Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. eeptember 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SfÐA 3 Fjöldamorðin í Sharpeville ........-w.....----- wÍWW.'A\%'AvÍE^W>.^w.^vAv.VW..V.V...'A...Í Verwoérd sálugi sveifst einskis til að tryggja stöðu hvítra manna og sýndi bað bezt í marz 1969, þcgar hann lét lögregluna í bænum Sharpeville hefja skothríð á friðsama kröfugöngu blökkumanna og ganga af 67 manns dauðum. Blökkumennirnir voru í kröfugöngu gegn hinni hötuðu passalög- gjöf en samkvæmt henni eru allir blökkumenn skyldugir að ganga ævinlega með passa á sér. sem veitl alls konar upplýsingar um bá. Fjöldamorðin í Sharpeville vöktu á sínum tíma heimsathygli og hafa síðan staðið mörgum fyrir sjónum sem tákn aðskilnaðarstefnu Verwoerds. Ummæli Sén Ji utanríkis- ráðherra borin til baka Kínverska stjórnin mun ekki semja við Bandaríkin VARS.TÁ, WASHINGTON 8/9 — Hin langa og: harðorða yfirlýsing sem sendiherra Kínverja í Varsjá gaf út í gær eftir fund með bandaríska starfsbróður sínum er afdráttarlausasta neitun á hugmyndinni um samninga um Vietnam sem Kín- verjar hafa látið frá sér fara, segja vestrænir fréttamenn í Varsjá og skyggir hún gersamlega á ummæli Sén Ji utanríkisráðherra um samninga. I dag voru ummæli Sén Ji einnig borin til baka í Peking. Fundir sendiherra Bandaríkj- anna og Kínverska alþýðulýð- veldisins í Varsjá eru einu reglulegu stjórnmálaskiptin sem ríkin hafa með sér. Hingað til hafa fundirnir far- fð fram án þess að annar hvor aðili léti nokkuð uppskátt um viðraeðurnar og braut Wang sendiherra þessa hefð í gær. Vestreenir fréttamenn segja að ekki komi fram neitt nýtt í yf- irlýsingu tsendiherrans, hún sé aðeins óvenjulega harðorð end- urtekning á viðhorfum Kínverja, en þeir telja athyglisvert hvern- ig og hvenær hún er birt. « Blaðamannafundur í Peking f Peking var sagt í dag að Sén Ji utanríkisráðherra hefði ekki sagt, að Kína hefði ekki endi- lega horfið frá hugmyndinni um samninga um Vietnam við Bandaríkin. Japanskir þingmenn sem eru í heimsókn í Kína kölluðu í dag blaðamenn á sinn fund í Pek- ing og er haft eftir þeim að Sén Ji hafi raunverulega sagt, að ibúarnir í Vietnam verði sjálfir að ráða sér og Kína styðji fullkomlega eindreginn á- setning Vietnama að berjast til þrautar við Bandaríkjamenn, jafnvel í 10 til 20 ár. Undir þessum kringumstaeð- um hefur kínverska rikisstjórn- in engan veginn í hyggju að ræða um Vietnam við Banda- ríkin. Leiðrétting • Mistök urðu í myndartexta í blaðinu í gær, Björn Bjarman var þar óvart kallaður Þor- steinsson. Víðræður krata og komma í - Þýzkalandi? DORTMUND 8/9 — Walter Ul- brieht leiðtogi austur-þýzkra kommúnista hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að taka aftur upp viðræður við vestur- þýzka sósíaldemókrata um stjórnmálaumræður við þá. Sænska Alþýðusambandið borgar: Hálfa aðra miljón króna í kosningabaráttu krata STOKKHÓLMI 8/9 — Á þingi sænska Alþýðusambandsins í Stókkhólmi var í dag dkveðið að veita eina og hálfa