginþátturinn í allri baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og sjálfstæði var að koma verzlun og atvinnu- rekstri í íslenzkar hendur- Því var það, að þegar þjóð- in öðlaðist fúllveldi árið 1918, og málin voru komin á þann veg, að nær því öll virkjanleg fallvötn landsins voru komin í hendur erlendra aðila, að framsýnustu forystumenn þjóðarinnar hófu baráttu fyr- ir því að Islendingar sjálfir öðluðust öll yfirráð þessara fallvatna. Töldu þeir það frumskilyrði þess, að hægt yrði fyrr eða síðar að nýta þau til hagsbóta fyrir þjóöina sjálfa. Þessari baráttu lauk með sigri Islendinga. Sú stefna varð ofan á, -að þeir einir skyldu hafa rétt til atvinnu- reksturs hér á landi, og um þetta atriði hafa verið strang- ari ákvæði hér en hjá öðrum þjóðum. Með þessu var stefnt að því að tryggja efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar, sem ekki má sín mikils, sak- ir fámennis og lítils eigin fjármagns- liið efnahagslega sjálfstæði, sem þjóðin naut um nokkurra áratuga skeið, gaf góða raun. Stórfelld uppbygging átti sér stað á flestum sviðum- Lífs- kjör þjóðarinnar urðu öll önnur og miklu betri en áður. -á allra-síöustu árum, hefur fyrir atbeina íslenzkra stjóm- arvalda orðið algjör stefnu- breyting í þessum málum. Með örlitlum meirihluta hefur Alþingi Islendinga samþykkt lög, sem heimila erlendum að- ilum rétt til atvinnureksturs í mjög stórum stíl hér á landi. Er hér sér í lagi átt við samn- ing þann, er gerður hefur ver- ið við svissneska fyrirtækið Swiss Aluminium Ltd., en með samningi þessum, er hinu erlendá fyrirtæki veittur rétt- ur til að hagnýtá sér orku úr stærsta fallvatni landsins, Þjórsá- Þessi ákvörðun Alþíngis Frá landsfundi hernámsandstæðinga. Haukur Helgason í ræðustól og fundarritarar: Hlöðver Sigurðsson, Hjörtur Guðmundsson og Vésteinn Ólason. brýtur algjörlega í bága við þá stefnu, sem fastmótuð var á árunum eftir fyrri heims- styrjöldina. Með þessari ákvörðun voru ekki aðeins gáttir opnaðar fyrir erlendu fjármagni, held- ur var og hlutur íslendinga sjálfra, settur skör lægra en hlutur hinna erlendu aðila- Þannig var hinu erlenda fyrirtæki veitt margskonar fríðindi. Samkvæmt samningnum, nýtur það tollfrelsis. að mjög verulegu leyti, rafmagnsverðið er fastákveðið til 25 ára, 10,75 aurar pr KW (miðað við nú- verandi gengi), þegar hinn al- menni íslenzki iðnaður þarf að greiða um það bil 60 aura pr. KW. Hinn erlendi aðili þarf samkvæmt samningnum ekki að hlíta fslenzkri lög- sögu- Við þetta bætist, að með þessum samningi er hinum erlenda aðila veitt heirriild til að flytja út úr landinu allan þann verðmætisauka, sem skapast við hagnýtingu raf- orkunnar. Þá er og þess að gæta, að fjárfesting hins erlenda fyrir- tækis er gífurleg miðað við ís- lenzkar aðstæður- Ef fyrir- ætlanir hins svissneska fyr- irtækis ná fram að ganga, mun fjárfesting þess ekki verða undir 6.000 milj. króna. Til samanburðar má geta þess, að skv- Fjármálatíðind- um (nr. 2, 1965) var fjármuna- myndunin í þjóðarbúskap okkar íslendinga á nokkrum undanfömum árum sem hér segir: 1959: 1,942 miljón kr- 1960: 2.499 1961: 2.195 1962: 2.829 1963: 3 853 1964: 4.968 og er þá átt við heildar f jár- munamyndunina í landbúnað- inum,’ aukningu stólsins, í iðnaðinum, vélar og tæki, virkjanir og veitur, flutningatæki, verzlunar-, skrifstofu- og veitingahús, í- búðarhús, samgöngumannvirki og byggingar hins opinbera. Hinn naumi meirihluti Al- þingis braut blað í sögu þjóð- arinnar með samningnum við hinn svissneska aðila. Nú er sýnt, að. íslenzkir valdamenn vilja ekki láta hér við sitja. Þegar er hafinn á- róður fyrir því að veita er- lendu fjármagni í enn stærri stíl heimild til a.tvinnurekstr- ar hér á landi og er ekki séð fyrir, hvar staðar verður num- ið. Þá vofir og yfir sú hætta, að íslenzka þjóðin verði í einni eða annarri mynd látin tengjast Fríverzlunarbanda- laginu eða Efnahagsbandalagi Evrópu- Fjórði landsfundur Samtaka hernámsandstæðinga lýsir sig algjörlega andvígan þeirri stefnubreytingu, sem naumur meirihluti Alþingis hefur knúð fram. Landsfundurinn harmar, að þessi meirihluti skyldi hafna því að Ieggja k ’ ‘Hfkt stórmál, sém hér Tuni |[J ræðir, undir dóm .þjóðarinn- g ar J iiskískiþá- Landsfundurinn vekur at- hygli á þeirri staðreynd, að með hinni gálausu afgreiðslu á þessu stórmáli, er verið að móta fyrir langa framtíð skip- an atvinnu- ag efnahagsmála okkar Islendinga- Landsfundurinn hvetur alla þjóðholla Islendinga, hvar í flokki sem þeir eru og hvaða stétt sem þeir tilheyra., að spyrna við fæti og taka virk- an þátt í þeirri baráttu, sem yfir sténdur og framundan er, að hin fyrri stefna verði upp tekin á ný, u að tslendinpar || einir skuli hafa rétt til at- * vinnurekstrar hér á landi. 1 Þjóifrelsis- og menningarmál Fjórði landsfundur Sam- taka hemámsandstæðinga bendir landsmönnum enn á þá meginkröfgu sína, að her- vemdarsamningnum við Bandaríkin verði sagt upp, og ísland gert hlutlaust og frið- lýst land. Fundurinn minnir á þá sér- stöðu sem þjóðin hefur. Vegna fámennis þarf hún að viðhafa ýmsar varúðarráð- stafanir í samskiptum sínum . við erlendar þjóðir, í þeim tilgangi að vemda þjóðleg einkenni sín. Minna má á, að sjálfstæði okkar og þjóðleg tilvera er árangur langrar og oft tvísýnnar baráttu, og verður því aðeins varðveitt, að henni sé stöðugt haldið á- fram. Það er því ábyrgðarlaus leikur að stofna árangri þeirr- ar banáttu í voða. Fundurinn átelur harðlega það glapræði sem gert var, þegar leyfð var stækkun sjónvarpsstöðvarinn-. ar á Keflavíkurflugvelli og telur starfrækslu hennar frek- lega árás á menningarhelgi þjóðarinnar. Skorar fundurinn á við- komandi ráðamenn, að vinda bráðan bug að lokun stöðv- arinnar, þar sem áformað er að íslenzka sjónvarpið taki til starfa þegar í þessum mán- uði. Fundurinn bendir á nauð- syn þess, að vandað verði sem mest til íslenzka sjón- varpsins, eigi verði fjárskort- ur látinn hamla starfsemi þess og frspðsla og menning- arlegt efni jafnan látið skipa höfuðsess. Með góðum vilja er unnt að gera íslenzka sjónvarpið að gegnu menningartæki, enda þótt tilkoma þess sé að mörgu komin fram af annarlegum á- stæðum. Jáfnframt því sem fundurinn gagnrýnir harðlega vinna þurfi betur og skipu- legar að verndun merkra það ástand, sem nú ríkir í sjónvarpsmálinu. vill hann benda á það, að undirrót allra þessara vandræða er ein og hin sama — dvöl hins erlenda herliðs hér á landi. Fundurinn beinir þeirri á- bendingu til fræðsluyfirvalda, að stórauka þurfi fræðslu í skólum um sögu þjóðarinnar og menningararf, og mætti í þeim tilgangi m.a. halda sér- stakan þjóðræknisdag. Skólarnir þurfa að kapp- kosta meir en nú er gert, að glæða ræktartilfinningar nem- enda sinna til lands síns og þjóðernis. Fundurjnn beinir þeirri á- skorun til ráðamanna þjóðar- innar, að stórefla alla starf- semi er miðar að bættu menn- ingarlífi íslenzks almennings. í því sambandi vill fundurinn benda á þá uggvænlegu stað- reynd. að hinn langi vinnu- tími, sem nú tíðkast, er allri menningarviðleitni fjötur um fót. Mikil þörf er á að taka til endurskoðunar öll hátíða- höld 17. júní og 1. desember ! því að ekki er viðunandi að þau séu gerð að skrípaleik, heldur verða þau að þjóna þeim tilgangi sínum, að minna fólk á sögu þjóðarinnar og sjálfstæðisbaráttu í fortíð og nútíð. Þá telur fundurinn, að staða á landi hér, þannig að þeim sé skilað óspilltum til komandi kynslóða. Fundurinn telur. að enn meiri rækt þurfi að leggja við verndun tungunnar. Mikil ábyrgð hvílir á dagblöðum og útvarpi í þessu efni, og þurfa þau að vanda betur til verka sinna. bæði um ritað mál og talað, einnig ber útvarpi að hafa betra eftirlit með því að |j ekki séu fluttir sönglagatext- ® ar, sem misþyrma tungunni. Fundurinn brýnir að lokum fyrir öllum þjóðhollum aðil- um. að standa vel á verði, þar sem þjóðin á nú mjög í vök að verjast. vegna sívaxandi erlendrar ásælni, bæði í menningalegum og verklegum efnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.