milj- ón sænskra króna til kosningabaráttu Sósíaldemókrata- flokksins fyrir bæjar- og fylkisstjórnarkosningamar á sunnudaginn kemur. * Þetta er næstum tvisvar sinn- um hærri upphæð en Alþýðu- sambandið veitti flokknum í kosningabaráttunni fyrir þing- kosningarnar fyrir tveim árum. Gjaldkeri Sósíaldemókrata- flokksins skýrði nýlega frá því að 730.000 s. kr. halli yrði lík- lega á kosningabaráttu Sósíal- demókrata að þessu sinni. Kosningabarátta flokksins kostar um 5,2 miljónir s. kr. Þar sem Alþýðusambandið hefur nú gefið 70(k000 krónum meira en i síðustu kosningum ættu kratarnir að geta sloppið hallalaust. 1 í ár fær Sósíaldemókrataflokk- urinn samtals 11,5 milj. s. kr. í fjárhagsaðstoð frá ríkinu, eft- ir að samþykkt var á þingi í fyrra að 25 miljónum króna skyldi varið til stuðnings við stjórnmálaflokkana. En svo til allri þessari upp- hæð er varið til þess að styðja flokksblöðin sem eru rekin með halla. Sænska Alþýðusam- bandið samþykkti í dag að reynt skuli að þre- falda aðstoð Svíþjóðar við vanþróuð ríki sem fyrst. — í ályktunartil- lögu segir að Alþýðu- sambandið skuli vinna að því að efnahagsað- stoðin verði sem svarar 1% af þ'jóðartekjum Svía, en nú er 'hún um 0,3 prósent. Qtgöngubann sett í Sýrlandi í gær DAMASKUS 8/9 — Stjómin í Sýrlandi setti á fimmtudags- kvöld útgöngubann á í öllu land- inu og útvarpið í Damaskus skýrii frá nýju samsæri gegn stjórn landsins. Sérhver borgari var beðinn þess að vera reiðu- búinn að taka þátt í bardagan- um til þess að tryggja sigur og framgang byltingarinnar, eins og það var orðað. Það var stjórn Baath-flokksins sem fyrirskipaði útgöngubannið, sem er í gildi frá kl. 21 að stað- artíma. Ekki var nánar skýrt frá orsökum þessara aðgerða, enda ýmislegt enn á huldu um gang mála í Sýrlandi. Þetta út- göngubann nær ekki til allra, vissir starfshópar eru undanþegn- ir. BLACKPOOL 8/9 — Þing brezku verkalýðssamtakanna, sem hald- ið er í Blackpool, samþykkti í dag ályktun þar sem hvatt ertil þess, að flugiðnaður • landsins verði settur undir ríkiseftirlit og vissar greinar hans þjóðnýttar. Góð togarasala í fyrradag seldi togarinn Sig- urður í Þýzkalandi 170 tonn fyrir 155 þúsund mörk. ÞU LÆRIR MÁLIÐ ✓ 1 MÍMI Nylonsokkar kr. 15.00 parið. ?**>**> -------------- lipsif '5ji Opna í dag málflutningsskrifstofu að Skólavörðustíg 16, II. hæð. Lögiræðistörf — Fasteignasala. Sími 13036 — heimasími 17739. tíögni Jónsson hdl. iðnIsýningin w HEILSAN FÝRIR ÖLLU Byrjið daginn með Jurta Stúka okkar er nr. 343 AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA H.F. Meira í flöskunni • aftur í glösin KÓNGA-FLASKAN Ný flöskustærd af Coca-Col er komin á markaðinn fyrir þá sem vilja fá meira í flöskunni fyrir tiltölulega hagkvæmara verð. Bidjid um stóru kónga-flöskuna. Ætíð sami Ijúffengi drykkurinn, svalur og hress- andi, sem léttirskapið og gerirstörfin ánægjulegri FRAMLEITT A F VERKSMIDJUNNI V ÍF I LFEU i UMB OB I THE COC A-COLAEX PORTCO R P.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.